Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 18

Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 18
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. BENONI- BYRJUN ■ Benoni-byrjun gefur hörðum sóknarskákmönnum ýmis tækifæri. En hvað 'skeður ef hvítur er jafn harður í sókninni og svartur? í Moskvu lék Velimirovic þessa byrjun oft, en gegn Beljavsky og Tal gekk dæmið ekki upp. Hann gafst upp eftir 25. og 23. leik. Sovésku stór- meistararnir léku ekki sama afbrigð- ið á hvítt. Kannske finnast fleiri en eitt gott afbrigði, þegar maður þekkir allar gildrurnar í þessari lúmsku byrjun. Beljavsky : Velimirovic. 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. e4 Bg7 8. Be2 (Gamla aðalleiðin. Hins vegar gat Beljavsky ekki teflt hina hvössu leið, f4. í þessari skák brá svartur sér ekki út í Benoni fyrr en hvítur hafði leikið Rf3 og lokað f-peðið af.) 8. . 0-0 9. 0-0 He8 10. Rd2 a6 11. a4 Rb-d7 12. f4 (En nú kemur það.) 12. . c4 13. Khl Rc5 14. e5 (Þetta er allt saman vel þekkt.) 14. . dxe5 15. fxe5 Hxe5 16. Rxc4 He8 17. Bg5 h6 18. Bh4 Rc-e4 19. d6 g5 (Eða 19. . Rxc3 20. bxc3 g5 21. Bf2,meðéætluninni 21. . Re4 22. Bb6 Dd7 23. Bd4, eða 22. . Rxc3 23. Db3 Dd7 24. Bh5. En svarta staðan fellur mér þó alls ekki í geð.) 20. Bel Be6? (Nauðsynlegt var b6 eða Hb8, en staðan er erfið. Svartur hefur tilbúna leikfléttu, en hvítur hefur reiknað lengra.) 21. Rxe4 Rxe4 22. Ba5 Bxc4 (Áætlunin 22. . Dd7 23. Rb6 leiðir til tapaðs endatafls.) 23. Bxd8 Bxe2 (Hvítur hefur ekki efni á að gefa þrjá menn fyrir drottninguna og 24. Dxe2 Rg3+ 25. hxg3 Hxe2 26. Be7 gefur í mesta lagi jafntefli. 26. .Bf8..) 24. d7! (Pessi millileikuF eyðileggur allt.) 24. . He6 25. Dxe2 Gefið. Ástæðan er 25. . Rg3+ 26. hxg3 Hxe2 27. Bc7. ■ " . « * • * • h STILLTI SIGUM HEFND- AR- SKAK ■ Kannski minnast lesendur skákar þeirra Koutly : Hulak, frá milli- svæðamótinu í Mexíco, þar sem frípeð hvíts komst upp á 7. reitaröð, en svartur vann. Sama byrjanaaf- brigði var teflt einum mánuði síðar á millisvæðamótinu í Moskvu, en hér urðu úrslit önnur. Tal: Velimirovic. Benoni. I. c4 e6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. f4 Bg7 8. Bb5+ rf-d7 9. a4 Dh4+ 10. g3 De7 II. Rf3 0-0 (Augsýnilega er mjög áhættusamt að tefla upp á peðsvinn- ing með Bxc3+.) 12.0-0 Ra613. Hel (Mjög eðlilegur leikur, en fyrrnefnd skák tefldist 13. e5 dxe5 14. d6 Dd8 15. Rd5 e4. Vafalaust þekktu Tal og Velimirovic báðir til þessarar skákar.) 13. . Rb4 14. e5 a6 (Þó ég telji svörtu stöðuna tapaða, treysti ég mér ekki til að finna verulegar endurbætur.) 15. Bfl dxe5 16. d6 De8 17. fxe5 b6? (Hann varð að reyna Rxe5 18. Rxe5 Bxe5 19. Bh6' með óljósri stöðu. Sama gilti um 19. d7 Bxd7 20. Hxe5.) 18. e6! fxe6 19. Bc4 Bb7? (Betra var Kh8 en svarta staðan er hrunin.) 