Tíminn - 07.11.1982, Síða 10
10
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
■ „Þrettánda dag hins tólfta mánaðar
- það er mánuðurinn adar - þann dag
er óvinir gyðinga höfðu vonað að fá
yfirbugað þá, ... söfnuðust gyðingar
saman í borgum sínum um öll skattlönd
Ahasverusar konungs til þess að leggja
hendur á þá, er þeim leituðu tjóns. Og
enginn fékk staðist fyrir þeim, því að
ótti við þá var kominn yfir allar þjóðir.
Og allir höfðingjar skattlandanna og
jarlamir og landstjóramir og embættis-
menn konungs vejttu gyðingum lið, því
að ótti við Mordekai var yfir þá kominn.
I»ví að Mordekai var mikill orðinn við
hirð konungs, og orðstír hans fór um öll
skattlöndin, því að maðurinn Mordekai
varð æ voldugri og voldugri. Og gyðingar
drápu óvini sína í hrönnum; vógu þá
með sverði, myrtu þá og tortímdu þeim,
og fóm þeir með hatursmenn sína eftir
geðþekkni sinni. Og í borginni Súsan
drápu gyðingar og tortímdu 500 manns.
... En aðrir gyðingar, þeir er bjuggu í
skattlöndum konungs, söfnuðust saman
og vörðu líf sitt með því að hefna sín á
óvinum sínum og myrða 75.000 meðal
fjandmanna sinna, - en eigi lögðu þeir
hendur á fjármuni þeirra.“
Á þennan hátt er sagt frá hetjudáðum
gyðinga í Esterarbók og hefur mörgum
að vonum þótt slíkt rit eiga lítið erindi
í helgiritasafn Biblíunnar. Engu að síður
■ Titus, rómverski hershöfðinginn sem lagði Jerúsalem í rúst árið 70.
■ Upphaf Esterarbókar þar sem segir frá „hetjudáðum" gyðinga.
Gyðingastríð 20. aldar
er bókin þar, og hefur margur þjóðremb-
ingsfullur gyðingur fengið særðum þjóð-
armetnaði og stolti svalað við lestur
þessarar bókar. Nútíma biblíurannsókn-
ir líta yfirleitt á bókina sem sögulega
skáldsögu, sem samin hafi verið ein-
hverntíma á 4. öld f. Kr. til að skýra
uppruna púrímhátíðar gyðinga. Höf-
undur bókarinnar hefur eflaust verið
einn af þeim mikla fjölda gyðinga í
dreifingunni - eða diaspóra - sem náin
kynni hafði af fran þeirra tíma og
persneskum háttum, þótt öll sé sagan
með ævintýra- og kynjablæ. En sagan
speglar þó fyrst og fremst hlutskipti
gyðingsins um aldir - hins ofsótta manns
þjóðar brots sem býr undir refsivendi
duttlungafullra harðstjóra og verður
skotspónn spilltra stjórnvalda, sem at-
hygli lýðsins og hatri er beint að, þegar
viðkomandi landsfeður hafa sjálfir leitt
ógæfu og hrun yfir þjóð sína.
Hefnd eða refsing
Hermdarverk gyðinga í Esterarbók
eru vísast draumar ofsótts manns og
tálsýnir einar, sem enga stoð eiga sér í
sögulegum veruleik þess löngu liðna
tíma - valdaskciðs Ahasverusar, það er
Xerxesar persakonungs. En það sem
mér finnst eftirtektarverðara við þessa
frásögn er það, að hún gæti með örlitlum
orðalagsbreytingum verið lýsing á atferli
þeirra gyðinga á okkar dögum, sem
komið hafa á fót fsraelsríki í Palestínu.
Árum saman höfum við ekki þurft
annað en líta í dagblöð eða fylgjast með
fréttum útvarps og sjónvarps til að heyra
dögum oftar greint frá hefndaraðgerðum
ísraelsmanna gegn Palestínuskæruliðum
eða arabískum nágrönnum, þótt aðgerð-
ir þessar séu oft nefndar því furðulega
nafni „refsiaðgerðir“. Þó fréttum við
sennilega minnst af því sem gerist.
ísraelsmenn virðast hafa getað ráðið
furðumiklu um það, hvaða fréttir birtast
af ástandinu í fsrael hér á Vesturlöndum.
