Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. 3 fréttir Ohugnanlegar lýsingar á skemmdu skreiðinni sem send var til Ítalíu: „VAR SUR, MORKIN, FROS- IN OG JAFNVEL MAÐKÉTIN” ■ „Mest áberandi gallamir vora þeir, að skreiðin var súr, morkin, frosin, blóðhlaupin og jafnvel maðkétin. Einnig var talsvert af Afríku skreið og jafnvel Polar skreið. Áberandi var í mörgum pökkum að fiskur var brotinn vegna of mikillar pressu“, sagði Bragi Eiríksson framkvæmdastjóri Skreiðarsamlagsins m.a. um skreið þá sem endurmetin var vegna kvartana ítala um galla, á fundi skreiðarframleiðenda í gær, þar sem hann ræddi um skreiðarútflutning til Ítalíu og „þau dæmalausu skakkaföll sem skreiðarframleiðendur hafa orðið fyrir“. Hann sagði skreiðina hafa verið svo langt frá gæðakröfum ítalanna að furðu- legt mátti teljast. Við endurmat var 47% dæmt frá. Fiskurinn hafði að vísu oft litið ágætlega út að utan. En svokallaðir útbleytingarmenn - sem bleyta hann upp og selja í flökum til neytenda - hafi gefist upp við að reyna frekari sölu og endursent allt er þeir voru búnir að taka til sölumeðferðar. Umræddir kaupendur höfðu þá keypt 1.200 pakka. Eftir ítölum hefur Bragi að meðan skreið áþekk þeirri er að framan er lýst sé geymd í kæligeymslu á Ítalíu sé engin von til að hægt sé að selja þangað meiri skreið. Þeim Hannesi Hall hafi því komið saman um að eina rétta aðgerðin til að bjarga nafni Skreiðarsamlagsins og landsins sé að taka hluta af skreiðinni til baka. Sama hafi verið ákveðið varðandi ■ Skreiðarframleiðendur munu aldrei hafa mætt eins margir til fundar út af hagsmunamálum sínum og í gær, er Súlnasalur Sögu var þétt setinn og meira en það. í ræðustól er Bragi Eiríksson framkvæmdastjóri Skreiðarsamlagsins. Tímamynd G.E. skreið frá Messina, Napoli og Genova. Gera megi ráð fyrir að þetta verði um 1.500 pakkar, en það sé þó ekki vitað ennþá hversu mikið verður tekið til baka. Skreið þessi verði að öllum líkindum endurmetin, ef það teljist mögulegt, og þá fyrir Afríkumarkað. „Það er ljóst að þekking matsmann- anna er ónóg“, sagði Bragi sem gerir það að tillögu sinni að næst þegar metið verður til Ítalíu verði ítalskir sérfræðing- ar fengnir til að leiðbeina við gæðamatið. Hann benti á að Ítalía sé góður og mikilvægur markaður fyrir skreið. Út- flutningur á umliðnum áratug hafi komist upp í um 2.600 tonn, og oft numið frá 25 til 33% af heildarinnflutn- ingi þeirra á skreið. -HEI. Verður byggt á Miklatúni? veidar leyfðar innan 12 míln- anna? ■ „Ég held að flestir séu sammála því að rýmka eitthvað, að það sé t.d. sanngimisatríði að minni bátamir fái að stunda einhverjar togveiðar innan 12 mílnanna, a.m.k. einhvern hluta ársins“, sagði Már Elísson, fiskimálastjórí eftir fund Fiskiþings í gær, en þar var þá m.a. rætt um breytingar á lögum um fiskveið- ar innan fiskveiðilögsögunnar. I því sambandi kvað hann einnig hafa verið rætt um frekari opnun þeirra svæða, sem til þessa hafa verið lokuð að meira eða minna leyti aUt árið, en þá jafnframt beitt virkara og betra eftirliti, þannig að skyndilokunum verði beitt meira en gert hefur verið. Þá sagði Már hafa komið fram sterkar raddir um að rétt væri að ganga meira til móts við minni bátana - sérstaklega línu- og netabáta - þannig að þeir hefðu út af fyrir sig einhver svæði sem friðuð væru fyrir togarunum. Á því væru á móti þeir annmarkar að í slíkum tilvikum væru togararnir tregir að hleypa þeim út af þessum svæðum, jafnvel þótt fiskur væri