Tíminn - 12.11.1982, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982.
3
fréttir
Neikvæd lausafjárstada viðskiptabankana
midað við innistæður þeirra:
STABA UTVEGSBANK-
ANSERMJÖG SLÆMl
— samanborið við aðra banka
sem hafa neikvæða stöðu
■ Lausafjárstaða Útvegsbankans var
orðin neikvæð um 195 miilj. kr. hinn.30.
sept. s.l., sem jafngilti þá nær fjórðungi
af öllum innistæðum bankans (831
millj.) eða 23,4%. Á sama tíma í fyrra
var lausafjárstaða bankans aðeins nei-
kvæð um 15 millj. Útlán Útvegsbankans
voru í septemberlok orðin 1.161 millj.
króna á móti 588 millj. ári áður og hafa
því aukist um 97,4% á einu ári.
Innistæður alls voru 831 millj., sem fyrr
segir, á móti 499 í fyrra og hafa því
aukist um 66,5%. Slíkur mismunur
þykir Seðlabankamönnum langt umfram
það sem góðu hófi gegnir.
Þótt lausafjárstaða Landsbankans hafi
einnig verið neikvæð um stórar upphæð-
ir, eða 386 millj. á sama tíma, þá er sú
upphæð hins vegar ekki nema 12,9% af
innistæðum bankans, sem voru 2.980
millj. í septemberlok s.l. Útlán Lands-
bankans jukust á þessu eina ári úr 2.336
millj. króna í 2.980 millj. sem er 53%.
Búnaðarbankinn hafði hins vegar 56
milljóna króna jákvæða lausafjárstöðu
á sama tíma. Útlánin í septemberlok
s.l. námu 1.432 millj. króna sem var
69% aukning frá fyrra ári, en innistæður
voru alls 1.547 millj. og höfðu aukist um
64% á umliðnu ári.
Af öðrum bönkum var Iðnaðarbank-
inn hinn eini með jákvæða stöðu upp á
5 millj. króna en hinir með neikvæða.frá
11 til 31 millj. Sem hlutfall af innistæðum
alls eru þessar tölur: 9,7% hjá Verslun-
arbankanum, 8,7% hjá Samvinnubank-
anum og 5,7% hjá Alþýðubankanum.
Seðlabankinn gaf sem kunnugt er
þeim bönkum sem höfðu neikvæða
stöðu kost á að breyta þeim í nokkurra
mánaða víxillán til þess að þeir sliguðust
ekki undan þeim gífurlegu refsivöxtum
sem bankinn ákvað nýlega og að
bankarnir fengju nokkurn aðlögunar-
frest að hinu nýja stranga kerfi. Búið ér
að breyta mestum hluta yfirdráttarins
við Seðlabankann í slík lán. Pau reiknast
þó eigi að síður sem stutt skuld
bankanna við Seðlabankann og eru inni
í myndinni: staða gagnvart Seðlabanka.
Jafnfram er búið að semja við hvern og
einn þeirra banka sem þessi „reddingar-
lán“ fengu um að þcir geri sitt ítrasta til
að bæta útlánastöðu sína, svo og um
ákveðin útlánamörk. Er Ijóst að því
verri sem lausafjárstaða hvers banka er
þeim mun meira verður hann að draga
úr útlánum sínum næstu mánuðina.
-HEI
Hellafundur við
Svartsengi:
Jarðýtan
fór niður
um þak
hellisins
■ Inn um þennan hellismuna - sem opnaðist þegar þak hellisins brotnaði niður undan
ýtunni-séstíhleðsluogbeinaleifar. - Myndir Guðmundur Ólafsson
■ Ingibjörg Guðmundsdóttir tekur við vinningnum og þakkar Gísla Sigurðssyni,
framkvæmdastjóra Tímans, fyrir sig.