20. Hxe6 Kh8 21. Hxe8Haxe8 22. Bf4 g5 (Eða 22. . Bxf3 Dxf3 g5 24. Dg4.) 23. Rxg5 Gefið. Eftir 23. . Bd4+ er sýndarsókn svarts fyrir bí. Hann stillti sig þó um hefndarskákina. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skák ÓLYMPÍU- SKÁK Rifjnð upp saga fyrstu ólympíuskákmófanna í tilefni af því 25. I Luzern ■ Hér birtist síðari hluti upprifjunar IUuga Jökuls- sonar um fyrstu Olym- píuskákmótin og hefst frá- sögnin með sjötta Ólym- píumótinu, sem á ýmsan hátt var sögulegt. Sjötta ólympíumótið var haldið í Varsjá og voru tuttugu þjóðir meðal þátttakenda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Pólverjar höfðu reynt mikið að fá Sovétríkin til þáttktöku en árangursl- aust; á hinn bóginn komu margir ungir og efnilegir skákmeistarar fram á mótinu. Nefna má Eistlendinginn Kéres og Finnan Böök á fyrsta borði, Jacob Bolbochan frá Argentínu, Lilienthal frá Ungverjalandi og Pólverjann Frydman á öðru borði, Najdorf frá Póllandi á þriðja borði, Júgóslavann Trifunovié, Svíann Danielsson og Ungverjann Szabó á fjórða borði. Svíar (Stahlberg, Stoltz, Lundin og Danielsson) virtust um tíma öruggir um sigur en undir lok mótsins skriðu Bandaríkjamenn fram úr þeim. Fine var nú á efsta borði hjá Könum en gekk fremur illa, síðan kom Marshall, þá Kupchik, Dake og Horowitz var varamaður. Lokastaðan var sú að Bandaríkin fengu 54 vinninga, Svíar 52.5, Pólverjar 52 og Ungverjar voru fjórðu með 51. Athygli vakti að Salo Flohr skaut Alekhine ref fyrir rass á efsta borði og náði bestum árangri þar, en á öðru borði var Lilienthal efstur, Eliskases frá Austurríki á því þriðja, Dake (upprunalega Pólverji) stóð sig best á fjórða borði og náði raunar hæsta vinningshlutfalli yfir allt mótið, en hæstur varamanna varð Horowitz. í þætti um Kéres í ágúst var birt snilldarleg skák sem hann tefldi gegn Englendingnum Winter, en það var Eliskases sem fékk fegurðarverðlaunin fyrir skák sína gegn Frakkanum Muffang. Eliskases hefur hvítt. 1. d4-d5 2. c4-dxc43. Rf3-Rf64. e3-e6 5. Bxc4-a6 6.0-0-c5 7. De2-Rc6 8. a3!-b5 9. Ba2-Bb7 10. dxc5-Bxc5 11. b4-Be7 12. Bb2-0-0 13. Rbd2-Db6 14. Rb3-Hfd8 15. Hacl-Hac8 16. Rc5-Rd5 17. Hfdl-Ba8 18. Bxd5-exd5 19. Rh4!-Rb8 20. Dg4-Bf6 21. Bxf6-Dxf6 22. Re4!-De6 23. Rf5-g6 24. Hxc8-Hxc8 25. Re7+ og hér gafst Muffang upp. 1937 var sjöunda ólympíumótið haldið í Stokkhólmi og 19 þjóðir mættu til leiks. Athygli vakti að Frakkar voru ekki meðal þátttakenda í fyrsta sinn og þá ekki Alexlander Alekhine, sem nú var fyrrverandi heimsmeistari, en Hollendingar komu hins vegar með Euwe á efsta borði. Þar virtist ljóst frá upphafi hverjir myndu sigra því í bandakrísku sveitinni voru fjórir stórmeistarar: Reshevsky á fyrsta borði, síðan Fine, þá Kashdan og Marshall á því fjórða en Horowitz var varamaður. Það fór líka svo að Bandaríkjamenn unnu mjög öruggan sigur, fengu 54.5 vinning en Ungverjar urðu númer tvö með 48.5 vinninga. Lilienthal var á fyrsta borði fyrir þá, síðan Szabó og þriðji A. Steiner. Pólverjar og Argentínumenn urðu í 3.