Svo hefur þetta a.m.k. verið allt fram til
innrásarinnar í Líbanon nú í sumar, en
þá virtist mælirinn fylltur. Fréttamenn
sáu skyndilega refsivönd ísraels í réttu
Ijósi.
Enn í dag, heilum mannsaldri eftir að
meiri hlutinn af innfæddum íbúum
landsins hefur flúið heimkynni sín í
Palestínu, eru gyðingar Ísraelsríkis að
„refsa" Palestínumönnum, bæði heima-
fyrir og þar sem þeir dveljast í útlegð í
nágrannalöndum. Þúsundir heimila hafa
verið lögð í rúst, m.a. hafa heil
sveitaþorp verið jöfnuð við jörðu „af
öryggisástæðum" eins og það er kallað.
Sagt er að venju, að skæruliðar hafi
leynst þar, og ekki er þá þörf að bíða
rannsóknar málsins og enn síður dóms.
Fangelsanir hafa verið daglegt brauð,
aðstandendur fá engar fregnir af þeim
sem handteknir eru og mánuðum saman
er mönnum haldið í fangelsi án þess mál
þeirra komi fyrir dóinstóla, en þegar það
er gert er það venjulega ísraelskur
herdómstóll sem um málin fjallar.
Dómar eru miskunnarlitlir eða misk-
unnarlausir, sem ráða má af því, að
16 ára unglingar hafa verið dæmdir í allt
að 25 ára fangavist fyrir yfirsjónir sínar.
Nú er það einnig opinbert leyndarmál
að pyndingum er beitt gegn föngum í
fangelsum ísraels.
Samviskan vaknar
Út yfir allt sem áður var skeð tóku þó
síðustu atburðir í Líbanon, í Týrus,
Beirút og víðar, þar sem ísraelsher hefur
farið um og jafnað allt við jörðu, stráfellt
varnarlaust fólk og horft á morðsveitir
vina sinna, hinna líbönsku falangista,
fullkomna „refsiaðgerðirnar", þegar
enginn var lengur til varnar í hálfhrund-
um flóttamannabúðum Palestínumanna.
Sannarlega minnir allt þetta óhugnan-
lega á lýsingu Esterarbókar, þar sem
segir að gyðingar hafi farið með haturs-
menn sína eftir geðþekkni sinni.
En þessir síðustu atburðir í Líbanon
hafa þó rumskað við samvisku heimsins,
sem sofið hefur fast til þessa, þegar
málstað Palestínumanna hefur borið á
góma. Eða hefur það ekki verið svo, að
sum mannvíg virðast öðrum voðalegri í
okkar augum, hættir okkur ekki til að
vinsa úr þá atburði, sem okkur finnast
eiga samúð okkar og siðferðislega vand-
lætingu skilda, en gefum öðrum atburð-
um hliðstæðum engan gaum? Leynist
ekki með okkur dulin fyrirlitning á
fórnarlömbum ísraelskra hermanna,
sem sáldra eldi yfir þeirra fátæklegu
hús? Erum við ekki á sama hátt að
samgleðjast hinum langhrjáðu gyðing-
um, þegar þeir loks hafa rétt úr kútnum
og eru farnir að haga sér hermannlega
■á evrópska vísu? Skyldi það ekki hafa
verið dulin sektarkennd gagnvart gyð-
ingum, sem fram kom í hrifningarbríma
vestrænna fjölmiðla, þegar lýst var
sigrum ísraelsmanna í 6 daga stríðinu
svonefnda 1967?
Þeir réðu Guði bana
Yfirleitt má telja að mikill hluti skrifa
hér á landi og fréttaflutningur um
málefni landanna og þjóðanna fyrir
botni Miðjarðarhafs hafi einkennst af
tilfinningamóði og hleypidómum fremur
en þekkingu og raunsæi.
Eftir síðari heimsstyrjöld var sem
kristnir Vesturlandamenn vöknuðu
skyndilega til meðvitundar um sekt sína
gagnvart gyðingum, þessum eilífu
syndahöfrum, sem hafa á liðnum öldum
verið bornir flestum þeim sökum sem
upphugsaðar verða. Þeir höfðu ráðið
Guði bana á krossi, sú var synd þeirra
stærst, og þeir voru ætíð reiðubúnir að
ganga í lið með erkióvininum gegn
hinum kristnu, eitra brunna, ræna
börnum til fórna og kvelja frelsarann
með því að stinga oblátur klerkanna
prjónum, svo nefnd séu nokkur dæmi
frá miðöldum um ávirðingar sem bornar
voru á gyðinga og urðu oft upphaf að
ofsóknum gegn þeim. Á 20. öld voru
■ Palestínubörn.
