Tíminn - 17.12.1982, Side 12
20
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982
Vegghúsgögn
No: 120 kr. 13.450,-
Þú færð jólagjöf
íþróttamannsins í Spörtu
Stretch skíðabuxur - skíðagallar
úlpur - barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir
skíðaskór - skíðagleraugu - skíðahanskar
dúnvatt-skíðahúfur
eyrnaskjól - skíðalúffur - barnaskíðasett.
SKAUTAR - SKAUTAR
mjög vandaðir skautar
stærðir — 29—45. litir: hvítt og svart.
efni leður/gallon
SPORTVÖRUVERSLUNIN
Póstsendum.
Ingólfsstræti 8.
Sími 12024
íþróttamenn
heiðraðir
■ Hópur íþróttamanna og forvígismanna úr íþróttahreyfmgunni voru viðstaddir afhendingu viðurkenninga til
íþróttamanna ársins.
Kona valin körfuknattleiksmaður ársins 1982
■ í gærkvöldi var tilkynnt í hópi á
Hótel Loftleiðuin útnefning íþrótta-
manna ársins í hinum ýmsu íþróttagrein-
um scm stundaðar eru innan vébanda
Iþróttasambands íslands. Það er íþrótta-
blaðið og Iþróttasambandið sem standa
jað þessari verðlaunaveitingu og velur
hvert sérsamband einn íþróttamann sem
! Iþróttamann ársins í viðkomandi grein.
I Til hófsins var boðið forvígismönnum
I sérsambanda ISI, íþróttamönnunum
'sem titilinn hlutu auk fréttamanna.
Þeir voru sautján íþróttamennirnir
sem heiðraðir voru að þessu sinni. Þar
af voru fjórar konur.
íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra
var valin Elísabet Vilhjálmsson ÍFR.
Hún keppir í bogfimi og hefur verið
ósigrandi á mótum hér á landi á
undanförnum tveimur árum og fyrir
skömmu vanri hún glæstan sigur á
Solna-leikunum í Svíþjóð.
Fimleikamaður ársins var kjörinn
Kristín Gísladóttir Gerplu. Hún var
bæði unglingameistari og íslandsmeistari
og náði góðum árangri á Unglingamóti
Norðurlanda sem haldið var í Laugar-
dalshöll.
Kvenmaður varð fyrir valinu sem
körfuknattleiksmaður ársins. Var það
Linda Jónsdóttir KR, en hún er í
íslandsmeistaraliði félagsins og hefur
leikið mjög vel með því á undanförnum
árum. Er hún áreiðanlega ein allra
fremsta körfuknattleikskona landsins.
Borðtennismaður ársins var Ásta Ur-
bancic Erninum. Hún varð þrefaldur
íslandsmeistari á árinu og er fastur
leikmaður í landsliðinu.
j Oddur Sigurðsson KR var valinn
frjálsíþróttamaður ársins. Oddur náði
mjög góðum árangri á síðasta ári,
einkum í 400 metra hlaupi og setti m.a.
nýtt íslandsmet 46,43 sek.
Pétur Yngvason Þingeyingur var val-
inn glímumaður ársins. Hann bar höfuð
og herðar yfir keppinautana á glímuvell-
inum á árinu og vann til flestra þeirra
verðlauna sem glímumenn geta hlotið
hér á landi.
Bjarni Friðriksson var valinn judo-
maður ársins. Hann varð Norðurlanda-
meistari í apríl síðastliönum í sínum
þyngdarflokki og auk þess hlaut hann
tvenn silfurverðlaun á mótinu, í opnum
flokki og í sveitakeppni. Þar varð
íslenska sveitin í 2. sæti.
Landsliðsmarkvörðurinn í knatt-
spyrnu Þorsteinn Bjarnason var valinn
knattspyrnumaður ársins. Góð mark-
varsla hans í landsleikjum sumarsins
tryggir honum þennan titil, en hann
sýndi til dæmis frábæra markvörslu í
leiknum gegn Spánverjum í Malaga. Þá
er hægt að nefna fleiri leiki, þar sem
Þorsteinn lék vel.
