Tíminn - 07.11.1982, Side 31
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982.
31
■ Ungar og fagrar konur löðuðust að hinum viðfelldna lögfræðingi Hans Dietrich Gottwald, - enda skorti ekki fé og óhófsmunað í návist hans.
framkvæmdastjóri „Haas und Sohn“ að
hafa dregið sér fé úr hinu bágstadda
fyrirtæki. Peter Kaiser var tekinn fastur
á hóteli í Munchen. Að þrem vikum
liðnum leysti faðir hans hann út með
hálfrar milljón marka greiðslu. Lög-
fræðingurinn Hans Dietrich Gottwald
var hins vegar gripinn á skrifstofu sinni
í Dússeldorf og settur í fjögurra mánaða
gæsluvarðhald. Allir þrír eru grunaðir
um aðild að svikagjaldþrotinu.
Við athugun á skrifstofu Gottwalds
fann rannsóknalögreglan einstök gögn.
Voru þar komin frumgögn verslunar-
dómstólsins í Stuttgart sem vörðuðu
svikagjaldþrot byggingafyrirtækis eins
sem kostað hafði 350 manns vinnuna.
Vegna þess að málsgögnin höfðu týnst,
gekk hvorki né rak með rekstur málsins.
Leikur nú grunur á að sá sem stóð að
baki svikunum sé enginn annar en
Gottwald. Málið er nú komið á fullan
skrið að nýju. Samkvæmt ákærunni
hafði Gottwald selt 70 íbúðir í eigu þessa
gjaldþrota fyrirtækis með aðstoð aðila
sem voru leikbrúður hans og fengust
fyrir íbúðirnar 700 þúsund mörk. Auk
þess á hann að hafa stungið mörg-
hundruð þúsund mörkum í eigin vasa.
Þá mun málmvöruverksmiðja ein í
Göttingen og gluggaverksmiðja í Kel-
berg hafa lent fyrst í höndum Gottwalds
og þá í díki gjaldþrotsins, að sögn
saksóknarans.
Snyrtilega að farið
Smátt og smátt kom í Ijós hvernig
þrjótarnir höfðu farið að við gjaldþrot
„Haase und Sohn.“ Rannsóknamennirn-
ir urðu að pæla í gegn um stafla af
skjölum og gögnum til þess að finna út
hvernig öllum milljónunum hafði verið
skotið undan á afar snyrtilegan hátt.
Með símskeytasendingum til saksókn-
arans í Limburg tókst DAL (sem er
dótturfyrirtæki Dresdner Bank í
Frankfurt og fleiri banka) að varpa ljósi
á það hverjir „Skuggasveinarnir" voru.
Þegar í ársbyrjun 1979 hafði Peter Kaiser
ásamt Gottwald lögmanni boðið DAL
til sölu iðnaðarlóðir í þorpinu Sinn, þar
sem lögfræðifyrirtækið „Jurkeit" hefði
tekið „Haas und Sohn“ yfir.
Þeir Kaiser og Gottwald fullvissuðu
menn um að af hálfu „Jurkeit“ stæðu
þeir einnig að sölunni Richard-Antonius
Steinfeld frá Lugano og Gerd Goschau
frá Zurich.
Fyrir jólin 1981 viðurkenndi svo
lögfræðingurinn í gæsluvarðhaldinu að
þeir Steinfeld og Goschau væru alls ekki
til. Fleiri „dauðar sálir“ komu við sögu.
Ekki færri en átta slíkar vofur hafði
Gottwald notað sér við svikagjaldþrot
sín. Hvað Steinfeld varðaði þá kom það
í ljós að maður einn hafði mætt hjá
fógeta og framvísað fölsuðum skilríkjum
er samningar og gjörningar aðrir voru í
smíðum. Þá hafði Gottwald oftsinnis
sjálfur skrifað nafnið Steinfeld undir
skjöl.
DAL, sem látið hafði plokka af sér 27
milljónir marka af því kynlega fyrirtæki
„Jurkeit“ hafði ekki kannað málflutning
og gögn Gottwalds, enda átti DAL
lóðirnar, sem stóðu fyrir sínu.
Framkvæmdastjóri DAL, Jurgen Jug-
hard segir: „Við veittum engin lán,
heldur keyptum við lóðir. Hvernig
innviðum viðskiptafyrirtækja okkar er
háttað er okkur undir flestum kringum-
stæðum ekki mikið áhugaefni. Segjum
svo að við gerðum hliðstæðan samning
við Daimler-Benz. Ættum við þá að
kanna mál allra hluthafa í fyrirtækinu,
áður en af samningum yrði? Slíkt gengi
ekki.“
DAL undirritaði samninginn því án
nánari athugunar.skrifaði 26.9 milljóna
króna ávísun. Þær 13 milljónir sem eftir
urðu þegar skuldir höfðu verið greiddar,
og áttu að koma fyrirtækinu til góða,
lentu hins vegar í vasa þeirra Gottwalds
og Kaisers.