Fyrsta grein
gyðingar sagðir undirbúa það heimssam-
særi, er tryggja skyldi þeim endanleg
yfirráð yfir heimskringlunni. Til að
stemma stigu við þessari plágu í
mannheimi gripu hinir þýsku nasistar til
þeirra sem seint gleymast. Þegar þessi
dapurlega saga er höfð í huga, verður
það e.t.v. skiljanlegt að menn reyni að
réttlæta þær baráttuaðferðir sem gyðing-
ar sjálfir hafa beitt andstæðinga sína.
Ef þetta er raunverulega svo, að
dómar okkar og mat á atburðum líðandi
stundar á Austurlöndum nær byggist á
tilfinningasemi fremur en skynsamlegri
yfirvegun og þekkingu - og jafnvel á
dulinni sektarvitund gagnvart gyðingum
annars vegar og aldagömlum fordómum
gagnvart aröbum og íslam hins vegar,
þá er fyllsta ástæða til að reyna að
leiðrétta þann misskilning.
Sögulegar forsendur
Hér á eftir verður reynt að gera
nokkra grein fyrir sögulegum forsendum
þeirra átaka sem orðið hafa fyrir botni
Miðjarðarhafs síðan Ísraelsríki var
stofnað og raunar allt frá þeim tíma að
Balfouryfirlýsingin var birt 2. nóv. 1917.
Ég mun reyna að svara nokkrum
spurningum, sem miklu máli skiptir að
eiga rétt svör við, eigi að vera hægt að
gera sér skynsamlega grein fyrir atburð-
um líðandi stundar á þessum slóðum,
atburðum sem hafa verið rangtúlkaðir
oft og fiðum í æsifréttum fjölmiðla á
okkar dögum. Hverjir eru gyðingar?
Hvað er zionismi? Hvað veldur gyð-
ingahatri? Hverjir eru Palestínubúar?
Þetta eru spurningar sem mönnum
finnst ef til vill óþarfi að gera að
umræðuefni, svörin liggi öll í augum
uppi. En því miður eru svörin við
ýmsum þessara spurninga ekki jafnaug-
ljós og skyldi, né liggja þau í augum
uppi. Við skulum fyrst athuga síðustu
spurninguna: Hverjir eru Palestínu-
menn? Eru þeir ekki til sem þjóð. Að
dómi Goldu heitinnar Meir eru þeir ekki
til sem þjóð og hafa aldrei verið. Að
dómi þeirra sjálfra eru þeir ein elsta þjóð
heims, með sérstæða lifnaðarhætti og
menningararfleifð, sem nær langt aftur
fyrir upphaf tímatals okkar.
Það er margra álit, að þeir arabar sem
á okkar dögum byggja Palestínu séu
afkomendur þeirra araba er lögðu
landið undir sig fyrir 1300 árum. Þetta
er þó ekki svo. Palestínuarabar, sem
ýmist eru kristnir eða fylgjendur islams
(oft ranglega nefnd Múhameðstrú), eru
langflestir niðjar þess fólks sem landið
hefur byggt frá því í árdaga: Filista,
Kanaanita, Hittíta, Jebúsíta o.fl. Þetta
fólk var löngu sest að í landinu þegar
hinir fornu gyðingar, þ.e. Hebrear,
réðust inn í landið um 15 öldum f. Kr.
Eins og kunnugt er tók það Hebrea
margar aldir að ná lokayfirráðum yfir
landinu, og þótt svo ætti að heita að þeir
næðu yfirhöndinni að lokum, þá voru
jafnan stór landsvæði á valdi þeirrar
þjóðar eða þjóðabrota, sem fyrir höfðu
verið í landinu. Eftir að rómverski
hershöfðinginn Titus, er síðar varð
keisari í Róm, lagði Jerúsalem í rúst árið
70 og felldi eða hrakti í útlegð ungann
úr gyðingaþjóðinni, þá varð þetta fólk
eftir í landinu. Þegar hinir arabisku herir
spámannsins frá Mekka leggja landið
undir sig á 7. öld, þá blanda þeir blóði
við íbúa landsins, og hið sama gerðu
hinir vígreifu krossfarar, sem komnir
voru á 11. öld vestan úr Evrópu til að
frelsa gröf Krists úr höndum hinna
saracensku villutrúarmanna.
