Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 28

Tíminn - 07.11.1982, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. 28 bergmál SKÁLDIÐ VALLADARES OG VALDSTJÓRNIN Á KIJBU Fáein orð um „þetta undarlega mál” ■ „Pað vita allir að á Kúbu er einræði, og að þar hefur mjög verið hert að rithöfundum og þeim varpað í fangelsi. Ég var að lesa það í morgun að Armando Valladares hefði verið sleppt úr haldi. Marquez ætlaði sjálfur að leysa hann út og kvað vináttu sína við Fídel Castró á því byggða að hann ætlaði að halda verndarhendi yfir rithöfundum. En nú kemur í Ijós að það var fyrir orðastað Mitterand Frakklandsforseta að Valladares er látinn laus, en ekki vegna áhrifa Marquez." Þessi orð lét Guðbergur Bergsson rithöfundur falla í viðtali við undirritaðan sem birtist í Helgar-Tímanum fyrir hálfum mánuði. Viðhorf Guðbergs til stjórnarfarsins á Kúbu og máls ljóðskáldsins Armando Valladares, sem sat í fangelsi þar í tuttugu og tvö ár vegna andstöðu við kommúnistastjórn Castrós, eru í samræmi við sjónarmið allra upplýstra menntamanna á Vestur- löndum. í þá rúmlega tvo áratugi sem Valladares varða að dúsa í fangaklefum Castrós voru það einkum frjálslyndir og vinstri sinnaðir listamenn og menntamenn sem héldu örlögum hans á lofti, og börðust fyrir því að hann yrði látinn laus. Þaö gerði líka PEN-klúbburinn, alþjóðasamtök rit- höfunda, og mannréttindasamtökin Amnesty International. Allir voru þessir aðilar sammála um að sök Valladares væri sú ein að hafa sjálfstæðar skoðanir á menningarmálum og stjórn- málum og hafa uppi andóf gegn einræðisstjórn- inni. Slíkt telja Vesturlandabúar til grundvallar mannréttinda. Það var spánska leikritaskáldið Fernando Arrabal sem hrinti þeirri skriðu af stað sem nú fyrir nokkrum dögum leiddi til þess að yfirvöld á Kúbu féllust á að láta Valladares lausan. Arrabal hafði samband við Mitterand forseta Frakklands og bað hann að beita sér í málinu. Mitterand sendi ráðgjafa sinn Regis Debray til Kúbu, en hann var á árum áður byltingarmaður í Suður-Ameríku og samherji Che Guevara og Castrós. Debray tókst að fá Valladares leystan úr haldi og hann er nú kominn til Vesturlanda þar sem hann getur í fyrsta sinrj í meir en tvo áratugi um frjálst höfuð strokið. Valladares er 45 ára að aldri og hafði setið í dýflissum einræðisstjórnarinnar bestu ár ævi sinnar. „Hugsjónafangi eða hryðjuverkamaður?“ Ég rifja þessa sögu upp vegna þess að á þriðjudaginn var birtist í Þjóðviljanum ótrúlega hlutdræg fréttaskýring um mál Valladares þar sem látið er að því liggja eftir heimildum frá Kúbu að Valladares hafi ekki verið hugsjónafangi heldur hryðjuverkamaður, morðingi og erindreki banda- rísku leyniþjónustúnnar. Grein þessi er merkt stöfunum „ólg“ í upphafi Þjóðviljagreinarinnar segir að frásagnir fjölmiðla að undanförnu um mál Valladares hafi veirð „æði þverstæðukenndar." Þetta errangteins og við, sem þurfum að lesa mikinn fjölda erlendra blaða að staðaldri, vitum. Enda er eina heimild Þjóðviljans sem víkur frá þeirri sögu um Valladares sem sögð hefur verið í vestrænum fjölmiðlum að undanförnu tæplega tveggja ára gömul grein í spænsku tímariti. Þar er lapin upp skýring lögregluyfirvalda á Kúbu á handtöku skáldsins og rakinn málatilbúnaður ákæruvalds- ins. Höfundur Þjv. greinarinnar virðist vera einkar hróðugur yfir þessum hvalreka á fjörur sínar og hefur eftir spænska tímaritinu að Valladares hafi aldrei verið ákærður „fyrir hugsanir sínar“ heldur „fyrir að vera félagi í hryðjuverkahóp, sem þegið hafði sprengiefni frá CIA, sprengt sprengjur á almannafæri og orðið vegfarendum, konum og börnum að bana.“ Þegar þessum upplýsingum hefur verið komið á framfæri, auknar frekari kryddi lögregluyfir- valda á Kúbu, eru lesendur Þjóðviljans beðnir að gera sjálfir upp hug sinn um það hver sé sannleikurinn í „þessu undarlega máli.