Tíminn - 12.11.1982, Page 7

Tíminn - 12.11.1982, Page 7
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. ■ Leonid Brésnjef (seinni heimsstyrjaldarinnar) hélt Brésn- jef til vígstöðvanna sem sjálfboðaliði, og hann var þar í fremstu víglínu allt þangað til sigur var unninn. Hann var yfirmaður stjórnmáladeildar suðurvíg- stöðvanna, yfirmaður stjórnamáladeild- ar 18. hersins og yfirmaður stjórnmála- deildar fjórðu vígstöðvanna í Úkraínu. Að stríðinu loknu sneri Leonid Brésn- jef aftur til þýðingarmikilla flokksstarfa. Á árunum 1946-1948 var hann formaður flokksdeilda Kommúnistaflokks Úkra- ínu í Zaprozhye og Dnepropetrovsk. Árið 1950-1952 var hann formaður Kommúnistaflokks Moldavíu. Bæði í Úkraínu og Moldavíu vann hann stór- virki í að endurreisa og þróa efnahagslíf- ið, sem var í rústum eftir innrás nasista. Árið 1952 var Leonid Brésnjef kjörinn í Miðstjórn Kommúnistaflokksins, vara- imaður í forsætisnefnd hans (Politburo) og vararitari miðstjórnar. í febrúar 1954 sendi miðstjórn KFS Leonid Brésnjef til Kazakstan til að skipuleggja ræktun og uppgræðslu lands, sem var aðalviðfangsefni flokksdeildarinnar þar. Leonid Brésnjef vann þar stórvirki, bæði pólitískt og skipulagslegt, í að þróa allar greinar efnahagslífsins, vísindi og iistir í lýðveldinu. Árið 1956 var hann á ný kjörinn í miðstjórn KFS, varamaður í forsætisnefndina og ritari miðstjórnar. Síðan árið 1957 hefur Leonid Brésnjef átt sæti í forsætisnefnd miðstjórnar KFS. Samkvæmt ráðleggingu miðstjórnar KFS var Leonid Brésnjef falið að hafa umsjón með þróun þungaiðnaðarins og byggingariðnaðarins. Þá var honum Fráfall Brésnjefs mun valda óvissu Treyst var á gætni hans, þegar á reyndi ■ ÞAÐ VAR tilkynnt í Moskvu snemma í gærmorgun, að Leonid Brésnjef, forseti Sovétríkjanna og leið- togi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hefði látist skyndilega morguninn áður, eða miðvikudaginn 10. þ.m. Tilkynning um lát hans hafði verið undirbúin á þann hátt, að eftir hádegi á miðvikudaginn var hafið að leika sorgar- lög í hljóðvarpi og sjónvarpi, en sá háttur er venjulega hafður á áður en tilkynnt er lát einhvers af helztu leið- togum Sovétríkjanna. Með Brésnjef er fallinn frá sá maður, sem ekki hefur aðeins komið mest við sögu Sovétríkjanna síðastliðna tvo ára- tugi, heldur einnig sögu heimsmála. Hann hefur verið samfellt valdamesti maður Sovétríkjanna síðan 1964, en á þeim tíma hafa verið fimm forsetar í Bandaríkjunum. Endanlegur dómur um stjórnarferil Brésnjefs verður vart felldur að þessu sinni, en sennilega mun þjóð hans eiga eftir að minnast hans sem eins af mikilhæfustu og farsælustu leiðtogum sínum. Óneitanlega hafa orðið miklar framfarir á þessusm tíma í Sovétríkjun- um og lífskjör batnað. Mest munu þó Rússar meta það, að þeir hafa notið friðar á þessum tíma og það þakka þeir Brésnjef öðrum fremur, þótt annars staðar séu skiptar skoðanir um hvaða mönnum eða öflum sé þar mest að þakka. Sá dómur verður vart felldur um Brésnjef, að hann hafi verið byltinga- maður, enda starf hans beinzt að verulegu leyti að því, að viðhalda því kerfi, sem hann tók við, og styrkja það í sessi bæði inn á við og út á við. Hann verður frekar talinn traustur og varfær- inn en breytingagjarn og óráðinn. Þess vegna munu Rússar hafa kunnað betur við hann en Krústjoff. í stjórn sinni lagði Brésnjef áherzlu á samvirka forustu og fékk því aldrei sama orð á sig fyrir einræðishneigð og Stalín og Krústjoff. Þótt deilt sé réttilega á sitthvað í Sovétríkjunum, sem að mati vestrænna þjóða er brot á mannréttindum, hefur ýmislegt snúizt til betri áttar í þeim efnum í stjórnartíð Brésnjefs. Áður fyrr bar lítið á andófsmönnum í Sovétríkjun- um, heldur hurfu þeir þegjandi og hljóðalaust. Nú hafa slíkir hópar eða einstaklingar meiri tækifæri til að láta heyra frá sér. Á vettvangi alþjóðamála mun um skeið ríkja aukin óvissa vegna fráfalls Brésnjefs. Menn treystu því orðið, að hann myndi sýna gætni þegar á reyndi. Meðan ekki reynir á eftirmenn hans, vita menn minna um þetta. BRÉSNJEF átti 75 ára afmæli 19. desember í fyrra og fer hér á eftir yfirlit um æviferil hans, sem Tímanum barst þá frá APN: „Leonid Ilyich Brésnjef er fæddur 19. desember 1906 í borginni Dneprodzerz- hinsk í Úkraínu. Hann er Rússi að þjóðerni og faðir hans var járniðnaðar- maður. Hann hefur verið meðlimur Kommúnistaflokks Sovétríkjanna síðan 1931 og meðlimur miðstjórnar Komm- únistaflokksins síðan 1952. Hann hef- ur þrisvar verið sæmdur nafnbótinni, Hetja Sovétríkjanna, Hetja sósíalískrar vinnu, Marskálkur Sovétríkjanna og Formaður varnarráðs Sovétríkjanna. Störf hans vöktu fyrst athygli árið 1921. Hann stundaði nám jafnframt því sem hann vann í verksmiðju og 1927 lauk hann prófi við landgræðslutækni- skólann í Kursk (borg í Mið-Rússlandi). Árin 1927 -1930 starfaði Leonid Brésnjef sem landgræðslusérfræðingur. Þá var hann varaformaður landsstjórnar- innar í Úral og varaformaður fram- kvæmdanefndar héraðsstjórnarinnar. Árið 1931 hóf hannnámviðmálmiðnað- arskólann í Dneprodzwezhinsk og eftir og hann útskrifaðist þaðan starfaði hann sem verkfræðingur við málmsmiðjuna í Dzerzhinsk. 1935-1936 gegndi hann herþjónustu. Frá árinu 1937 hefur Leonid Brésnjef gegnt ábyrgðarstörfum innan flokksins og ríkisstjórnarinnar. 1937-1938 var hann vfirmaður tæknimála í Dnepr- odzerzhinsk, varaformaður borgarráðs og formaður flokksdeildarinnar í borg- inni, og 1939 var hann kjörinn ritari stjórnar Kommúnistaflokks Úkraínu. Á fyrstu dögum Föðurlandsstríðsins falið að sjá her Sovétríkjanna fyrir nýjustu tækjum og einnig var honum falin umsjón með framkvæmd geimrann- sóknaáætlunarinnar. Frá árinu 1950 og fram á þennan dag hefur Brésnjef verið fulltrúi á þingi Sovétríkjanna. Árin 1960-1964 og aftur frá árinu 1977 hefur hann verið forseti þess. f þessu starfi hefur hann beitt sér af alefli fyrir að efla Sovétríkin. Hin nýja stjórnarskrá, sem samþykkt var 1977, verður órjúfanlega tengd nafni hans. Árið 1963 var Leonid Brésnjef á ný kjörinn ritari miðstjórnar KFS og fyrsti ritari hennar frá 1964. Eftir 23. flokks- þingið árið 1966 kaus miðstjórn KFS hann sem aðalritara, og fundir mið- stjórnar sem haldnir voru að loknum 24., 25. og 26. flokksþingunum endur- kusu hann einróma til þessa starfs. Leonid Brésnjef hefur verið sæmdur mörgum sovéskum og erlendum heiðurs- merkjum. Hann hefur tvisvar hlotið titilinn, hetja Tékkóslóvakíu, tvisvar hetja Búlgaríu, tvisvar hetja Þýska alþýðulýðveldisins og hetja Mongólíu. Árið 1979 hlaut hann Leninorðuna fyrir bækur sínar, „Little Land“ „Rebirth" og „Virgin Lands“, og fyrir hina þrotlausu friðarbaráttu sína. Síð- asta bók hans, „Reminiscences", kom út í nóvember 1981. í henni fjallar Leonid Brésnjef um hið sögulega hlutverk