Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 16
íe Tþróttir ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 ■a ■ Atli Eðvaldsson skorar hér glæsilegt mark í landsleik gegn Tyrkjum. Hann skoraði jöfnunarmark Fortuna Diisseldorf á laugardaginn. Atli bjargaði Berg — Hann skoraði jöfnunarmark Fortuna Dusseldorf á laugardaginn Kfhverskur heimsmeistari ■ 19 ára gamall Kínverji Ning Li varð yfírburðarsigurvcgarí á heims- meistarakeppninni í fimleikum sem staðið hefur yfir að undanfömu í Zagreb í Júgóslavíu. I öðru sæti varð iandi hans Tong Fei og í næstu þremur sætum voru Sovétmenn. Ning Li hlaut 59,45 stig, cn Tong Fei 59,10. Heimsmeistarínn varð einn efstur í tveimur greinum og deildi efsta sætinu með öðrum í þremur greinum. Slíkir voru yfirburðir hans. Hæsta einkunn var 60 í öllum greinum, sem voru sex talsins. & Skiptu sigrunum jafnt ■ Þróttarar sigruðu í karlaflokki og lið stúdenta í kvennaflokki á 10 ára afmælismóti Biaksambands íslands sem háð var nú um helgina. í karlaflokki var leikið í tveimur riðlum og sigruðu stúdentar í öðmm þeirra með miklum yflrburðum, en Þróttarar í hinum og áttu í heldur meiri erflðleikum án þess þó að þeim væri vemlega ógnað. Þessi tvö lið léku síðan til úrslita og urðu úrslit í hrinunum: 15:13, 11:15, 15:6, 10:15 og þá þurfti hreina úrslitahrínu sem Þróttarar unnu 15:10. Hörkuspenn- andi keppni sem bendir til þess að blakunnendur geti átt von á hörku- spennandi íslandsmóti sem hefst einnig nú um helgina. í kvennaflokki sigraði lið Stúdenta. Þar léku þær til úrslita gegn Þróttarstelpunum og þar þurfti líka hrcina úrslitahrinu. Úrslit í einstökum hrínum: 3:15,16:14,15:0, 7:15 og 15:5, sem þýddi sigur ÍS. Einnig var keppt í 3. flokki karla og sigraði Þróttur, en HK var í öðru sæti og Stjarnan i þríðja. & Simonsen hefur ekki leikið ennþá... ■ Daninn Simonsen hefur enn ekki getað leikið með nýja félaginu Charlton vegna þess, að ekki hefur enn borist formleg samþykkt þess efnis frá Barcclona. Bera forráða- menn Barcelona það fyrir sig, að ekki hafi verið gengið frá greiðslum, en ekki ero stjórnendur enska liðsins á sama máli. En það getur ékki liðið á löngu þar til þessi geðþekki danski knattspyrnumaður geti farið að setja mark sitt á enska knattspymu. Næsti leikur liðsins er i kvöld gegn Luton og spurningin er hvort hann geti ieikið með eður ei. Heimir fyrir Lárus ■ Eins og kunnugt er leika íslend- ingar tvo landsleiki gegn Spán- verjum á Spáni annað kvöld. Það er annars vegar A-landslið íslands og hins vegar lið skipað leikmönnum yngrí en 21 árs sem leika á Spáni og má reikna með (jörogum leikjum. Fyrir helgi var greint frá landsiiðsvali landsliðsnefndar og var listinn birtur hér í blaðinu. En síðan þá hefur komið í Ijós, að Láros Guðmunds- son, Waterschei mun ekki leika með og var Heimir Karlsson úr Víkingi valinn í hans stað. Nánar verður greint frá leikjunum í biaðinu á morgun. ■ Atli Eðvaldsson tryggði félagi sínu Fortuna Dússeldorf jafntefli er liðið lék gegn Schalke 04 í „Bundesligunni" þýsku. Þó má segja, að útlitið hafi ekki verið björgulegt hjá liðinu um tíma, en staðan var 3-1 Schalke í vil, en Dússeldorfliðinu tókst að minnka mun- inn í 3-2 áður en Atli skoraði rétt fyrir leikslok. Fékk knöttinn frá Wenzel og afgreiddi hann í netið. Fyrir leikinn hafði verið ákveðið að ■ Lárus Guðmundsson er í miklum ham þessa dagana og hefur skorað í tveimur síðustu leikjum Waterschei. Fyrst á miðvikudag í Evrópuleik í Kaupmannahöfn og aftur er Waterschei mætti liði Amórs Guðjohnsen Lokeren. Lið Lárusar Waterschei sigraði með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Lárus fyrra mark leiksins á 18. mínútu. Það er greinilegt að Lárus ætlar að festa sig í sessi í knattspyrnunni í Evrópu. Pétur Pétursson, hinn landsliðsmið- herjinn skoraði einnig með liði sínu ■ Láras Guðmundsson tapaði liðið, yrði þjálfarinn Berg látinn flakka, en markið hans Atla bjargaði Berg. Leikmenn Hamburger S.V. unnu stórsigur á Braunschweig, með fjórum mörkum gegn engu. Markvörður Ham- borgarliðsins Ulrich Stein varð 28 ára á laugardaginn og hélt upp á afmæli með að halda hreinu og fylgjast með félögum sínum skora fjögur mörk. Antwerpen. Þeir léku gegn Winterslag og sigruðu 2-1. Ekki gengur vel hjá Tongeren, félaginu sem Magnús Bergs leikur með. Þeir töpuðu stórt, 6-0 gegn Anderlecht. Lið Sævars Jónssonar CS Brugge gerði 0-0 jafntefli gegn Molenbeck. Ragnar Margeirsson IBK er nú í Belgíu og lék hann með varaliði CS Brugge og skoraði þrjú mörk í 3-1 sigri liðsins. Hafa forráðamenn Iiðsins mikinn áhuga á að gera samning við Ragnar, en vitað er að fleiri félög eru á höttunum á eftir honum og má þar m.a. nefna Glasgow Rangers. En sé tekið tillit til góðrar frammistöðu Ragnars í sumar þarf engum að koma á óvart þó hann hverfi á braut í fótspor annarra ísienskra atvinnumanna. ísland vann einn leik ■ íslenska unglingalandsliðið í körfu- knattleik kom heifri úr keppnisferð til írlands í gærkvöldi. Liðið lék þrjá leiki í ferðinni, sigraði í einum og tapaði tveimur, þar af öðrum með tveimur stigum. Úrslit fyrsta leiksins urðu 76-64 Irum í hag, öðrum leiknum lauk með íslenskum sigri 83- stig gegn 65 og leiknum sem háður var á sunnudag lauk með sigri íra 66-64. Sá leikur var mjög skemmtilegur og skoruðu írar útslita- körfuna á síðustu sekúndu leiksins. Einar Bollason þjálfari íslenska liðs- ins var mjög ánægður með leik þess og sagði hann ferðina hafa verið góðan undirbúning fyrir Norðurlandamótið síðar í vetur. Það veikti liðið að það vantaði tvo leikmenn, sem leika í Bandaríkjunum, Matthías Matthíasson og Birgi Mikaelsson. Landsliðsmaðurinn Dremmel var sendur af leikvelli í síðari hálfleik fyrir brot á einum leikmanna Borússia Mönchengladbach. Þar lauk leiknum með jafntefli 0-0, en leikið var á heimavelli Borússia. Köln sigraði Arminia Bielfeld með einu marki gegn engu og hafa þeir enn ekki tapað leik á heimavelli. Enn heldur lið Stuttgart áfram að ■ Ellert Vigfússon markvörður íslandsmeistara Víkings var hetja þeirra er liðinu tókst að tryggja sér jafntefli, er Ellert varði vítakast Egils Jóhannessonar að leiktíma loknum gegn Fram á föstudags- kvöld. Úrslitin því jafntefli 21:21 og svo virðist sem Framliðið sé að springa út og sé líklegt til að velgja öðrum liðum deildarinnar undir uggum. Leikurinn var jafn allan tímann og í fyrri hálfleiknum var jafnt alveg upp í 11:11, en Fram átti síðasta orðið í hálfleiknum og hafði yfir 12:11 í leikhléi. Framarar tóku mikinn fjörkipp í byrjun síðari hálfleiks og komust þrjú mörk yfir Víking, en það sættu íslandsmeistararnir sig ekki við og náðu aftur yfirtökunum og komust í 20:18. Framliðið náði aðjafna 20:20. Þá skoraði Steinar Birgisson 21:20, en Egill Jóhannesson jafnaði úr vítakasti sem Sigurður Svavarsson fiskaði. Sigurður Gunnarsson skaut síðan framhjá Frammarkinu úr vítakasti og rétt áður en flautað var ■ Þórsarar frá Akureyri komu suður fyrir heiðar um helgina og léku tvo leiki í 1. deildinni í körfuknatt- leik. Fyrst heimsóttu þeir Grínd- vfldnga og var leikið í íþróttahúsinu í Njarðvík. I þeim leik unnu Þórsarar góðan sigur 69:63. Þórsarar misstu sinn besta mann, Bandaríkjainann- inn Robert McField útaf í byrjun síðarí hálfleiks en þrátt fyrir það tókst þeim að sigra Grindvíkinga. Stigahæstur í þeim leik var Jón Héðinsson hjá Þór með 22 stig, en McField með 20. Mike Sailes skoraði 41 stig fyrir Gríndvfldnga eða yfir 60% stiga liðsins í leiknum. berjast um efsta sætið og liðið heldur því með 15 stig, ásamt Hamborg og Borússia Dortmund. Næstir koma Bay- ern Múnchen og Köln. Stuttgart sigraði Bochum á laugardag með 5 mörkum gegn tveimur og skoruðu Allglöwer 2, Bern Förster, Kelsch og Reichert mörk Stuttgart. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með vegna meiðslanna og hefur hann nú verið frá keppni í mánuð af þeirra völdum. til leiksloka fiskaði Sigurður Svavars- son annað vítakast en Agli Jóhannes- syni tókst ekki að tryggja Fram sigur, Ellert varði. Framliðið náði jafntefli gegn íslandsmeisturunum enda þótt þeirra besti maður í vetur Hannes Leifsson léki ekki með. Gunnar Gunnarsson lék mjög vel og er hann Framliðinu mikill styrkur. Egill Jóhannesson er einnig mjög sterkur leikmaður og skoraði hann 10 mörk gegn Víkingum. Víkingsliðið lék undir getu og var það helst Ólafur Jónsson sem hélt haus að þessu sinni. Mörkin: Fram: Egill Jóhannesson 10, (4), Gunnar Gunnarsson 4, Hermann Björnsson 4, Dagur Jónas- son, Sigurður Svavarsson og Erling- ur Davíðsson eitt hver. Víkingur: Sigurður Gunnarsson 6 (4), Ólafur Jónsson 5, Þorbergur Aðalsteinsson 4 (1), Steinar Birgis- son 2, Magnús Guðmundsson 2, Hilmar Sigurgíslason og Óskar Þorsteinsson 1 hvor. Þórsuram gekk ekki jafn vel gegn Stúdentum, en sá leikur var háður í Hagaskóla á laugardag. Þá skoraði McField hvorki meira né minna en 61 stig, en það nægði Þór ekki til sigurs. Sá sem kom næstur honum í hittni var Jóhann Sigurðsson með 7 stig. Leiknum lauk með sigri Stúdenta 94:78, þannig að aðrir leikmenn en McField hafa nánast verið áhorf- endur að leiknum. Fyrir IS var Pat Bock drýgstur með 25 stig, en Guðmundur Jóhannesson skoraði 18 stig. Lárus skoraði Ragnari Margeirssyni vegnar vel hjá CS Brugge og Ifklegt er að liðið bjóði honum samning Ellert varði Og bjargaði stigi fyrir Vfkinga og töpuðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.