Tíminn - 12.11.1982, Side 8

Tíminn - 12.11.1982, Side 8
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gisll Slgurósson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Siguróur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elías Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atli Magnúuson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elríksson, Frlðrlk Indrlðason, Helður Helgadóttir, Slgurður Helgason(íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglysingar: Slðumúla 1S, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasðlu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Fráfall Brésnjefs Fráfall Leonids Brésnjef er mikill atburður, sökum þeirrar áhrifastöðu, sem hann gegndi bæði heima í Sovétríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi. Fyrst um sinn, eða þangað til nokkur reynsla er fengin af eftirmönnum hans, mun ríkja meiri óvissa en áður. Brésnjef var búinn að halda svo lengi um stjórnvöl Sovétríkjanna að menn þóttust vita hvar þeir höfðu hann. Hann var ekki byltingamaðurinn, sem gat verið líklegur til ævintýra og tvísýnna fyrirætlana. Takmark hans var ekki að breyta kerfinu, sem hann tók við, heldur að festa það í sessi. Fetta hlaut að gera hann að mörgu leyti íhaldssaman og varfærinn. Þetta gilti ekki aðeins um stjórn hans heima fyrir, heldur einnig viðhorf hans til alþjóðamála. Brésnjef vissi af eigin raun hvað styrjöld var og hvað hún gæti kostað þjóðina. Hann gerði sér vel ljóst, að kjarnorkustyrjöld myndi leiða til margfalt meiri hörmunga en síðari heimsstyrjöldin reyndist Rússum, þótt manntjón þeirra þá skipti tugum milljóna. Brésnjef lagði því allt kapp á, að viðhalda því varnarkerfi, sem Sovétríkin komu sér upp eftir styrjöldina með fylgiríkjunum í Austur-Evrópu, jafnframt því, að Rússar stæðu engum að baki á vígbúnaðarsviðinu. Líkleg spá er það, að eftirmaður eða eftirmenn Brésnjefs muni í stórum dráttum fylgja stefnu hans, en meiri eða minni frávik geta þó alltaf komið til sögu og dregið dilk á eftir sér. Þess vegna er staða óráðnari en áður. í þessum efnum getur það skipt miklu hver viðbrögð vestrænna þjóða verða. Það mun t.d. ekki hafa lítið að segja, hvort þau stuðla að því að auka tortryggni eða draga úr tortryggni eftirmanna Brésnjefs. Verður vígbúnaðarkapphlaupið hert eða verður tækifærið notað til að reyna að draga úr því? Það getur orðið örlagaríkt hvor leiðin verður heldur valin. Areiðanlega væri það hagstætt arftaka Brésnjefs að heldur gæti dregið úr vígbúnaðarkapphlaupinu og meira fjármagn gæti þannig fengizt til að stuðla að betri lífskjörum. Kröfur aukast hjá Rússum eins og öðrum þjóðum um batnandi lífskjör. Það væri mikilvægt hinum nýju valdhöfum að geta komið til móts við almenning á þann hátt. Hins vegar munu þeir geta treyst á, að Rússar eru fúsir til að leggja hart að sér, ef þeir telja öryggi sínu ógnað. Enn eru hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar þeim í minni. Vestrænar þjóðir þurfa vel að íhuga þá stöðu, sem komin er til sögu vegna fráfalls Brésnjefs. Önnur út- varpsrás Það eru góð tíðindi, að framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins hefur hafið undirbúning að annarri útvarps- rás. Með tilkomu annarrar útvarpsrásar yrðu möguleikar ríkisútvarpsins stórauknir til að veita hlustendum meiri og fjölbreyttari þjónustu. Jafnframt skapast auknir möguleikar fyrir að koma að efni frá upptökustöðum víða um land, líkt og nú er hafið á Akureyri. Þessu framfaramáli þarf að koma sem fyrst í höfn. P.P. á vettvangi dagsins Þegar þingmenn komu til Alþingis í haust höfðu skapast þar óvenjulegar aðstæður. Ríkisstjórn sem hafði þing- meirihluta þegar þingmenn kvöddust s.l. vor, hafði nú misst þann meirihluta sem þarf til að koma málum í gegnum þingið, en