Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. ■ „Hvar værum við staddir ef við hefðum ekki á að skipa góðum fiskiskipa- flota, og nútímalegum frystihúsum. Vær- um við betur staddir í viðskiptum við útlönd ef landbúnaðurinn viæri ekki það vélvæddur orðinn, með það góðar vinnslu stöðvar að hann brauðfæðir þjóðina, með sínar framleiðsluvörur. Hvar á að skera niður togaraflotann?“ verði um meinsemdir íslensks efnahags- lífs. Það eru svo furðulega margir sem virðast vera búnir að gleyma því á hverju er lifað í þessu landi, og virðast alls engar áhyggjur hafa af því hvernig á að halda framleiðslunni gangandi eða auka hana. Framtakssamir menn stofna hlutafé- lag til þess að koma upp útvarpsstöð sem virðist vera það sem vantar helst af öllu núna. Hins vegar heyrist minna um það að ungir athafnamenn stofni hlutafélög til þess að framleiða eitthvað sem geti annað hvort komið í stað innflutnings eða verið útflutningsvara. Svartagalls- rausið um framleiðsluatvinnuvegina hef- ur gengið út í öfgar og hefur leitt til þess að allir vilja fleyta rjómann af þjónustu- greinum, en hve lengi verður eitthvað til þess að fleyta ofan af, það mætti hugleiða. Hvar værum við staddir ef við hefðum ekki á að skipa góðum fiskiskipaflota og nútímalegum frystihúsum. Værum við betur staddir í viðskiptum við útlönd ef landbúnaðurinn væri ekki það vélvædd- ur orðinn, með það góðar vinnslustöðvar að hann brauðfæðir þjóðina, með sínar framleiðsluvörur. Hvar á að skera niður togaraflotann? Hvar ætti að bera niður hér á Austurlandi, til dæmis. Kaffihúsaspekingar þyrftu að fara eina ferð í sjávarplássin út um land og svara þessum spurningum. í það væri tíma þeirra betur varið. Eina leiðin út úr efnahagsvandanum er að efla og styrkja atvinnulífið og framleiðsluna. Þjónustugreinar eru vissulega nauðsynlegar, og án þeirra er ekki hægt að vera í nútíma þjóðfélagi. Þrátt fyrir það mega menn aldrei gleyma undirstöðunni, þeim atvinnuvegum sem framleiða og dæla arði sínum um þjóðarlíkamann. J.K. ■ Kirkjukór Akraness - stjómandi Haukur Guðlaugsson. ÓGLEYMANLEG U NAÐSSTUND eftir Baldvin Þ. Kristjánsson ■ S.l. laugardag, 6. þ.m. fékk hin aldna sveit höfuðborgarinnar harla sér- stæða heimsókn. Kirkjukór Akraness undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, hins dáða söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, kom með sóknarprest þeirra Skaga- manna, séra Björn Jónsson, í broddi fylkingar. Þetta góða fólk „á Guðs vegum“ efndi til tveggja ókeypis söng- skemmtana fyrir aldna Reykvíkinga í Gamla bíó í samráði við eiganda hússins, íslensku óperuna. Sá er þessar línur skrifar, var á þeirri fyrri fyrir hádegið, og tregaði það eitt, að hvert sæti skyldi ekki skipað. Þetta iámaði mér því meir, sem á söngskemmt- unina leið, og hafði háflbeiska samúð með öllum þeim, sem þama hefðu getað notið ógleymanlegrar sælustundar, en af einhverjum ástæðum mættu ekki til leiks. Hins vegar veit ég, að á þeirri síðari, eftir hádegið, var yfirfullt, og þarf ekki að spyrja um viðtökur hlustenda þar. í upphafi söngskemmtunarinnar flutti söngstjórinn örstutt ávarp, en tókst samt strax að ná til hlustenda vegna þeirrar mannlegu hlýju og einlægni, sem streymdi frá orðum hans. Síðan tók séra Björn við kynningu og fórst það afburða- vel úr hendi, eins og mannsins var von og vísa. Urðu hlustendur miklu tengdari því sem fram fór fyrir skemmtilegar, fróðlegar og persónulegar upplýsingar hans milli söng-dagskráratriða. Það er skemmst af að segja, að söngskemmtun þessi var í senn athygl- isverð og ánægjuleg. Má ekki minna vera en að hennar sé að einhverju getið af þakklátum huga. Það er ekki á hverjum degi, að 50 manna hópur, og vel það, rífi sig upp með öllu, sem því fylgir í tilkostnaði og fyrirhöfn, og haldi í annað byggðarlag, (og það Reykjavík!) til þess eingöngu að gleðja aðra. Vissulega er þetta beinlínis hrífandi og eftirbreytnisverð uppákoma. Oftlega finna þeir, sem gera vel, til vanmáttar síns og biðja þiggjendur hógværðar- og afsökunarskyni „ að taka viljann fyrir verkið.