Tíminn - 17.12.1982, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982
heimilistíminn
umsjón: B.St. og K.L.
■ Pétur Bjarnason er fæddur á
Bíldudal, 1941, ólst upp á Tálknafirði,
kennari síðan 1964, þar af skólastjóri
á Bíldudal í tíu ár, en þar var hann
jafnframt oddviti hreppsnefndar í
fjögur ár og vasaðist í mörgu. Er nú
skólastjóri Varmárskóla í Mosfells-
sveit og situr þar einnig í hreppsnefnd.
Kl. 7.20. Eg rumska, rýk framúr og
uppgötva að kerfið hefur brugðist mér
rétt einu sinni enn og ég er orðinn í
seinna lagi. „Kerfið" er fólgið í því að
ég hef að jafnaði tvær vekjaraklukkur,
þegar sú fyrri hringir stoppa ég hana
og dorma síðan í nokkrar mínútur, þar
til hin síðari hrekur mig framúr. En
hún liggur sem sé á hliðinni og glottir
framan í mig, hefur stoppað um
þrjúleytið. Þá er að ýta við konunni og
krökkunum tveimur, haska sér í fötin
og drífa sig. Síminn hringir, það er
nágrannakonan sem vinnur með kon-
unni minni, hafði séð að ljós voru upp
með seinna móti. Ég nota tækifærið og
panta far fyrir konuna í vinnuna, hún
hafði fallist á það að lána mér bílinn í
dag, ég þarf að skreppa í bæinn. Lánið
er samt með okkur, krakkarnir þurfa
ekki að mæta fyrr en undir níu í
skólann, svo þau hafa nógan tíma.
Ég næ að skófla úr einni dós af
jógúrt en verð að sleppa því að lesa
Tímann, það bíður þá kvöldsins -
vonandi.
Leikhúsumræður á
kennarastofunni
Ég hef það af að mæta á réttum
tíma, enda stutt að fara . Dagurinn
þar byrjar síðan með kaffibolla ásamt
samloku, með kæfu að þessu sinni. Á
kennarastofunni ræðum við leikhús-
ferðina í gærkvöldi. Við fórum í gamla
góða Iðnó og sáum Skilnað, eftir
Kjartan Ragnarsson. Almennt eru
menn afar ánægðir með kvöldið, þótt
sitt sýnist hverjum um einstök atriði.
Það er hressandi og gaman að kynnast
Iðnó sem hringleikahúsi, að fornum
sið, kannske smærra þó en flest þeirra
voru.
Fimmtudagur er kennsludagurinn
minn, svo • framundan eru annir af
þeim sökum, en einnig sú notalega
Pétur Bjarnason í heimsókn á Tímanum.
(Tímamynd Róbert)
að hér sit ég kófsveittur og skrifa. Eins
og venj ulega kann ég ekki að segj a nei.
Ég ofmetnast þó engan veginn út af
þessu, því af málsatvikum þóttist ég
sjá að val hennar á mér í þetta hlutverk
flokkast undir neyðarúrræði.
Klukkan 17.00 er ég mættur suður í
Hamraborg í Kópavogi og sit þar fund
í stjórn SSH, sem útleggst Samtök
Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.
Það eru samtök, sem eru enn fremur
ung en þeirra bíður að líkindum mikið
hlutverk. Nóg um það.
Það á að verða kvöldvaka hjá fjórða
bekk og ég hafði lofað einni kennslu-
konunni - kennaranum - ég biðst
afsökunar - að leysa hana af með
bekkinn, hún var bundin í stórafmæli
einhvers staðar. Mér léttir eftir því
sem fundurinn dregst á langinn yfirþví
að hafa leyst þetta mál með því að fá
annan kennara í minn stað til að vera
með krökkunum.