verkalýðsstéttarinnar, og hollustu henn- arvið málstaðflokksins, málstað Komm- únismans." VAFALAUST mun fráfall Brésnjefs setja mikinn svip á rússneskt þjóðlíf næstu daga. Sennilega verður ekki birt tilkynning um eftirmann hans fyrr en eftir jarðarför hans. í fjölmiðlum utan Sovétríkjanna mun hefjast mikil umræða um hvað taki við eftir Brésnjef látinn. Um langt skeið hefur fráfall eins manns ekki þótt eins miklum tíðindum sæta. Það sýnir bezt hversu mikilvægu hlutverki hann gegndi. Þórarinn Þórarinsson, K ritstjóri, skrifar mwm Óljóst um eftirmann Brésnjefs ■ Leiðtogarvíðaumheimminntust Leonids Brésnjefs í gær. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna sagði að Brésnjef hefði verið einn af áhrifamestu mönnum samtímans og hann sagði í skeyti til stjórnar Sovétríkjanna að sovésku og banda- rísku þjóðirnar væru ólíkar um margt, en báðar þjóðir þráðu frið. Hann lýsti vilja sínum í þá átt að bæta samskiptin við Sovétíkin og er boðskap hans í tilefni láts Bresnjéfs lýst sem því vinsamlegast í garð Sovéfríkjanna sem hann hefur látið frá sér fara í forsetaembætti. Ekki er búist við því að Reagan verði í bandarísku sendinefndinni við útför Brésnjefs á mánudag. Pólsk yfirvöld lýstu Brésnjef scm miklum vini pólsku þjóðarinnar. vini sem hefði skilið þau vandamál sem Pólverjar hafa staðið frammi fyrir. Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands lýsti því yfir að Indverjar hcfði misst mikinn vin sem þeir hefði metið mikils. Á vesturlöndum velta menn mjög fyrir sér hvort fráfall Brésnjefs komi til með að valda einhverri stefnu- breytingu Sovétmanna í alþjóða- málum, en flestum ber saman um að þess sé ekki að vænta. Enn ríkir óvissa um það hver eða hverjir verða eftirmenn hans, en Brésnjef hafði áður en yfir lauk safnað mörgum toppembættum á eigin hendi. Andrei Kirilenko var lengi talinn líklegur eftirmaður Brésnjefs, en hann er orðinn ellimóður enda jafnaldri hins látna leiðtoga. Nú er Andropov, fyrrum leiðtogi KGB, sovésku leyni- þjónustunnar af flestum álitinn lík- legastur. Hann er 68 ára gamall. Andropov hefur verið útnefndur formaður nefndar háttsettustu manna, sem hefur það verkefni að sjá um útför Brésnjefs. Fjögurra daga þjóðarsorg hefur verið fyrir- skipuð í Sovétríkjunum. ■ Lech Walesa. Pólsk stjórnvöld lýsa yfír: Walesa sleppt úr haldi ■ Leiðtogar herforingjastjórnar- innar í Póllandi lýstu því yfir í gær að Lech Walesa, leiðtogi hinna bönnuðu verkalýðssamtaka, Sam- stöðu, yrði látinn laus einhvem næstu daga. Walesa hefur verið í haldi síðan herforingjastjórnin tók völdin í Póllandi, 13. desember síðastliðinn. Sú hugsun kviknaði hjá mörgum þegar þessi frétt barst, að þessi ákvörðun stæði í sambandi við fráfall Brésnjefs, leiðtoga Sovétríkjanna. en svo mun varla vera. Walesa er sagður hafa ritað stjórnvöldum bréf þar sem hann lætur í Ijós þá skoðun að herforingjastjórnin og leiðtogar Samstöðu eigi að efna til viðræðna og reyna að finna sameiginlega lausn á þeirri stjórnmálakreppu sem nú ríkir í landinu. Það er talið ráða einhverju um þessi nýju viðhorf að áskorun ýmissa leiðtoga Samstöðu var ekki virt. Ekki var um nein umfangsmikil verkföll að ræða og telja margir að stjórnvöld túlki það sem svo að þau hafi nú í fullu tré við Samstöðu, fólk hlýði ekki lengur tilmælum og áskorunum leiðtoga samtakanr.a.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.