Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1982, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1982. fréttir Arnarflug af greidir far- þega Arna og vörur ■ Arnai-flug hf og Flugfélagið Ernir á ísafirði hafa gert með sér samning sem felur í sér að innanlandsdeild Amarflugs annast í framtíðinni'af- greiðslu farþega og vamings fyrir Emi í hinni nýju flugafgreiðslu Amarflugs á Reykjavíkurflugvelli. Flugáætlun Ama yerður innan ramma vaktatíma innanlandsdeildar Amarflugs. Emir eiga nú tvær flug- vélar, Cessna Titan, sem tekur 10 farþega og Piper Aztec, sem tekur 5 farþega. Framkvæmdastjóri og aðal- eigandi Ama er Hörður Guðmunds- son, flugmaður á ísafirði. Bókakynning rKökuhúsinu ■ Nokkur undanfarin fimmtudags- kvöld hafa verið bókakynningar í Nýja kökuhúsinu við Austurvöll. Hafa höfundar kynnt þar bækur sínar, meðal annarra kynnti Guð- mundur Sæmundsson bók ’sfna „Ó það er dýrlegt að drottna", Einar Laxness las úr bókinni „Jakob Hálf- dánarson sjálfsævisaga, bernskuár Kaupfélags Þingeyinga." Síðasta fimmtudag las Valgerður Þóra úr bók sinni „Böm óranna", og Aðalsteinn Bergdal leikari úr verkum Bólu-Hjálmars. { kvöld fimmtudaginn 11.11.1982, les Guðrún Svava Svavarsdóttir úr bók sinni „Þegar þú ert ekki“ er þetta fyrsta bók Guðrúnar, en er hún þekktari sem myndlistamaður en rithöfundur, og er mjög spennandi að sjá hvernig henni hefur tekist til á ritvellinum. Að lokinni kynningu Guðrúnar verður lesið uppúr nýjustu bók Andrésar lndriðasonar er nefnist „Maður dagsins“. Upplesturinn hefst kl. hálf níu en húsið er opið til kl. hálf tólf. Gengið Sr inn í Nýja kökuhúsið frá Austur- velli en einnig er Bókaverslun ísa- foldar opin frá Austurstræti. Leiðrétting ■ Smá misskilnings gætti í frásögn okkar af nýrri dráttarbraut á Húsa- vík. Sagt var að hún gæti tekið upp báta allt að 100 tonnum að stærð, en þar er mjög úr dregið því dráttar- brautin getur tekið upp hæst 260 tonna báta. Það þýðir með öðrum orðum að allur floti Húsvíkinga utan togararnir getur notað sér þjónustu hennar. Þá var ranghermt um nafn þess er tók myndina er fylgdi frétt- inni. Nafn hans er Þröstur Sigurðs- son. Leiðrétting ■ í viðtali við Dagbjörtu Eiríks- dóttur, konuna sem varð fyrir því óláni að tapa aleigunni í eldsvoða, sem birtist í föstudagsblaðinu, var rangt farið með núverandi heimilis- fang hennar. Rétt heimilisfang er Hraunbær 26, en ekki Rofabær 26 eins og sagt.var í viðtalinu. Hugmyndir um byggingu álvers í Geldinganesi við Reykjavík: „STÓRKMA ÞAR KEM- UR EKKI TIL GREINA” — segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi ■ Það hefur vakið mikla athygli manna að Geldinganesið í Reykjavík skuli hafa verið tilnefnt af staðarvalsnefnd um staðarval álvers, sem einn líldegra staða á Faxaflóasvæðinu undir álverksmiðju eða annað. i stóriðjufyrirtæki í framtíð- inni. Atvinnumálanefnd borgarinnar, svo og borgarstjórn hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður ekki betur séð en að þessir aðilar vilji álverksmiðju í Geldinganesið. Af þessu tilefni sneri Tíminn sér til Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa og innti hann álits á þessari tiUögu. - Ég geri ráð fyrir að staðarvalsnefnd hafi eingöngu tilnefnt þessa staði út frá landfræðilegri legu og því hvernig hafnarskilyrði eru á viðkomandi stöðum, en ekki því hvernig byggð myndi þróast á þessum stöðum, sagði Kristján Bene- diktsson. Kristján sagði jafnframt að hann hefði ekki verið viðstaddur í borgarstjórn þegar umrædd samþykkt var gerð, en í hans huga kæmi Geldinganesið ekki til greina undir nokkurs konar stóriðju. Það ætti að fara að byggja norður með ströndinni í Grafarvogi, svo sem al- kunna væri og í því sambandi hefði þegar verið rætt um áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi sem talsvert vanda- mál. Reyndar hefðu sumir gengið svo langt að segja að flytja þyrfti áburðar- verksmiðjuna vegna íbúðarbyggðarinn- ar, en sjálfur sagðist Kristján ekki telja slíkt raunhæft. - Með tilliti til þessara staðreynda tel ég alls ekki koma til greina að setja niður álverksmiðju í Geldinganesi, sagði Kristján í samtali við Tímann. Aðspurður um hvort ekki væri hags- munamál fyrir Reykvíkinga að fá slíkt atvinnufyrirtæki innan borgarmarkanna, sagði Kristján Benediktsson: - Allt svæðið við sunnanverðan Faxa- flóa er eitt atvinnusvæði og það sem skiptir höfuðmáli, er að fá atvinnu- skapandi fyrirtæki inn á þetta svæði. Það er ekkert því til fyrirstöðu að við- komandi sveitarfélög geti komið sér saman um skiptingu á þeim fjármunum sem slíkt fyrirtæki væri skattlagt um, sagði Kristján Benediktsson og bætti því við að hann teldi eðlilegast að ef byggja ætti nýja álverksmiðju þá væri Tiyggi- legast að staðsetja hana í nágrenni við þá sem fyrir væri, en ekki fara með hana inn í byggð. - ESE Afganskur útlagi íheimsókn á íslandi: AFGANSKIR FLÓTTAMENN ERLENDIS 4.2 MILUÓNIR — mesti fjöldi flóttamanna frá einu landi ■ - Afganska þjóðin þjáist, það hafa verið lagðar á hana þungar byrðar. 