Tíminn - 17.12.1982, Qupperneq 19

Tíminn - 17.12.1982, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1982 27 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús ÍGNBOGir Q19 000 Heimsfrumsýning: Grasekkjumennirnir Sprenghlægileg og flörug ný gam- anmynd I litum um tvo ólíka grasekkjumenn sem lenda í furðu- legustu ævintýrum, með Gusta Ekman og Janne Carlsson Leikstjóri: Hans Iveberg. Sýndkl. 3,5,7,9 og 11. Kvennabærinn FELLINI MARŒLLO MASTROIANNI ANNA PRUCNAL BERNICE STEGERS Œ[l Hafið þið oft séð 2664 konur, af öllum gerðum, samankomnar á einum stað? Sennilega ekki, en nú er tækifærið i nýjasta snilldar- verki meistara Fellini. - Stórkost- leg, furðuleg ný litmynd, með Marcello Mastroianni. Ásamt öllu kvenfólkinu. Höfundurog leikstjóri: Federico Fellini. íslenskur texti Sýnd kl. 3.05, 6.05 og 9.05 Hækkað verð Papillon Hin afar spennandi Panavision- litmynd, byggð á samnefndrí sögu sem komið hefur ut á islensku, með Steve McQueen - Dustin Hoffman. Islenskur texti - Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9.10 ' Ef ég væri ríkur Hörkuspennandi og fjörug grin- og slagsmálamynd í litum og Pana- vision. Islenskur texti Endursýnd kl. 3.10,5.10 og 7.10 Smoky og dómarinn Sprenghlægileg og fjörug gaman- mynd í litum um ævintýri Smoky og Dalla dómara, með Gene Price - Wayde Preston. íslenskur texti sýndk.3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15 lönabío 3*3-11-82 Dýragarðsbörnin (Christiane F.) SCB^OSBtess- Vegna fjölda áskorana sýnum við aftur þessa einstæðu mynd. Leikstjóri: Ulrich Edel Aðalhlutverk: Natja Brunkhorst, Thomas Hausten. Bönnuð bömum innan 12 ára. Sýnd kl. 5,7.35 og 10. Síðustu sýningar. Ath. myndin verður ekki endur- sýnd. 3* T-13-84 Stacy Keach í nýrri spennumynd Eftirförin (Road Games) Hörkuspennandi, mjög viðburða- rík og vel leikin, ný kvikmynd i litum. Aðalhlutverkið leikur hinn vinsæli: Stacy Keach (lék aðalhlv. í „Bræðragengið). Umsagnir úr „Film-nytt": „Spennumynd frá upphafi til enda" „Stundum er erfitt að sitja kyrr í sætinu” „Verulega vel leikin. Spennuna vantar sannarlega ekki. íslenskur texti Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5, 7,9 og 11 3*1-15-44 Hjartaþjófnaðir Ný bandariskur „þriller". Stórað- gerðir, svo sem hjartaígræðsla er staðreynd sem hefur átt sér stað um árabil, en vandinn er m.a. sá, að hjartaþeginn fái hjarta sem hentar hverju sinni. Er möguleiki á, að menn fáist til að fremja stórglæpi á við morð til að hagnast á sölu liffæra. AðalhlutvericGarry Goodrow, Mike Chan. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5,7 og 9 ,3*1-89-36 A-salur Jólamyndin 1982 Snargeggjað the funnlest raaedy tNin oii the sONfl... Heimsfræg ný amerísk gaman- mynd í litum. Gene Wilder og Ríchard Pryor fara svo sannarlega á kostum í þessari stórkostlegu gamanmynd - jólamynd Stjörnu- bíós i ár. Hafirðu hlegið að I „Blazing Saddles", Smokey and the Bandit", og The Odd Couple“, hlærðu enn meira nú. Myndin er I hreínt frábær. Leikstjóri: Sindney Poitier. Sýndkl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15 Hækkað verð íslenskur texti B-salur Heavy Metai Víðfræg og spennandi ný amerísk I kvikmynd. Dularfull - töfrandi -1 ólýsanleg. islensku texti Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 3*3-20-75 E. T. Jólamynd 1982 Frumsýning í Evrópu m EX Ný bandarisk mynd gerð af snill- ingnum Steven Spielberg. Myndin.l segir frá lítilli geimveru sem kemur til jarðar og er tekin í umsjá unglinga og barna. Með þessari veru og börnunum skapast „Ein- lægt Traust" E. T. Mynd