Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 Alþingi fær nýtt sérfrædiálit frá Siguröi Líndal um bráðabirgðalögin: FULLAR VERÐBÆTUR FRA ÞEIM DEGI SEM LÖGIN ERU FELLD ■ „Það er mal mitt að brottfelling bráðabirgðalaganna feli í sér svo gagn- gera breytingu á þeim lagaákvæðum um verðbótahækkun launa sem kauplags- nefnd lagði til grundvallar við síðasta útreikning sinn að forsendur fyrir honum séu brostnar. Kauplagsnefnd eigi þá að reikna út verðbætur á laun að nýju og birta tilkynningar þar að lútandi. Þær greiðist síðan launþegum frá þeim degi sem lögin ganga úr gildi,“ segir m.a. í greinagerð prófessors Sigurðar Líndal sem hann vann að beiðni Ólafs Ragnars Grímssonar formanns fjárhags- og við- skiptanefndar sem bað hann að gera grein fyrir eftir hvaða reglum reikna ætti út verðbætur á laun, ef bráðabirgðalögin næðu ekki samþykki fyrir febrúar 1983. Jafnframt var Sigurður spurður þeirr- ar spurningar hvernig standa bæri að verðbótahækkunum launa næstu verð- bótatímabil ef bráðabirgðalögin giltu fram yfir 1. mars 1983. Sigurður lýsti þeim skilningi að orðalag ákvæðisins „að helmingur verðbótahækkunarinnar skuli felldur niður frá 1. desember 1982“, yrði ekki skilið á annan veg en þann að verðbótahækkanir skertust sem þessu næmi öll verðbótatímabil sem lögin héldu gildi. Greinir Sigurður frá því að sérfræðingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki viljað fallast á þessa túlkun sína og talið orðalagið hliðstætt því sem ávallt hefði skilist sem það tæki einungis til eins verðbótatímabils. Segir Sigurður að í þessu sambandi: „Ég tel því rétt að orða ákvæðið þannig að taki af öll hugsanleg tvímæli. Ella gæti hlotist af málarekstur þar sem enginn vissa væri fyrir því að skilningur sérfræðinga eða yfirlýsingar ráðherra fengju staðfestingu.“ -AB Þrennir jóla- ■ Jólatónlcikar Tónlistarskóia Rang- æinga vcrða þrennir í ár sem jafnari áður. Þeir fyrstu í Hábæjarkirkju í Þykkvabæ kl. 21 í kvöld, 2. í Stóradals-i kirkju kl. 16:00 á morgun og hinn 3. í Hallgrímskirkju 16. desember kl. 20.30. Á næsta ári fagnar skólinn sínu 25. starfsári. Af því tilefni verður haldin tónlistarhátíð fyrstu vikuna í janúar n.k., þar sem fram koma ýmsir þekktir listamenn auk fyrrverandi nemenda sem núeru í framhaldsnámi. ÞágafBarnakór Tónlistarskólans út hljómplötuna „Ég bíð eftir vori'' í tilefni afmælisins og fæst hún í öllum hljómplötuverslunum. Af um 3.500 íbúunt sýslunnar hafa 235 nemendur stundað nám í skólanum í vetur. -HEI 1 Gjöfín sem gefur aro Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti19, sími 91-26300 Ríkisstjórnin rædir prívatvið- ræður Alþýöubandalagsins vid stjórnarandstööuna um kjördæmamálið: pTEr ákaflega alvarlegt mál” — segir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra ■ „Við ræddum kjördæmamálið á ríkisstjórnarfundi í morgun, og ég beindi formlegri fyrírspurn til Alþýðubanda- lagsins, í framhaldi fréttar Tímans um kjördæmamálið í gær, hvort það væru í gangi formlegar viðræður á milli Alþýðu- bandalagsins og stjórnarandstöðu- i flokkanna tveggja um kjördæmamálið,“ sagði Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra í viðtali við Tímann í gær. I frétt Tímans, sem Tómas nefndi, var viðtal við Ólaf G. Einarsson, þar sem hann greindi frá viðræðum sínum við Ólaf Ragnar Grímsson og Kjartan Jóhannsson, uin kjördæmamálið. Kom fram í þessari frétt að allt virðist nú stefna í að meirihluti náist á Alþingi fyrir breytingum á stjórnarskránni og kosn- ingalögunum, sem varða kjördæmamál- ið, með þeim hætti að Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag nái samkomulagi um fjölgun þingmanna Ásmundur Sveinsson látinn ■ Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lést í gær eftir að hafa átt við mikla vanheilsu að stríða um langt skeið. Hann var fæddur árið 1893 að Kols- stöðum í Miðdölum í Dalasýslu. Ásm- undur stundaði nám í ntyndskurði í Reykjavík hjá Ríkharði Jónssyni mynd- höggvara, stundaði síðan framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1919-1920 og hjá Cark Milles í stokkhólmi 1920-1926. Árin 1926-1929 dvaldist hann í París. Að loknu námi flutti hann heim til Reykj- avíkur og starfaði þar að list sinni meðan kraftar entust. um þrjá, landskjör verði afnumið og fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi verði fyrirfram ákveðinn. „Formaður Alþýðubandalagsins svar- aði fyrirspurn minni á þá Ieið,“ sagði Tómas, „að ýmsir væru að tala við ýmsa, um þessi mál, en hann liti ekki svo á að formlegar viðræður væru í gangi á milli annarra en formanna allra stjórnmálaf- lokkanna. Það vakti athygli okkar ráðherra Framsóknarflokksins, að Svav- ar neitaði því ekki að viðræður væru í gangi á milli þessará þriggja manna og Framsóknarflokkurinn væri utan við þær umræður," sagði Tómas. Tómas sagði jafnframt.: „Við ráðherr- ar Framsóknarflokksins létum í Ijósi þá skoðun, að það væri ákaflega alvarlegt mál, ef einhver stjórnaraðilinn stæði í nánast formlegum viðræðum við stjórn- arandstöðuna um jafnþýðingarmikið mál og kjördæmamálið er." -AB LJOSMYNDIR HALLGRÍMS EINARSSONAR AKUREYRI í UPPHAFINÝRRAR ALDAR I þá daga hétu verslanir á Akureyri stórum nöfnum eins og HAMBORG, PARÍS og BERLÍN. í dag segja margir að KEA merkið sé einkenni Akureyrar. En þó verslanirnar hafi skipt um nöfn og liðin séu rúmlega fimmtíu ár síðan Hallgrímur Einarsson tók þessa Ijósmynd þekkjum við flest ef ekki öll myndefnið: horn Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis. Þessi mynd, sem tekin er úr grunni Hótel KEA árið 1931 er furðu lík því sem sjá má enn þann dag í dag á KEA-horninu. Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgum Akureyrarmyndum í bókinni AKUREYRI 1895-1930, bókinni þar sem saga höfuðstaðar Norðurlands í byrjun tuttugustu aldar birtist í listafallegum myndum á hverri síðu. Myndperlur Hallgríms Einarssonar eiga erindi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki - fallegum myndum - góðri bók - og sögu forfeðranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. Bókaútgáfan Hagall Bárugötu 11,101 Reykjavík sími 17450.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.