Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 21.11.1982, Blaðsíða 30
* 30 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 ■ „Óperukaffihúsið“ liggur í grennd við þann stað sem íbúar Frankfurt eru hvað stoltastir af, en það er Gamla óperan þar í borg, sem nú hefur verið endurbyggð fyrir hvorki meira né minna enn 200 milljónir marka. Kaffihúsið er í stíl við það sem gerðist um síðustu aldamót, stólar úr dökkum þungum viði og hefðarleg borð með ljósri marmara- plötu. Veggina skreyta stórir speglar. Þetta kaffihús sækja þeir ungu og ríku, verslunareigendur, fólk úr auglýsinga- iðnaði, kauphallarstarfsmenn og fagrar stúlkur. Ekki voru nema þrjár vikur frá því ég kom hér síðast og drakk hér hvítvín og borðaði ostrétt. í það sinn voru viðtökurnar mjög elskulegar og þjónustan eins og best mátti óska sér. En þennan dag var annað uppi á teningnum, - ég var nefnilega orðinn að Tyrkja. í þeim tilgangi að fræðast um hvað hæft væri í þeirri fullyrðingu að útlend- ingarhatur gerðist æ meira í þýska sambandslýðveldinu, breytti ég mér í Tyrkja. Ég litaði mitt Ijósa yfirskegg, hár og augnabrúnir kolsvart og klæddi mig samkvæmt þeirri tísku sem ríkti snemma á fyrri áratug: hvít skyrta með löngum kraga, áberandi bindi með litsterku mynstri, blár jakki og ljósar buxur og loks sexpensari, sem var lítillega ýtt aftur á kollinn. Hamskiptin virtust hafa tekist bæri- lega. Þegar ég kem að afgreiðsluborðinu segir vel klæddur maður með campari- glas í hendi: „Þar kemur nú einn sunnan að.“ Þjónninn sem er að sýsla eitthvað á bak við borðið svarar rólega: „Já, ætli ég hafi ekki séð hann.“ Ég geng innar í kaffihúsið. Nóg borð eru laus. Þegar ég er að líta í kring um mig gengur afgreiðslustúlka í veg fyrir mig, ung og lagleg, vart eldri en 25 ára. „Eigið þér frátekið borð?“ spyr hún. Eg svara á þeirri tungu sem Þjóðverjar telja hina dæmigerðu Tyrkja-þýsku. „Ég ekki hafa borð frátekið, - nei, nei. Borð laus, - ég kaffi. Takk. Ég sest við það borð sem næst mér er. Ekki kemur kaffið sem ég bað um. Ég lyfti því handleggnum og veifa til afgreiðslustúlkunnar. Hún hreyfir sig ekki og læst ekki sjá mig. Þannig sit ég í fimm mínútur, tíu mínútur, - hálftíma. Ljósmyndari blaðsins lítur inn á meðan og stúlkan færir honum samstundis eplasafa. Þegar hún er á leið að afgreiðsluborðinu að nýju stansar hún ■ Þjónninn Udo ■ „Óperukaffihúsinu“ gerir hinum framandi gesti skiljanlegt að nærveru hans sé síður en svo óskað: „Komdu þér svo út, áður en verra hlýst af,“ segir hann. sem Tyrki. Hér er um það bil fjórðungur íbúanna útlendingar og er það hærra hlutfall en í nokkuri annarri stórborg Þýskalands. Á- hverri nóttu vakna ég klukkan fjögur og hef starf mitt sem götusópari. 1 átta klukkustundir stunda ég starf mitt í appelsínugulum samfestingi og sópa spölinn á milli lúxushótelsins Frankfurt- er Hof og leikhússins þar í grennd. Án útlendinganna mundi borgin sökkva í skít. 95% allra götusópara í Frankfurt eru Tyrkir. Daglega sópa ég upp minnst sex stórum plastpokum af rusli. Síga- rettustubbar, brefvasaklútar, matarleif- ar. Ég tæmi klístruga ruslakassa, safna saman óhreinum pokum og brotnum flöskum úr rennusteininum, auk þess- sem ég plokka upp harðan hundaskít af gangstéttinni. Tyrkir í Þýskalandi. Það er háskóla- nám í listinni að skríða, til þess að komast af. Ef þú ekki skríður og stígur lögreglumanns á lögregluvarðstofu núm- er 4 við aðaljárnbrautarstöðina, þegar ég sýndi honum ljósmynd af orðunum „Burt með Tyrkina“ krotuðum á húsvegg. „Þetta er úti um a!lt,“ segir hann. „Ég fengi víst nóg að starfa, ef ég ætti að þrífa þetta allt burt.