engu að síður var ríkisstjórnin meirihlutastjórn. Þjóðstjórnar-Geir klikkar Strax á fyrstu dögum þingsins hófst sami söngurinn í stjórnarandstöðunni og verið hafði frá því bráðabirgðalögin voru sett í ágúst. Bráðabirgðalögin skyldu felld hvenær sem tækifæri gæfist, skítt með þjóðarhag. Þannig gengu fyrstu dagar þingsins, þar til Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- Fjölgun er úrræðaleysi Um hvað snýst þá umræðan um kjördæmamálið í raun, ef litið er framhjá eiginhagsmunum fárra þing- manna? Hún snýst þá fyrst og fremst um jöfnun á atkvæðavægi milli kjördæma. Eins og sjá má í töflu I þá er orðið mikið atkvæða misvægi milli einstakra kjör- dæma sem jafna verður og allir eru sammála um hvar í flokki sem þeir standa, en menn greinir á um leiðir að því marki. Sú leið sem mestu fylgi á að fagna hjá þingmönnum Alþfl., Sjálfst.fl. og Al- þýðubandalags er fjölgun þingmanna, sennilega vegna þess að hún tryggir best áframhaldandi þingsetu áhrifamanna í þessum flokkum. Þetta er sennilega sú Engar forsendur fyrir fjölgun alþingismanna — eftir Finn Ingólfsson, formann SUF flokksins lagði til að stjórn og stjórnar- andstaða settust á rökstóla og semdu um þau mál sem allra nauðsynlegast væri að koma í gegnum þingið og kæmust þá um leið að samkomulagi um hvenær kosið skyldi. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar þeir Kjartan og Geir tóku þessu vel, enda samræmdist slíkt vel þjóðstjórnarhug- myndum Geirs sem hann hélt svo mjög á lofti við stjómarmyndunartilraunir sínar hér áður. Það kom í Ijós í þessum viðræðum að Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins er getu og úrræðalaus í málefn- um þjóðarinnar. Formaður flokksins treysti sér ekki einu sinni til að taka þátt í samvinnu hinna flokkanna til lausnar á aðsteðjandi vanda. Það var því þjóðstjórnar-Geir, eins og áður sem klúðraði þjóðstjórnarmöguleikum. Ekki er öll nótt úti enn um að samkomuiag náist um afgreiðslu einstöku mála á Alþingi, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur ekki enn hlaupist frá vandanum. Þessar sögur þekkja nú flestir. Pólitískur sjúkleiki ræður ferðinni Það eru fleiri stórmál sem rædd eru milli manna innan þings sem utan, mál sem snerta sjálfa hornsteina lýðræðisins, þess stjórnskipulags sem við búum við. Umræðan um breytingu á stjórn- arskránni og þá sérstaklega þeim hluta hennar er fjallar um kosningalögin og kjördæmamálið verður æ háværari með hverjum deginum sem líður. Svo virðist sem stjórnarskrárnefnd hafi náð sam- komulagi um allar breytingar er gera þarf á stjórnarskránni nema um kjör- dæmamálið. í dag hafa mál æxlast þannig að það er ekki lengur bráðabirgðalögin marg- umræddu sem öll umræða snýst um, heldur er það stjórnarskrármálið sem er mál númer eitt, tvö og þrjú, a.m.k. að tjaldabaki. í bakherbergjum alþingis- hússins er nú fátt meira rætt en kjördæmamálið og í þeirri einkahags- munabaráttu er þar fer fram leikur aðalhlutverkið hinn pólitíski sjúklingur Alþýðubandalagsins Ólafur Ragnar Grímsson. Það er óskynsamlegt í alla staði að taka kjördæmamálið þannig úr höndum stjórnarskrárnefndar og færa það inn á lokaða klíkufundi innan'veggja Alþing- is, til þeirra aðila sem síst ættu um það að fjalla. Þannig er nokkurnveginn ljóst að einkahagsmunir einstakra þingmanna verða settir ofar þjóðarhag, en í þeim tilgangi hefur Ólafur Ragnar Grímsson valið sjálfan sig til forystu í þessu hömlulausa baktjaldamakki fárra út- valdra eiginhagsmunapotara af gamla skólanum. Slíkir menn hafa enga aðra lausn á kjördæmamálinu en fjölgun þingmanna, til að tryggja áframhaldandi setu sína á Alþingi. leið sem óskynsamlegast er að fara, enda hafa einstakir þingmenn úr öllum flokk- um lýst því yfir í blaðaviðtölum að fjölgun sé algjört neyðarbrauð. Það verður því gaman