Auk þessa tók pappírsfyrirtækið
„Jurkeit“ 2.6 milljónir króna sem lán út
úr sölunni. Það var fyrsta afborgunin við
sölu hins gamalgróna fyrirtgekis „Haase
und Sohn.“
Úr einum vasa í annan
Gottwald hélt því fram að hann hefði
endurgreitt þessar 2.6 milljónir „til Haas
und Sohn Eina milljón kvaðst hann
hafa greitt sjálfur með ávísunum inn á
reikning þess og 1.6 milljónir kvaðst
hann hafa reiknað með ágóðahlut ársins
1980. Skiptaráðandinn Schaaf segir:
„Það voru einnig fjármunir í eigu Haas.
Gottwald tók peninga úr einum vasa
sinna og flutti þá yfir í annan. Ágóða-
hluturinn varð aðeins til með bókhalds-
brellum."
Þegar búið var að koma láninu í kring,
lét Gottwald „Jurkeit" kaupa lóðirundir
atvinnurekstur af fyrirtæki í Bösel fyrir
eina milljón marka, en hann var sjáífur
í tygjum við umrætt fyrirtæki. Síðan
keypti Haas und Sohn, sem nú var í eigu
„Jurkeit“, lóðirnar og var verðið þá
komið upp í 4.1 milljón marka. Af þeim
peningum greiddi Gottwald lokaafborg-
anirnar til fyrri eigenda vegna kaupa á
„Haas und Sohn.“ Þannig keypti „Jur-
keit“ eignir„Haas und Sohn' mei) eigin
peningum þess fyrirtækis og án þess að
láta krónu ,aí eigin fé.
Þegar þetta hafði allt tekist svo vel,
tók Gottwald sig nú til og seldi „Haas
und Sohn“ enn eina lóðina, með tilstyrk
ýmissa meðeigenda sem aldrei höfðu
verið til og upploginna fyrirtækja. Sú lóð
var í Wuppertal-Langerfeld og kostaði
„Haas und Sohn“ 2.8 milljónir. Sló hann
svo lán út á lóðina hjá banka í Köln að
upphæð þrjár milljónir marka. Af þeim
peningum runnu tvær milljónir inn á
reikning Gottwalds sjálfs. Sáu þeir
heiðursmennirnir „Steinfeld“ og „Gos-
chau“, sem aldrei voru til, um þessa
flutninga fjárins.
Peter Kaiser, en nafn hans skipti
sköpum fyrir allt þetta brall, naut góðs
af pappírsvinnu Gottwalds. Tókst hon-
um að hremma eina milljón marka með
hinu fáránlegasta móti. Fékk hann
„Jurkeit" til þess að greiða fyrir því að
hann hefði forkaupsrétt á 50 prósentum
í fyrirtækinu „Haas und Sohn“, en seldi
síðan forkaupsréttinn enskum fjármála-
manni (sem Gottwald bjó til) er nefndist
Peter Noris. Peningamir mnnu beint í
vasa Kaisers, en ekki komu þeir þó frá
London, heldur voru þeir teknir út af
reikningi „Haas und Sohn.“ Schaaf
segir: „Þeir hljóta að hafa talið sig alveg
ömgga, því annars hefðu þeir varla farið
svo h eimskulega að.“
Vitanlega þóttist „Jurkeit“ þurfa að
fá eitthvað fyrir sinn snúð .
Tók fyrirtækið 575.614.09 mörk
fyrir ómak sitt við ráðsmennsku, eftirlit
og samstarf við „Haas und Sohn.“
Gottwald, sem ók um á dimmbláum
Mercedes-Benz 450 SL og Kaiser, sem
átti kaffibrúnan Porsche 911 SC, deildu
með sér summunni.
Rétturinn í Hessen hefur áætlað
skaða „Haas und Sohn“ nema minnst
10.2 milljónum marka. Schaaf gjald- .
þrotaskiptaráðandi segir: „Þessi við-
skipti höfðu það eitt að markmiði að
slátra fyrirtækinu „Haas und Sohn.“
Verst var að hér hrundi fyrirtæki sem
annars stóð á sæmilega tryggum grunni.,,
Ekki tókst að bjarga nema tæplega
400 stöðugildum af 859, en hluti fyrir-
tækisins er nú rekinn áfram. Nokkrir
fyrri starfsmanna hafa fundið sér vinnu
annars staðar, en hundruð hafa enga
vinnu fengið.
í afmælisriti sem nýlega var gefið út í
tilefni af 750 ára afmæli héraðsins Sinn,
látast bæjarstjóri, prestar, héraðsstjóri
og aðrir í ávarpsorðum vera mjög
hreyknir af viðgangi og véxti atvinnulífs
þar. Þar er ekki minnst einu orði á
hrægammana og fórnardýr þeirra.
Þýtt - AM