Ég er þó kominn heim um hálfátta
og meðan beðið er eftir mat förum við
Bjarni, strákurinn minn, þrettán ára,
í heita pottinn. Víð tökum með okkur
stóran þvottabala og setjum hann
fullan af vatni á stéttina við hliðina á
pottinum. Þangað nörrum við hvolp-
inn Bangsa, sem er aðeins þriggja
mánaða gamall og dembum honum
ofan í balann ásamt einu glasi af
hvolpasjampó - Tearless, stendur á
miðanum. Hvolpurinn grætur þurrum
tárum yfir meðferðinnni, fær þó sitt
bað, en sleppur nýskolaður inn í stofu
og velur þann staðinn helst af öllum til
þess að hrista sig. Er samt hinn
hressasti á eftir. Lára, bráðum fímmt-
án situr við ritvélina og hreinskrifar
ritgerð um steinöldina og gefur sig
ekki að ærilátum okkar hinna.
Rjúkandi pizzan bíður á borðinu
eftir baðið og allir taka vel til matar
síns.
Eftir mat fer ég niður í skóla. Þar
er mikið um að vera eins og oft á
kvöldin, um eitt hundrað tíu ára
krakkar eru búnir að vera í stofum
sínum með skemmtiatriði og teknir til
við diskódans af miklum móði í nýjum
samkomusal á efstu hæðinni. Frí-
stundamálarar stunda sína iðju af
innlifun í teiknistofunni. Álafosskór-
í mörg hom að líta á
löngum vinnudegi
kennd sem fylgir því að vera í
skólastofu með krökkunum. í þessum
skóla eru um 620 börn og kennslu-
skylda mín er því lítil, 5 stundir á viku.
Ég vorkenni stundum krakkagreyjun-
um, sem lenda í því að skólastjórinn
kennir þeim, þau fá oft nokkuð
slitróttar kennslustundir vegna frátafa
ýmislegra. Ljósritinn er að angra mig,
hann skilar öðru hverju blaði hálfu
svörtu, hér var þó viðgerðarmaður í
fyrradag, það er hringt í hann og hann
lofar skjótum viðbrögðum. Þeir mega
eiga það hjá Skrifstofuvélum, þeir
standa nokk við slíkt. Ég nota tækifær-
ið og bið þá að senda mér upplýsingar
um nýjar vélar og hringi á þrjá aðra
staði í sömu erindum til að fá
samanburð.
Agamál rædd - á breiðum
grundvelli
Eðlisfræðitfminn er að byrja, einn
kennarinn kemur stormandi inn til mín
og ber fram kvartanir vegna yfirgangs
nokkurra nemenda í næstu stofu, ég
lofa að athuga málið og mér verður
hugsað til nemenda minna. Við förum
síðan að bjástra með rafhlöður og
perur, víra og klemmur og búum til
breytileg viðnám úr saltlausn og kopar-
súlfatlausn, sem litar alla fingur á mér
blágræna.
Ég stel korteri aftan af seinni
tímanum þeirra til þess að bjóða
tveimur ungum mönnum upp á einka-
viðtal á skrifstofu minni. Við ræðum
agamál á breiðum grundvelli eins og
gjarnan er sagt, skiptumst á ólíkum
skoðunum í málinu, sammála um
sumt, annað síður, skiljumst síðan og
ætlum að hugsa málin vandlega.
Ýsan í hádeginu bragðast stórvel,
eins og allt sem Unnur matráðskonan
okkar fer um höndum, hún er snill-
ingur, minnst það, ég á ekki stærri orð
í bili. Hennar vegna langar mig alltaf
til að fitna svona ofboð lítið, þó ekki
væri nema til þess að geta sýnt það í
verki hvað ég kann vel að meta list
hennar. Það gerist þó ekki, minn
þyngdarmunur milli árstíða mælist í
grömmum og er lítt sýnilegur.
Ég næ tæpum tíu mínútum í mat,
það er hringt vegna skólabílanna og
kvartað. Ég lofa að koma því á
framfæri við rétta aðila og fer aftur að
kenna eðlisfræði. Aðstæður eru betri,
því Birgir yfirkennari er ekki að kenna
og tekur við því sem berst af bráðum
úrlausnarefnum, en þau eru mörg og
stór á sína vísu.
Eðlisfræðitíminn gengur vel fyrir sig
og ég bæti meira af blágrænu kopar-
súlfati á fingurgómana.
