Tíminn - 21.11.1982, Qupperneq 10
Pólitíkus sem eitt sinn var mnnkur
■ Spurningakeppnin á dagskrá, rétt
einu sinni. Formið er orðið gamalkunn-
ugt og ætti að vera óþarft að útskýra það
hér. Látum nægja að geta þess að hafir
þú, lesandi góður, rétt svar strax í fyrstu
vísbendinu færðu fimm stig, fjögur ef
svarið kemur í annarri tilraun, þrjú fyrir
þá þriðju og svo koll af kolli. Mest er
því hægt að fá fimmtíu stig en minnst
ekki neitt! Spurt er hvaðeina milli
himins og jarðar.
Pér, áðurnefndur lesandi, til saman-
burðar eru hér neðst á síðunni tveir
kappar að heyja sömu keppni. Sá heldur
áfram eftir hálfan mánuð sem vinnur
hinn.
Svör eru við hlið krossgátunnar.
1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending
Hann er sagður hafa getað birst á tveimur stöðum í einu, stjórnað villidýrum, talað við höfuðskepnumar o.s.frv. Nafn hans þýðir enda „sjá- andi„ eða „spámaður“. Hann bjó til það fræga orð „fflósóP* sem merkir „vinur vísdómsins“ en er í flestum tungum notað yflr heimspek- inga. Hann fæddist á eynni Samos. Auk heimspekiiðkana var 1 hann stærðfræðingur og fyrir I það er hann frægastur nú; við 1 hann er kennt lögmál sem skóianemendur læra.
2. spnrning Aðalbær þessa lands er Borg heilags Jóhannesar. Þangað kom John Cabot fyrír enskum kaupmönnum 1497. . • En rúmum 200 áram fyrr hafði svonefndur Landa-Hrólfur gert þar tilraun til landnáms. Árið 1933 var landið lýst gjaldþrota og glataði sjálfstæði sínu. Þar er Vínland talið hafa verið. verið.
3. spurning Þetta ár var almyrkvi á sólu hérlendis, mestur á Suður- landi. Salka Valka var kvikmynduð í Grindavík. Nasser tók við völdum í Egyp- talandi. Steinkista Páls biskups fannst í Skálholti. Og stríð braust út í Alsír.
4. spurning Hér er spurt um pólitíkus; hann var einu sinni múnkur. Hann var eitt sinn viðriðinn söngkonuna Lindu Ronstadt. En í hópi stuðningsmanna hans er Jane Fonda talin vera, hann er sem sé amerískur. Og langar mikið til að verða forseti. Faðir hans var fyrrum ríkis- stjóri í Kaliforníu; það er ekki alveg laust við að sonurinn hafi fetað í fótspor hans.
5. spurning Á latínu heitir þetta „carccr“. En á spönsku t.d. „carcel" eða „calabozo“. Þýskarar segja „Gefángnis“... ...og Frakkar „geole“. Englendingar „prison“.
6. spurning Þessi maður fæddist í Meðal- nesi í Fellum í Norður-Múla- sýslu. Hann skrifaði m.a. bókina um Eirík Hansson. Einnig Vornætur á Elgsheiði. Og Brasilíufarana. Hann fluttist ungur til Kanada og bjó þar síðan.
7. spurning Einu sinni gekk þessi maður fram fyrir skjöldu til að verja Rubin no kkurn Carter gegn samsæri vondra manna. Hann lenti í mótorhjólaslysi og var lengi að ná sér. Konan hans fyrrverandi hét, ,og heitir væntanlega enn, Sara. Það vakti athygli er hann frelsaðist fyrir nokkra. Þetta er auðvitað hann Zim- mermann, eins og hann hét réttu nafni.
8. spurning Skepna þessi heitir á fræðimáli „cetorhinus maximus“. Og hún fastar þrjá fjóra mán- uði á ári, yfir veturinn. Þrátt fyrir mikla stærð og ógurlegt útlit er aðalfæðan jurtasvif. Þessi flskur, þvi flskur er það, á að geta orðið 21 metri á lengd. Hræ hans hafa iðulega verið álitin hræ af sjóormum eins konar.
9. spurning Sá fyrsti sem vitað er að bjó á þessum bæ var Baugur Rauðs- son. En á 17. öld bjó þar Gísli Magnússon sýslumaður og framfaramaöur. Þar fæddist Þorlákur biskup helgi. Og þar ólst Bjarni Thorarens- en upp. Þar bjó, og dó, Gunnar nokkur Hámundarson.
10. spurning Maður þessi er frægastur þeirra sem vom í hljómsveit- inni Lísu. En lengst var hann í Pónik og Einar. Hann samdi lagið Braggablús. Og eins Einhversstaðar ein- hveratúna aftur. Og auðvitað Draumaprinsinn. /
Utvarpsmaðurinn sigraði
jarðfræðinginn
■ Að þessu sinni eru keppendur okkar
í spurningarleiknum þeir Oddur Sigurðs-
son járðfræðingur hjá Orkustofnun, sem
sigraði síðast, og Ævar Kjartansson
dagskrárfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu.
Keppnin varð jöfn og hörð, og litlu
munaði að þeir skildu jafnir. Á endanum
skildi eitt stig þá að. En lítum nánar á
stigin:
Oddur og Ævar biðu báðir eftir
síðustu vísbendingu til að átta sig á því
hvað um væri spurt. Báðir fengu eitt stig.
Næst áttaði Oddur sig eftir aðra
vísbendingu, en Ævar beið eftir þeirri
síðustu. Fær Oddur 4 stig, en Ævar
áfram 1.
í þriðju spurningu urðu þeir enn að.
bíða eftir síðustu vísbendingu og gátu
þá rétt. Þeir fá eitt stig hvor um sig.
í fjórðu spurningu gataði Ævar og
kom nafninu ekki fyrir sig. Oddur
mundi nafnið þegar hann hafði fengið
aðra vísbendingu og fær 4 stig.
í fimmtu spurningu kom spænsku-
kunnáttan Ævari að gagni og hann gat
upp á réttu svari í annarri vísbendingu,
en Oddur í þeirri þriðju. Oddur fær 3
stig, en Ævar 4.
Varla var spyrill búinn að láta frá sér
fyrstu vísbendinguna þegar Oddur svar-
aði rétt. Ævar hinkraði við en gat síðan
í 4.atrennu. Oddur fær stig en Ævar 2.
í sjöundu spurningu reyndist Oddur
alveg standa á gati. Ævar hafði rétt svar
á reiðum höndum í annarri tilraun og
fær fjögur stig.
Áttunda spurning reyndist báðum
jafnerfið og það var ekki fyrr en fjórða
vísbendingin kom að þeir gátu báðir
rétt. Tvö stig á mann.
í níundu spurningu fékk Oddur eitt
stig, en Ævar var fyrr til að átta sig og
uppskar 4 stig fyrir það.
Tíunda spurningin reyndist úrslita-
spurningin. Þar fékk Ævar þrjú stig en
Oddur ekkert.
Þegar þessi úrslit lágu fyrir rannsök-
uðu dómarar skýrslur sínar og kváðu
■ Ævar Kjartansson.
upp þann úrskurð að Ævar Kjartansson
hefði sigrað með 22 stigum, en Oddur
lotið í lægra haldi með 21 stigi.
■ Oddur Sigurðsson.
Við þökkum Oddi fyrir samveruna og
ágæta keppni, og bjóðum Ævar velkom-
inn til næstu keppni.