Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1982, Blaðsíða 1
„Helgarpakkinn” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 12. nóvember 1982 258.tölublað - 66. árgangur Spegill Tímans: Erfitt að vera ungleg - bls. 2 Brésnjef látinn — bls. 7 Breskur „pöbb- á Islandi — bls. 11 Hella- og beina- fundur — bls. 3 Fall Vilmundar Gylfasonar í varaformannsk jörinu dregur dilk á eftir sér: TILKYNNIR VILMUNDUR SERFRAIWOD A MANUDiAG? ■ Nánuslu samstarfsmenn Vilmund- ar Gylfasonar fullvrða að hann hafi verið ákveðinn í þvi að taka ekki þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins frá því að hann féll í varaformannskjörinu, og hafl hann og samstarfsmenn hans unnið leynt að undirbúningi sérfram- boðs í öllum kjördæmum síðan fyrir rúmum mánuði. Samkvæmt heimildum Tímans, þá lýsti Vilmundur því yfir í gær, að hann myndi opinbera þá ætlun sína að vera með sérframboð í öllum kjördæmum, og þær orsakir sem þar lægju að baki á blaðamannafundi nk. mánudag. Því hefur verið fleygt manna á meðal, að Vilmundur hafi leitað til föður síns, Gylfa Þ. Gíslasonar, og farið þess á leit við hann að hann færi með sér í sérframboð, sem verður að öllum líkindum undir kjörmerki Al- þýðuflokksins, en verður þá að vera AA. Tíminn hafði samband við Gylfa Þ. Gíslason, og spurði hann hvort það stæði til að hann færi fram með syni sínum Vilmundi: „Nei, það hefur aldrei staðið til. Það er ekki hinn minnsti flugufótur fyrir þessu,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason. -AB Friðrik tapadi með miklum mun ffyrir Campomanes: ÞESSAR KOSNINGAR ÞÝÐA ENDALOK FIDE — sagði Victor Kortsnoi, efftir að úrslit forsetakjörsins lágu fyrir Frá Illuga Jökulssyni, Luzern, Sviss/ AB ■ „Þetta þýðir endalok FIDE“, sagði Victor Kortsnoi, þegar úrslitin í forsetakjöri FIDE lágu fyrir í gær, og ljóst var að Campomanes hafði farið með sigur af hólmi, hlotið 65 atkvæði, á móti 43 atkvæðum Friðriks, en í fyrri umfcrðinni hlaut Filipseyingurinn 52 atkvæði, Friðrik 37 og Júgóslavinn Kazic 19 atkvæði. Með fylgi Rússa og Austantjalds- þjóðanna malaði Campomanes svo Friðrik í síðari umferðinni. Kazic, lýsti því yfir þcgar úrslitin lágu fyrir, að þetta væri í síðasta sinn sem hann kysi: „Þessar kosningar eru um peninga, ekkert annað." Friðrik Ólafsson, segir í viðtali við Tímann í dag., að hann sé ánæftður að hætta, þvi það sé ekki skemmtilegt að vinna fyrir samband þar sem pólitísk og fjármálasjónarmið ráði ferðinni, en skákleg sjónarmið, heiðarleiki og ein- lægni séu einskis metin. Friðrik gefur það þó sterklega í skyn, að þótt orrusta sé töpuð, þá sé stríði ekki ekki tapað, því hann segir þegar hann er spurður út í framtíðaráfrom sín: „Ég er ungur enn - það kemur dagur eftir þennan dag". IJ/AB. Sjá nánar bls. 4 og 5. Fyrsti snjórinn...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.