-4. sæti með 47 vinninga (Guimard stóð sig best í síðarnefnda liðinu), síðan komu Tékkar, þá Hollendingar og síðan Litháar (Mikenas á efsta borði) og Eistlendingar (Kéres). íslendingar urðu númer 16. Flohr varð efstur á fyrsta borði en síðan kom Kéres og Euwe heimsmeistari varð þriðji. Fine varð efstur á öðru borði, síðan Szabó og þá Trifunovié, en Kashdan stóð sig best á þriðja borði og Danielsson, Svíþjóð, á fjórða. Lítum yfir skák þá sem Böök, Finnlandi, tefldi gegn Pólakkanum Najdorf, sem hefur svart. 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-e6 6. Bg5-a6 7. Dd2-h6 8. Bxf6-Dxfd6 9.0-0-0-Rc610. Rb3-Dd8 11. f4-Dc7 12. h4-Bd7 13. Hh3-0-0-014. Df2-Kb8 15. Hhd3-Be716. Kbl-Bc8 17. g3-b5 18. a4-b4 19. Ra2-Bb7 20. c3-Ra5 21. Rxa5-Dxa5 22. Rxb4-d5 23. exd5-Bxb4 24. cxb4-Dxa4 25. Bg2-exd5 26. Db6-Ka8 27. Hld2-De8 28. Hxd5-Hxd5 29. Bxd5-Del+ 30. Ka2-Bxd5+ 31. Hxd5 og nú gafst Najdorf upp. Áttunda ólympíumótið var haldið í Buenos Aires 1939 í Argentínu og 27 þjóðir tóku þátt, svo margar að þeim var skipt upp í fjóra milliriðla með sjö þjóðum hverri en í þeim fjórða voru aðeins sex þjóðir. Fjórar efstu í hverjum riðli fóru í undanúrslitin umHamilton- Russell bikarinn en hinar kepptu um svokallaðan forsetabikar sem forseti Argentínu gaf í því skyni. Mótið varð sögulegt á ýmsan máta. Strax í byrjun vakti mikla athygli að Bandkaríkjamenn tóku ekki þátt vegna þess að skákmönnunum voru ekki tryggðar Iágmarksgreiðslur fyrir þær vikur sem mótið tók, og Ungverjar og Júgóslavar voru heldur ekki með af svipuðum ástæðum. Það kom á óvart að Hitlers-Þýskaland skyldi senda sveit til keppni því skáksambandið þar hafði átt í miklum deilum við FIDE en nú voru í þýsku sveitinni ekki aðeins Þjóðverjar sjálfir heldur og Austurríkismenn, því Hitler hafði sem kunnugt er lagt Austurríki undir sig. Eliskases, áður Austurríkismaður, tefldi nú á efsta borði fyrir Þýskaland. Fulltrúar Tékka töldust nú fulltrúar „Tékkó-Móravíu verndarsvæðisins", tilbúnings Hitlers, en tékknesku skákmennirnir gerðu sitt besta fyrir land sitt og náðu sjötta sæti. Það vakti líka athygli að Kúbumenn tóku nú þátt í fyrsta sinn en á efsta borði þeirra var enginn annar en Jose Raúl Capablanca, fyrrum heimsmeistari. Alekhine sem nú var aftur orðinn heimsmeistari tók einnig þátt í mótinu en þeir höfðu einmitt háð heimsmeistar- aeinvígi sitt þarna í Buenos Aires. Þeir tefldu þó ekki hvor gegn öðrum í þetta sinn. 1. september, þegar úrslitakeppnin var að hefjast bárust þær fréttir að