Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
-
9
menn og málefni
MEGINLEIÐIRNAR í VIÐUR-
EIGNINNIVIÐ VERÐBÓLGUNA
Niðurtalningin
■ Af hálfu andstæðinga Framsóknar-
flokksins er lögð rækt við þann áróður,
að niðurtalningarstefnan, sem hann
boðaði fyrir síðustu þingkosningar,
hafi brugðizt og sé því úr sögunni.
í ræðu, sem Halldór Ásgrímsson
flutti nýlega í efnahagsumræðum á
Alþingi, sýndi hann fram á, að niður-
talningarstefnan sjálf hefði ekki
brugðizt, heldur þær aðferðir, sem
hefur verið beitt við framkvæmd
hennar.
Halldór Ásgrímsson sagði:
„Þegar núverandi ríkisstjóm var
mynduð, hafði niðurtalningarstefna
Framsóknarflokksins fengið mikinn
hljómgmnn. Ríkisstjóminvarmynduð
eftir langa stjómarkreppu og setti hún
sér það mark að hefta verðbólguna í
áföngum, án þess þó að lögbinda
aðgerðimar í uphafi tímabilsins. Fara
átti leið samninga og samkomulags og
grípa inn í þegar það teldist nauðsyn-
legt.
Því verður ekki neitað, að við
framsóknarmenn emm óánægðir með
að ekki hefur náðst meiri árangur en
raun ber vitni. Fyrir því em ýmsar
ástæður.
Áhrif hagsmunahópa í þjóðfélaginu
em öflug. Hinir ýmsu hópar hafa
mikinn metnað fyrir hönd umbjóðenda
sinna svo oft sjást þeir ekki fyrir. Þessi
sami metnaður hefur í reynd stórlega
dregið úr möguleikum ríkisstjómar til
virkrar hagstjórnar. í nafni þröngra
sérhagsmuna er haldið uppi baráttu
undir ýmsum kjörorðum, eins og um
aukin ríkisútgjöld, lægri skatta, lægri
útlánsvexti, hærri innlánsvexti og jafn-
vel á tímum samdráttar í þjóðartekj-
um, krefjast menn hærri launa og
minni verðbólgu, sem í raun þýðir
meiri skuldir og aukna verðbólgu. Því
skulum við gera okkur ljóst að lífskjör,
sem haldið er uppi með taprekstri og
erlendri skuldasöfnun, eru skaðleg
stundarblekking, sem munu leiða til
enn meiri erfiðleika í framtíðinni.
Vegna þeirrar stöðu, sem nú hefur
verið lýst og þeirrar ákvörðunar ríkis-
stjómarinnar að lögbinda ekki ákveðin
þrep í niðurtalningunni reyndist nauð-
synlegt að ganga til langvinnra samn-
inga um sérhvert skref í baráttunni við
verðbólguna. Þetta reyndist seinvirk
leið og höfum við framsóknarmenn
ekki dregið dul á óánægju okkar um
framvindu mála, enda þótt segja megi
að skilningur hafi farið vaxandi hjá
samstarfsmönnum okkar í ríkis-
stjóm.“
Tvær leiðir
Halldór Ásgrímsson vék síðar í
ræðu sinni að leiðum til að ráða
niðurlögum verðbólgu. Halldór Ás-
grímsson sagði:
„Ef ráða á niðurlögum verðbólgu
em aðeins tvær meginleiðir:
Sú fyrri byggist á niðurtalningu, sem
verður að vera í markvissum og
undanbragðalausum skrefum í stað
tímafreks samningaþófs, sem sýnt
hefur að leiðir ekki til viðunandi
niðurstöðu. Ég vil taka sérstaklega
fram, að í ljósi reynslunnar er það mín
skoðun að aðgerðir til niðurtalningar
verðbólgu verði að lögbinda, eigi að
ná tilætluðum árangri í baráttu gegn
henni.
Síðari meginleiðin er leiftursókn,
sem landsfræg er orðin og miðar að því
að ná sem mestum árangri í einu
vetfangi án tillits til annarra áhrifa, þar
á meðal á atvinnu.
Valið á næstunni mun því standa á
milli markvissrar hjöðnunar verðbólgu
með aðgerðum er hafi undanbragða-
lausan stuðning í lögum og leiftursókn-
ar í nýjum búningi.
Við framsóknarmenn erum sann-
færðir um að innan allra flokka eru
sterk ábyrg öfl, sem eru sammála
meginsjónarmiðum okkar í baráttunni
gegn verðbólgu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun reyna að
segja að niðurtalningin hafi verið
reynd, og ekki skilað nægilegum
árangri. Því verði að reyna nýja,
bragðbætta leiftursókn. Ég vara við
slíkri stefnu.
Verum þess minnug, að við höfum
þrátt fyrir allt fetað okkur áfram, og
minnumst þess einnig, að í þjóðfélagi
okkar, sem var komið á ystu nöf
þjóðfélagsátaka árið 1978, gætir nú á
ný aukins skilnings og samstarfsvilja.
Áframhaldið verður að byggja á
þeim grunni, en með meiri festu.
Leiftursókn mun kollvarpa þessum
grundvelli og leiða til átaka og skiln-
ingsleysis. Ékki er að efa að böl
atvinnuleysisins mun einnig eitra and-
rúmsloftið í þjóðfélaginu.“
Leið Thatchers
Til að gera sér gleggri grein fyrir
afleiðingum leiftursóknar í efnahags-
málum, getur reynslan, sem fengizt
hefur af henni í Bretlandi, verið allgóð
vísbending.
Mikið er nú látið af því, að Thatcher
hafi tekizt að koma verðbólgunni
niður í 7.3. I þessu sambandi sést
mörgum yfir það, að hún var ekki
nema 10.3%, þegar Thatcher kom til
valda vorið 1979.
í fyrstu leiddi leiftursókn hennar til
þess, að verðbólgan meira en tvöfald-
aðist, en síðan hefur dregið úr henni.
Nú er hún því ekki nema 7.3%, eins
og áður segir.
Ýmislegt þykir hins vegar benda til,
að það haldist ekki nema stutta stund.
Kaupgjaldi hafi verið haldið svo niðri,
að ný hækkunarbylgja sé óhjákvæmi-
lega framundan.
En hvað hefur hún kostað þessi
þriggja prósenta lækkun verðbólgunn-
ar í stjórnartíð Thatchers?
Hún hefur kostað stórkostlega aukið
atvinnuleysi. Atvinnuleysingjum hefur
fjölgað talsvert á aðra milljón. Lífskjör
láglaunafólks og millistétta hafa
versnað. Mikill fjöldi fyrirtækja hefur
farið á hausinn. Önnur fyrirtæki hafa
dregið saman seglin. Batinn, sem átti
að koma til sögunnar, er ekki sýnilegur
enn.
Fordæmi Thatchers er vissulega
ekki til eftirbreytni.
Verðhækkanir
Verulegar verðhækkanir hafa orðið
að undanfömu. Ýmsir hafa reynt að
kenna viðskiptaráðuneytinu um. Það
hafi ekki veitt nægilegt aðhald.
Þessir sleggjudómar stafa ekki
minnst af því, að mönnum virðist
ókunnugt um, að verðlagsmálin heyra
undir fleiri ráðuneyti.
Undir viðskiptaráðuneytið heyrir
aðallega eftirlit með verðlagi á er-
lendum varningi og flutningsgjöldum.
Eins og nú háttar er það sérstök
verðlagsnefnd, sem hefur þessi mál
með höndum. Hún er skipuð að
talsverðu leyti fulltrúum launþega. Nú
eiga t.d. sæti í henni Ásmundur
Stefánsson, Snorri Jónsson og Harald-
ur Steinþórsson. Að því bezt er vitað
hefur enginn ágreiningur orðið í
nefndinni að undanförnu um verðlagn-
ingu aðfluttra vara.
Erlendar vörur hækka eðlilega í
samræmi við gengissig og gengisfelling-
ar. Hvort tveggja hefur haft veruleg
áhrif til verðhækkunar á þessu ári. Við
bætast svo kauphækkanir. Þá geta
skattar haft sín áhrif. T.d. hefur
hækkun vörugjaldsins haft nokkur
áhrif.
Verðlagning landbúnaðarvara heyr-
ir undir landbúnaðarráðuneytið, en í
reynd er verðlagið ákveðið af svokall-
aðri sex manna nefnd, þar sem eiga
sæti jafn margir fulltrúar neytenda og
framleiðenda. Af neytendafulltrúum
er einn skipaður af sjómönnum og
annar af iðnaðarmönnum. Alþýðu-
sambandið átti að tilnefna þriðja full-
trúann, en hefur vikið sér undan því
að gera það. Hann hefur þvf verið
tilnefndur af félagsmálaráðherra.
Verðlagning á sjávarafurðum fylgir
ákvörðun verðlagsnefndar, sem er
skipuð fulltrúum sjómanna, útgerð-
armanna og fiskvinnslustöðva.
Verðlagning á rafmagni og vatni frá
hitaveitum heyrir eingöngu undir iðn-
aðarráðuneytið. Þar hafa orðið veru-
legar verðhækkanir á þessu ári, t.d.
verð á rafmagni hækkað um 125%
Þetta mun stafa af því, að raf-
magnsverði hefur verið haldið niðri á
undanförnum árum.
Þetta stuttlega yfirlit sýnir, að verð-
lag og eftirlit með því er síður en svo á
einni hendi. Þetta heyrir ekki nema að
takmörkuðu leyti undir viðskiptaráðu-
neytið.
Heimskreppan
Stundum mætti álykta af skrifum
stjórnarandstæðinga, að hvergi sé
glímt við efnahagserfiðleika, nema á
íslandi.
Þetta er mikil blekking, efnahags-
kreppa ríkir nú hvarvetna í heimin-
um. Hún er mikil og vaxandi í
kapitalískum löndum. Hún er enn
meiri í kommúnistaríkjum og mest í
ríkjum þriðja heimins.
Sé gerður hlutlaus samanburður á
fslandi og öðrum löndum í þessum
efnum, verður hann hagstæður íslend-
ingum. ísland er eitt örfárra ríkja í
heiminum, þar sem ekki er atvinnu-
leysi. ísland er í hópi þeirra landa, þar
sem kreppuástandið hefur valdið
minnstum samdrætti kaupmáttar. ís-
land er einnig meðal þeirra landa, þar
sem framkvæmdir hafa verið hvað
mestar á síðustu árum.
Þótt hinir efnahagslegu erfiðleikar
séu víðast meiri en hér, dregur það
ekki úr því, að hér er glímt við mikinn
og vaxandi efnahagsvanda, þar sem
samdráttur í fiskveiðum hefur komið
til viðbótar verðlækkun á ýmsum
íslenzkum útflutningsvörum og
þrengri mörkuðum fyrir aðrar þeirra.
Þess vegna benda allar líkur til þess,
að þjóðartekjur muni dragast verulega
saman á næstu misserum.
Við þeim vanda verður að bregðast.
Þar veltur ekki sízt á því, að þjóðin
geri sér grein fyrir erfiðleikunum og
bregðist við samkvæmt því.
Samstaða
Sá stuðningur, sem bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar hefur hlotið, bendir
hiklaust til þess, að þjóðin geri sér
grein fyrir efnahagsvandanum. Lögin
eru sprottin af illri nauðsyn og margir
telja að í þeim felist veruleg kjara-
skerðing. Menn gera sér hins vegar
ljóst, að enn meiri kjaraskerðing
myndi hljótast af vaxandi verðbólgu.
Bráðabirgðalögin eru verulegt spor í
þá átt að draga úr hraða verðbólgunnar
og þeirri erlendu skuldasöfnun, sem
fylgir henni.
Það væri undir þessum kringum-
stæðum illt verk og óþarft, ef
stjórnarandstaðan stæði við þá hótun
sína að fella bráðabirgðalögin.
Stjórnarsinnar myndu vafalítið
hagnast pólitískt á því, ef stjomarand-
staðan gerði sig seka um siíkt óhæfu-
verk. En það má ekki láta stjómast af
slíkum sjónarmiðum.
Þess vegna mæltist það vel fyrir hjá
þjóðinni, þegar formaður Framsókn-
arflokksins lagði til, að stjóm og
stjómarandstaða ræddu málin og
leituðu samkomulags, þótt ekki væri
um að ræða nema fyrstu aðgerðir til
að draga úr vandanum.
Þessar viðræður em nú hafnar. Þótt
ekki blási byrlega í fyrstu vegna
undirtekta stjórnarandstöðunnar,
verður að vona að það breytist. Það
væri þjóðargæfa, efsamkomulagtækist
um nauðsynlegustu aðgerðir og kosn-
ingadag í samræmi við það.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar