Tíminn - 17.12.1982, Síða 7

Tíminn - 17.12.1982, Síða 7
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 7 erlent yfirlit Skæruverkföll gerast algeng í Hollandi Verið er að mótmæla efnahagsaðgerðum ■ ÞEIR, sem leggja leið sína til Hollands um þessar mundir geta átt von á smávegis truflun vegna skæruverkfalla. Þessar truflanir verða þó aldrei veru- legar, því að verkfallsaðgerðum hefur verið hagað þannig, að þær standa oftast ekki nema í einn dag eða jafnvel hálfan dag og eru jafnan staðbundnar við vissar borgir eða landshluta, en ná ekki til landsins ails. Orsök þessara verkfalla er sú, að verkalýðshreyfingin er að mótmæla efnahagsaðgerðum, sem hin nýja stjórn Hollands boðaði nokkru fyrir síðustu mánaðamót. Megintakmark þessara efnahagsað- gerða er að draga úr halla á ríkisrekstrin- um. Áætlun hefur verið gerð um að minnka hallann í áföngum á næstu fjórum árum. Samkvæmt þeim þætti áætlunarinnar, sem nær til næsta árs (1983), eiga laun opinberra starfsmanna að vera óbreytt og gildir sama um greiðslur til lífeyris- þega. Stefnt er vitanlega að því, að sams konar launafrysting nái til annarra launþega. Það er þessum þætti áætlunarinnar, sem verkalýðssamtökin eru fyrst og fremst að mótmæla með skæruverk- föllum. Verkalýðssamtökin halda því fram, ■ Van Agt (til hægri) hefur lagt stjórnartaumana í hendur Lubbers. að þetta leiði ekki aðeins til kjaraskerð- ingar, heldur einnig til aukins atvinnu- leysis, en atvinnuleysi er nú mikið í Hollandi og fer vaxandi. Samkvæmt opinberum skýrslum eru um 12% vinnufærra manna atvinnulaus í Hollandi eða um 500 þús. manns. Gizkað er hins vegar á, að atvinnuleys- ingjar séu í raun helmingi fleiri eða næstum ein milljón. íbúar Hollands eru 14.3 millj. Ríkisstjórnin heldur því fram, að þessar sparnaðarráðstafanir muni ekki auka atvinnuleysi, heldur hamli þær frekar gegn vexti þess. Þær muni draga úr verðbólgunni, sem var um 6.6% á árunum 1980-1981, en síðan hefur hún heldur aukizt. Minni verðbólga muni styrkja samkeppnisstöðu atvinnuveg- anna og örva útflutninginn. Talsmenn verkalýðsfélaganna halda því hins vegar fram, að kaupmáttarrýrn- un muni draga úr eftirspurn og auka samdrátt og atvinnuleysi á þann hátt. HIN NÝJA ríkisstjórn kom til valda nokkru eftir þingkosningarnar í septem- ber, en þing hafði verið rofið sökum ósamkomulags í fráfarandi stjórn um efnahagsmálin. Verkamannaflokkurinn hafði farið með stjórn um alllangt skeið, unz hann missti stjórnarforustuna eftir þingkosn- ingarnar 1977. Þá tók við ríkisstjórn Kristilega flokksins og Frjálslynda flokksins, sem er íhaldsflokkur landsins, en frekar ber að skilgreina Kristilega flokkinn sem miðflokk. Þessir flokkar fengu tæpan þingmeirihluta í kosningun- um 1977, sem stafaði af tapi annarra flokka en Verkamannaflokksins, sem þá bætti við sig 10 þingsætum. Stjórnarandstaðan reyndist Verka- mannaflokknum hins vegar ekki sigur- sæl. í þingkosningum, sem fóru fram í maí 1981, tapaði hann þeim 10 þingsæt- um, sem hann hafði bætt við sig 1977. En stjórnarflokkarnir misstu þá einnig þingmeirihluta sinn. Orsök þessara úrslita voru þau, að vinstri sinnaður miðflokkur, 66-flokkur- inn vann mikinn sigur og tók þingsæti af öllum stóru flokkunum. Flokkurinn dregur nafn sitt af því, að hann var stofnaður 1966. Eftir þingkosningarnar í maí 1981 hófst löng stjómarkreppa, en henni lauk með því, að Kristilegi flokkurinn, sem ■ Joop den Uyl, foringi Verkamanna- flokksins, berst gegn eldflaugunum. hafði þá flest þingsæti, myndaði sam- steypustjórn með Verkamannaflokkn- um og 66-flokknum. Samvinna þessara flokka rofnaði síðastliðið