Lyftingamaður ársins var kjörinn Jón
Páll Sigmarsson KR. Hann setti á árinu
Evrópumet í réttstöðulyftu og setti auk
þess fjölda íslandsmeta á árinu. Hann
hefur átt við meiðsli að stríða og hefur
því ekki getað keppt jafn mikið og ella.
Siglingamaður ársins var valinn Gunn-
laugur Jónasson Ými. Hann hefur náð
mjög góðum árangri á árinu og má þar
nefna þátttöku hans í Norðurlanda-
meistaramóti á Laser-bátum, en þar
gekk honum best allra íslensku keppend-
anna.
Carl Eiríkssón skotfélagi Reykjavíkur
var valinn skotmaður ársins. Hann er
meðal elstu keppenda í skotfimi hér á
landi, en jafnframt sá besti.
Broddi Kristjánsson hefur ekki tapað
leik í einliðaleik í badminton hér á landi
á þessu ári og því var hann kjörinn
badmintonmaður ársins. Hann var og
eini keppandinn á NM í badminton sem
sigraði andstæðing sinn í einliðaleik.
Það þarf ekki að koma neinum þeim
sem með handknattleik hefur fylgst á
þessu ári, á óvart, að Kristján Arason
skyldi verða fyrir valinu sem handknatt-
leiksmaður ársins. Hann hefur verið
yfirburðamaður í liði sínu FH og oft
hefur hann sýnt mjög góða leiki með
landsliðinu.
Einar Ólafsson skíðagöngumaður frá
ísafirði var valinn skíðamaður ársins.
Hann náði bestum árangri íslendinga á
HM í Osló á árinu. Þá vann hann 10 og
15 km. göngu í aldursflokki 17-19 ára.
íslandsmeistarinn í golfi Sigurður
Pétursson var valinn golfmaður ársins
1982. Hann lék frábærlega á Landsmót-
inu í Grafarholti í ágúst og þá lék hann
einnig vel á Heimsmeistaramóti áhuga-
manna í haust.
Leifur Harðarson Þrótti var valinn
blakmaður ársins. Hann leikur með
íslandsmeistaraliði Þróttar í blaki og
hefur leikið með og þjálfað liðið frá
árinu 1980 og hefur liðið ekki tapað leik
gegn íslensku liði á því tímabili. Leifur
hefur leikið 24 blaklandsleiki fyrir
ísland.
Að síðustu var kynnt val á sundmanni
ársins. Það var vitaskuld Ingi Þór
Jónsson ÍA. Hann náði mjög góðum
árangri á árinu og átti besta sundafrek
ársins í 200 metra skriðsundi. Hann er
nú handhafi 8 íslandsmeta í sundi.
Magnús Hreggviðsson afhenti verð-
laun, fallega vasa til allra íþróttamann-
anna eða fulltrúa þeirra. Sveinn Björns-
son forseti ÍSÍ þakkaði íþróttablaðinu
fyrir samstarfið og jafnframt Adidas
umboðinu á íslandi fyrir að veita matinn
í hófinu. sh
■ Kristján Arason FH er vel að því
kominn að vera valinn handknatt-
leiksmaður ársins 1982. Hann hefur
sýnt mjög góða leiki á keppnistíma-
bilinu.
Körfubolta-
liðið tapaði í
Chicago
■ Eins og fram kom í blaðinu á
föstudag er landslið íslands í Körfu-
knattleik skipað leikmönnum 21 árs
og yngri í keppnisfcrð í Bandaríkjun-
um. Þeir léku í fyrrakvöld við
skólalið í Chicago og töpuðu naum-
lega eða með þriggja stiga mun.
Bandaríska liðið skoraði 73 stig gegn
70 stigum íslenska liðsins. Stigahæstir
Islendingar voru Valur Ingimundar-
son UMFN, Axcl Nikulásson úr
Keflavík og Pálmar Sigurðsson
Haukum. Valur skoraði 18 stig, Axel
16 og Pálmar 14 stig. Liðið leikur
fleiri leiki í ferðinni.
sh