Tíminn - 21.11.1982, Side 6
■ f bók Alberts Einsteins Out of My
Later Years - Frá efri árum mínum - er
að finna merkilega grein um orsakir
gyðingahaturs og andsemitisma. Greinin
hefst á þessa leið:
Mig langar að segja ykkur ævaforna
dæmisögu með smávægilegum breyting-
um, dæmisögu sem skýrir á ljósan hátt
undirrót gyðingahaturs.
Hjarðsveinninn sagði við hestinn:
„Þú ert göfugasta skepna jarðarinnar.
Þú átt skilið að lifa sældarlífi og óhultur
og hamingja þín væri líka mikil, ef ekki
væri ólukkans hjörturinn. En hann hefur
frá barnæsku þjálfað fótfimi sína til þess
að verða þér frárri. Hann kemst því á
undan þér að vatnsbólunum. Hann og
hyski hans þamba upp allt vatnið, en þig
og folöld þín þyrstir. Vertu hjá mér.
Með vísdómi mínum og árvekni skal ég
losa þig úr hörmulegum og niðurlægj-
andi viðjum."
Hesturinn féllst á þetta, blindaður af
öfund og hatri á hirtinum. Hann lét
hjarðsveininn leggja við sig beislið.
Hann glataði frelsi sínu og varð þræll
hjarðsveinsins.
heimsstyrjöldin síðari hófst. Og þótt
höfundinn renni vart grun í þá ógnlegu
atburði sem framundan eru fyrir
evrópska gyðinga, þá er dimmur forboði
í greininni, þar sem hann lýsir Þýska-
landi samtímans.
„Þegar Þjóðverjar voru búnir að tapa
styrjöldinni (þ.e. 1914-18), sem hinar
ráðandi stéttir landsins höfðu hrundið af
stað, reyndu þeir óðara að koma sökinni
á gyðinga, fyrst fyrir að koma stríðinu
af stað og síðan fyrir að tapa því. Smám
saman báru þessar tilraunir árangur.
Það var ekki nóg með að hatrið, sem
vakið var upp gegn gyðingum, yrði til
að vernda valdhafana, heldur hjálpaði
það einnig til að gera fámennum,
samviskulausum hópi kleift að þrælbinda
alla þýsku þjóðina."
Allir vita hvað á eftir fór: útrýming 6
milljóna gyðinga og síðan stofnun ísra-
elsríkis, sem réttlætt var með því að það
ætti að verða gyðingum trygging á
ókomnum tímum fyrir því að slíkir
atburðir endurtækju sig ekki. En þetta
réttlætisverk var gundvallað á nýju
óréttlæti, óréttlæti gagnvart íbúum Pa-
■ „Stíðssigrar eru hættulegir lsrael“ segir séra Rögnvaldur Finnbogason í þessari grein. Myndin sýnir rústir í Beirút,
höfuðborg Líbanons, í sumar eftir hemaðarárás Israelsmanna.
Þriðja grein um gyðingastríð 20. aldar
Gyðingahatur og Israelsríki
■ Teikning frá 1819 sem sýnir múgæði gegn gyðingum í Þýskalandi.
Hesturinn í þessari sögu táknar þjóð
og hjarðsveinninn stétt eða hóp manna,
sem leitast við að ná öllum völdum með
þjóðinni, hjörturinn aftur á móti er
ímynd gyðinganna.
Nú segið þið kannski: „Ótrúleg saga
að tarna. Engin skepna gæti hagað sér
jafnheimskulega og þessi hestur." En
athugum hana aðeins nánar. Hesturinn
var langþjáður af þorsta og honum hafði
oft sviðið sárt að sjá hvernig fóthvatur
hjörtur þaut fram úr honum sjálfum. Þið
sem ekki þekkið þá kvöl og gremju af
eigin raun, eigið erfitt með að skilja að
hatur og blindni skyldi reka hestinn út í
þessa heimskulega fljótfærni. En hestur-
inn féll auðveldlega í freistni vegna
þeirra hrellinga sem yfir hann höfðu
gengið. Það er mikið til í því, að
auðveldara er að gefa öðrum góð og
skynsamleg ráð heldur en að fara sjálfur
eftir þeim. Ég fullyrði því við ykkur, að
við höfum öll einhvern tfma leikið hið
aumlega hlutverk hestsins og eigum
sífellt á hættu að falla í þá freistni.
