Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.11.1982, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982 10 heim ilistim inn umsjón: B.St. og K.L. ■ Hér brá Sigurður sér í tvíhneppt gráröndótt jakkaföt. Við fötin fór hann í Ijósgráa skyrtu og setti á sig dökkrautt bindi og vasaklút í brjóstvasann. Leðurbuxur eru vinsælar, bæði á herra og dömur, leðurkápur, jakkar og blússur, og eins smávörur t.d. hálsbindi eru mikið notuð af báðum kynjum við skyrtur og blússur. ítalsk- ur Jakkar, hlússurT vesti og halsbindi Blaðamenn Heimilistímans hafa verið að svipast um í tískuverslunum borgarinnar að undanförnu. Þar er margt og breytilegt að sjá, og áreiðanlega geta allir fengið eitthvað við sitt hæfi, hvort heldur fólk vill hin venjulegu sígildu föt, eða það allranýjasta og mest áberandi. Við litum inn í Herraríki í Glæsibæ, og eins og nafnið bendir til er þar til sölu öll möguleg föt á karlmenn. Þarna sáum við mjög fallegar íslenskar peysur á aðeins 260 krónur, og danska prjónajakka á 490 krónur. Mikið úrval af nærfötum, skyrtum og skóm. íslenskir skór voru þarna frá 495 krónum og mikið úrval af hinum viðurkenndu Act-skóm. Tveir afgreiðslumenn, þeir Sigurður Am- órsson og Halldór Jóhannsson, bmgðu sér í leðurjakka og blússu, en'leðurfatnaður er afar mikið í tísku um þessar mundir. ■ Kertaljós á borðið og ítalskt rauðvín í glas með og kjöthakkið er orðið að hátíðamat. Kaldur pilsner er Uka sérlega góður með þessum rétti. Uppskrift úr bæklingi frá Tilraunaeldhúsi Mjólkur- samsölunnar: ■ Sigurður í Ijósgrárrí ítalskri leður- blússu úr geitarskinni, sem er sérstaklega mjúkt og fallegt. Verðið er 3990 kr. ■ Halldór í jakka úr antik-leðri. Jakk- inn er síður og með stórum vösum og belti. Tímamyndir G.E Vitið þið... - að smjör, sem nota á til steikningar, skal ávaUI setja á Italda pönnu? - að ost á ekld að bera fram beint úr kæli? - að undanrennu, léttmjólk, nýmjólk og ijóma má frysta, - þó ekki íengur en í 3 mánuði? - að þessar afurðir verða að þiðna í kali í u.þ.b. 24 Idst. fyrir notkun? - að þegar þeyta á rjóma, sem hefur verið frystur, þurfa fsnálarnar að vera enn í honum? - að frystur rjómi er einungis nolhæfur tii þeytingar og út í heita rétti? - að geriisneyddu vörumar eru stimpiað- ar með síðasta söludegi? Eftir þann dag ábyrgjast mjólkursamlögin óskert geymsluþoi í a.m.k. tvo daga, ef geymt er við 0-4 gráður. - áð lágmarksþörf fuilorðinna fyrir mjólk er 1/2 lítri daglega? - að unglingar á aldrinum 12-14 ára þarfnast eins lítra mjólkur dagl.? - að þegar aldurinn færist yfir eykst hættan á bcinþynningu. Vegna hins mikla kaUt- og próteininnihalds mjólkur og mjólkurafurða er neysla þeirra afar milálvæg fyrir eldra fóik? - að kjöt, sem er marinerað i jógúrt eða súnnjólk, verður sérlega meyrt og Ijúffengt? kjöt- réttur ■ í þennan kjötrétt þarf: 300 gr. nautahakk, 2 lauka, 3 msk smjör, 1 dl tómatsósu, 1 súputen- ing, 112 tsk salt, pipar, hvítlauks- duft, 1 tsk basilikum, V/2 msk smjör, 3 msk hveiti 4 dl mjólk, salt, pipar, 1 dl rifinn Goudaost 25%, 200 g makkarónur og 1 dl rifinn Goudaost til að strá yfir fatið. Sjóðið makkarónurnar í létt- söltu vatni. Saxið laukinn og brúnið hann ásamt kjöthakkinu í smjöri á pönnu. Blandið tómat- sósu saman við og kryddið. Sjóðið í 10-15 mín. Bræðið smjörið, hrœrið hveitið saman við og þynnið með mjólkinni. Sjóðið í 5 mín. og kryddið. Blandið ostinum saman við. Leggið helminginn af makka- rónunum í smurt eldfast mót, síðan kjötsósu og hvíta sósu, síðan aftur makkarónur, kjöt- sósu og hvíta sósu. Stráið 1 dl. af rifnum osti yfir. Bakið við 225-250° C í um 15 mín. Berið tómatsalat með. ■ Buxnapilsatískan er nú ríkjandi, og eru buxnapilsin í ýmsum síddum og efnum, eftir því hvort á að nota þau til vinnu eða sparí. Hér sjáum við finnskt buxnapils úr einlitu gráu efni og blússu við með pífum. Buxnapilsin fást bæði einlit og köflótt, - á verðinu 780-1080 kr. ■ Sléttir jersey-kjólar eru vinsælir, og hér sjáum við einn hvítan, en þeir eru til i fleirí litum og öllum stærðum frá 1380 kr. ■ Á háa og granna konu er þessi kvöldkjóll faUegur, hann er úr taftefni, en kvöldkjóla á konur sáum við þama bæði stutta og síða úr tafti, blúndu og flaueU (meðalverð um 1400 kr.) ■ Þýskt prjónasett, sem er vinsælt hjá ungum konum, og er hlýr og góður vetrarbúningur við ÖU möguleg tækifæri. Þessi prjónaföt kosta um 2300 krónur. (Tímamyndir: GE.) Bylgjuhreyfingar tfskunnar: Buxnapilsin einu sinni enn komin í sviðsljósiö ■ LjósmyndariogblaðamaðurHeimil- istímans „fóru í bæinn“ til að kynna sér hvað væri á markaðnum af fötum fyrir „ungar konur á öllum aldri“, eins og ljósmyndarinn orðaði það. Okkur varð litið inn í Verðlistann við Laugalæk, og þar voru einmitt konur á öllum aldri að skoða föt: kápur, kjóla, prjónuð sett, buxnapils, blússur o.fl.. Þar fréttum við að buxnapilsin væru mikið eftirsótt um þessar mundir, en buxnapilsatískan hefur alltaf verið að skjóta upp kollinum öðru hvoru síðustu áratugina. Nú eru mjög falleg buxnapils á markaðnum, sem líta út sem venjuleg pils við fyrstu sýn, en þykja sérlega þægileg, og sameina því kosti síðbuxna og pilsa. Til þess að gefa fólki sýnishom af því, sem þama var að sjá báðum við eina afgreiðsludömu að klæða sig í nokkur „dress" og sýna okkur. Hér sjáum við því sýnishorn af vetrartískunni fyrir konur á öllum aldri, eins og áður segir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.