Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.01.2009, Qupperneq 28
16 20. janúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is IVANA TRUMP ER SEXTUG Í DAG „Að líta frábærlega út er besta hefndin.“ Ivana var gift milljónamær- ingnum Donald Trump í 14 ár. Þau skildu vegna framhjá- halds Donalds og þótti Ivana semja vel um framfærslu- eyri. Hún þykir jafnan bera aldurinn vel og sást til henn- ar hverfa af hóteli með ungan franskan mann upp á arminn fyrir stuttu. MERKISATBURÐIR: 1840 Willem II krýndur konung- ur Hollands. 1841 Kína missir Hong Kong í hendur Breta. 1939 Hitler tilkynnir þýska þing- inu um fyrirætlaða útrým- ingu allra evrópskra gyð- inga. 1957 Vilhjálmur Einarsson er valinn íþróttamaður árs- ins 1956. 1971 John Lennon hittir for- eldra Yoko Ono í Japan. 1974 Snjódýpt á Hornbjargsvita mælist 218 sentimetrar. 1991 Skíðaskálinn í Hveradöl- um brennur. 1993 Leikkonan Audrey Hep- burn fellur frá 63 ára að aldri. 2009 Barack Obama settur í embætti forseta Banda- ríkjanna. Bryndís Svavarsdóttir hljóp sitt hundraðasta maraþonhlaup 12. jan- úar síðastliðinn. Hundraðasta hlaup- ið hljóp hún í Flórída í DisneyWorld- maraþoninu en Bryndís hefur sett sér það takmark að hlaupa í öllum ríkj- um Bandaríkjanna. Þegar Fréttablað- ið náði tali af Bryndísi í vikunni hafði hún hlaupið í 33 ríkjum. „Þá eru sautján ríki eftir en við hjónin komum heim 28. janúar og þá hef ég væntanlega hlaupið fjög- ur maraþon í þremur ríkjum, Missis- sippi, Georgíu og Flórída. Ég hef áður hlaupið í Flórída svo það bætast bara tvö ný ríki við í þessari ferð. Þetta er að vísu rándýrt að ferðast svona mikið og langt en það er gaman og við sjáum meira en hinn venjulegi ferða- maður.“ Bryndís byrjaði að skokka árið 1991 en fram að því hafði hún ekkert hlaup- ið eða stundað íþróttir að ráði. Auk þess að hlaupa í Bandaríkjunum hefur hún tekið þátt í maraþonhlaupum víða í Evrópu og hér heima. Hún hleypur allt- af heil maraþon og innt eftir því hað hún hugsi um á langhlaupunum segist hún í gríni ekki hafa áhyggjur af því hvort hún hafi slökkt undir pottunum áður en hún fór út úr húsi. „Nei, ég þarf ekkert að hafa áhyggj- ur af pottunum í útlöndum og mað- urinn, þessi elska, er oftast tilbúinn með matinn þegar ég kem úr hlaupi hér heima. Ég útskrifaðist með BA- gráðu í guðfræði í október síðastliðn- um svo ég hugsa oftast um prédikan- ir og biblíuvers á hlaupunum og hvað ég er blessuð að geta leyft mér þennan munað. Við hjónin eigum fjögur börn, fimm barnabörn og það sjötta er á leið- inni og fjölskyldan tekur þessu áhuga- máli mínu vel.“ Bryndís segir tilfinninguna við að koma í mark eftir hundraðasta hlaupið hafa verið einstaka og er hvergi nærri hætt að hlaupa. „Ég byrjaði mjög vel í hlaupinu en var svo óheppin að detta og hrufla mig á hægri hendi og fæti, sem var þó þolanlegt. Tilfinningin að koma í mark var frábær því þarna er stór áfangi að baki. Ég hef ekkert ákveðið hvenær ég hætti.