Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Á TUNDURDUFLASLÓBI ræðir við Ivo vestfirska skipstjóra samar veiðar á bannsvæðum Breta ■ Ellefu ára gamall byrjaði Pálmi Sveinsson, skipstjóri, útróðra frá Sóða- vík með fósturföður sínum, Gunnlaugi Einarssyni. Hann kynntist því sjó- mennskunni snemma, eins og margir Vestfirðingar. Arið 1933 gerðist hann háseti á einum Samvinnubátanna svo- nefndu, Sæbirninum frá ísafirði og var á honum til 1938, er hann gerðist skipstjóri á Sædísi, sem var ein fimm „Dísa“ í eigu hlutafélagsins Njarðar. Það var meðan Pálmi var á Sædísinni að hann tók þátt í áhættusömum veiðum á svæðunum sem Bretar höfðu auglýst bannsvæði vegna tundurduflalagna sinna og auk hættunnar sem því fylgdi var það ekki heiglum hent að stunda veiðar á 16 lesta bátum í þeim vetrar- veðrum sem gjama gerði á Djúpinu. „Já, það var oft napurt í norðanáttinni á þessum bátum, til dæmis þegar ég var á Sæbirninum, en hann var stærri en Sædís, einar 40 lestir og því útilegubátur. Við stokkuðum upp og söltuðum aflann niður í lest, en fórum svo í beitninguna. Stundum urðum við að láta stokkana hanga niður í sjóinn utan við borðstokk- inn í bandi til þess að halda þeim þíðum. Svo varð að beita í einum fleng áður en hann varð að einum klaka aftur. Það var enginn ákveðinn róðrartími og oft urðum við að híma á bak við þessum nesjum og þá ekki síst Straum- nesinu. Lágu duflin það grunnt í að þau komu upp úr á fallaskiptum, um liggj- andann, eins og við orðuðum það fyrir vestan. Á norður og suðurfallinu hefur straumurinn haldið þeim í kafi. Við höfum fiskað talsvert á þessum; svæðum áður og það var girnilegt að hætta á að róa þarna út, vegna þess að það mátti heita friður á þessu svæði fyrir togurum og öðrum bátum almennt. Raunar var það svo á stríðsárunum að fiskgengd jókst talsvert og það hefur auðvitað verið af þeirri friðun sem stríðið hafði óhjákvæmilega í för með sér fyrir fiskinn. Strákarnir bliknuðu Við vorum margsinnis að slíta línuna á þessum tundurduflabúnaði og seinna sá maöur hve við höfðum oft farið óvarlega, því við reyndum stundum.við Garðar Finnsson á Svandísi og ég á Sædísi að fara í hring, til þess að losa línuna af þessum fjanda. Auðvitað bliknuðu strákarnir svo, þegar þeir sáu hvað það var sem við vorum að glíma við. Línan var þá föst á strengnum sem tundurduflin lágu við. Eitt sinn sáum við glitta á sjálft tundurduflið rétt undir hælnum á bátnum. Hefði línan flækst á takka á ■ Pálmi Sveinsson. Við hlið hans er líkan af Sædísinni sem hann var formaður á vestra á stríðsárunum. Sædísamafnið valdi Pálmi vegna þess að hann vildi skíra utan í nafnið á Sæbirninum, sem hann hafi verið á í fimm ár. (Tímamynd AM) „Við sáum glitta í dufl- ið undir hælnum á bátnum” Rætt við Pálma Sveinsson, skipstjóra einhverja skúraræfla fram eftir nóttu, til þess að huga að veðurútlitinu. Menn sættu lagi að stinga sér út undir morgun til þess að ná róðri fram yfir hina. Já, það var kapp í körlum. Flotinn á ísafirði var all stór um þetta leyti, en „Birnirnir11 voru sjö, „Hugarn- ir“ voru þrír o^ „Dísirnar" voru fimm. Loks voru „Stjörnurnar“ þrjár. „Það var hart sótt á öllum þessum bátum. Tundurduflalagnir Sædís var 15 lestir og því stunduðum við iandróðra á henni. Það voru talsverð umskipti að fara á svo lítinn bát af Sæbirninum. Á henni reri ég til ársins 1943, þegar ég tók við Jódísi, sem var sú nýjasta af „Dísunum.