Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.12.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 10 Whm«n heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. ,, Ef ti r m iðdagskaff id gleymist í erlinum” ■ Að loknum erilssömum vinnudegi telur Þuríður ekki eftir sér að skjótast í líkamsrækt! Kannski öll vítamínin eigi sinn þátt í því, hvað hún er orkumikil!. (Tímamynd Ella) ■ Þuríður Magnúsdóttir er 44 ára, III. kand. í latínu og grísku og Vestfiröingur í húð og hár. Hún starfar sem forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins að Keldnaholti, en sú stofnun, sem er tiltölulega ný af nálinni, undirbýr og skipuleggur eftir- menntunarnámskeið fyrir starfsmenn í iðnaði. Þuríður býr með dóttur sinni, Rán, sem er tuttugu ára og að Ijúka stúdentsprófi þessa dagana. Þuríður segir hér frá föstudeg- inum 3. desember 1982. Ég létti mér raunir morgunsins með því að... Ég vakna í kolsvarta myrkri við það að dóttir mín brunar um íbúðina, skellir ísskápshurðinni og lætur fossa í baðkerið. Ilmur af hafragraut. Klukkan er fimm. Inn í syfjuvímuna seytlar aðdáun á afkvæmi mínu sem vaknar svo árla til að lesa undir próf og ég sofna á ný. Mér finnst ég naumast hafa fest blund og hún kemur og vekur mig. Þegar hún hefur þrítekið með nokkura mínútna millibili að nú verði ég að fara á fætur - og ég hef hugleitt málið vandlega - sé ég að það muni rétt vera og fer á fætur. Hárþvottur, andlitsþvottur, tann- burstun. Ilvar er hárþurrkan? Úti er myrkur, frost og snjór. Ég létti mér raunir morgundagsins með því að hugsa um dagana sem ég ætla að taka ntér frí fyrir jólin. Ég á nefnilega helminginneftirafsumarleyfinumínu. Yerð næstum örugglega eilíf og scnnilega almáttug að auki ef... Með hafragrautnum tíni ég upp í mig vítamínpillurnar: Super-A, sterk- ar B með ýmsurn númerum, járn hveitikímhylki o.s.frv., drekk glas af appelsínusafa með C-vítamíndufti út í a la Linus Pauling. Samkvæmt árciðan- legum upplýsingum verð ég næstum örugglega eilíf ef ég held þessum inntökum til streitu - og mjög senni- lega almáttug, svona sem aukaverkun. í þetta sinn hefst vinnudagurinn niðri í bæ en ckki hérna uppi á öræfum þar sem vinnustaður minn annars er. Ég fer á námsstefnu um viöhald og endurnýjun gamalla húsa og hlusta á Hörð Ágústsson flytja fróðlegan og áheyrilegan fyrirlestur um byggingar- sögu landsins. Aldrei hefur mér dottið í hug að Fríkirkjuvegur 11 væri Palladio-höll. Ég á myndabók um Palladio og ákveð að skoða hana þegar ég kcm hcim í kvöld. í kaffihléinu hitti ég fólk sem ég þekki og kannast við: Mjöll, vinkonu mína fornleifafræðing, og við ákveðum að hittast um helgina, arkitekt sem ég man ekki hvað heitir og hann man ekki heldur hvað ég heiti en við spjöllum saman um saineiginlegt áhugamál dálitla stund. Og þarna er Birgir bílamálari úr Keflavík, sem er bæði fallegur og skemmtilcgur maður. Og Eggert, granni minn. Höfum nóg fyrir framan hendurnar Eftir kaffi dríf ég mig upp í Keldnaholt. Stjórnarfundur á að vera kl. 12, en þegar ég fer að minna menn á hann kemur í Ijós að flestir vilja frestun þar til i næstu viku. Ég er hálffegin. Við þurfum að Ijúka ýmsurn verkefnum fyrir helgina og höfum nóg fyrir framan hendurnar. Það sem eftir er dagsins hjálpumst við Sigrún (hún er vinnufélagi minn og er sveitamaður eins og ég alin upp við kristilega samviskusemi eins og ég) að við að vélrita og ganga frá myndum í kennsluhefti fyrir iðnaðarsaum. Þetta á að nota á mánudaginn kemur svo að við erum í seinna lagi með fráganginn. Inn á milli pökkum við námsgögnum fyrir námskeið hjá Múrarafélagi Reykjavíkur sem á að byrja í fyrramál- ið. í hádeginu borða ég eina brauðsneið og lít í blað þeirra Kvennaframboðs- kvenna, „Veru“, og við konur á staðnum röbbum um innihaldið. Sím- inn glymur: Félag bifvélavirkja vill fá verð- lagningu á nýju suðunámskeiði, Ak- urnesingar vilja frá námskeið um bílarafmagn. Við skrifum út vitnis- burði unt þátttöku í námskeiðum þeim sem nýlokið eru, skrifum reikinga og gíróseðla. Eftirmiðdagskaffið gleymist í erlin- um, og uppúrfjögurförum viðíbæinn hlaðnar kössum og pinklum: Varasjóðurinn verður fyrir áfalli Námsgögn í nokkra staði og sýning- arvél til láns hjá múrurum. Vinnudeg- inum lýkur um sexleytið og þá þarf að kaupa í matinn. Rúmlega sjö dregst ég heim og sest niður og geri upp heftið mitt. Ég er búin að borga af lánunum, rafmagnið og hitann en síminn og kaupmaðurinn á horninu eru eftir. 