Ritarinn með bros á vör
- og bunka af skilaboðum
Guðrún, ritarinn minn tekur á móti
mér með bros á vör og bunka af
skilaboðum þegar ég kem niður.
Guðrún brosir alltaf á hverju sem
gengur, þótt þrjátíu kennarar og sex
hundruð og tuttugu nemendur eigi
stöðugt við hana erindi og kvabb.
Guðrún á alltaf tíma til að brosa fyrir
alla. Það er henni að þakka, að streita
er bara eitthvað sem við á þessum
vinnustað lesum um í blöðunum, en
þekkjum ekki annars. (Þetta væri
kannske rétt að setja innan gæsa -
lappa).
Formaður leikfélagsins hringir í mig
og minnir mig á það að ég, sem
fréttaritari útvarpsins hafði lofað að
senda pistil af menningarmálum hér í
sveit og þar með geta leikfélagsins og
Galdrakarlsins í Oz. Ég reyni að stela
mínútum í þetta og hringi niður í
útvarp. Þar er fúslega tekið við
fréttaefni og ég er ávítaður fyrir
ótilhlýðilega leti við það að senda slíka
pistla, strákur skammast sín og lofar
bót og betrun.
Grímur í Byko hringirogminnir mig
á að ég er í uppstillingarnefnd fyrir
prófkjör framsóknarmanna í Reykja-
neskjördæmi og boðar mig á fund
klukkan átta annað kvöld. Það slapp,
því sveitarstjóri var nýbúinn að boða
aukafund í hreppsnefnd klukkan
fimm, lofaði að hann yrði ekki iangur.
Klukkan er orðin þrjú, það er að
smáhljóðna yfir skólanum, aðeins
yngstu krakkarnir eftir. Formaður
skólanefndar kemur með unga og
fallega stúlku, kynnir hana fyrir mér,
segir þetta gamlan nemanda sinn sem
eigi við mig erindi, fer síðan. Stúlkan
vill selja mér dagatöl, skilur eftir
fallegt nafnspjald, soðið í plast, tvö
sýnishorn og kveður.
... þess vegna sit ég hér
kófsveittur og skrifa
Ég var búinn að lofa að fara niður
á Tíma um fjögur leytið og setja texta
við myndir úr för okkar Auðuns Braga
ásamt fleirum til Þýskalands í haust.
Auðunn hefur sett saman rollu langa
um för þessa og vill nú hafa myndir
með.
Sem ég sit við ritvél þarna niður frá
heyri ég að blaðamaður að baki mér
fær þá hugmynd, sem er þess valdandi
inn er nýfarinn og í kjallaranum er
jöfnum höndum leikinn borðtennis,
beatmusik og blástur í hinar fjölbreyti
legustu gerðir lúðra, því þar er
skólahljómsveit Mosfellssveitar til
húsa undir röggsamlegri stjórn Birgis
Sveinssonar.
Á daginn heyri ég oft hér á
skrifstofunni minni, sem er á miðhæð
hljóma samtímis: „Bjart er yfir Betl-
ehem“, af efstu. hæðinni, sem er
tónmenntastofa jafnframt því að vera
samkomusalur og frá neðstu hæðinni
er blásið: „Frá ljósanna hásal". Ég er
orðinn vel informeraður í músik og
sæki mig fremur en hitt.
Þessi dagur er að kvöldi kominn.
Klukkan er að verða ellefu, krakkarnir
eru hætt að dansa, það er að hljóðna
yfir byggingunni.
Senn loka ég ritvélinni, slekk ljósin
og held heim. Dæmigerður dagur í lífi
mínu? Líklega, svona að vetri til, það
eru eilíf tilbrigði við þetta stef en
ævinlega er nóg að gera. Bregðist það
er ég óðara búinn að finna mér
eitthvað til.
Líklega verð ég að líta mjög hratt
yfir Tímann minn í kvöld.
99.12.1982
Pétur Bjamason.
Dagur í lífi Péturs Bjarnasonar, skólastjóra Varmárskóla: