Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. fréttir Blandid andrúmsloft fyrir kosningu forseta FIDE: „EKKI ALLIR SAGT SATT IIM HVERN ÞEIR STYÐJA — segir Gudmundur G. Þórarinsson ■ „Það má segja að baráttan hjá okkur standi hvað hæst í dag,“ sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, í viðtali við Tímann í gær, en Guðmundur, ásamt þeim Gunnari Gunnarssyni, forseta skáksambandsins, Þorsteini Þorsteins- syni og Friðþjófi Karlssyni unnu í gær og reyndar þessa síðustu daga með Friðrik Ólafssyni, forseta FIDE að endurkjöri hans, en kosning til for- setaembættisins fer fram í Luzern í dag. „Staðan er nú heldur óljós eins og er, það verður að segjast eins og er,“ sagði Guðmundur, „en málið er það að allir frambjóðendurnir eru mjög bjartsýnir, þannig að ef lagt er saman það sem þeir halda allir að þeir fái, þá eru svona 150 atkvæði útkoman, en það eru ekki nema 119 til 120 þjóðir sem mega greiða atkvæði, og við höldum að þar af muni ekki nema 110 til 115 þjóðir greiða atkvæði! Það er því alveg ljóst að ekki hafa allir sagt til um hvem þeir hyggjast styðja, þannig að það má eiginlega segja að þetta sé einskonar „holiday for liars"! Palestína tekin inn í FIDE Aðalfundur FIDE hófst í gærmorgun, en þar stýrir Friðrik Ólafsson, forseti FIDE að sjálfsögðu fundi, og er því óneitanlega mikið í sviðsljósinu. Guð- mundur var að því spurður hvað hefði helst gerst á fundinum í gærmorgun: „Skáksamband Palestínu var í morgun tekið inn í FIDE og hefur þess vegna kosningarétt. Eins og vitað er, þá eru Palestínumenn landlausir, en mér tókst að afla mér vitneskju um að sá sem fer með atkvæðisrétt þeirra, hann hefur búsetu í Líbýu, en Líbýa vinnur hér fyrir Campomanes. Annað athyglisvert atvik sem kom hér upp í dag, er að Bólivía, Suður-Ameríku, hefur skuldað FIDE svo mikið, að skáksambandið hefur ekki haft kosningarétt. Sambandið skuldar FIDE 3300 svissneska franka. Á fundin- ■ Guðmundur G. Þórarinsson, „Friðrik er öruggur uppúr fyrri umferðinni en við vitum ekki hvað gerist í þeirri seinni.“ um í morgun Iýsti Campomanes því yfir að þessi skuld Bólivíu yrði greidd, og að staðfest umboð myndi berast um að Bólivía mætti kjósa. Það lítur því út fyrir að Campomanes ætli að borga þessa skuld til þess að fá þetta atkvæði. Það er altalað hér að Campomanes hafi eytt 4 til 5 hundruð þúsund dollurum í þessa kosningabaráttu sína, enda eru litprent- aðir bæklingar af honum og heimalandi hans bókstaflega út um allt héma. Ég veit ekki hvort það er tilviljun, en við flugum hingað með Swiss Air og frá flugfélaginu fengum við ákaflega fallegt kynningarrit, en það er allt um Filipps- eyjar. Okkur þótti þetta óneitanlega hálfundarlegt. Þá hefur Campomanes verið iðinn við að láta dreifa stórum barmmerkjum sem eru sérstaklega merkt honum og úti um öll hótel hanga stór pláköt með myndum af honum. Það er því greinilegt að hann leggur geysilega mikið undir.“ írar, Skotar og Englendingar með íslendingunum - Nú sagðir þú í gær Guðmundur að þú mætir stöðuna sem svo að Friðrik ætti vís um 50 atkvæði í fyrstu umferð, hvað segja aðrir stuðningsmenn Friðriks, og þá á ég við íra eða Skota t.d.? „íramir, Skotamir og Englendingarn- ir hafa unnið hvað mest með okkur að framboði Friðriks, þó það séu margar aðrar þjóðir einnig sem aðstoða okkur. Ég bað írann að meta stöðuna og hann telur að Friðrik fái 50 atkvæði í fyrstu umferð, Campomanes 40 og Kazic 12, en 14 atkvæði séu enn óljós, þannig að alls em þetta 116 atkvæði. Þetta er því mjög svipað og við höfum metið stöðuna. Júgóslavarnir segjast hins vegar hafa 38 atkvæði örugg í fyrri umferðinni, sem myndi þýða það, að hann færi upp í aðra umferð.“ Guðmundur sagði jafnframt að kosn- ingin hæfist kl. 8.30 í dag, að íslenskum tíma og sagði hann að kosningin hæfist á því að allir frambjóðendurnir myndu halda stutta framboðsræðu, sem tæki aðeins þrjár mínútur. Uganda styður ísland Guðmundur sagði að allt væri í rauninni logandi í koktailboðum fyrir kosningarnar í dag, og þar slægi Cam- pomanes öll met, því hann hefði haldið mörg boð og margar veislur. Friðrik hefur ekki að sama skapi verið iðinn við veisluhöldin, heldur stundað störf sín sem forseti FIDE af miklum móð. í gærkveldi var þó haldið koktailboð til stuðnings Friðrik Ólafssyni. Það var Uganda sem stóð fyrir því boði, en Uganda styður framboð Friðriks. Uganda reyndi í gærkveldi að aðstoða Friðrik með því að bjóða löndum eins og Angóla, Botswana, Kenya, Zambíu, Zimbawe, Zaire, Senegal, Marokkó og Kuwait í boðið til þess að reka áróður fyrir Friðrik. í þessu sama boði voru íslendingarnir, frarnir, Skotarnir og Englendingarnir, og ráku þeir þar með smiðshöggið á kosningabaráttuna fyrir Friðrik. „Vitum ekki hvað gerist í seinni umferðinni“ Guðmundur var spurður hvort hann og aðrir stuðningsmenn Friðriks væru svartsýnni nú þegar að kosningu væri komið, en þeir hefðu verið í fyrradag: „Við teljum að Friðrik sé öruggur uppúr fyrstu umferðinni, en við vitum náttúrlega ekki hvað gerist í seinni umferðinni. Við erum þó hóflega bjartsýnir á að Friðrik vinni þetta - maður þorir náttúrlega ekki að segja of mikið, því ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Það er svolítið erfitt að átta sig á því þegar verið er að ræða við marga þessara Afríku- Asíu- og Suður-Ameríkubúa, hvort þeir meina það sem þeir eru að segja manni.“-AB Bók um Nínu Tryggvadóttur: I krafti og birtu Nína Tryggvadóttir telst í hópi fremstu myndlistarmanna landsins fyrr og síðar og er nú komin út bók um líf hennar og list. Þar er að finna listprent- anir af málverkum frá öllum skeiðum listferlis Nínu. lceland Review gefur bókina út, og er frumútgáfan á ensku og nefnist N. Tryggvadóttir - Serenity and Power. Samtímis kemur bókin út á íslensku með titilinn: Nína - í krafti og birtu. Er íslenska útgáfan í dreifingu hjá Bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins. Samstarf Iceland Review og Almenna bókafélags- ins um þessa útgáfu er hliðstætt því sem var um Kjarvalsbókina í fyrra. Bókin um Nínu er í sama broti - og eru þessar tvær bækur vísir að stærri flokki um íslenska listamenn. I bókinni um Nínu er inngangur eftir Halldór Laxness, en Hrafnhildur Schram, listfræðingur, skrifar megin- texta bókarinnar og hún hafði og umsjón með myndvali. Hefur bókin að geyma 58 litmyndir af málverkum, glermyndum og mósaikverkum listakonunnar. Auk þess er þar að finna svart-hvítar myndir: teikningar, grafik og myndir af listakon- unni sjálfri. ■ Haraldur J. Hamar, útgefandi, Hrafnhildur Schram, sem samdi megintexta bókarinnar, og Guðjón Eggertsson, hönnuður. Sparisjóður Keflavíkur 75 ára: Afmælis- bók komin út ■ Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður 7. nóvember 1907, og varð því 75 ára sl. snnudag. Aðalhvatamenn að stofnun Spari- sjóðsins í Keflavík voru þeir Þorgrím- ur Þórðarson læknir í Keflavík og sr. Kristinn Daníelsson prestur að Út- skálum. Þeir voru á meðal helstu forvígis- manna á Suðurnesjum á sínum tíma og sátu m.a. báðir á Aiþingi um árabil. Auk þeirra voru 10 aðrir framáinenn á Suðurnesjum sem stóðu að stofnun sparisjóðsins, en í dag eru ábyrgðarmenn Sparisjóðsins í Keflavík 30 talsins. Vegna sívaxandi starfsemi sjóðsins eru húsakynni hans í Kcflavík orðin N mjög þröng og óhentug t.d. fer starfsemin fram á þrem stöðum, því var fyrir nokkru tekin ákvörðun um að reisa nýtt hús fyrir starfsemina og var hafist handa um það á s.l. ári. Vegna óvissuástands í fjármálum í þjóðfélaginu hefur framkvæmdum verið frestað um sinn. í tilefni aímælisins, hefur saga Sparisj^óðsins verið skráð frá upphafí og kom sú bók út á afmælisdaginn. 45 starfsmcnn starfa við Sparisjóð- inn í Keflavfk í dag. Sparisjóðsstjórar eru: Páll Jónsson og Tómas Tómas- son. Stjórn Sparisjóðsins skipa: Mar- teinn Árnason, Finnbogi Björnsson og Jón H. Jónsson. Þrjú tilboð í Grjótagötu 9 Þrjú tilboð í húseignina Grjótagötu 9 voru lögð fram á fundi borgarráðs í gær. Langhæsta tilboðið sem hljóðaði upp á 600 þús. kr. var frá Snorra Snorrasyni, en hið næsta var sem næst 450 þús. kr. Þriðja tilboðið var töluvert lægra. Ekki var tekin afstaða til þess í gær hvaða tilboði yrði tekið, en mjög líklegt er að hæsta tilboð verði ofaná, enda langhæst. Skólagarðar f Skerjaf irði Að tillógu Hafliða Jónssonar, garö- yrkjustjóra Reykjífvikurborgar, sam- þykkti borgarráð Reykjavíkur á fundi sínum í gær að komiö yrði upp skólagörðum við suðurenda Súðurgötu við Skerjafjörð næsta sumar. Ævintýraheimurinn ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★ Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEO SPORT Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.