Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7-80-30 Varahlutir h Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag W .v HÖGGDEYFAR QJvarahlutir síZ Armiila 24 36510 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 ■ F.v. Hilmar Sigurðsson, Guðný Björk Eydal og Jón Halldór Jónasson. “ “ KODen Skátablaðið kemur út á nýjan leik: „NREYFINGUNA HEFUR LENGI VANTAÐ EJGK) MALGAGN ■ „Við teljum aö það hafí lengi bráðvantað vettvang fyrir skoðanaskipti uin málefni skáta, en útgáfustarf hefur verið í lágmarki hjá Bandalagi íslenskra skáta. Þess vegna höfum við ákveðið að vekja Skátablaöið aftur til iífsins, eftir 7 ára hlé á útkomu þess. Tímaritið ABC hefur að vísu verið titlað sem málgagn Bandalagsins, en okkar skoðun er sú að það hafi alls ekki risið undir því. Það má hins vegar ekki skilja okkur sem svo að útgáfa Skátablaðsins nú sé til höfuðs ABC.“ Það eru þrír aðstandendur Skáta- blaðsins sem hafa orðið, en ungt fólk innan skátahreyfingarinnar hefur nýver- ið stofnað hlutafélagið „Sólroðann,“ sem verður útgefandi blaðsins í nýrri mynd. Nýtt tölublað er komið út hið fyrsta eftir sjö ára hlé og annað er væntanlegt um miðjan desember. Við- mælendur okkar heita Jón Halldór Jónasson, Guðný Björk Eydal og Hilmar Sigurðsson. Hilmar er eini launaði starfsmaður blaðsins, en þau Guðný og Jón Halldór eru í ritnefnd. „Við fórum þess á leit við bandalag íslenskra skáta að það veitti okkur fjárstuðning, en við því var ekki talið kleyft að verða af fjárhagsástæðum. Þess vegna fórum við þá leið að stofna hlutafélag og hugmynd okkar er sú að það verði í eigu skátafélaganna og hjálparsveita skáta og við höfum boðið þessum aðilum hlutabréf til kaups. Hver árangurinn verður á svo eftir að koma í Ijós. Við sendum blaðið til um 4000' einstaklinga og bjóðum þeim áskrift, en við gerum ráð fyrir að við þurfum um 1000 áskriftir til að sleppa slétt út úr fyrirtækinu. Við stefnum að því að gefa blaðið út 6-8 sinnum á ári, en það fer auðvitað eftir undirtektum hjá skátum í landinu. Nú er þetta blað nokkuð veglegt að gerð. Hvað kostar þetta fyrsta tölublað? „Það kostar um 90 þúsund krónur og er gefið út í 5 þúsund eintökum. Við ætlum að reyna að halda blaðinu í því upplagi. Við fengum aðgang að félaga- skrám hjá Bandalagi íslenskra skáta og notuðum þær við að finna heimilisföng til að senda blaðið á. Það má kannske skjóta því inn til gamans að þegar við1 vorum að kanna þessar félagaskrár, þá komumst við að því að það að vera í skátastarfi virðist mjög bundið við ákveðnar fjölskyldur. Það er algengt að á sama heimilisfangi séu fleiri en einn skáti, mest fundum við 7 skáta innan sömu fjölskyldunnar." Hvað um efni blaðsins? Blaðið á að fjalla um skátastarfið frá öllum mögulegum sjónarhornum og birta efni fyrir alla aldursflokka. Við ætlumst til að blaðið verði gagnrýnið, bæði jákvætt og neikvætt, gagnrýni opinskátt það sem þykir miður fara og vekji athygli á því sem velergert. Fyrsta blaðið er kannske í þyngsta lagi, næsta tölublað verður mun léttara. Þar verðum við með ýmsar starfshugmyndir fyrir skátastarfið í öllum aldursflokkum, ýmis nýmæli sem menn eru að bræða með sér, greinar um skáta í öðrum löndum og fleira. Sem dæmi má nefifa að hugmynd- ir eru uppi um að afnema kynjaskipting- una í skátastarfinu, hafa pilta og stúlkur saman í flokkum allt frá byrjun. Hyggið þið á frekari útgáfustarfsemi, ef vel gengur með blaðið? „Það kemur vel til greina, það er þörf á ýmissi útgáfu sem nú er ekki sinnt. Þar má nefna handbók fyrir skáta, við höfum hug á danskri bók sem þarft og gaman væri að þýða og gefa út hér, það þarf að gefa út skátasöngva og þannig mætti áfram telja. En við sjáum til hvernig