Fréttablaðið - 20.01.2009, Page 20

Fréttablaðið - 20.01.2009, Page 20
 20. JANÚAR 2009 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Eftir inniveru og vellystingar undanfarna daga er kominn tími á að fara út og hreyfa sig. Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri en íslensk veðrátta getur verið ansi breytileg. Gott er því að treysta á íslenska hönnun þegar kemur að útivistarfatnaði en fyrir- tækin Cintamani og Zo-on hanna útivistarfatnað fyrir íslenskar að- stæður. Fatnaður frá Cintamani fæst í verslunum um allt land, meðal annars í Cintamani-verslun- inni við Laugaveg, Útilífi og Sport- veri á Akureyri. Vörur frá Zo-on fást einnig um allt land, meðal annars í Intersport í Reykjavík, Golfbúðinni, Dalshrauni í Hafn- arfirði og Sportveri á Akureyri. Nánari upplýsingar á vefsíðun- um www.cintamani.is og www. zo-on.is. - rat Klædd eftir veðri Fönn-skíðajakki frá Zo-on er tveggja laga með filmu sem veitir vörn gegn vatni og vindum. Snjóvörn í mittið. Fönn-skíðabuxur frá Zo-on með snjóvörn í skálmum. Saumar límdir og buxurnar eru vatns- og vindheldar. Fjúka-dúnúlpa frá Zo-on með áfastri hettu og loðskinni sem hægt er að taka af. Einnig er hægt að taka ermar af. Aron-buxur. Rennilás á skálmum sem víkka buxurnar út að neðan og þær passa þá fullkomlega yfir göngu eða skíðaskó. Teygja í mitti. Henta vel sem innsta lag eða utan yfir ullarnærfatnað. Hlífa-peysa frá Zo-on úr mjög teygjanlegu, vatns fráhrindandi og vindheldu efni. Hentar innan undir jakka eða sem ytri flík í hlýrri veðrum. Áslaug-flíspeysa með stroffi frá Cintamani. Rennilás sem hægt er að renna í báðar áttir og tveir renndir vasar. Daði. Hálfrennd sportleg peysa úr technostretch-efni frá Cintamani. Hentar vel sem innsta lag eða utan yfir nærbol. Aðsókn í verkefnið Hreyfing og útivist, ókeypis heilsurækt á Akureyri hefur farið fram úr björt- ustu vonum. Verkefnið fór af stað síðastliðinn fimmtudag og var upp- haflega hugsað fyrir þá sem misst hefðu vinnu en var auglýst sem ókeypis heilsurækt fyrir alla. Jónatan Magnússon handbolta- kappi heldur utan um verkefnið og er að vonum ánægður með viðtök- urnar. „Allt sem við höfum boðið upp á hefur fallið vel í kramið en það mættu yfir hundrað manns fyrsta daginn. Besta mætingin er í tímana milli klukkan 14 og 15 fyrir konur í jóga og leikfimi, en það mættu líka margir í gönguskíðin sem voru í gærmorgun og mjög margir í karlafótboltann. Dagskrá- in er nokkuð fjölbreytt og gaman að segja frá því hvað þetta hefur mælst vel fyrir hjá breiðum hópi fólks og hvað allir eru ánægðir,“ segir Jónatan. Öll afþreying og námskeið, sem í boði verða, eru ókeypis fyrir alla en Samherji hf. er aðalbakhjarl verkefnisins. Á vef Knattspyrnu- félags Akureyrar, www.ka-sport. is, er að finna allar upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði og stundartöflu. - rat Þátttakan fram úr björtustu vonum Hreyfing og útivist er ókeypis heilsurækt á Akureyri fyrir alla. Boðið er upp á skíða- göngu í Kjarna, leikfimi, fótbolta og jóga svo eitthvað sé nefnt. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.