Allar þessar aldir og raunar allt fram
til ársins 1948 heldur þjóðin sínum
sérstöku lifnaðarháttum og siðvenjum.
Það er því ekki að ófyrirsynju að
Palestínuarabar mótmæla því harðlega,
þegar fræða á heiminn um það að þeir
séu ekki þjóð og hafi aidrei verið. Það
eru ekki margar þjóðir sem rakið geta
sögu bólfestu í landi sínu jafnlangt aftur
og Palestínuarabar, og gefi jafnlöng
bólfesta ekki hverri þjóð rétt á landi
sínu, verður vandséð á hverju sá réttur
skuli byggður. Að því hafa einnig verið
færð gild rök, að við herleiðingu Titusar
á gyðingum árið 70 hafi hluti gyðinga
orðið eftir í Palestínu, fátækir bændur
og handverksmenn, er hinum rómverska
herstjóra þótti ekki sá bógur í að tæki
að stugga þeim burt út landinu, og séu
Palestínuarabar því ef til vill sannari
gyðingar að uppruna til en þeir innflytj-
endur sem flykkst hafa þangað eftir
stofnun Ísraelsríkis.
ísraelsmenn nútímans
og gyðingar fortíðar
En nú kann einhver að spyrja: Hvað
varð um þá gyðinga sem hröktust í
útlegð eftir ósigurinn fyrir hinum róm-
verska her Titusar árið 70 og eyðingu
Jerúsalemsborgar. Eru þeir gyðingar
sem flust hafa til ísrael síðan 1948
afkomendur þessa fólks, raunverulegir
afkomendur hinna fornu Hebrea? Því
fer víðs fjarri, og byggist þessi þráláti
misskilningur á því, að menn líta á
gyðinga sem sérstaka þjóð í okkar
skilningi þess orðs eða sem sérstakan
kynþátt, eða hvort tveggja.
Mannfræðingar halda því hins vegar
fram, að gyðingar séu hvorki sérstakur
kynþáttur né þjóð í venjulegum skilningi
þess orðs, allar rannsóknir bæði mann-
fræðilegar og sagnfræðilegar hafi löngu
afsannað það.
Rannsóknir á höfuðlagi gyðinga sýna
að það er harla mismunandi og jafn-
margbreytilegt og hjá öllum þjóðum
Evrópu til samans. Einnig hafa ýtarlegar
rannsóknir á blóðflokkum gyðinga kippt
öllum stoðum undan þeirri kenningu, að
til sé einhver gyðinglegur kynþáttur.
Mannfræðingar hafa skipt gyðingum í
eftirtalda hópa eftir uppruna þeirra: í
fyrsta lagi gyðinga sem telja má beina
afkomendur þeirra er fluttust - ýmist
frjálsir eða ófrjálsir- burt frá Palestínu,
þeir eru mjög fámennir. í öðru lagi eru
svo þeir sem eru afkomendur Asíu-gyð-
inga og annarra þjóðabrota eða þjóða
(blandaður stofn) og í þriðja lagi eru svo
þeir gyðingar sem mannfræðilega séð
eru ekki á nokkum hátt skyldir eða í
blóðtengslum við þá gyðinga sem eiga
uppmna sinn að rekja til Palestínu,
heldur hafa orðið gyðingar við það eitt
að taka gyðingatrú, og em þeir langflest-
ir.
Það er því alrangt að tala um
gyðingaþjóðina á þann hátt að gefið sé
í skyn að þar sé um að ræða hóp manna,
sem ekki eigi sér aðeins sameiginlega
sögu, heldur sé líka tengdur blóðbönd-
um og menningararfleifð. Slíkt getur ef
til vill hentað zíonistiskum stjómmála-
mönnum í áróðri þeirra, en á bak við
allt slíkt tal em þó hinir óhugnanlegu
undirtónar kynþáttaþvaðursins - þeirrar
kenningar sem orðið hefur gyðingum
sjálfum þyngri í skauti en flest annað.
Séra Rögnvaldur
Finnbogason skrifar