Tíminn - 17.12.1982, Side 2
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982
KVENNAGULUD JUUO IGLESIASl
HEFUR EKKI FMD FYRIR KONUM
— en
hann
kvartar
ekki!
■ „Ég hef aldrei haldið
því fram, að ég hefði
bestu söngrödd í heimi,
en ég legg alla mína
tilfinningu á sönginn, og
það virðist hafa sitt að
segja“, sagði Julio Igles-
ias söngvari í blaðavitali.
Hann var spurður hvern-
ig honum líkaði að vera
svo eftirsóttur og dáður
af konum, og sagði þá:
„þetta hefur alltaf verið
svona, svo langt sem ég
man, að konur voru hrifn-
ar af mér, - og ég kvarta
ekki yfir því.“
„Julio, Julio,“ (Þið vitið
auðvitað, að þið eigið að
segja Hulio - með svolitlu
kokhljóði) hrópa konur á
öllum aldri þegar söngvarinn
kemur fram. Hann rennir flau-
els-brúnum augunum yfir hóp-
inn og syngur með sínum
heimsfræga „smjör-tenór“ og
áheyrendur bráðna af hrifn-
ingu.
Julio Iglesias er 38 ára
gamall Spánverji, fráskilinn og
á þrjú börn. Hann var frægur
fótboltamaður í sínu heima-
landi, en lagði þá íþrótt á
hilluna og söngurinn varð hans
atvinna þaðan í frá.
Vinsældir hans sem söngr
vara jukust hröðum skrefum á
Spáni, og síðan kynntust hinir
óteljandi ferðamenn þar í
landi, þessari sykursætu rödd,
úr útvarpinu eða af plötum þar
í landi, svo frægð hans barst
fljótt um Evrópu. Nú orðið á
hann hin íburðarmestu stórhýsi
viðs vegar um veröldina, svo
sem Madrid, Miami Beach og
á Tahiti, og flytur sig á milli
heimsálfa eftir geðþótta.
■ Sjaldan er tekin mynd af Julio Iglesias án þesss að fögur kona
sé honum við hlið. Þessi kom með honum fram í sjónvarpsþætti.
■ Candice Bergen, sem orðin
cr 34 ára, licfur loks fundið
þann eina rétta og vinir hennar
segja hana nýja og meira
heillandi persónu en nokkru
sinni fyrr. Eiginmaður Candice
er franski kvikmyndaleikstjór-
inn Louis Malle, sem er tólf
árum eldri en kona hans.
Þrátt fyrir að Candice, sem
nú vill láta kalla sig Candy hafi
verið eftirsótt allt frá 19 ára
aldri og síðar einnig Ijósmynd-
ari, hefur hún til þessa verið
fremur einmana. Ekki svo að
skilja, að hún hafi verið óvin-
sæl. Hún hefur notið aðdáunar
allra eftirsóttustu piparsveina
Hollywood. Má þar nefna nöfn
eins og Jack Nicholson, Ter-
ence Stamp, Warren Beatty,
Burt Reynolds, Terry Mclcher,
son Doris Day, kvikmynda-
framleiðandann Burt Schnei-
der og Henry Kissinger. En
enginn þeirra náði neinu tang-
arhaldi á Candy.
Það var ekki fyrr en Lois
kom á vettvang, að Candy fór
örlítið að bráðna. Hann tók
hana með trompi og sex mán-
uðum eftir að þau hittust í
fyrsta skipti voru þau harðgift.
' Nokkrum mánuðum eftir
brúðkaupið fór Candy til Ind-
lands að taka þátt í kvikmynd
um frelsishetju Indverja, Ma-
hatma Gandhi. Louis, sem
sjálfur hafði gcrt heimildamynd
um Indland 12 árum áður,
fylgdi konu sinni í ferðina og
notuðu þau tækifærið til að
ferðast um landið og kynnast
fólkinu. Þetta ferðalag varð
Candy endanleg sönnun þess,
að hún hefði valið sér réttan
lífsförunaut.
Louis notaði tækifærið og
heimsótti þær slóðir, sem hann
hafði dvalist mest á 12 árum
fyrr. Ekki gat hann merkt, að
mikið hefði breyst, að undan-
skildu því, að fókinu myndi
hafa fjölgað um helming. Þau
tóku þátt í lífi innfæddra,
neyttu sama matar og vatns án
allra varúðar- ráðstafana, sem
þeim hafði þó verið stranglega
ráðið frá, nutu lífsins með
fólkinu. Þeim varð ekki meint
af þessari óvarkárni sinni, en
Candy Bergen
fann þann
eina rétta
■ Loks tókst einum herran-
um að ná tangarhaldi á Candy.
Brúðkaup hennar og franska
kvikmyndaleikstjórans Louis
Malle fór fram í Suður-Frakk-
landi að viðstöddum vinum og
vandamönnum.
auðvitað voru þau ekki fyrr
sest upp í flugvélina á heimleið
en Candy veiktist og var lengi
að ná sér.
Sérstaklega minnisstæð er
Candy heimsókn í musteri í
norðurhluta landsins, sem hún
segir eitt hið elsta og fegursta
í heimi. Hún segist aldrei hafa
verið gripin eins sterkri tilfinn-
ingu og þar, né fundið annan
eins þef. Þau heimsóttu must-
erið á öllum tímum sólar-
hringsins og alltaf var eitthvað
um að vera þar. Eitt kvöldið
átti alla athygli þeirra vatns-
tankur, þar sem börn voru að
svamla um innan um rottur og
fisk. Þessi sjón var svo merki-
leg, að Candy rakst óvart á ffl,
sem hún hafði ekki einu sinni
tekið eftir, enda um smávaxna
skepnu að ræða, eins og við
vitum.
Að Indlandsförinni lokinni
settist Candy svo við skriftir,
en hún hafði hafið að rita
endurminningar sínar fyrir
fjórum árum. Þessi skrif
breyttust svo í það að verða
ævisaga föður hennar, Edgar
Bergen, en hann var frægur
búktalari og eftirlæti banda-
rískra barna um langan aldur.
Þessi bókarritun gefur Candy
tækifæri til að fylgjast með
manni sínum, þegar hann nú
heldur til vesturstrandarinnar
til að leikstýra kvikmynd, en
þau eru búsett í New York.
■ Vinir Candy segja hana
nýja manneskju eftir að hún
giftist Louis Malle
■ Glen Campbell hefur lítið
látið á sér bera, segja þeir í
Hollywood, síðan hið eldheita
ástarsamband hans og söng-
konunnar Tany Tucker leystist
upp með brauki og bramli.
Hann hefur verið önnum kaf-
inn við að koma fram í nýjum
útvarpsþætti, sem kallaður er
„Country CIose-Up“ og eins
og nafnið gefur til kynna flytur
aðallega bandaríska sveita-
músik (kántrí-lög). Líka hefur
Glen leikið og sungið inn á
plötur og verið að undirbúa
tónleikaför um Evrópu og
Suður-Afríku, svo það er ekki
að undra þótt hann hafi lítið
sést í samkvæmislífinu í Holly-
wood.
■ Glen Campbell með Kane,
13 ára syni sínum.
Söngvarinn Glen
Campbell og sonur
hans
Nú nýlega kom þó sveita-
söngvarinn á góðgerðaskemmt-
un þar í borg, og með honum
var 13 ára sonur hans, Kane að
nafni. Þá kom það á daginn,
að Glen Campbell á fimm börn
úr þremur hjónaböndum
sínum, sem öll hafa endað með
skilnaði.
Glen var hinn montnasti
með syninum, og þegar hann
var spurður um barnahópinn
sinn, sagði söngvarinn: „Við
gætum stofnað góðan kántrí
kvartett með undirleikurum,
börnin og ég, - og svo gætum
við líka orðið ágætt handbolta-
!ið.“
Glen vildi ekki svara spurn-
ingum blaðamanns um það,
hvort hann og nýja vinkona
hans hygðust ganga í hjóna-
band og bæta við barnahópinn.
„Það kemur allt á daginn
síðar,“ sagði hann og bætti svo
við að þau syngju saman róm-
antíska ástarsöngva og það
væri góð byrjun.
Kosinn Ijótasti
hundurinn
■ CHI-CHI, litli kínverski
hundurinn á myndinni geispar
bara af leiðindum. Hann hefur
lítinn áhuga á keppninni, sem
eigandi hans hefur farið með
hann í, en hún gekk út á það,
að velja „Ijótasta hundinn á
hundasýningunni". Það má
kannski segja, að það sé lítið
keppikefli fyrir einn hund að
fá þann titil, en titill er það
engu að síður - og CHI-CHI
vann i keppninni.
Eigandi hundsins heitir Bee-
zlev og á heima í Sunnyvale í
Kaliforníu. Hann lýsir hundin-
um sínum sem svo: „CHI-CHI
er eins og stórvaxin rotta með
indíána-klippingu!"