Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982
Dregið hefur verið í Jólagetraun Tímans og Einars Farestveit
& Co. h.f.
Sá heppni reyndist vera Jökull Sigurðsson, Vatni, Haukadal,
Dalasýslu og verður vinningurinn, sem er TOSHIBA
örbylgjuofn af gerðinni ER 672 Deltawave að verðmæti kr.
9.200 - afhentur þegar vinningshafi hefur tækifæri til að taka
á móti honum.
Dregið í Jólagetraun
Eygló Stefánsdóttir starfsstúlka á Tímanum hefur dregið getraunaseðla
Jökuls úr kassanum og reyndust þeir allir réttir.
Góðar fréttir fyrir gamla og nýja áskrifendur Tímans:
Síminn er 8 63 00
fréttir
Bóksölukönnun útgefenda:
ENN ER KRIST-
JÁN NÚMER EIH
Bréfin hans Þórbergs komin í
6. sætið
■ Enn eru það sömu bækurnar sem
skipa tvö efstu sætin í bóksölukönnun
Félags ísl. bókaútgefenda, sem nú er birt
í þriðja sinn, en það eru Æviminningar
Kristjáns Sveinssonar og Dauðafljótið.
Könnun bóksalanna var gerð sl. þriðju-
dag, og að þessu sinni tóku 17 verslanir
þátt í henni. Listi bókaútgefenda er
eftirfarandi, og í svigum er sætið í
síðustu könnun: 1. (1) Æviminningar
Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, Gylfi
Gröndal skráði (Setberg) 2. (2) Dauða-
fljótið eftir Alistair Maclean (Iðunn)
3.-4. (3) Jólalögin í léttum útsetningum
fyrir píanó eftir Jón Þórarinsson, 3.-4.
(4) Persónur og leikendur eftir Pétur
Gunnarsson (Punktar) 5. (8) Hverju
svarar læknirinn? eftir Claire Rayner,
Bertil Mártensson og Guðstein Þengils-
son (Iðunn) 6. Bréfin hans Þórbergs.
Hjörtur Pálsson sá um útgáfuna (Vaka).
Var ekki á lista síðast. 7. (6) Landið þitt,
ísland eftir Þorstein Jósepsson, Steindór
Steindórsson og Pál Líndal. 3. bindi.
(Örn og Örlygur) 8. (5) Riddarar
hringstigans eftir Einar Má Guðmunds-
son (AB) 9. Borgfirsk blanda, safnað
hefur Bragi Þórðarson. 6. bindi (Hörpu-
útgáfan) Var ekki á síðasta lista. 10.
Albert. Gunnar Gunnarsson skráði
(Setberg). Var ekki á síðasta lista.
Fimm efstu bækurnar á lista vfir
barna-og unglingabækur eru: 1.(4)
Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson
(Vaka) 2. (1) 555 gátur. Sigurveig
Jónsdóttir þýddi og staðfærði (Vaka) 3.
(2)Svalur og félagar: Móri eftir Fournier
(Iðunn) 4. (3) Lukku Láki: Sara bein-
harða eftir Morris, Fauche og Leturgie
(Fjölvi) 5. Leikir fyrir alla. Sigurður
Helgason þýddi og staðfærði (Vaka) Var
ekki á lista síðast.
Bætur almanna-
trygginga hækka
■ Tekjutrygging hækkar um 2.68%
frá 1. jan. næstkomandi, samkvæmt
reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur
gefið út.
Þá hækkar heimilisuppbót um 4.5%
og er gert ráð fyrir því að vasapeningar
hækki að sama skapi. Þessir bótaflokkar
skerðast ekki þrátt fyrir ákvæði bráða-
birgðalaganna.
Ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilis-
uppbót var 1. des. kr. 6.106 og hækkar
1. jan. í kr. 6.274, eða 2.75%
Annar lífeyrir hækkar, frá því sem nú
er um 2.1%
■ N.k. sunnudag verður bamaföndur
á prestsetrinu á Möðruvöllum fyrir öll
börn prestakallsins. Þar munu börnin
búa til jólaskraut, sem þau ætla síðan að
færa dvalargestum á Elliheimilinu í
Skjaldarvík fyrir jólin. Föndrið hefst kl.
13.30 og stendur til kl.16. Foreldrar
munu aðstoða börnin.
Um kvöldið verður aðventukvöld í
Möðruvallakirkju og byrjar það kl.21.
Félagar í Æskulýðsfélagi prestakallsins
munu sjá að mestu um undirbúning.
Sungin verða jólalög, lesin jólasaga og
Möðruvallaklaustursprestakall:
Guðsþjonustur
um jól og áramót
flutt jólakvæði. Magnús Aðalbjörnsson
yfirkennari á Akureyri flytur ræðu, en
aðventukvöldinu lýkur með ljósahelgi-
leik undir stjórn sóknarprestsins sr.
Péturs Þórarinssonar. Organleikari
verður Birgir Helgason.
Guðsþjónustur í prestakallinu um jól
og áramót verða sem hér segir:
Aðfangadagur jóla:
Aftansöngur í Skjaldarvík kl.16.
Hátíðarguðsþjónusta í Glæsibæjar-
kirkju kl. 14.
Annardagur jóla:
Hátíðarguðsþjónusta í Bakkakirkju
kl.14
Gamlaársdagur:
Aftansöngur í Skjaldarvík kl. 16.
Nýársdagur:
Hátíðarguðsþjónusta í Bægisárkirkju
kl. 14.
Jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta í Möðruvalla-
kirkju kl. 11.
2.janúar (annar í nýári):
Hátíðarguðsþjónusta í Möðruvalla-
kirkju kl. 14.
ÞORSKVEIÐIBANN
AÐ HEFJAST
■ Þorskveiðibann hefst á miðnætti 20.
desember nk. og tekur bann þetta til
allra annaFa en þeirra sem falla undir
„skrapdagakerfið',' Á timabilinu 20.-31.
desember eru allar netaveiðar óheimilar,
en hlutur þorsks í afla báta, sem veiðar
studna með öðrum veiðarfærum, má
ekki nema meiru en 15% af afla hverrar
veiðiferðar.
Jafnframt hefur ráðuneytið gefið út
reglugerð og eru samkvæmt henni allar
þorskveiðar í net bannaðar frá 1. janúar
til og með 15. janúar 1983. Á þeim tíma,
sem þorskveiðar eru bannaðar í net, má
hlutur þorsks í heildarafla hverrar
veiðiferðar netabáts ekki nema meiru en
20%