til tekst með blaðið. JGK fréttir Strandaði á ísafirði ■ Togarinn Siglfirðingur losnaði af eigin rammleik •af strandstað í innsigling- unni í ísafjarðarhöfn um miðnættið í fyrrinótt. Þá hafði togarinn staðið á' botni í tæpar tólf klukku- stundir, en hann strandaði laust eftir hádegið. Togarinn strandaði á grynningum fyrir innan innstu bauju í innsigling- unni. Þar er sandbotn og urðu því engar skemmdir á togaranum. Siglfirðingur er farinn til veiða. -Sjó Tíu ára stúlka beið bana í umferðarslysi ■ Hörmulegt banaslys varð í umferðinni á Akur- eyri um klukkan hálf níu á laugardagskvöld. Tíu ára gömul stúlka, Þórunn Lilja Kristjánsdóttir, Stapasíðu 20 á Akureyri, beið bana, þegar hörkuárekstur varð á Hörgárbraut, skammt frá Veganesti. Stúlkan var í LADA-bíl ásamt móður sinni og yngri systur og voru þær á leið suður Hörgárbrautina. Skömmu áður en kom að Veganesti rann bíll þeirra til á veginum og lenti þver á móti BMW-bíI sem kom úr gagnstæðri átt. Þórunn Lilja sat í framsæti bílsins, þeim megin sem BMW-inn lenti á honum. Hún var flutt á sjúkra- húsið á Akureyri en reynd- ist látin þegar þangað kom. Móðir hennar og systir svo og ökumaður BMW-bíls- ins voru einnig flutt á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekkert þeirra reyndist al- varlega slasað. Banaslys í umferðinni hér á landi eru nú alls orðin 24 á þessu ári, eða jafn mörg og þau voru allt árið í fyrra. -Sjó dropar Lopapeysan og franskbrauðið ■ Þá eru menn á sjónvarpi farnir ' að berja saman árvisst Áramóta- skaup. Andrés Indriðason, Auður Haralds og Þráinn Bertelsson hafa veg og vanda af „barsmíðinni" í ár og verður skaupið að þessu sinni í formi landkynningarmynd- ar um gamla klakann. Hafa höfundar þegar byrjað að viða að sér efni og auðvitað vildu þeir fyrst fá lopapeysuna góðu sem ung- meyjar Flugleiða klæddust í auglýsingunni góðu um dýrðir Bankok... nei fýrirgefið, Reykja- vikur. Eldd er enn vitað hvort lopapeysan er föl fyrir landkynn- ingarþátt sjónvarpsins, en sú sem prjónaði peysuna er íslensk kona, búsett í Svíþjóð. Annað aðalmálið sem notað verður í landkynningar- þáttinn eru náttúriega hin náttóru- miklu franskserðingarbrauð Hrafns Gunnlaugssonar, sem bökuð hafa verið í Félagsheimilinu og Jónas stýrimaður kannast litið við. Mannvits- brekkurnar á Mogganum ■ Dropum hlotnaðist sá heiður í Staksteinum Morgunblaðsins uni helgina, að vera viljandi eða óviljandi ruglaö saman við rit- stjórnargreinar Tímans. Lesend- ur Tímans vita betur. Hins vegar segir Staksteinagreinin nokkuð til um hvað augum Dropar eru litnir á þeim bæ. Varla er hægt að lítu efni greinarinnar á annan veg en scm tillögu um að hafa þar cndaskipti á hlutunum, nema aö um hina dæmigerðu Mogga- blaðamennsku sé að ræða þar sem staðreyndum er snúið við og einhverju slegið föstu sem enga stoð á sér í raunvcrulcikanum. Svartir sorgar- rammar fram- bjóðenda ■ En fyrst búið er að gera Staksteina að umræðuefni hér á þessum vettvangi, þá vakti það athygli Dropa að sama dag og minnst cr á Dropa-ritstjórnargrein Tímans er þátturinn umvafinn auglýsingum frá væntanlegum þingmönnum sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna fyrirhugaðs próf- kjörs næstu helgi. Það stingur í augun að utan um sumar aug- lýsingamar eru þykkur svartur sorgarrammi, svipaður þeim sem brúkaður er með jarðarfarar- auglýsingum. Hvort það gefur einhverja vísbendingu um hug Moggans til frambjóðendanna skal ósagt látið. Krummi ... ...sá í DV í gær að tveir íslendingar sem leika knattspyrnu með belgísku liði vom „í sviðsljósinu“ í leik um helgina. Annar þeirra var tekinn út af eftir 55 mín, en hinn 10 min síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.