genginn í burtu þaðan. Vegna mikillar umræðu á Fiskiþingi um gæði fiskafurðanna, eða öllu frekar skort á þeim, var Már spurður hvort gæði hafi minnkað ellegar að gallar komi okkur nú frekar í koll en áður. „Menn eru sammála um að þessu hefur í ýmsu hrakað“, sagði Már. Ekki færi á milli mála að miklar breytingar hafi orðið á útgerðarháttum hér og menn hafi kannski ekki brugðist við þeim eins og þörf sé á. Ef gera eigi fiskmat virkara þurfi hins vegar einhverja endurskipu- lagningu, sem þýtt geti töluvert aukinn kostnað bæði fyrir hið opinbera og fiskframleiðendur. -HEI ■ „Svona hús á Miklatúni yrði eins og krækiber í helvíti!" sagði Þórður Þ. Þorbjam- arson, borgarverkfræðingur m.a. í samtali við Tímann, þegar blaðamaður spurði hann út í hugmyndir hans og Stefáns Hermanns- sonar varðandi byggingu á söluíbúðum fyrir aldraða, á vegum Reykjavíkurborgar, en í hugmyndum þeirra Þórðar og Stefáns er m.a. stungið upp á mögulegri staðsetningu svona húss, sem samanstæði af 70-80 íbúðum, og væri um 6000 fermetrar að flatarmáli, á Miklatúni. „Það var lögð fram á fundi hjá byggingar- nefnd aldraðra hugmynd frá okkur Stefáni Hermannssyni, um nokkra staði í bænum, þar sem hægt væri að byggja söluíbúðir fyrir aldraða, og hverskonar form gæti hugsanlega verið á slíkum íbúðum," sagði Þórður. „Við erum þá að tala um það, að byggðar verði söluíbúðir fyrir aldraða, sem verði þjónustuíbúðir með einhverjum hætti,“ sagði Þórður, „og þá má hugsa sér að í þessu húsi yrði matsala, gufuböð, aðstaða fyrir lækni, ef til vill verslun og fleira. Við hugsum okkur sem sagt að boðið yrði upp á svipaða þjónustu og er gert t.d. við Dalbraut og Furugerði, nema með þeim blæbrigðamun að hver íbúi myndi nú eiga sína (búð. Það er alveg ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við það að leysa húsnæðisvandamál aldraðra, þeirra sem þurfa að fara inn í þjónustuíbúðir, með því að nota eingöngu í það fé af almennum skatti borgarbúa. Nú, svo bætist það við, að yfir 90% af Reykvíkingum eiga sínar íbúðir sjálfir. Það er því ekkert eðlilegra en maður haldi áfram. að eiga sína íbúð þó maður sé orðinn fullorðinn, á meðan maður er ekki orðinn spítalamatur.“ Ekki færri en 100 íbúar - Hvað voruð þið með margar íbúðir í huga, þegar þið lögðuð fram þessar hug- myndir? „1 fyrsta lagi, þá reiknum við með því að á svona stað væru ekki færri en 100 íbúar, þannig að einhver fótur væri fyrir því að halda uppi einhverri þjónustu. Það gæti svo aftur þýtt 60-70 íbúðir svona á bilinu 35 til 100 fermetrar, þannig að heildarfermetratal- an yrði í kringum 6000 fermetrar. Við áætlum að það myndi kosta um 95 milljónir að byggja á miðju næsta ári, og hlutdeild borgarinnar í þeim kostnaði yrði svona 15-30% allt eftir því hversu mikla þjónustu ætti að veita.“ „Höfum verið að kallsa við stjómmálamenn um ýmsa staði“ - Hvað hefur ykkur helst dottið í hug varðandi staðsetningu svona húss? „Nú, við höfum nú bara verið að kallsa við stjómmálamennina um ýmsa staði. Mér persónulega líst vel á svæðið sunnanvert í Skildinganesshólnum sunnan við Hjóría- garða. Þá eigum við einnig projekt uppi í Seljahlíð í Seljahverfi, sem væri hægt að nýta fyrir svona íbúðir, ásamt leiguíbúðum. Ánnars reikna ég nú með því að margir vildu heldur búa í Vesturbænum, heldur en uppi í Breiðholti. Þá er Miklatún einn af þeim stöðum, sem við sem embættismenn leyfðum okkur að benda á.“ - Þið eruð djarfir - hvað viljið þið gera við túnið? „Svona hús, af þessari stærð er nú eins og krækiber í helvíti, ef það er reist á Miklatúni. Þó að við áætlum 6000 gólfflatarmetra, þá deilast þeir niður á nokkrar hæðir, þannig að húsið þyrfti ekki að þekja meira en 2000 fermetra." - Hvaða undirtektir fenguð þið við hugmyndinni um að staðsetja húsið á Miklatúni, í byggingamefndinni? „Undirtektimar em nú heldur dræmar! Enda em menn enn aðeins að fleygja á milli sín hugmyndum." - AB Bráðabirgðalögin lögð fram í efri deild í gærdag: Fljót afgreiðsla þeirra er óviss — þar sem formaður f járhags- og viðskiptanefndar verður erlendis næstu viku ■ Frumvarp til laga um efnahagsað- gerðir var lagt fram á Alþingi í gær. Er hér um að ræða bráðabirgðalögin frá 21. ágúst sl., cn mjög hefur vcrið tíðrætt um þessi lög undanfarna mán- uði. Það er ákvörðun forsætisráðherra hvenær og með hvaða hætti stjórnar- frumvörp um cfnahagsmál eru lögð fram. Frumvarpið var lagt fram í efri deild. Sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin mcirihluta í efri deild og ætti frumvarp- ið að verða samþykkt þar greiðlega, en eftir að bráðabirgðalögin voru geftn út á sínum tíma tilkynnti Eggert Haukdal að stuðningi hans við ríkis- stjórnina væri lokið. Hann á sæti í neðri deild og þar með eru stjórnarlið- ar ekki lengur í meirihluta þar og því gcta þeir fellt frumvarpið á jöfnum atkvæðum, ef svo vill verkast. Meðal ákvæða í frumvarpinu er skerðing vísitöluuppbótar á laun 1. des. n.k. Ef það nær ekki fram að ganga munu aðgerðirnar ekki ná þeim tilgangi sem efni standa til. Deildafundir eru ekki á Alþingi fyrr en á mánudag. En það er hvergi nærri víst að umrætt frumvarp verði á dagskrá fyrr en síðar, en það er alvanalegt að mál bíði meðfcrðar unt lengri eða skemmri tíma. Eftir fyrstu umræðu í deiidinni verður málinu vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar og verður ekki tekið tii annarrar umræðu fyrr en cftir að nefndin skilar því frá sér aftur. Formaður nefndarinnar er Ólafur Ragnar Grímsson, sem látið hefur svo ummælt að hann muni sjá til þess að nefndin skili því fljótt og vel af sér. í næstu viku verður formaðurinn erlend- is. Varaformaður nefndarinnar er Guðmundur Bjarnason. Eftir meðferð í efri deild verður ntálið sent ncðri deild. Þar fara fram umræður og nefndastörf og verður farið að síga á seinni hluta mánaðarins þegar tii endanlegrar atkvæðagreiðslu kemur. Verði málið enn óafgreitt 1. des. gilda bráðabirgðalögin hvað við- kemur vísitöluútreikningi á laun í þeim mánuði. Alþýðuflokksmenn ræða við ráð- herra þessa dagana um framgang nauðsynlegustu þingmála. OÓ Jóri Viðar Jónsson skipaður leiklistarstjóri útvarpsins ■ Jón Viðar Jónsson, 27 ára gamall leikhúsfræðingur hefur verið skipaður leiklistárstjóri Ríkisútvarpsins. Út- varpsráð mælti með skipun hans á fundi sínum í fyrradag, og Andrés Björnsson, útvarpsstjóri ákvað í gær að fara að meðmælum útvarpsráðs og ráða Jón Viðar. „Svo ég nefni eitt eða tvö atriði sem ég vil breyta, þegar ég tek við starfi leikíistarstjóra,“ sagði Jón Viðar í viðtali við Tímann í gærkvcldi, „þá finnst mér að verkefnaval mætti batna, þannig að menn væru svolítið metnað- armeiri í verkefnavali. Þá finnst mér einnig að mikilsvert sé að ungir menn fái að spreyta sig þarna, kannski í meira mæli en verið hefur. Þar með er ekki sagt að ég hyggist úthýsa mönnum sem þarna hafa starfað árum saman.“ Ttminn birtir ítarlegra viðtal við Jón Viðar á morgun. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.