Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 30

Tíminn - 07.11.1982, Qupperneq 30
* ý's 30 > v j.M.f m ' <■ yj. i »* 4 * . . ; Vy mtmtm SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982. ■ Lögmaðurinn dr. Hans Dietrich Gottwald frá Diisseldorf getur varla talist á meðal þeirra manna, sem eru meðbræðrum sínum hjálplegir í vand- ræðum þeirra. Gottwald, sem nú er 43ja ára, er nefnilega maður sem í meira lagi kann að skara eldi að köku sinni. Nú dynja á honum ákærur frá yfirvöldum sem telja hann morðingja fjölda fyrir- tækja, sem hann hefur komið á kaldan klaka með svikagjaldþrotum. Séu þær ákærur réttar sem fram eru bornar gegn honum þá hefur hann auðgast á misgjörðum sínum um að minnsta kosti átta milljónir marka og um það bil þúsund fjölskyldur hafa misst framfæri sitt af hans völdum vegna þess atvinnu- leysis sem skapast hefur. Stærsta bitann gleypti þessi virðulegi og hægláti lög- fræðingur í þorpinu Sinn í Westerwald. Ógæfan dundi yfir þorpið á fyrra ári er árleg hátíðarhöld þorpsbúa stóðu yfir. Hápunktur hátíðarhaldanna var sá að forstöðumenn stærstu iðnfyrirtækj- anna á staðnum hugðust bjóða elstu konunni sem til hátíðarhaldanna kæmi í einstakt ferðalag. Átti hún að fá ferð á garðyrkjusýninguna í Kassel og fenginn lúxusbíll og einkabílstjóri til umráða. Svikamakk En. ekki gat af þessu orðið. Fjórum dögum eftir að gleðskapnum lauk fóru framkvæmdastjórar hins 130 ára gamla fyrirtækis, „Haas und Sohn“ á vit fógetans í Hebrorn og lýstu fyrirtækið gjaldþrota. Ástæðuna sögðu þeir vera „óyfirstíganlega greiðsluöröugleika". „Haas und Sohn“ framleiddu arna og ofna og skömmu áður hafði litið svo vel út með pantanir frá ýmsum löndum á vörum fyrirtækisins að nýlega var búið að semja við starfsmannaráðið um verulega yfirvinnu. Eitthvað var þetta nú skrýtið. Formaður starfsmannaráðs- ins, Josef Rupp sagði: „Annað hvort voru stjórnendurnir ekki starfi sínu vaxnir, eða þá að hér var eitthvert ógurlegt svikamakk á ferðinni." Svikamakkið áti sér tveggja ára langa sögu, og það hafði byrjað þegar nýir eigendur komu að hinni gömlu og virðulegu verksmiðju. Var einn þeirra ungur maður frá Dússeldorf, kominn af nafnkunnri fjölskyldu ríkismanna þar í borg. Sú var Kaiser fjölskyldan, sem átti verslanakeðju sem sérhæfði sig í kaffi. Fjölskyldan hafði nú selt verslanirnar og sagði ungi maðurinn, Peter Kaiser, að hann hefði hug á að kaupa „Haas und ■ Vamarmálaráðherra V-Þýskalands, Hans Apel, er hér t heimsókn hjá Gottwald í Sinn. Svindlarinn hngðist selja ráðherranum 600 úti-eldhús handa heraum, sem „Haas und Sohn“ skyldi framleiða. En fyrirtækinu vora búin svipleg örlóg... > þrotayfirlýsinguna til baka. Þar með var líka bann dómstóla við því að selja eitt eða annað af birgðum og eignum úr sögunni. Nýi framkvæmdastjórinn Klaus Witt- ek hét því á fundi sem hann átti með blaðamönnum, að hann mundi „koma skipinu á flot að nýju“, en vildi ekki segja hvernig, enda voru að sögn hans ekki nema 24 stundir liðnar frá því er hann fyrst heyrði á fyrirtækið minnst. Taldi hann að ef til vill þyifti ekki nema fimm milljónir marka til þess að halda mætti rekstrinum áfram, eins og ekkert hefði í skorist. Líkt og hér hefði verið komið að stikkorði í leikriti, stakk nú maður á fimmtugsaldri inn hausnum um gætt á blaðamannafundinum, sléttgreiddur með grátt hár: „Ég vildi aðeins láta yður vita að bankarnir standa að baki yður,“ sagði hann. Starfsmenn og blaðamenn sem voru viðstaddir spurðu hver þessi maður væri og í nafni hvaða banka hann starfaði, en Wittek varðist allra fregna. Kátlegast af öllu var þó þegar hann sagði að hann vissi ekki í umboði hverra hann starfaði, - hann þekkti aðeins fulltrúann frá lögfræðifyrirtækinu, Hans Dietrich Gottwald frá Dússeldorf, sem hefði sent hann. Upp frá þessum degi var hið riðandi fyrirtæki „Haas und Sohn“ nefnt „Skuggasveinar hf.“ manna á meðal. Krafíst gjaldþrotaskipta Haldnar voru kröfugöngur, þar sem starfsmenn höfðuðu til verkalýðsfélaga, kirkju og þingmanna allra flokka og kröfðust skýringa. Krafist var að fram- kvæmdastjórnin gerði grein fyrir því í hvað þær 13 milljónir sem styrkja áttu reksturinn hefðu farið. Framkvæmda- stjórnin þagði. Á fundi með ellefu bönkum sem lánað höfðu fyrirtækinu, gaf Wittek í skyn að „nýir hluthafar" sem áður höfðu lýst sig tilbúna til meiri fjárfestinga, hefðu kippt að sér hendinni. Við þessi tíðindi reis Bæverski verðbréfa og viðskiptabank- inn, sem fyrirtækið skuldaði tvær mill- jónir marka, upp öndverður og krafðist gjaldþrotaskipta. Skiptaráðandi var settur lögfræðingur- inn dr. Wilhelm Schaaf frá Frankfurt og eftir skamma rannsóknavinnu gat hann staðfest að „Haas und Sohn“ hafði fallið „slátrurum" í hendur. Þessi lögfræð- ingur, sem fjallað hefur um 130 gjald- HRÆGAMMAR SVIKAGJALD- ÞROTANNA Lögfræðingurinn Hans Dietrich Gottwald kom fjölda fyrirtækja fyrir kattarnef og hagnaðist vel á öllum saman Sohn“ fyrir 4.6 milljónir marka. Þar sem hann vildi aðeins leggja til fjármagnið, en standa að öðru leyti að tjaldabaki, lét hann lögfræðifyrirtækið „Jurkeit“ í Dússeldorf um að skipa fulltrúa sinn við kaupin. í nafni lögfræðifyrirtækisins kom nú fram á sjónarsviðið dr. Hans Dietrich Gottwald og skyldi hann hafa vald til hvaða ráðstafana sem var í samvinnu við Kaiser. Ekki hafði fyrr verið gengið frá undirritun samninga en nýju eig- endurnir seldu lóðir og byggingar í eigu „Haas und Sohn“ fyrir 26.9 milljónir marka og var kaupandinn „Deutsche Anlagen-Leasing“ í Mains (hér eftir nefndur DAL). Nýju eigendurnir leigðu svo eignirnar aftur til baka af DAL til 25 ára á þrjár milljónir marka á ári. Slíkri aðferð er ekki óalgengt nú á dögum að þau fyrirtæki beiti sem eiga í kröggum. 13 milljónir Af þesum 26.9 milljónum fóru um það bil 14 milljónir til greiðslu á skuldum fyrirtækisins, en þær tæplega 13 milljónir sem eftir urðu, áttu að notast til þess að hressa upp á reksturinn. Töldu þær fimm þúsund sálir sem bjuggu í Sinn að nú gæti ekki annað gerst en leiðin lægi upp á við hjá fyrirtækinu. En þrátt fyrir þessar 13 milljónir var fyrirtækið lýst gjaldþrota þann 19. ágúst 1981. í hinu litla þorpi voru menn gripnir skelfingu og óhug. Daginn eftir að kunnugt varð um gjaldþrotið, skaut upp kolli í Sinn Klaus nokkur Wittek frá Dússeldorf og hafði hann pappíra meðferðis sem sönnuðu að búið var að gera hann að fram- kvæmdastjóra við „Haas und Sohn“. Lét hann það verða sitt fyrsta verk að reka stjórn fyrirtækisins og draga gjald- þrotamál segir: „Slíka ræningjastarfsemi hefi ég aldrei hitt fyrir áður.“ Þar með var komið að rannsóknarlög- reglunni og ríkissaksóknaranum. Þegar Klaus Wittek mætti þann 31. ágúst í gjaldþrotaskiptaréttinn í Herborn í Mercedes Benz bifreið í eigu fyrirtækis- ins, var hann tekinn fastur og settur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald í Lim- burg an der Lahn. Er hann grunaður um að hafa á þeim tíu dögum er hann var

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.