TímamyndtG.E
Fyrstivinningshafinn
í áskriftargetraun Tímans:
TTStrax ákvedin
í því að velja
hjónarum”
— segir Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, sem býr á Patreksfirði
■ „Þessi heppni mín, kom mér svo
sannariega á óvart, og þá ekki síður það
hversu rausnarlegur vinningurinn var og
hversu mikið ég get fengið fyrir hann,“
sagð Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem
sigraði í fyrsta hluta áskrifendagetraunar
Tímans, og hlaut í verðlaun vöruúttekt
fyrír 25 þúsund krónur í versluninni
Nýform, Hafnarfirði.
Ingibjörg býr ásamt manni sínum,
Svein Rasmussen, á Patreksfirði, en
hann gegnir þar embætti héraðslæknis.
Þau fluttu til Patreksfjarðar nú í haust
og sagði Ingibjörg í viðtali við Tímann
í gær, að þeim líkaði ágætlega á
Patreksfirði, þar væri gott fólk og rólegt
að búa þar.
Blaðamaður spurði Ingibjörgu hvað
hún hefði nú valið sér, en hún kom
gagngert til Reykjavíkur til þess að velja
sér muni fyrir vinningsféð. Hún sagði að
maður hennar hefði ekki getað komið
með tímans vegna, og hefði hann því
orðið að treysta henni einni fyrir valinu:
„Ég var strax ákveðin í því að velja
hjónarúm, því það vantaði okkur. Ég
hafði svolitlar áhyggjur af því að ég
myndi ef til vill ekki finna neitt sem mér
líkaði í þessari verslun, Nýform, en þær
áhyggjur voru óþarfar rneð öllu, því
úrvalið var mikið, og mikið af fallegum
húsgögnum þar. Það sem ég átti einna
verst með að átta mig á, var að þegar ég
var búin að velja þetta fína hjónarúm,
með náttborðum og dýnum, þá átti ég
enn eftir 15 þúsund krónur af vinning-
num, þannig að ég gat valið mér stóran
og fallegan borðstofúskáp og einnig
kommóðu. Finnst mér sem við höfum
fengið mikil og falleg húsgögn fyrir
verðlaunaféð.
Mér finnst þetta ef til vill hvað
skemmtilegast, vegna þess að þetta kom
mér svo á óvart. Það er svo mikill fjöldi
sem tekur þátt í svona getraunum, að ég
taldi ekki mikla möguleika á að ég
myndi vinna. Auk þess þá var það
hálfgerð tilviljun að ég kom því í
framkvæmd að setja úrlausnina í umslag
og pósta hana“!
Ingibjörg gerðist áskrifandi að Tím-
anum í haust, þegar hún fluttist til
Patreksfjarðar, og sagðist hún vera mjög
ánægð með þessa byrjun.
Alþingi:
„Umrædan er til skammar”
— sagði Jón Baldvin um málflutning Vilmundar
■ „Manni dettur helst í hug að þarna
hafi kannski verið útilegumaður eða
einhver í felum einhverntíma", sagði
Guðmundur Ólafsson, safnvörður, sem
í gær var að skoða víðáttumikinn helli
sem fannst af tilviljun. Verið var að
jafna út fyrir nýrri borholu við Svartsengi
þegar jarðýtan fór niður um þak hellis-
ins. Er nánar var að gætt kom í ljós
hleðslur og leifar af suðabeinum voru í
hellinum.
Er komið var inn í hellinn sagði
Guðmundur hafa fundist inngang í þaki
hans, sem greinilega hafi verið lokað af
mannavöldum, þannig að giska megi á
að þar hafi einhver verið sem ekki vildi
að hellirinn hans fyndist. Þarna hafi líka
einhverntíma verið greni og því spurning
hvort beinaleifamar séu af manna- eða
tófu völdum.
Ýtan hrundi niður í þann hluta hellis-
ins er notaður hefur verið af íbúanum.
Sagði Guðmundur hugmyndina að fjar-
lægja grjótið og þar ætlar hann síðan að
leita frekari mannvistarleifa, kannski
svefnbálks, eldstæðis eða einhvers því
um líks sem bendi til að þar hafi verið
hafist við. Svo virðist sem nokkuð langt
sé frá því hellirinn var notaður. „Já,
jafnvel nokkrar aldir.“
-HEI
■ - Þessi umræða er til skammar.
Menn eru sakaðir um að túlka lög sér í
hag, um að vera aldraðir, þingsköp
brotin og ráðist ósæmilega að forseta,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson, um
það fyrirbæri sem upp kom í sameinuðu
þingi í gær, að það tók hálfa aðra
klukkustund að koma tilteknu máli til
nefndar. Lengstan part var hávaðinn út
af því hvort fyrr ætti að bera upp tillögu
um að vísa málinu til allsherjarnefndar
eða utanríkismálanefndar.
Vilmundur Gylfason og Ólafur Ragn-
ar Grímsson töluðu oftast og lengst. Úm
var að ræða tillögu Alþýðuflokksmanna
um úttekt á verktakastarfsemi á Kefla-
víkurflugvelli. Lagt er til að Alþingi feli
sérstakri rannsóknarnefnd að láta fara
fram ítarlega úttekt á fyrirtækinu ís-
lenskir aðalverktakar, og öll önnur
viðskipti við vamarliðið. Umræður
höfðu farið fram og aðeins var eftir að
greiða atkvæði um nefnd er fundur hófst
í sameinuðu þingi. Flutning6maður,
Vilmundur Gylfason, lagði til að málið
yrði sent til allsherjarnefndar, en Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra gerði til-
lögu um utanríkismálanefnd. Rök hans
voru að svipaðar tillögur hafi áður verið
sendar til þeirrar nefndar og að fyrirtæk-
ið starfaði samkvæmt samningi sem
utanríkisráðherra standi að.
Jón Helgason forseti sameinaðs þings
bar undir atkvæði að vísa málinu til
utanríkismálanefndar. Vilmundur
kvaddi sér hljóðs um þingsköp, og fór
mikinn. Forseta sakaði hann um hlut-
drægni og utanríkisráðherra og forsætis-
ráðherra fengu sinn skammt og m .a. að
þeir notuðu lærdóm sinn til að túlka lög
sér í hag og krafðist þess að tillaga sín
um allsherjarnefnd yrði tekin á undan.
Forseti varð fljótlega í umræðunni við
því og taldi enda að vilji þingmanna
mundi ekki breytast í neinu við það
hvort tillagan yrði borin upp á undan.
En málið var ekki svo einfalt. Áfram
var haldið og félagarnir Vilmundur og
Ólafur Ragnar héldu allsherjarnefnd
stíft fram og leiddu að því margháttuð
rök.
Matthías Bjarnason kallaði úr sæti
sínu, þegar þófið hafði staðið lengi,
hvort orðið væri of seint að vísa málinu
til heilbrigðis- og trygginganefndar.
Margir þingmenn voru til kallaðir að
tjá hug sinn.
Við nafnakall var fellt að vísa málinu
til allsherjarnefndar með 30 atkv. gegn
19. 28 samþykktu að vísa því til
utanríkismálanefndar, 4 voru á móti og
9 greiddu ekki atkvæði. Þangað fer því
málið.
Enn var eftir að ræða þingsköp eftir
að atkvæði voru greidd. Ólafur Ragnar
vill láta forseta úrskurða hvort hann sé
hæfur til að fjalla um máiið í utanríkis-
málanefnd, þar sem hann treysti sér ekki
til að halda leyndum upplýsingum sem
þar kunna að koma fram.
Formaður nefndarinnar Geir Hall-
grímsson taldi nefndina vel færa um að
fjalla um málið og væru nefndarmenn
því aðeins bundnir þagnarskyldu ef
formaður eða utanríkisráðherra kvæðu
svo á um í einstökum tilvikum. En
ástæðulaust væri að gera nefndina tor-
tryggilega og vænti þess að góð samvinna
tækist nteð nefndarmönnum um þessa
tillögu.
Ólafur Jóhannesson sagðist ekki óska
þess af sinni hálfu að nein leynd hvíldi
yfir því sem fram kann að koma í málinu
og og mundi hann láta nefndinni í té
allar þær upplýsingar sem hann hefði yfir
að ráða.
Geta má að formaður allsherjarnefnd-
ar er Jóhanna Sigurðardóttir, en hún er
ein af flutningsmönnum tillögunnar.