453 krónur eftir í heftinu. Ekki dugir það til að borga það sem ógreitt er. Varasjóðurinn verður sýnilega fyrir einu áfallinu enn. Móðurbetrungur snjónum upp á Grensásveg. Á föstu- dagskvöldum eru fáar í æfingasal Orkubótar. Við gerum teygjuæfingar og hitum skrokkinn upp fyrir átökin. Eftir spyrnur og lyftingar í klukkutíma titrar hver taug og svitinn rennur niður bakið. Þegar ég kem heim er heimasætan komin og búin að sjóða mat. Við ræðum frammistöðu hennar í söguprófinu um morguninn og kom- umst að þeirri niðurstöðu að hún hefði getað verið verri. A.m.k. vissi hún hvenær þrjátíu ára stríðið hafði staðið yfir. Mikill móðurbetrungur er þessi unga kona. Á morgun er þýskupróf og ég „hjálpa" henni að lesa. Hjálpin fellst nær eingöngu í samúðarfullu augna- •ráði og samsinningu á athugasemdum um herfilega ókosti þessa óláns tungu- máls. Við drekkum tebolla og förum seint að sofa. Ég finn æfingagallann og ösla í Dagur í lífi Þurídar Magnúsdóttur, forstödumanns FMI „Negri á nærfötum“ ■ Eftirrétturinn ntcð þessu skrýtna nafni segir hefðarkona nokkur í Yorks- hire í Englandi að sé spari-búðingurinn á sínu hcimili, sem hún búi til, þegar hún hefur mest við. Uppskriftin er handa 6-8 manns, en svo er hægt að reikna út frá því, eftir því hversu margir eru í mat. Það sem þarf til aö búa til „negra á nærfötum" er: 60 g gróft hakkaðar möndlur 60 g flórsykur 360 g blokk-súkkulaði 1/8 I vatn 100 g ósaltað smjör Kóníak eða romrn eftir smekk (má sleppa) 1/4 1 þeytirjómi Til skreytingar: Svolítið af þeyttum rjóma og gróft saxað súkkulaði. Setjið sykur og möndlur í lítinn þykkan pott (eða á pönnu). Hitið hægt þangað til sykurinn er bráðinn, hrærið möndlunum hægt út í sykurinn, og látið þetta brúnast varlega. Hellið því síðan á smurðan bökunarpappír og látið kólna. Þegar sykurinn er harðnaður með möndlunum á að mylja hann með kökukefli. Gott er að setja aðra örk af bökunarpappír yfir, setja síðan allt í plastpoka og merja sykurinn þar í með kökukcflinu. Brjótið nú súkkulaðið í bita og setjið í pott með vatninu, bræðið það við lítinn hita, en hrærið vel í þar til súkkulaðið er orðið mjúk leðja. Bræðið smjörið og hrærið út í það súkkulaðisósunni. Síðan skal setja smátt og smátt út í sykur- og möndluhrönglið, sem var ntulið áður. Setjið nú koníakið eða rommið út í, ef á að nota það. Rjóminn, sem á ekki að vera fullþeyttur, er nú settur út í og hrærður hægt og varlega saman við. Þetta er nú sett í búðingsmót, sem áður hefur verið smurt lítillega með smjöri. Kælið nú í að minnsta kosti 3 klukkutíma, eða jafnvel yfir nótt. (Einnigmá frysta búðinginn). Þegar eftirrétturinn er borinn fram, er formið sett augnablik ofan í heitt vatn, en svo hvolft á fat. Því næst er búðingurinn skreyttur með þeyttum rjóma og söxuðu súkkulaði. Ef búðingurinn hefur verið frystur, þá á hann að þiðna áður en skreytingin er sett á. Geymist síðan á köldum stað þar til hann er framborinn. Kókossnittur Fljótbakað með sunnudagskaffinu ■ Með hálftíma fyrirvara er hægt að hafa á boðstólum Ijúffengar nýbakaðar kókos-snittur með kaffinu. Þetta er mjög hentugur bakstur, ef óvænta gesti ber að garði, eða heimilisfólkið langar í eitthvað gómsætt með kvöldkaffinu. Kakan er bökuð í ofnskúffu og skorin í hæfilega bita. í kökuna þarf: 2 eggjarauður 1 heilt egg 1 1/2 dl sykur 1 dl velgt smjör eða smjörlíki 2 dl hveiti 1 teskeið lyftiduft í kremið þarf: 2 eggjahvítur ldlsykur 2 dl kókosmjöl Þeytið eggjarauðurnar og heila eggið og sykurinn þar til það er orðið létt og Ijóst. Setjið linað (velgt) sjörlíkið útí og síðan hveitið blandað lyftiduftinu. Breiðið deigið út á ofnskúffu (smurða og með bökunarpappír) og bakið neðar- lega í ofninum í 15 mín. við 175-200 gr. C. Kremið: Þreytið eggjahvíturnar stífar og hrær- ið varlega saman við þær sykri og kókosmélinu. Breiðið þetta yfir hálf- bakaða kökuna og bakið svo 15 mín. í viðbót við 175 gr. C. Látið kökuna aðeins kólna og skerið svo í bita. Léttara er að skera í snyrtileg stykki ef hnífurinn er skolaður úr köldu vatni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.