Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 9 „Þannig má segja að ef algjör jöfnun atkvæðisréttar í landinu kæmi til sköpuð- ust kaflaskil í sögu þjóðarinnar og Lýð- veldið ísland liði undir lok, en borgríkið Reykjavík tæki við. Þá væri nauðsyn að fjarlægja merki fjórðunganna af Þinghús- inu og einnig yrði að taka upp annað skjaldarmerki“. innlendrar skipasmíði verður að leysa með öðrum hætti. Menn geta brotið um það heilann til gamans og í alvöru á hvaða gengi íslenska krónan þyrfti að vera ef skapa á rekstrargrundvöll fyrir dýrustu togar- ana, ef þeir vinna ekki aflann um borð. Framleiðslubreyting í landbúnaði Þegar Halldór E. Sigurðsson var landbúnaðarráðherra eftir lok Viðreisn- arinnar lagði hann fram frumvarp til laga um breytingar á framleiðsluráðslögum. Kjami þeirra breytinga var á þann veg að fá framleiðsluráði meiri völd til að hafa áhrif á framleiðsluþróunina í landbúnaði. Þá vom komnar blikur á loft í sambandi við markaðinn á dilkakjöti í Noregi, sem meta mátti á þann veg að breytinga væri að vænta. Þetta frumvarp náði ekki fram að ganga en óneitanlega voru það mikil mistök hjá Alþingi. Satt best að segja súpum við af því seyðið í dag og þurfum mun róttækari framleiðslubreytingu en þurft hefði. Bændum verður ekki með réttu kennt um þessi mistök. Það er aftur á móti kaldhæðni ef menn telja að lausnin sé að svipta þá þeim útflutnings- bótarétti, sem þeim var tryggður með lögum á dögum Viðreisnarinnar og athyglisvert að Alþýðuflokkurinn, sem stóð að þeim lögum þá, vill nú öðrum kenna um. Satt best að segja minnir sú afstaða á tryggingarfélag, sem selt hefur tryggingu en vill breyta tryggingarskil- málunum þegar kemur að því að það þarf að greiða bætur. Það er mjög erfitt að finna út rétt verð landbúnaðarvara hér á landi, en það má ekki gleymast, að landbúnaðurinn greiðir að meðaltali yfir 30% toll af sínum aðföngum, en það er meira en sjávarútvegur og iðnaður gera. Það breytir samt ekki því að eftir að Norðmenn lokuðu á dilkakjötsinnflutn- ing til sín að mestu leyti verðum við að fara út í framleiðslubreytingu. Hún verður aftur á móti að taka tillit til landshátta og þar sem þrengst er í högum og fallþungi dilka er lítill verður fækkun sauðfjárins að eiga sér stað. Loðadýrarækt og fiskirækt eru þeir valkostir, sem við þurfum að taka upp í staðinn. Það er ekkert sem mælir gegn því að fara í mjög mikla loðdýrarækt hér á landi. Óhemjumagn er til af fóðri hér í landinu til þessara hluta og við höfum um alllangt tímabil flutt út refa- og minkafóður til annarra landa. Hér verður að standa skipulega að uppbyggingunni og sláturleyfishafar þyrftu að koma upp fóðureldhúsum til að nýta það hráefni, sem þeir hafa. Loðdýrabúin þurfa að vera það mörg, þar sem þau eru.að kostnaðurinn við fóðureldhús verði ekki of mikill. Það er ekki lausnin á þessu máli að dreifa loðdýraræktinni um allt. Þeir sem mæla gegn loðdýraræktinni og telja hana alltof áhættusama þurfa að benda á betri lausn til að verða teknir alvarlega. Verði farið út í fækkun á suðafé án aukningar framleiðslu á öðrum sviðum er það ákvörðun um að leggja sveitimar í eyði. Sumstaðar verður einnig að auka hina hefðbundnu landbúnaðarframleiðslu. Fiskeldi á einnig eftir að verða mikil búgrein hér á landi. Þar erum við að þreifa okkur áfram, en möguleikarir á því sviði em gífurlegir. Til þess að hafbeit á laxi get orðið örugg þarf að ná samkomulagi um bann eða miklar takmarkanir á laxveiði í sjó á Norður- Atlantshafi. Hér em svo miklir hags- munir í voði að flest annað sem við emm að gera em smámunir miðað við þá möguleika, sem liggja í hafbeitinni. Hreint fiskeldi í flotbúrum. vötnum. tjömum eða lónum á eftir að aukast vemlega núna á næstunni. Bændaskól- inn á Hólum hefur fengið það hlutverk að koma á framfæri þekkingu á sviði loðdýraræktar og fiskeldis og ég verð að segja, að það er mikið hlutverk. Stjórnarskrármálíð { stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar var gert ráð fyrir því að stjórnarskráin yrði endurskoðuð. Stefnt skyldi að því að þeirri endurskoðun yrði lokið það tímanlega, að Alþingi gæfist tími til að fjalla um málið á tveimur þingum. Þetta hefur nú farið á annan veg. Stjórnarskráin eru gmndvallarlög, sem stjórnskipunin hvílir á. Hún á að tryggja grundvallarmannréttindi. Á því sviði hefur löngum verið horft á hvem rétt hún tryggir minnihlutahópum. Hún á þannig að stuðla að þjóðarsátt. Nú fer ■ það ekki á milli mála að hér á landi er orðin mikil togstreita milli Stór-Reykja- víkur og landsbyggðarinnar. Á Stór- Reykjavíkursvæðinu kvarta menn und- an hlutfallslega minni áhrifum hvers einstaklings á kosningu til Alþingis. Á landsbyggðinni kvarta menn undan ójafnari framþróun landsins, er leitt hafi til ójafns framfærslukostnaðar og fólks- flutninga til Stór-Reykjavíkur. Bæði þessi atriði er hægt að tryggja til meiri jafnaðar innan stjórnarskrárinnar ef vilji er fyrir hendi. Það er aftur á móti að kasta stríðshanskanum, ef nú á aðeins að leysa kjördæmamálið en skilja önnur atriði stjórnarskrárinnar eftir nema það verði gert innan kosningalaganna. Þjóð- veldið með sitt þing á Þingvöllum byggði á hinum fomu fjórðungum, nokkuð jöfaum áhrifum þeirra. Lýðveldið ísland rauf ekki svo mjög hina fomu skiptingu þann- ig að engu ákveðnu svæði á íslandi væri fært að drottna yfir landinu. Á Alþingishús- inu má sjá tákn hinna fornu fjórðunga og skjaldarmerki lýðveldisins ber og þeirra tákn. Sú búseturöskun hefur orðið í landinu vegna mikillar miðstýr- ingar og erlendrar utanaðkomandi í- hlutunar, í heimsstyrjöldinni síðari, að meiri hluti íslendinga býr í suðvestur- homi þessa lands. Þannig má segja, að ef algjör jöfnun atkvæðaréttar í landinu kæmi til, sköp- uðust kaflaskil í sögu þjóðarinnar og Lýðveldið ísland liði undir lok en borgríkið Reykjavík taki við. Þá væri nauðsyn að fjarlægja merki fjórðung- anna af Þinghúsinu og einnig yrði að taka upp annað skjaldarmerki. Það væri þó aðalumhugsunarefnið hvaða afleiðingar það hefði í byggðalegu tilliti ef lands- byggðin yrði nokkurs konar nýlenda Reykjavíkur hvað valdaaðstöðu snertir. Nú er það svo að allir þingmenn þessarar þjóðar eru í reynd þingmenn allrar þjóðarinnar, en flestir þeirra þekkja tvö kjördæmi best, þ.e. það kjördæmið sem þeir em þingmenn fyrir og það kjördæmi sem þingið er haldið í. Það má því segja um Reykjavík, að sem höfuðborg erum við allir þjónar hennar. Stundum hefur það jafnvel valdið reiði hinna kjörnu fulltrúa Reykjavíkur, þegar þingmenn utan af landi hafa barist fyrir uppbygg- ingu stofnana í Reykjavík og má í því sambandi minnast Jónasar frá Hriflu og Sundhallarinnar í Reykjavík. Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki talið rétt að jafna til fulls kosningaréttinn í þessu landi vegna þeirrar tilfærslu valds, sem það hefði í för með sér. Það má ekki gleymast í þessari umræðu, að stjórnar- skráin á að stuðla að þjóðarsáttum. Hún á ekki að tryggja hnefarétt hins sterka. frímerkjasafnarinn ■ Finnsk merki þessa árs. NÝJUNGAR ■ Nýjar útgáfur eru margar nú á haustdögum. Sumarið er liðið og þá er eins og líf færist ekki aðeins með auknum krafti í starfsemi félaga frímerkjasafnara, heldur og ekki, síður í útgáfustarfsemi landa þeirra er frímerkin gefa út. í þessum og nokkrum fleiri þáttum mun reynt að gera nokkra grein fyrir útgáfustarf- semi þeirra þjoða sem mest er safnað. Sameinuðu þjóðirnar Þann 19. nóvember munu öll pósthús SÞ. gefa út tvö merki hvert, eða sex merki samtals. Myndefni þeirra er náttúruvernd. Auk þess hefur hvert einstakt merki sitt sér- staka myndefni. Eru þetta stílfærðar myndir af tegundum, sem eru í hættu. Skordýr, fiskar, fuglar, skriðdýr, spendýr og blóm. Merkin eru 26 x 36 mm að stærð og tökkuð 13 og 3/4. Þau eru teiknuð af Georg Hamori, sem er austurrískur. Prent- un annaðist Heraclio Fournier S.A., á Spáni. Þá verða frernskonar jarð- aprent á hverri örk, efst og neðst, á mismunandi tungumálum eftir útgáfulandi. Fyrstadagsstimplarnir verða einnig mismunandi að mynda- efni eftir löndum. Sama dag koma út fernskonar ársmöppur með merkjum S.