Hitler hefði ráðist á Pólland og nokkrum dögum seinna lýstu England og Frakk- land yfir stríði á hendur Þjóðverjum. Ensku sveitinni var skipað að snúa þegar í stað heim, en Frakkar, Pólverjar og Palestínumenn (gyðingar) lýstu því yfir að þeir myndu ekki tefla gegn þýska liðinu, né heldur hinu „tékkneska“. Ákveðið var að skrá jafntefli, 2-2 í þessum tilfellum. Þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðuna vegna þess að aðalkeppinautarnir um efsta sætið voru engir aðrir en Þjóðverjar og Pólverjar. Þeir áttu að mætast í síðustu umferð og voru Þjóðverjar hálfum vinningi ofar. Með því að vinna Þjóðverja hefðu Pólverjar því unnið Hamilton-Russel bikarinn en keppnin fór aldrei fram og þýska sveitin taldist hafa sigrað. Hún fékk 36 vinninga, Pólverjar 35.5, Eistlendingar 33.5, Svíar 33, Argentínumenn 32.6, „Tékkar“ 32, Lettar 31.5, Hollendingar 30.5, Pale- stínumenn 26, Frakkar 24.5, Kúbumenn 22.5, Chile-búar 22 og Litháar líka, Brasilíumenn 21 og Danir voru neðstir í úrslitákeppninni með 17.5. Það hafði aðeins munað hálfum vinningi á Dönum og íslendingum í milliriðli en íslend- ingar stóðu sig mjög vel í keppninni um forsetabikarinn og unnu hann eftir harða keppni við Kanadabúa. Hamilton-Russell bikarinn fór aldrei til Þýskalands vegna þess að öll þýska sveitin baðst hælis í Argentínu, bæði Austurríkismennirnir Eliskases og Becker og Þjóðverjarnir Engels, Micha- el og Reinhardt. Sama gerði pólska sveitin með Najdorf í broddi fylkingar, og margir skákmeistarar þar fyrir utan. Á fyrsta borði varð Alekhine efstur, síðan Kéres og Capablanca þriðji, Petrov fjórði og Stahlberg fimmti. Yanofsky frá Kanada varð efstur á öðru borði (14 ára gamalll), síðan kom Foerder-Porath frá Palestínu og síðan Najdorf, Þjóðverjinn Engels varð aftur á þriðja borði, Búlgarinn Kandartiev á því fjórða og Pleci frá Argentínu varð hæstur varamanna. Þó farið væri að halla undan fæti hjá Capablanca tefldi hann oft og tíðum frábærlega vel, vann sjö sinnum, gerði níu jafntefli en tapaði engri skák. Lítum að lokum á sigurskák hans gegn Czerniak frá Palestínu, það er heims- meistarinn fyrrverandi sem hefur hvítt og sýnir snilldartakta. 1. e4 - c6 2. d4 -d5 3. exd5 - cxd5 4. c4 - Rc6 5. Rf3 - Bg4 6. cxd5 - Dxd5 7. Be2 - e6 8. 0-0 - Rf6 9. Rc3 - Da5 10. h3 - Bh5 11. a3 - Hd8 12. g4 • Bg6 13. b4 - Bxb4 14. axb4 - Dxal abcdefg.h 15. Db3 - Hxd4 16. Ba3! - Bc2 17. Dxc2 - Dxa3 18. Rb5 -Dxb4 19. Rfxd4 - Rxd4 20. Rxd4 - 0-0 21. Hdl - Rd5 22. Bf3 - Rf4 23. Kh2 - e5 24. Rf5 - g6 25. Re3 - Re6 26. Rd5 - Da3 27. Hd3 - Dal 28. Dd2 - Kg7 29. De2 - f6 30. De3 - a6 31. Hdl - Db2 32. Rc3 - Rd4 33. Hbl - Dc2 34. Be4 og Czerniak lagði niður vopnin. Eftir stríð rann upp öld Sovétmanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.