“ Á orðinu „burt“ (rauss) eru bæði S-in rituð eins og SS var skrifað á dögum nasista, þ.e. með rúnaletri. „Þetta er bara gamall þýskur ritháttur," segir lögregluþjónninn. Ég er löngu orðinn vanur því að sem Tyrki er maður meðhöndlaður sem hálfviti. Þegar ég kem í vöruhúsin taka stúlkumar við kassann peningana ein- faldlega af mér, telja það frá sem varan kostar og fá mér afganginn, eins og barni. í bakaríinu er ég jafnan spurður hvort ég vilji ekki heldur kaupa „ódýrar" kökur frá því í gær. Þessar vikur sem ég var Tyrki í Frankfurt varð mér ljóst hví ■ Veður hafa skipast í lofti. Eftir að ég hef að nýju Ijóst hár og skegg og hef stungið blaðinu í vasann er ég velkominn. „Hvað má bjóða herranum? - já, kemur rétt strax“ seeir Udo. aurunum saman og hugsa með mér að hingað inn komi ég ekki aftur. Rudda- skapurinn hefur náð tilgangi sínum. Næst geng ég inn á dansstaðinn „Vouge“, sem er tvö hundruð metrum fjær. Við dymar stendur svartur Amer- íkani. Hann gengur í veg fyrir mig og segir: „Bíddu við, hér er einkasam- kvæmi.“ Ég segi: „Hví má Tyrki ekki koma hér inn?“ Sá svarti er vingjarn- legur en fastur fyrir. Hann tekur næstum vingjarnlega í hönd mér og leiðir mig burt frá dyrunum, - hinn kúltíveraði svertingi frá New York og verkamaður- inn, sem menn ætla að sé kominn frá hinni fjarlægu Anatolíu. Hann talar við mig eins og óþekkt barn: „Þú skilur, - þetta er ekki bjórkrá. Þetta er prívat- klúbbur. handan við Mains. Þetta er sjálfstætt fólk og stolt af hefðum sínum og mállýsku. Hér mætir gesturinn ekki einhverjum sérstaklega tilbúnum unaðs- reit fyrir ferðamenn eða einhverri sveita- rómantík. Hér ræður gestrinsi þeirra í Sachsenhausenríkjum og það borgar sig að kynnast henni.“ Já, gestrisnin í Sachsenhausen. Við inngang bjórstofunnar „Queen’s" segir ung kona við mig: „Hér er bingókvöld í kvöld. Spjaldið kostar þúsund mörk.“ „Burt með þig, það er pest af Tyrkjum í Frankfurt í Þýskalandi er mikill fjöldi tyrkneskra verkamanna, og heimamenn gera þeim ekki hátt nndir höfði. Blaðamaðnr vikuritsins STERN gerðist Tyrki í nokknrn tíma og hér lýsir hann reynsln sinni aðeins við borðið mitt, til þess að þurrka afþví með rökum klút. Það gerir hún svo rösklega að tyrkneska dagblaðið mitt fellur út af brúninni. „Hér eru öll borð frátekin,“ segir hún og styður um leið hendinni á mjöðm sér. „Ég ekki kaffi, af því ég Tyrki,“ segi ég hátt. Nokkrir gestanna líta í svip yfir til mín, en snúa andlitinu brátt í aðra átt að nýju. Ég er ekki til. Ég er úr tómu lofti. Ég geng að borðinu. „Udo, - best að þú fáist við hann,“ segir stúlkan. „Ég ekki fá afgreiðslu?" spyr ég á sama bjagaða málinu. Þjónninn Udo tekur utan um bindið mitt með tveimur fingrum, líkt og hann sé að skoða hvaða efni sé í því. Svo segir hann: „Hér er allt upptekið, - punktur og basta. Hér er ekkert pláss fyrir þig. Þína líka höfum við ekki þörf fyrir hér. Komdu þér nú af stað, áður en verra hlýst af.“ Handarhreyfing hans er ótví- ræð. Ég geng út og fyllist reiði í garð allra þeirra sem eru útvaldir og hér sitja að kaffidrykkju. Listin að skríða Ég hef nú búið í Frankfurt í tíu daga ®v‘“! yfir þau mörk sem Þjóðverjarnir hafa sjálfir dregið, þá færðu á baukinn. Gættu þín líka á því að biðja ekki um meira en að þér er rétt. Haltu þig þar sem þú mátt vera, því Þjóðverjamir vita vel hvað þér hæfir. Ekki líður á löngu, þar til þér finnst þú vera sem hvert annað úrhrak.Þegar allir líta á þig sem -óæðri mann, þá finnst þér smátt og smátt að þú sért það. „Burt með Tyrkina“ Til að byrja með risu hárin á höfðinu á mér, þegar ég virti fyrir mér áletranirn- ar á veggjum neðanjarðarjámbrautar- innar. „Achmed, - gasofnamir bíða þín.