4.2 milljónir manna af um 17 milljónum íbúa hafa flúið land, til Pakistan og íran og það er stærsti hópur flóttamanna frá einu landi nú og í sögunni. Þetta fólk býr við hræðilegar aðstæður, flestir búa í tjöldum og gjarna eru 10-20 manns í hverju tjaldi,“ sagði Mohammed Akbar Saifi, afganskur útlagi á blaðamanna- fundi í gær, en hann er staddur á íslandi í boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Saifi lagði á það áherslu að Afganir hefðu áður en hernaðareinræði var komið á í landinu átt vinsamleg sam- skipti við aðrar þjóðir, þar á meðal Sovétríkin. Afganir hefðu verið hlut- laust land, utan hernaðarbandalaga og ekkf sýnt neinni þjóð yfirgang. „Það var ævinlega lögð á það áhersla af hálfu sovéskra ráðamanna að Sovétríkin og Afganistan væru vinaþjóðir sem virtu ólíkt stjórnarfar, hagkerfi og trúarbrögð hverrar annarrar. Við nutum aðstoðar Sovétmanna í mörgu tilliti, t.d. við uppbyggingu vega- og samgöngukerfis. Við hefðum ekki trúað því ef því hefði verið spáð að um þessa vegi ættu eftir að fara rússneskir skriðdrekar, komnir í þeim tilgangi að stríða gegn okkur og myrða okkur," sagði Saifi. „Leppstjórnin lofaði eftir valdaránið að hún myndi tryggja Afgönum frið, velferð og hamingju. En ekkert af þessu er ríkjandi í Afganistan í dag. Ég er raunar þeirrar skoðunar að það sé afar óraunsætt svo ekki sé meira sagt að ætla að stjórna íhaldssamri þjóð, fastheldinni á gamla siði og hefðir, í krafti erlendrar og framandi hugmyndafræði. Saga lands okkar eftir valdaránið sýnir þetta." Mohammed Akbar Saifi ásamt forustumönnum Vöku. Tímamynd Róbert Saifi sagði að nú hefðu fallið eða verið myrtir um 600.000 Afganir, þar með taldir óbreyttir borgarar, konur og börn. En viðnám þjóðarinnar hefði verið ótrúlega öflugt, þrátt fyrir að þjóðin nyti engrar hemaðaraðstoðar erlendis frá og hefði að fjandmanni hernaðarlegt stór- veldi hefði ekki tekist að vinna bug á andstöðuöflunum. Saifi var spurður að því á fundinum hvert hann teldi að væri markmið Sovétmanna með innrásinni og stríðinu í Afganistan í ljósi þess em hann hafði áður sagt um góð samskipti landanna. Hann sagði markmið Sovétmanna væri að öllum líkindum að færa landamæri ríkisins í austri, nær hafinu og bæta hernaðarlega stöðu sína gagnvart Asíu- ríkjum. Þessu til stuðnings benti hann á að Sovétmenn hefðu nú komið fyrir SS eldflaugum í landinu, en þær hefðu enga hemaðarþýðingu í . stríði þeirra við andspyrnuöflin í landinu. Saifi er fulltrúi samtaka er nefnast OSULA og hafa að markmiði að berjast fyrir einingu innan afgönsku and- spyrnuhreyfingarinnar og vekja athygli þjóða heimsins á þeim glæp sem verið er að fremja í Afganistan. OSULA samtökin sem hafa aðsetur í Bonn í V-Þýskalandi berjast einnig fyrir því að vesturlönd viðurkenni andspyrnuhreyf- inguna sem hinn eina löglega fulltrúa afgönsku þjóðarinnar. Þá vilja þau einnig vekja athygli vesturlanda á þeim þjáningum sem Afganir búa við og fara frara á aukna aðstoð við flóttafólk og aðra þá sem nauðstaddir eru vegna styrjaldarinnar. Saifi er hagfræðingur að mennt, nam í V-Þýskalandi og Sviss og starfaði, bæði við einkafyrirtæki og sem stjómarráð- gjafi í heimalandi sínu áður en Sovét- menn gerðu innrás sína fyrir nær fjórum ámm, en þá neyddist hann til að flýja land. Hann hefur hitt að máli formenn allra þingflokka hér á landi, og á morgun mun hann hitta Ásmund Stefánsson forseta ASÍ og biskupinn yfir íslandi hr. Pétur Sigurgeirsson. Einnig verður reynt að koma á fundi með honum og Ólafi Jóhannessyni utanríkisráðherra. - JGK ■ Byggðasafnið í Görðum á Akranesi hefur látið gera afsteypur af höggmynd- inni „Sjómaðurinn“ eftir Martein Guðmundsson (1901-1952) myndskera og myndhöggvara, sem hann mótaði á síðustu æviámm sínum. Myndimar era alls 200 talsins og verða seldar í Byggðasafninu alla virka daga. GLÆSILEG ASKEIFENDAGEIRAON TIMANS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.