sumar og var því ákveðið að efna til þingkosninganna í september. Úrslit þessara kosninga urðu þau, að 66-flokkurinn beið mikinn ósigur, fékk aðeins 6 þingmenn í stað 17 áður. Frjálslyndi flokkurinn hafði hins vegar grætt á stjórnarandstöðunni og bætti við sig 10 þingsætum. Hann fékk alls 36 þingsæti. Verkamannaflokkurinn náði því að verða stærsti þingflokkurinn. Hann bætti við sig þremur þingsætum og fékk 47 þingsæti. Kristilegi flokkurinn tapaði þremur þingsætum og fékk alls 45 þingsæti. Atján þingsæti skiptust milli margra smáflokka. Þessi úrslit höfðu þá breytingu í för með sér, að Kristilegi flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfðu fengið meirihluta á þingi eða 81, en alls eru þingmenn 150. Niðurstaðan varð þvi sú eftir alllangt þóf, að þessir tveir flokkar mynduðu stjórn saman. ÞAÐ gerðist í sambandi við þessa stjórnarmyndun, að foringi Kristilega flokksins, Dries Van Agt, dró sig í hlé, en hann hafði verið forsætisráðherra síðan 1977. Eftirmaður hans sem foringi flokksins og forsætisráðherra er Ruud Lubbers, 44 ára gamall. Hann er lærður hagfræð; ingur og hefur fengizt við atvinnurekst- ur, en samt verið talinn í vinstri armi flokksins. Foringi Frjálslynda flokksins og annar aðalmaður nýju ríkisstjórnarinnar er Ed Nijhels. Hann er 32 ára gamall eða 12 árum yngri en Lubbers. Hann veitti flokknum forustu í þingkosningunum nú og þótti standa sig vel. Það mun ekki hafa gerzt áður, að svo ungir menn veldust til aðalforustu í stjórnmálum Hollands. Sumir draga í efa, að þeim Lubbers og Nijhels gangi vel samvinnan, því að sá síðarnefndi er talinn mun meiri frjálshyggjumaður, ef rétt er að nota þetta orð í þessu sambandi. Lubbers á meira á hættu, ef stjórnin þykir mjög íhaldssöm, því að Kristilegi flokkurinn getur þá misst vinstra fylgið. Utanríkismálin geta ltka orðið ásteyt- ingarsteinn. Samkvæmt eldflaugaáætlun Nató, eiga allmargar eldflaugar að vera staðsettar í Hollandi, ef ekki næst samkomulag við Rússa um þessi mál. Nýja stjórnin hefur lýst yfir því, að hún muni standa við þessa áætlun, en þó ráðgast við þingið áður en endanlega verður gengið frá málinu. Nokkrir þingmenn Kristilega flokks- ins eru taldir staðsetningu eldflauganna andstæðir, og Lubbers hefur verið talinn standa nærri þeim. Honum getur því reynzt erfitt að koma eldflaugaáætlun- inni í höfn. Það bætir ekki úr skák, að Verka- mannaflokkurinn hefur nú snúizt ákveð- ið gegn áætluninni. Þórarinn Þórarinsson, ritstjórí, skrifar íslandsráóherrann, sem fór í tugthúsiö var ALBERTI! Haustið 1908, tveim dögum áður en Islendingar gengu til kosninga um „uppkastið" fræga, urðu tiðindin um örlög Albertis fyrrum Islands- ráðherra að stórkostlegri kosningasprengju hér á landi. Þá barst hingað sú frétt að Alberti hefði gefið sig fram við lögregluna í Kaupmannahöfn fyrir fjársvik og skjalafals, en í hans hlut hafði fallið að veita Islendingum heimastjórn 1904 og hann haft úrslitaáhrif á með hvaða hætti það gerðist og hver valdist til forustu úr hópi Islenskra stjórnmálamanna þegar Hannes Hafstein varð ráðherra. föLAlNUbr-lAtlncnHAlNlN I lUUIHUblU eftir Jón Sigurðsson skólastjóra I Bifröst. Bökaúfgáfa /V1ENNING4RSJÓÐS Skálholtsstlg 7 - Reykjavlk / ;.;|í / f' Bilaleigan\§ CAR RENTAL ^ 4^ 29090 S25SS! REYHJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 Bókin er 428 blaðsíður í vönduðu bandi. * . I henni eru 20 kaflar, teikningar og kort Fæst hjá bóksölum um land allt Dreifing í síma 85088 ISLAM svipur londs og þjóöar í máli og myndum eftir Hjálmar R. Báröarsoru

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.