“ Þarna þurfti þess sannarlega ekki, svo vönduð og vel flutt var söngskráin, enda Kirkjukór Akra- ness víðfrægur og stjórnandi hans einn .elskulegasti listamaður landsins vegna hæfileika sinna, hógværðar og hjarta- hlýju. Fyrst söng kórinn vinsæla og að mestu gamaiKunnaþýska lagasyrpuí útsetningu Magnúsar Ingimarssonar. Þar var hver perlan annarri hugþekkari, enda tók fólkið auðsjáanlega við sér. Sama má segja um lagaflokk úr „ljóðum og lögurn" Þórðar Kristleifssonar fyrrum söngkennara á Laugarvatni um áratuga skeið, en þess aldna höfðingja í ríki alþýðusöngs og tóna á íslandi var sérstaklega minnst hlýjum viðurkenn- ingarorðum af séra Birni. Það er ekkert vafamál, hversu lagavalið og meðferð kórsins í báðum þessum flokkum náði hjörtum áheyrenda. Ég fyrir mitt leyti nefni alveg sérstaklega hið undurfagra lag Schuberts „Leið oss ljúfi faðir“, þar sem þeir feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Pétur Öm Jónsson sungu einsöng með kómum. Undir því lagi mátti sjá „társtimda þrá“ í helgri hrifningu og svo var um fleiri. Eftir hlé á söngskránni fluttj kórinn tíu vinsæl lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Þar var ekki eingöngu um samsöng alls kórsins að ræða, heldur inngrip kvennanna einna í tveimur dásam- legum lögum: Máríuversi Páls ísólfsson- ar og Dúett Mendelssohns. Þá er kórinn ekki fátækur að einsöngvurum, því ekki færri en tíu létu í sér heyra, að meðtöldum feðgunum, sem áður er getið, en einsöngvarar auk þeirra voru þessir: Ásdís Kristinsdóttir, Guðrún Ellertsdóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Margrét Ágústs- dóttir og Ragnheiður Theódórsdóttir, að ógleymdum Einari Emi Einarssyni. Undirleikarinn Fríða Lárusdóttir, var frábær. Þessi einstæða söngskemmtun Kirkju- kórs Akraness endaði svo af mikilli reisn: tveimur ísraelskum þjóðlögum, sem kórinn söng við mikla hrifningu í frægri söngför til ísraels á jólum 1977. Séra Björn flutti hugnæma kynningu áður en þessi lög voru sungin, og gat m.a. um svart andlit, sem borið hafði fyrir augu hans í mannfjöldanum þar syðra undir söng kórsins, og tveggja daggperla á blökkum kinnum hrifins áheyranda. Ég get fullvissað hina kær.- komnufærandi gesti af Akranesi um að margar slíkar daggperlur tindruðu á vanga í Gamla bíói fyrir tilverknað þeirra, því „himneskt ljós í hjarta skein“ margsinnis á umræddri söngskemmtun. Hjartans þökk! Baldvin Þ. Kristjánsson 9 á vettvángi dagsins ■ Fánar blakta við hún á fánastönginni við sjómannakirkjuna í Gloucester 12. september s.l. IDARSON 10 fv MEMORY H!S B! SSi Minningartaflan sem helguð er minningu Pálma. ÓVENJULEGT MINNISMERKI ■ Hinn 12. september s.l. blakti íslenski fáninn við hún á stórri fánastöng, sem reist hefur verið við sjómannakirkjuna í Gloucester í Masschusetts á norðausturströnd Bandaríkj- anna. Fáni íslands var þarna kominn í virðingarskyni við minningu íslensks manns, sem átt hafði mörg sporin um hafn- argarða og bryggjur Gloucester. Þessi maður var Pálmi Þórðar- son, um margra ára skeið fram- kvæmdastjóri flutningamála hjá Iceland Seafood Corporation og í því starfi, þegar hann lést af völdum heilablæðingar í júní 1981, harmdauði öllum er hann þekktu. Einmitt þennan dag, 12. sept. 1982, hefði Pálmi orðið 51 árs, ef honum hefði enst líf. heilaga guðsmóður, sem ræður fyrir velferð sæfarenda. Við þessa kirkju var fánastöngin reist og við fót hennar sett niður tafla með nafni Pálma. Þama munu fánar upp dregnir, þegar íslensk skip eru í höfninni og einnig á afmælisdegi Pálma ár hvert. Jafnan munu þrír fánar dregnir að hún í senn - fáni íslands, fáni Bandaríkjanna og fáni Portúgals, en portúgalskir sjómenn höfðu löngum mikil tengsl við Gloucester. ( mafihánuði s.l. voru fánastöngin og minningartaflan helguð minningu Pálma að aflokinni athöfn f kirkjunni. Við- staddir voru margir af vinum hins láta svo og ekkja hans og aðrir nánir ættingjar. Sigurður Markiisson Aðalstiiðvar lceland Scafood Corpo- ration eru í Camp Hill í Pennsylvanía; þar gekk Pálmi að daglegum störfum og þar í grcnndinni var heintili hans. Pó má segja, að hafnarbæirnir á norðvcstur- strönd Bandaríkjanna hafi verið annar starfsvettvangur hans. en þangað fór hann reglulega um margra ára skeið til þess að taka á móti íslenskum frysti- skipum. scm þar lönduðu farmi sfnum. Einkum varð Pálma tíðförult til Glou- ccster og þar eignaðist hann marga vini. Að honum látnum komu nokkrir þcirra saman og afréðu þeir að reisa minnisvarða, er í senn væri til þess fallinn að halda á lofti minningu hins látna íslenska vinar þcirra og minna á tengslin á milli Glouccstcr og íslands. Kenneth Gleason og kona hans gáfu sjómannakirkju staðarins stóra fána- stöng, þeirrar gerðar þar sem hægt er að hafa nokkra fána uppi í senn. Kirkja þessi, sem er 100 ára gömul og kaþólsk, stendur í miðri borginni og er kennd við ■ Pálmi Þóröarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.