að sjá þegar til afgreiðslu kjördæmamálsins kemur hvort orð og athafnir fylgist að. Augu manna hljóta því að beinast að Sjálf- stæðisflokknum þegar til afgreiðslu kemur. Er slagorðið „báknið burt“ innantómt þvaður, eða er það annað flokksbrot Sjálfstæðisflokksins sem situr á Alþingi, en það sem fer með meiri- hlutavöld í borgarstjórn Reykjavíkur? Það hefði einhverntíma ■ verið talinn tvískinnungur ef sami stjórnmálaflokk- urinn væri að berjast fyrir fjölgun Alþingismanna á sama tíma og hann er að fækka borgarfulltrúum í Reykjavík. Það er mín skoðun að engin sú forsenda sé finnanleg í íslensku þjóðfé- lagi í dag sem réttlæti fjölgun þing- manna. Það er fráleitt að ætla að auka á yfirbyggingu þjóðfélagsins á sama tíma og verulegur samdráttur er í undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar. Að mínu viti eru engar meiri líkur til þess, nema síður sé, að 65 eða hversu margir þingmennirnir verða ráði frekár en 60 við þann vanda sem steðjar að íslensku efnahagslífi. Það hefðu ekki þótt mikil hyggindi hér á árum áður, ef undirstöður íbúða okkar væru farnar að fúna, að bæta þá meiru járni á þakið. Með fjölgun þingmanna er verið að opna leið fyrir fleiri Haukdæli inn á þing. Er það það sem við sækjumst eftir? Það er því spurning hvort ekki sé kominn tíminn til að taka upp svipað kerfi hér og er við lýði í Svíþjóð og V-Þýskalandi þ.e.a.s. að hver flokkur verði að ná einhverju lágmarks % tölu af heildarat- kvæðum til að fá mann kjörinn á þing. Lausnin er einföld Takist að ná víðtækri pólitískri sam- stöðu á Alþingi og úti í þjóðfélaginu um að byggja hér upp sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efna- lega sjálfstæðra manna, sem leysa sam- eiginlega verkefni eftir leiðum samtaka samvinnu og félagshyggju, eins og Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir, þá er lausn kjördæmamálsins auðveld að mínu mati eins og sýnt er í töflu II. Lausnin er einfaldlega sú að halda þingmannatölu óbreyttri þ.e.a.s. 60, en hafa þá alla kjördæmakjörna. Þá myndi 11 uppbótaþingsætum skipt niður á fjölmennustu kjördæmin, þannig að Rvík fengi 5, Reykjanes 5 og Norðurl.- eystra 1. Með þessu næst það atkvæða jafnvægi sem sýnt er í töflu 2 og það sem flestir vilja stefna að. Ef Ólafur Ragnar Grímsson og fleiri hans líkir létu nú augnablik af einkahags- munapoti sínu og sneru sér að því að hugsa um þjóðarhag til tilbreytingar, þá næðist víðtæk samstaða um kjördæma- málið, ekki aðeins innan Alþingis heldur líka úti í þjóðfélaginu. Tafla I. Skipting atkvæða eftir kjördæmum, fjöldi þingmanna eftir að úthlutað hefur verið uppbótarþingsætum og atkvæði að baki hverjum þingmanni í alþingiskosningum 1979. Atkvæði Þingmenn Atkv. aðbaki Reykjavík 48.897 15 3.259.8 Reykjanes 25.582 7 3.654 5 Vesturland 7.500 6 1.250 o Vestfirðir 5.376 6 896 Norðurland vestra 5.707 6 951 2 Norðurland eystra 13.441 7 1.920 1 Austurland 6.900 6 1.150- Suðurland 10.348 7 1.478 2 Heildaratkvæða 123.751 60 2.0625 Mesta misvægi atkvæða milli kjördæma er 1:4. í Reykjaneskjördæmi hefur hvert atkvæði fjórum sinnum minna vægi en í Vestfjarðakjördæmi. Tafla II. Hér er miðað við úrslit alþingiskosninganna 1979. Ef uppbótarþingsætin 11 hefðu verið kjördæmakjörin og skipst þannig,5 Reykjavík og Reykjanes og 1 í Norðurlandi eystra hefði útkoman orðið eftirfarandi: Atkvæði Þingmenn Atkv. að baki Reykjavík 48.897 17 2.876.3 Reykjanes 25.582 10 2.558.2 Vesturland 7.500 5 1.500 Vestfirðir 5.376 5 1.075.2 Norðurlandvestra 5.707 5 1.141.4 Norðurland eystra 13.441 7 1.920.1 Austurland 6.900 5 1.380 Suðurland 10.348 6 1.724.6 Hér hefur misvægið mílli kjördæmanna verið leiðrétt talsvert mikið. Mesta misvægi milli Vestfj. og Rvík, er með þessu fyrirkomulagi 1:2.7.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.