“ Með Jódísi var ég til 1946. Við á Sædísinni fiskuðum í skip sem komu vestur í stríðinu, bæði til Bolung- arvíkur og til ísafjarðar. Þessi skip sigldu svo með aflann til Englands. Þetta voru bæði íslensk og útlend skip, þar á meðal norsk. Nokkuð keyptu togararnir af okkur. Víst setti óhug að okkur þegar við fréttum af því að Bretar voru búnir að leggja tundurdufl á Djúpinu, bæði undir Ritnum og Straumnesinu. Við vissum aldrei nákvæmlcga hvar duflin mundu vera en reyndum smám saman að gera okkur grein fyrir því og töldum að þau væru svo sem 15 til 20 mflur undan Rit. Þau voru lögð þarna á djúpri siglingaleið fyrir Straumnesið. Tilgangurinn var auðvitað að granda óvinaskipum sem kunnu að leggja leið sína þarna um. Aldrei vissum við nákvæmlega hve stórt svæðið mundi vera á hvern veg. Það er ansi mikill straumur út af öllum þessu, hefði varla verið að sökum að spyrja. Þessi dufl voru stórar kúlur, þó fremur perulaga. Var lok á þeim efst, en takkar í kring. Aldrei varð samt slys af þessu og líklega hafa bátarnir verið nógu smáir til þess að við sigldum ofan við þetta. Á Djúpinu gerði oft heilmikil veður og þá slitnaði þetta upp og var á reki um Djúpið. Við vissum auðvitað af þessu og því voru menn stöðugt á verði og skimandi fram fyrir bátinn í sjóferðun- um. Við sáum tundurduflin líka iðulega á reki þarna um sjóinn. Við komum auga á margvíslegt rekald á þessum ferðum, sem minnti á að mikil átök áttu sér stað úti á hafinu. Við sáum oft látna menn í bjargbeltum. Ég minnist þess að einu sinni tók ég upp lík úr sjónum og flutti með mér á land. Á líkinu voru skilríki. En það kom svo á daginn að Bretunum var ekkert um það gefið að við værum að hirða þetta upp og því létum við þetta eiga sig upp frá því. Nei, ég varð aldrei var við átök úti fyrir Djúpinu, skothríð eða þess háttar, en við sáum þessar skipalestir oft. Einu sinni rákumst við á stýrishús af færeysk- um bát, sem greinilega hafði verið skotinn niður, eða lent á einhverju hernaðartóli. Hurð skall nærri hælum „Jú, rétt er það. Það gerði oft hörð veður á okkur á Djúpinu á þessum árum og mætti rekja margarsögur af því. Ætli við höfum þó ekki verið einna hættast komnir árið 1943, þegar ég var í mínum fyrsta róðri á Jódísi, en hún var aðeins stærri en Sædís, eða 16 tonn. Við vorum staddir N-NA af Ritnum, einar 20-25 mílur og áttum eftir að draga fjögur tengsli, þegar vélin hjá okkur snarstöðv- ast og við fáum hana ekki í gang aftur, hvernig sem reynt var. Komið var versta veður og fór harðnandi. Við heisum því segl og reynum að halda í áttina að Djúpi, en fljótlega brotnar bóman af stórseglinu og við gátum ekki notað það meira. Vorum við nú bara með messa og fokku, sem mátti segja að nægði, því alltaf herti vindinn. Þegar við vorum komnir þvert af Straumnesinu sjáum við til bresks togara að skrapa úti af Aðalvíkinni. Við kyntum bál, til þess að gera vart við okkur, en erfitt var að kveikja eldinn, því nú var komið ofsaveður og norðanstormur. En togarinn sinnti okk- ur ekkert, þótt hann hljóti að hafa séð þetta. En okkur tókst að komast innar í Djúpið og inn að Miðleiti, sem er eitt þriggja leita á Stigahlíðinni. Vorum við að reyna að kúvenda fleytunni, til þess að geta siglt út aftur og fyrir Stigahlíðina, til þess að ná fjörðunum fyrir vestan og forðast að reka upp í hlíðina. En þá var Ríkharð, sem Björgvin Bjarnason átti, eftirlitsskip fyrir vestan. Bar hann að í þessum svifum og hafði verið að leita að okkúr. Hafði enda svo óheppilega viljað til í þessum róðri að talstöðin var í ólagi, en ég hafði verið svo bráðlátur að komast út á bátnum, að ég vildi ekki bíða eftir viðgerð. Gátum við því ekkert látið til okkar heyra. Búið var að skipuleggja leit og tók togarinn Max Pamperton þátt í henni, en hann fórst fáeinum dögum síðar og fórst öll áhöfn þar.“ Gerðum okkur ekki grein fyrir hættunni Þegar litið er aftur til þessara ára þá held ég að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því hve mikil hætta var þarna á ferðum fyrir þessa báta. Hvað tundur- duflin varðar og þessar veiðar okkar þar, þá man ég að það var haldinn fundur á ísafirði, til þess að fá okkur til að hætta veiðum á þessum svæðum og ég held að það hafi dregið úr þessu eftir það. En það veiddist vel þama og ég fékk þama marga góða róðra. Eftir þennan fund fór Hrólfur á Dagstjörnunni í dag eftir dag í kantinn á Djúpálnum að austanverðu og rótfiskaði, en við töldum þann stað vera nokkuð vestan við tundurduflin. Við höfðum ems og ég sagði engin kort af þessu og urðum við því að geta okkur til um það hvar duflin lægju. Ég gat um það áður hve erfitt það var fyrir okkur að missa þessi svæði. Bæði var mikið styttra að róa þarna en að vestanverðu við Djúpálinn. Þangað var róið 30-35 mílur undan Deildarhorni og komið út undir Hala. En á þessi svæði var ekki nema 20 mílna róður og oft rokfiskirí. Já, þeir voru margir viðurkenndir sjómenn, formenn á Vestfjörðum á þessum árum og undirmenn líka. Þetta voru eftirsóttir sjósóknarar, enda vom menn aldir upp við mikið meiri harð- neskju þá en nú gerist. Skilyrðin voru mikið lakari þá en nú og oft heist að reiða sig á hyggjuvitið-Kompásinn var oft lélegur og ekki alltaf réttur svo og loggið. Nú hafa menn fullkomnustu fiskileitartæki og siglingatæki. Stundum held ég að menn treysti þessari tækni um of.“ Pálmi Sveinsson og kona hans Matt- hildur Árnadóttir fluttu að vestan árið 1946 til Akraness. Þar tók Pálmi við mótorbátnum Ver, sem var í eigu Haraldar Böðvarssonar. Var hann með þann bát í eina vertíð og veiddi vel. Árið 1948 sótti Pálmi vélbátinn Fram til Svíþjóðar og var formaður á honum í fimm ár, eða til 1952. Þá hætti hann sjómennsku, enda voru þá fæturnir famir að gefa sig, eins og marga skipstjóra hendir, eftir langar stöður í brúnni. Starfaði Pálmi lengi við bygging- avörudeild kaupfélagsins og sá um varahlutalager á bifreiðaverkstæði Esso. Hjá Sementverksmiðju ríkisins var hann svo í sjö ár. Upp frá því hefur hann verið með eigin harðfiskverkun sem Matthild- ur vinnur við með honum. Hún er Vestfirðingur í báðar ættir eins og Pálmi, fædd í Bolungarvík 1929. Við heimsóttum þau hjónin upp á Akranesi, þegar þetta viðtal var tekið. Víst kváðust þau Pálmi hafa saknað' Vestfjarðanna í fyrstu, en í móti kom að á Akranesi eignuðust þau nýja vini og ber Pálmi lof á þá Skagamenn. Þau eru nú orðin grónir Akumesingar sjálf og víst er um það að mannval hefur ekki minnkað á Akranesi með komu þeirra þangað. Það er nú langt um liðið frá því Pálmi hóf róðra með fóstra sínum á báti Jóns Jónssonar, útgerðarmanns í Súðarvík, afa síns, en hann er sonur þeirra Sigrúnar Jónsdóttur og Sveins Pálssonar úr Arnardal. Hann er nú orðinn hvítur á hár og segir það vera kynfylgju frá afa sínum og fleirum úr þeirri ætt. Af vestfiskum ættum er líka komið það höfðinglega og drengilega yfirbragð sem Pálmi ber og gestrisnina og alúðina hafa þau hjónin sannarlega ekki skilið eftir, þegar þau fluttust úr „faðmi fjalla blárra“. AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.