Þ. út- gefnum á þessu ári. Það er ein mappa frá hverju útgáfulandi, U.S.A., Sviss og Austurríki, ennfremur Fánasam- staðan, sem gefin var út í New York. Kosta þær samtals 11 dollara og 77 sent. Útgáfuáætlun fyrir 1983 er svo eftir- farandi hjá S.Þ. 28. janúar: Fjarskiftaár. 18. mars. Öryggi til sjós. 22. apríl. Fæðuöflun. 6. júní. Viðskifti og þróun. 23. september. Fána samstæða. 18. nóvember. 35 ára afmæli mann- réttindayfirlýsingarinnar. Þá mun pósthús S.Þ. taka þátt í þremur frímerkjasýningum á næsta ári, þar sem notaður verður sérstakur stimpill pósthúss S.Þ. Finnland Þann 25. þ.m. gefur svo Finland út árssamstæðu sína fyrir þetta ár. Kemur hún til með að kosta 42.00 finnsk mörk. Auk þess er samstæðan frá síðasta ári einnig til sölu enn hjá finnsku póststjórninni og kostar 16.00 mörk. Á meðfylgjandi mynd getur að líta nokkur þeirra mynd- efna, er fylgja árssamstæðunni. ísland Þegar nú er farið að ræða árssam- stæður, þá er vert að geta þess að allt frá árinu 1973, hefir ísland gefið út sérprentaðar möppur fyrir útgáfur hvers árs. Þá hefir oftast gleymst, að 1971 og 1972 ársmöppur voru seldar á ISLANDIA 73, að vísu ekki sérprentaðar, en í plasti með merki póststjórnar. Var hægt að fá hvort árið fyrir sig í möppu fyrir þá sem, safna slíku, sem nauðsynlega þurfa að vera með í safninu. Því hafa ársmöppur hérlendis í raun verið gefnar út frá árinu 1971. Bláar plastmöppur með gyllingu fyrstu tvö árin, en svo sérprentaðar frá 1973. Þá er ekki langt síðan íslenska póststjórnin tók að gefa út svokölluð „Maximal" kort, eða kort með myndefni viðkomandi frímerkis, til að setja merkið á og fá það stimplað, síðan annaðhvort á útgáfudegi, eða við síðara tækifæri. Þessi kort geta ■ Ný merki S.Þ. verið skemmtileg út af fyrir sig. Mín skoðun er hinsvegar sú, að forðast beri svonalagað af ýmsum ástæðum. Þegar Maximalkortum er safnað, þarf myndefni kortsins, að vera sem líkast myndefni frímerkisins, ekki mynd af merkinu sjálfu. Sé gefinn út á frimerki hiuti listaverks, sbr. gáð til veðurs eftir Ásmund Sveinsson, þá á kortið að vera af listaverkinu í heild. Auk þess þarf stimplunin að eiga sér stað eins nálægt upprunastað verksins og hægt er, t.d. í Kleppsholti ef sama dæmi er tekið. Geysisfrímerki, límt á framhlið korts af einhverju Geysisgosi, og stimplað með gamla Haukdals, eða nýja Geysirstimplinum, uppfylli allar þessar kröfur. Það er fullkomið Maximal-(eða Maximum-) kort. Ekki myndi þá saka að það hefði verið póstsent til viðtakanda. Annað dæmi væri landslagsmynd úr alþingishátíðar samstæðunni, á framhlið korts með mynd af sama landslagi á Þingvöllum. Þetta merki væri svo stimplað með einhverjum þeirra stimpla, er teknir voru í notkun árið 1930 á Þingvöllum, eða síðar. Þetta kort uppfylli einnig skilyrði þess að heita Maximalkort. Annars vísa ég til þáttar um Filexfrance, sem verður hér í blað- inu. Þar verður m.a. rætt um nýjar sýningarreglur. Nú skyldi enginn halda að ég hafi tekið upp þá skoðun, að ætla að fara að segja mönnum til um hvernig eigi að safna. En það er sorglegt að sjá aila þá sem hafa safnað árum saman fyrstadagsbréfum og alls konar nýj- ungum, hafa jafnframt álitið að hér væri um góða fjárfestingu að ræða. Þegar svo þessir aðilar vilja selja og ætla að fá aftur spariféð sitt, fá þeir í besta lagi nafnverð frímerkjanna. í svona tilfellum tel ég þá er um frímerki skrifa, hafa skyldu til að. aðvara. Þetta er ekki gróðavegur. Það á ekki að hindra að þeir sem vilja safna svona ánægjunnar vegna, geri það. Cl Sigurður H. Þorsteinsson skrifar IS: í ■-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.