Ástæður eins og í þessari sögu skapast
æ ofan í æ, bæði í lífi einstaklinga og
þjóða. í stuttu máli getum við sagt að á
þennan hátt sé hatri og andúð á
ákveðnum einstaklingi eða hópi beint
gegn öðrum einstaklingi eða hópi sem
ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér.
En hvers vegna féll það svo oft í hlut
gyðinga að leika hjörtinn í dæmisög-
unni? Hvers vegna beindist hatur fjöld-
ans svo mjög að þeim? - Einkum vegna
þess að gyðingar lifa meðal flestra þjóða
og vegna þess að þeir eru of dreifðir og
fámennir til að fá varist ofbeldisaðgerð-
um.
Pogrom
Hér grípur Einstein á flestum höfuð-
einkennum og orsökum gyðingahaturs-
ins, sem landlægt hefur verið um
aldaraðir í Evrópu. Og hann heldur
áfram og tekur dæmi máli sínu til
skýringar: „Undir lok 19. aldar,“ segir
hann, „engdist rússneska þjóðin undir
oki stjórnar sinnar. Heimskuleg mistök
í utanríkisstefnu urðu til þess að espa
fólkið enn frekar, svo að við lá að upp
úr syði. í þessum ógöngum reyndu
stjórnendur Rússlands að forða uppþot-
um með því að æsa fólkið upp í hatri og
ofbeldi gegn gyðingum. Þessi bellibrögð
voru endurtekin eftir að stjórnin hafði
drekkt í blóði uppreisninni árið 1905, og
þessi stjórnkænska kann vel að hafa átt
sinn þátt í að hinir illræmdu valdhafar
héldu velli fram undir lok heimsstyrjald-
arinnar."
Þessi grein er rituð í skugganum af
þeim ofsóknum sem hófust með valda-
töku nasista árið 1933, skömmu áður en
lestínu er nú gengu inn í hlutverk hins
landflótta gyðings, eftir að þeir urðu að
flýja ættjörð sína Palestínu árið 1948.
Það var víðar ókyrrð í álfunni en í
löndum Rússakeisara undir aldamótin
síðustu. Hinar illræmdu gyðingaofsókn-
ir, pogrom, eins og farið var að kalla
þær upp á rússnesku, en orðið merkir
útrýming, virtust blossa upp á ólíkleg-
ustu stöðum. í París urðu uppþot og
óeirðir er beindust gegn gyðingum, en
orsakir þeirra mátti rekja til Dreyfus-
málsins alræmda. Gyðingar Austur-Evr-
ópu áttu að því er virtist fárra annarra
kosta völ en að flýja land eða bíða þess
að verða brytjaðir niður af kósakkaliði
keisarans.
Herzl og zionisminn
Þessi óveðursbakki á austurlofti hins
evrópska stjórnmálahimins hugnaðist
ekki veðurglöggum mönnum eins og
Rothschild barón. Og Dreyfusmálið
franska og eftirmál þess urðu til þess að
rumska við mörgum makráðum auðjöfri
af gyðingaætt í Vestur-Evrópu. Það varð
að sporna við því að ný alda gyðinga frá
Póllandi og Rússlandi tæki sér bólfestu
á þeirra áhrifasvæði í Evrópu, slíkt gæti
vakið upp þann draug sem erfitt yrði að
kveða niður.
Hagsmunum sínum pólitískum og
efnahagslegu öryggi sáu þessir vísu
gyðingar best borgið með því að efla á
alla lund þá hreyfingu sem kölluð var
zionismi, en hugmyndin að henni hafði
skotið rótum í kolli blaðamannsins
Theodórs Herzls frá Budapest. Þessi
hugmynd hins ungverska gyðings var
sett fram í bók hans Gyðingaríkið, sem
varð biblía zionismans. Lausn gyðinga-
vandamálsins er fólgin í því, að dómi
Theodors Herzls og zionista, að stofna
sjálfstætt ríki gyðinga í Palestínu. Ríki
sem yrði, eins og Herzl orðar það,
útvörður evrópskra áhrifa og menningar
og pólitískt af! í Austurlöndum nær.
Þetta var hugmynd sem vert var að
leggja lið, að dómi Rothschilds baróns
og annarra peningafursta gyðinglegra í
Vestur-Evrópu.
Landakaup Rothschilds a
Allra ráða var leitað til að finna hinum
landflótta trúbræðrum úr Rússlandi jörð
til að ganga á, bara ef hún væri ekki í
Vestur-Evrópu. Því var miklum fjölda
þessara gyðinga beint til Norður-Ame-
ríku og til Palestínu, þar sem Rotschild
barón keypti miklar lendur af stórjarð-
eigendum, sem sátu að auði sínum í
Damaskus eða Kairo meðan örsnauðir
fellahins, landbúnaðarverkamenn erj-
uðu lendur þeirra í Palestínu.
Mjög er til efs að þessi landsala fái
staðist að islömskum lögurri. Hin is-
lömsku lög, sharia, geyma ströng ákvæði
um það að land geti ekki verið nema
takmarkaðan tíma í eigu þess er ekki
erjar það, jörðin tilheyri fyrst og fremst
þeim er nytji hana. En hér réðu
peningarnir eins og löngum, og Rotsc-
hild barón festi kaup á þúsundum
hektara lands og fékk það innflytjendum
frá Austur-Evrópu til ábúðar og eignar.
Hinir arabisku fellahins, landbúnaðar-
verkamenn, voru reknir burt, þeirra var
ekki lengur þörf. Leið þessara uppflosn-
uðu bænda lá oftast til borganna í
Palestínu, þar sem þeir urðu vísir að
nýrri öreigastétt verkamanna.
Vald margra hugmynda yfir hugum
okkar byggist á fáfræði. Því hefur m.a.
verið haldið fram, að höfuðstyrkur
zionismans byggðist á þekkingarleysi á
sögu gyðinga og andsemitisma. Zionism-
inn væri flótti frá raunveruleikanum,
hann leysti alls ekki hinn raunverulega
vanda gyðinga, því að hann gerði sér
enga grein fyrir orsökum andsemitism-
ans. Lausn þessara vandamála verði að
leita í þjóðfélagsbyggingu hvers tíma og
stöðu gyðinga í viðkomandi þjóðfé-
lögum. Þeir marxistar sem reynt hafa að
skýra þessi vandamál á grundvelli þjóð-
félagskenninga sinna hafa eflaust komist
næst kjama málsins, þótt þeir að
sjálfsögðu vilji gera lítið sem ekkert úr
þeim trúarlegu þáttum sem zionisminn
skreytir sig með - og er óneitanlega á
ýmsan hátt sprottinnn upp af.
Gyðingdómur og réttlæti
Þess var áður getið, að gyðingar væru
hvorki kynþáttur né þjóð í venjulegri
merkingu þess orðs, heldur væri gyðing-
unum ætlað að vera blysberi réttlátra
þjóðfélagshátta og siðmenningar meðal
þjóða heimsins. Þetta er hugmynd allra
frjálslyndra trúarleiðtoga gyðinga á 20.
öld. Gyðingdómurinn á að verða alþjóð-
legt afl sem ekki byggi tilveru sína á valdi
né styðjist við þjóð og her heldur
grundvallist á eingyðistrúnni og ávöxtum
hennar, siðmenningu.
Zionisminn hefur því miður tekið
aðra stefnu, og ef til vill aðra stefnu en
ýmsir fylgismenn hans höfðu ætlað
honum í upphafi. Hugmynd Herzls um
stofnun ríkis gyðinga í Palestínu, ríkis
er styddist við lögreglu og her og hefði
að bakhjarli það vald sem þjóðfélög
samtímans grundvallast á, var ekki og
er ekki í samræmi við skoðanir og
viðhorf frjálslyndra gyðinga, þótt þessari
hugmynd yxi svo ásmegin eftir 1945 að
hún yrði að veruleik.
Svo ég vitni enn til skrifa Alberts
Einsteins, þá fjallar hann af merkilegu
innsæi um þetta í grein er hann ritar
1938. Þar segir svo: „Ég kysi miklu
heldur að viðunandi samkomulag næðist
við araba um að lifa saman í friði í
landinu en að stofnað væri gyðingaríki.
Hugmyndir mínar um innsta eðli gyðing-
dómsins samræmast ekki þeirri framtíð-
arsýn að upp rísi gyðingaríki með
landamærum og eigin her og ríkisvaldi,
þótt veikt væri. Ég óttast að gyðingdóm-
Séra Rögnvaldur Finnbogason
skrifar