Tíminn - 21.11.1982, Page 13
SUNNUDAGUR 21. NOVEMBER 1982
13
ast fór í saumana á umræðunni um
Vínlandskortið var Haraldur Sigurðsson
bókavörður, sem er fróðastur manna
hér á landi um landakort fyrri alda og
m.a. höfundur Kortasögu Islands í
tveimur bindum.
í grein í tímaritinu Sögu 1967 leiðir
Haraldur að því rök að ef kortið sé
ófalsað hljóti það að vera yngra en
útgefendur haldi fram, og að auki af
öðrum stofni en þeir telji réttast Það
geti ekki verið yngra en frá því um 1500,
en þá hafði Kólumbus fundið Ameríku.
Kemst hann að þessari niðurstöðu með
því að bera það saman við önnur þekkt
landakort, og samanburði texta kortsins
við þekktar ritheimildir.
Haraldur getur þess að sumir fræði-
menn telji Vínlandskortið falsað. í þeim
hóp sé m.a. prófessor Eva Taylor,
kunnur breskur sérfræðingur um foma
siglingafræði og sögu landafundanna,
sem staðhæfi að kortið sé nútíma fölsun.
í ritgerð sem hún birti í Sunday Times
(endurbirt í Vísi 12. mars 1966) telur
hún upp allmargt korta og kortasafna
sem hún hyggur að liggi til grundvallar
fölsuninni.
Aðrir fræðimenn hugðu kortið fremur.
ófalsað en hitt, þótt þeir hefðu sitthvað
við tímarök útgefenda og önnur vinnu-
brögð að athuga. G.R. Crone, kunnur
sérfræðingur í kortasögu, taldi kortið
ekki gert fyrr en eftir fund Ameríku í
lok 15. aldar oghöfundur þess hafi þekkt
fornar frásagnir af Vínlandsferðum ís-
lendinga og nýjar af síðari fundi Amer-
að játa trú á gripinn í dagblöðum og
vitna við hátíðlegar athafnir en heyra
hlutlausa gagnrýni af vísindamönnum
þeirra lærdómsgreina sem kortið
snertir...“
Halldór vitnar í ritgerð Evu Taylor
þar sem hún segir: „Einsog við er að
búast, þá kemur falsari einatt uppum sig
af því það vantar herslumuninn á að
hann kunni það sem hann er að bauka
við.“ Frúin bendir á þann annmarka
kortsins sem allir reka augun í um leið
og litið er á það, en það er mynd
Grænlands; hún er óþekkjanleg frá
Grænlandi einsog það er dregið upp á
hvejru 2ostu-aIdarkorti í sömu hlut-
föllum. Ef tekið væri mark á að
grænlandsmynd Vínlandskortsins kæmi
frá íslendíngi á 13du öld hlyti það að
leiða til þeirrar ályktunar að norrænir
menn hefðu siglt kríngum Grænland, í
alltað 6 mælistiga fjarlægð frá norður-
skrautinu, á opnum skipum sínum. ...
Svona kort af Grænlandi er fjarstæða
áðuren menn höfðu kríngsiglt landið á
19du öld.“
Loks vitnar Halldór Laxness til fyrrum
forseta breska landfræðifélagsins Sir.
James Marshall Cornwall. H ann hefur
„ekki viljað taka dýpra í árinni en svo
að telja þann annmarka á Vínlandskort-
inu helstan, að það sanni ekki neitt né
breyti neinu sem ekki var áður vitað.
Enskt understatement, það sem við
köllum að hafa taumhald á túngu sinni,
kemst stundum nokkuð nærri kjarna
máls.“
■ „Þetta er kort úr myrkri“ skrifaði
Halldór Laxness.
■ Haraldur Sigurðsson sýndi fram á að
kortið gæti ekki verið frá því um 1440.
íku. Auk þess dregur hann í efa að sama
rithöndin sé á kortinu og fylgiritum þess.
Francis Wormald, kunnasti sérfræðingur
Breta á fornar rithendur, tók í sama
streng.
Vínlandspúnktar
Halldór Laxness var einn þeirra sem
gagnrýndu Vínlandskortið hér á landi. í
bók hans Vínlandspúntkum átelur hann
pukrið í kringum kortið og telur „þar-
með girt fyrir raunverulega rannsókn
þess; þetta er kort úr myrkri" segir hann.