“ heida@frettabladid.is BRYNDÍS SVAVARSDÓTTIR: HEFUR HLAUPIÐ HUNDRAÐ MARAÞONHLAUP Stórum áfanga náð á hlaupum FRÁBÆR TILFINNING Bryndís Svavarsdóttir hefur hlaupið yfir hundrað maraþon um ævina en hún hljóp hundraðasta hlaupið í Flórída á þriðju- daginn var. MYND/LÚTHER ÞORGEIRSSON Peter Johann Weissmuller var 79 ára þegar hann lést á þessum degi árið 1984. Hann var mikill sundkappi en hann vann fimm gullverðlaun á Ól- ympíuleikunum og eitt brons, auk þess að setja 67 heims- met í sundi. Þegar ferli hans sem sundkappa lauk gerðist hann leikari og fór með hlut- verk Tarzans í tólf myndum. Hann þótti skila hlutverkinu vel og er Tarzan-öskur hans gjarnan enn notað í kvik- myndum. Weissmuller fæddist í Ungverjalandi árið 1904 og fluttist sem ungbarn með foreldrum sínum til Ameríku þar sem yngri bróðir hans fæddist. Hann var uppgötvaður sem sundkappi á ungl- ingsárunum þegar hann vann sem lyftuvörður í íþróttaklúbbi í Illinois. Hann komst í ameríska Ólympíu- liðið með því að nota fæð- ingardag og nafn yngri bróð- ur síns og segjast hafa fæðst í Pennsylvaníuríki. Weissmuller kvæntist fimm sinnum og eignaðist þrjú börn með þriðju konu sinni. Hann varð heilsulítill á seinni árum eftir að leik- og sund- ferli lauk. Hann mjaðmar- brotnaði og fótbrotnaði árið 1974 og þá hrakaði heilsunni ört og þrátt fyrir íþróttaferil sinn og æf- ingar var hann hjartveikur. Að beiðni hans var Tarzan-öskrið hans fræga spilað í jarðarförinni. ÞETTA GERÐIST: 20. JANÚAR ÁRIÐ 1984 Johnny Weissmuller fellur frá Fyrirlesturinn verður fluttur við Háskólann á Akureyri í dag. Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akur- eyri, heldur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í Háskólan- um á Akureyri í hádeginu í dag undir yfirskriftinni Ný stjórnarskrá – nýtt lýð- veldi? Í erindi sínu leitar Ágúst svara við þeirri spurningu hvort nýrri stjórnarskrá fylgi óhjákvæmilega nýtt lýðveldi vegna umræðu und- anfarið um pólitíska endur- reisn í kjölfar bankahruns- ins, en tillögur og kröfur um nýja stjórnarskrá hafa komið fram ásamt þeirri hugmynd að með nýrri stjórnarskrá væri lagður grunnur að nýju lýðveldi á Íslandi. Nýtt lýðveldi í kjöl- far bankahrunsins Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, Hildur Sigurbjörnsdóttir er látin. Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hennar látnu. Ólöf Lilja Stefánsdóttir Sigþrúður B. Stefánsdóttir Sævar Gunnarsson Óskar Baldursson barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hjördís Karlsdóttir ljósmóðir, Melalind 8, Kópavogi, sem lést laugardaginn 10. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 13.00. Sigurður Gísli Bjarnason Guðrún Hjálmarsdóttir Símon Friðriksson Steinunn Þorsteinsdóttir Sigrún Sigurðardóttir Ásgrímur Þór Pálsson Steinar Sigurðsson Ragnhildur Sverrisdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Smári Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurjóna Steingrímsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hagamel 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju á morgun, miðviku- daginn 21. janúar kl. 11.00. Gylfi Guðmundsson Marta Sigurðardóttir Edda J. Gylfadóttir Guðlaugur Viktorsson Þórunn H. Gylfadóttir Þorsteinn S. Guðmundsson Guðmundur Gylfason Valgerður Erlingsdóttir og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Hulda Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, síðast til heimilis að Heiðarvegi 40, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. janúar sl. Jarðarför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Hrafnhildur Helgadóttir Helga Helgadóttir Georg Hermannsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.