“ Saga Valladares Ég hef satt að segja aldrei orðið var við það að nokkurt blað eða tímarit með sjálfsvirðingu tæki upp hanskann fyrir réttargiæpi Castróstjórnarinn- ar gegn Valladares. Til þess hóps tel ég auðvitað ekki málgögn Sovétkommúnismans. Fréttaskýr- ing ólg. er í hróplegri andstöðu við skrif sósíalista á Vesturlöndum og fer’ að auki á skjön við þau sjónarmið sem ég hélt að væri ríkjandi á Þjóðviljanum um mannréttindamál. Valladares var aðeins 22 ára gamall háskóla- stúdent þegar hann var handtekinn árið 1960, og var þá þegar orðinn kunnur fyrir Ijóð sín. Hann hafði í upphafi stutt byltinguna en þegar hann áttaði sig á einræðishneigð kommmúnista og fylgispekt þeirra við Sovétríkin gagnrýndi hann Armando Valladares Hugsjónafangi eða hryðjuverkamaður? ■ Greinin í Þjóðviljanum 2. nóv. s.l. sem gerð er að umtalsefni í Bergmáli. nýju stjórnina í stúdentablaði. Fyrir það var hann tekinn höndum, og borinn þeim sökum að ógna öryggi ríkisins, leggja lag sitt við hættulega stjórnarandstæðina o.s.frv. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Valladares og aðrir andófsmenn neituðu að taka þátt í „endurhæfingarnámskeiði“ í fangelsinu og voru því sveltir í næstum tvo mánuði. Sulturinn gekk mjög nærri Valladares og um langt árabil komst hann ekki ferða sinna nema í hjólastól. Valladares hélt áfram að yrkja í fangelsinu og tókst nokkrum sinnum að smygla Ijóðum sínum út úr fangelsinu. Þau voru gefin út á Vestur- löndum; síðasta Ijóðabók hans Orf í hjólastól var gefin út í Bandaríkjunum árið 1976 að frumkvæði eiginkonu hans, Mörtu. En skáldskaparstörf Valladares bitnuðu á fjölskyldu hans á margvíslegan hátt, og það kom að því að nánustu ættingjar hans voru sendir úr landi. Það gerðist árið sem Castró lét 2500 samviskufanga lausa úr haldi, en margir þeirra urðu einnig að yfirgefa ættland sitt. Útgáfa ljóðanna bitnaði einnig á Valladares sjálfum og birtist m.a. í auknu harðræði í fangelsinu. f bréfi sem hann skrifaði vini sínum Carlos Ripoll við Queens College í New York fyrir tveimur árum (sbr. New York Review of Books 6. nóv. 1980) segir hann að iögreglu- foringinn Manuel Blanco Fernandez hafi hótað að koma sér fyrir kattamef, „að breyta mér í tuskubrúðu" eins og Valladares orðaði það. Tilefnið var lýsing skáldsins á fjöldamorðum á pólitískum föngum á Kúbu sem Valladares kvaðst hafa orðið vitni að og orti um. Sósíalisminn á Kúbu Ég veit ekki hvers vegna höfundur Þjv. greinar- innar hefur kosið að taka upp málsvörn fyrir einræðisstjórn Castrós. Nógu forvitnilegt væri að fá skýringar á því. Kannski Þjóðviljamaðurinn sé í hópi þeirra sem telja kúbönsku byltinguna fyrir rúmum tveimur áratugum mikinn sigur réttlætisins, og ástæða sé til að styðja við bak Castrós þótt í ríki hans séu mannréttindi ekki í fullum heiðri höfð. Afsakanir af þessu tagi heyrast a.m.k. stundum frá sósíalistum. Því verður ekki neitað af neinni sanngirni að mikil umskipti til hins betra hafa orðið á Kúbu s. 1. tuttugu ár hvað varðar efnaleg kjör almennings og menntun. En þau umskipti geta á engan hátt afsakað hugmyndalega kúgun og ofbeldi gegn stjómarandstæðingum í landinu. -GM. Guðmundiir Magnússon 0% blaðamaður skrifar á 1 „ meóalverð þeirra um 33 krónur Neytendasamtökln gera könnun ð gæðum hamborgara: * SVARTfl FANNAN MEÐ I BESDI HAMBORGARflNAr — Allt upp r 90% munur ð (meðalverð á 100 grömmum af kjöti því kvarðann á það hvað neytendur fá fyrír ýmsum ástæðum og þá ekki eingöngu 61 króoa). Meðalsamsetning reyndist peningana. Hæsta verð var 86 kr. fýrir vegna þess að hráefni væn mismunandi. wn, 28% hvfta, 14% fita og 100 gr. af kjöti en Uegsta verð 45 kr. fýrir <Ultinnihaldið var heldur ekki rei1- ' —*i 1,5% matarsalt. 100 grömmin, sem er um 90" • — »<Sku munur, sem fyrr segir. c' Það gleður okkur að fólk er ánægt með hamborgarana okkar, en allir vita að KJÚKLINGAR eru sérgrein okkar, nammi namm. Verið velkomin, við reynum betur. Hraðrétta veitingastaður í hjarta borgarinnar á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis Sími 16480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.