Og Halldór heldur áfram: „Einsog
áðan var getið gerir ritverk það sem
kortinu fylgir þann réttarlega áskilnað
af hendi höfunda, að einginn má
skírskota til bókarinnar, hvortheldur í
lángri eða stuttri uppprentun úr textan-
um, nema samkvæmt skriflegu leyfi. Þó
mega dagblöð vitna í ritið undir nafni
ábyrgra ritdómara sinna. Minnir óþægi-
lega á skilyrði sem miðlar setja á
andafundum; umfram alt slökkva ljósin.
I þessu falli er bersýnilega meiri áhersla
lögð á að fá lítt dómbæra heldrimenn til
Efnarannsókn leiðir fals í
Ijós
Þrátt fyrir allar þær efasemdir um
kortið sem hér hafa verið raktar voru
þeir nógu margir til að trúa því að það
væri ófalsað til að unnt væri að ferðast
með það víða um heim og sýna
lærdómsmönnum og almenningi við
hátíðlegar athafnir.
Árið 1974 leiddu hins vegar efnafræði-
legar rannsóknir Bandaríkjamannsins
Walter McCrone í ljós að kortið gat ekki
hafa verið gert á þeim tíma sem
vísindamenn við Yale héldu fram. í
kortinu fundust efni sem ekki voru til á
15. öld, og að öllum líkindum ekki fyrr
en á 20. öld. Þessi niðurstaða McCrone
batt enda á frægðarsögu kortsins, og
þegar hún lá fyrir rifjuðu menn upp þann
leyndarhjúp sem hvílt hefuryfiruppruna
kortsins og ályktuðu að það hefði ekkert
fræðilegt gildi. Sú skoðun er enn
ríkjandi, og Vínlandskortið sem áður
naut öflugrar lögregluvemdar allan sólar-
hringinn rykfellur nú í bókageymslum
háskólasafnsins í Yale.
„í landi auðnar og dauða“
■ Út er komin hjá Iðunni ný saga eftir
hinn kunna breska höfund, Hammond
Innes. Nefnist hún í landi auönar og
dauða og er sextánda bók höfundar sem
út kemur á íslensku. Álfheiður Kjartans-
dóttir þýddi.
Saga þessi gerist á Labrador. Efni
hennar er kynnt á þessa leið á kápubaki:
„Frá eyðislóðum Labrador barst neyð-
arkall. Enginn heyrir það nema lamaður
fyrrverandi loftkeytamaður, og nú er
hann dáinn, eftir stendur aðeins hrafl í
minnisbók. Ferguson er sannfærður um
að faðir hans heyrði þessi radíóboð í
raun og veru, en hvernig á hann að
sannfæra menn um að þetta hafi verið
annað en hugarórar sjúks manns? Og
það því fremur sem enginn lifandi
maður var á þessum slóðum þegar boðin
voru send. Eða hvað?“
í landi auðnar og dauða er 220
blaðsíður. Prentrún prentaði.
Draumur barna
barbie dúkkur föt bílar húsgögn
barbie hestar
barbie sundlaugar
barbie píanó
Fisher-Price leikföng
barbie hundasleðar
Leikfanga
húsið Sími 14806
Póstsendum
—r
Sunnudagsstund með Jóni Baldvini og Bryndísi
á Broadway sunnudaginn 21. nóv. kl. 14:30
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna:
Eftirtaldir listamenn koma fram:
Snæbjörg Snæbjarnar og Sigfús
Halldórsson
Haukur Morthens
Aðalsteinn Bergdal og Ragnheiður
Steindórsdóttir
Þorgeir Ástvaldsson
Nikki Vaughan
Atli Heimir spilar ragtime
Jón Baldvin talar
Sigurður E. Guðmundsson, og Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, flytja stutt ávörp
Ferðakynning frá Útsýn
Bingó: vinningar ferð með
Útsýn o.fl.
Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts
leikur í upphafi fundar undir stjórn
Ólafs L. Kristjánssonar
Hljómsveitin Hafrót leikur nokkur lög
Bryndís og Laddi skjótast inn á
milli atriða.
Kynnir: Bryndís Schram
Þetta er sunnudagsstund fyrir alla fjölskylduna
Allir velkomnir Aðgangur ókeypis
Stuðningsmenn Jóns Baldvins í prófkjöri Alþýðuflokksins helgina 27. og 28.
nóv. 1982