“ Eða „Heim með ykkur heiðingj- ar.“ Svo ekki sé minnst á þá áletrun sem krotuð er á eina 24 bekki á milli lögreglustöðvarinnar og kaupstefnu- svæðisins: „Aðeins fyrir Þjóðverja.” En þegar maður sem Tyrki les í þriðja sinn á húsveggjunum „Burt með Tyrkina”, þá fer þetta að heyra til borgarbragnum og verða eins sjálfsagður hlutur og Deutsche Bank og óperuhúsið. Svona gengur það nú til í landi voru. Þá þarf engan að undra viðbrögð Tyrkir kaupa fremur í tyrkneskum versl- unum en annars staðar. Þar eru þeir afgreiddir eins og þeir væm menn. Þá er komið föstudagskvöld og rétt að lyfta sér dálítið upp. Ég finn að ég varð að taka mig á til þess að hrekja sjálfan mig inn á yfirráðasvæði Þjóðverja. Helst vildi ég eyða kvöldinu meðal tyrkneskra vina minna, sem ég hef aflað mér með því að fara inn á þeirra eigin veitinga- staði. Þá yrði mér hlíft við alls kyns móðgunum og áreitni. Herra „Halló“ er dauður Á kránni „Weihenstephan'1 sem er við götuna „Kleine Bockenheimer Strasse" sést ég niður. Frúin, sem rekur þennan stað læst ekki sjá mig af ásettu ráði. Þegar em fimm mínútur frá því að ljósmyndarinn minn fékk eplasafann sem hann bað um. Bjórinn fæ ég fyrst eftir hálftfa. Þegar ég segi eftir nokkra stund, - mjög greinilega, - „Halló, ég ætla að borga,“ rekur veitingakonan upp stór augu: „Hann herra Halló er dauð- ur,“ segir hún. Afganginum fleygir hún niður á borðið. Nokkrir smápeningar rúlla niður á gólfið. Ég lýt niður, safna Þama standa þrír ungir menn, klæddir samkvæmt nýjustu tísku, - hvítar T- skyrtur, hvítar buxur. Ég sný mér að einum þeirra og segi: „Hvers vegna ekki ég fara inn, þú segja mér?“ Þessi tvítugi maður hellir sér yfir mig á svemstu Frankfúrtarmállýsku: „Þegar þú ávarpar mig þá segir þú „herra Steinbach", segir hann. Orðin undirstrikar hann með því að pikka ákveðið í bringuna á mér. Þannig tala stjórjarðeigendur við þræla sína, hugsa ég. En ég gefst ekki upp. „Af hverju ekki láta Tyrkja koma inn. Við líka fólk?“ segi ég, þegar þrír ítalir í íþróttabúningi hverfa inn á dansstaðinn. Herrann Steinbach grípur hvellt fram í fyrir mér: „Nú er mér nóg boðið! Viltu einn á kjaftinn?" Þar sem gestrisnín ræöur Þegar ég hef árangurslaust reynt að komast inn á annan skemmtistað, sem heitir „Cooky’s" þá freista ég gæfunnar í miðstöð eplavínsins, hverfinu „Sachs- enhausen.” í auglýsingabæklingi þaðan stendur skrifað: „Það sem einkennir Sachsenhausen er fólkið sem býr hér Þegar eg segist gjama vilja borga þúsund mörk segir hún „Farðu til fjandans" og skellir á mig hurðinni. Á dansstaðnum „Biba“ fæ ég gamla svarið við dymar: „Aðeins fyrir klúbb- gesti." Félagi minn ljósmyndarinn fær samstundis aðgöngu, þótt hann hafi aldrei komið hér áður. Ég geng 20 metmm lengra og kem að „Paradísargarðinum“. 1 auglýsingabækl- ingi hafði ég séð mynd af þessum stað. Við innganginn stendur há bmnnsúla frá árinu 1786 og við hana standa styttur af þeim Adam og Evu. „Paradísargarður- inn“ er virtur staður, þar sem hægt er að fá sér snúning. Á spjaldi á útihurðinni er sagt að eigandinn sé meðlimur í félagi veitingastaðaeiganda í Hessen. Á mat- seðlinum er ríkulegt framboð af ekta þýskum mat. Kostar málsverðurinn 21.50 mörk. í þetta skipti lék hljómsveit- in „Sounders" fyrir dansi. Ljósmyndarinn minn gengur á undan mér og kaupir sér aðgangsmiða fyrir tvö mörk. Dyravörðurinn hneigir sig djúpt: „Hjartanlega velkominn, herrra minn.“ Svo kemur hann auga á mig og réttir út arminn: „Aðeins fyrir klúbbgesti!” Ég bendi á Ijósmyndarann sem rétt er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.