þessi hefur slegið öll aðsóknarmet i Bndaríkjunum fyrr og siðar. Mynd lyrirallafjölskylduna. Aðalhlutverk: Henry Thomas sem Elliott. Leik- [ stjóri: Steven Spielberg. Hljómlist: John Williams. Myndin I er tekin upp og sýnd i Dolby | Stereo. Sýnd kl. 8 og 11 Ath. Uppselt kl. 8 fimmtudag. Hækkað verð Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Vlnsamlega athugið að bíla- stæði Laugarásbíós er við Kleppsveg. [mojijio _3* 2-21-40 Með dauðann á hælunum inmms I5U;>LV\I) Hörkuspennandi og vel gerð saka- málamynd. Leikstjóri: Jacques Deray. Aðalhlutverk: Alain Delon, Dalila di Lazzaro. Afbragðssakamálamynd B.T. Spennan i hámarki, - alþreyinga- mynd í sérflokki. Politiken Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára. ISLENSKAl ÓPERANll Töfraflautan Næstu sýningar fimmtudag 30. des. sunnudag 2. janúar. Minnum á gjafakort isl. óperunnar í jólapakkann. Miðasalan er opin virka daga milli . kl. 15 og 18 fram til jóla. Simi 11475. # ÞJÓDLKTKHIJSID Jómfrú Ragnheiður eftir Guðmund Kamban í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ljós: David Walters Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Jón Þórarinsson Leikstjóm: Bríet Héðinsdóttir Frumsýning á annan íjólumkl. 20 2. sýning þriðjudag 28. des.. 3. sýning miðvikudag 29des. 4. sýning fimmtudag 30. des. Miðasala 13.15-20 Sími 1-1200. kvikmyndahornið ■ Robert De Nero í hlutverki sínu í Konungur grínsms. Heimsfrumsýning á myndinni The King of Comedy í Bíóhöllinni: í leit ad frægðinni ■ Á morgun, laugardag, veröur frumsýnd í Bíóhöllinni myndin The King of Comedy eða Konungur grínsins og það sem einkum er merkilegt við þessa frumsýningu er að hún er heimsfrumsýning, sýnd hér fyrst þar sem dreifing vestanhafs mun dragast fram yfir áramót af tæknilegum ástæðum. Áhersla var hinsvegar lögð á að frumsýna hana einhversstaðar fyrir áramótin, og varð ísland fyrir valinu. Leikstjóri myndarinnar er Martin Scorsese en með aðalhlutverk fara þeir Robert De Niro og Jerry Lewis. Flestir ættu að kannast við þessi nöfn enda hafa fjölmargar myndir, sem þessir kapp- ar hafa átt hlut að, verið sýndar hérlendis. Martin Scorsese telst til svokall- aðra „Ótukta“ í Hollywood, eða The Hollywood Brats eins og þeir eru kallaðir en sá hópur manna eru mestu áhrifamenn í bandarískri kvik- myndagerð um þessar mundir enda teljast til hópsins menn á borð við Francis Ford Coppola, Steven Spiel- berg, George Lukas og Robert De Niro svo dæmi séu nefnd. Eftir Scorsese liggja verk á borð við Mean Streets, Taxi Driver, The Last Walts, Raging Bull og Alice Dosn’t Live Here Anymore en flestar mynda hans hafa verið sýndar hérlendis.. Jerry Lewis þarf varla að kynna þótt kappinn hafi lítið láti á sér bera á undanförnum árum. Hann og Dean Martin voru óaðskiljanlegir í kvik- myndum hér áður fyrr og voru margar þeirra mynda krampavald- andi á hlátursviðinu. Robert De Niro hlaut Óskarsverð- launin fyrir leik sinn í myndinni Godfather II og síðan hefur hann unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum í kvikmyndum. Nægir þar að nefna myndir á borð við The Deer Hunter, Taxi Driver, 1900, og Rag- ing Bull. Konungur grínsins fjallar um Ru- bert nokkurn Pupkin (De Niro) sem reynir allt hvað hann getur til að komast í vinsælasta sjónvarpsþáttinn vestra en honum stjórnar Jerry Langford (Lewis). Þetta gengur hálf- brösuglega því Langford er stöðugt umkringdur lífvörðum og öðru liði og því mjög erfitt að komast að honum. Það tekst þó og lofar Langford að Pupkin fái að koma í þáttinn. Pupkin er uppi í skýjunum vegna þessa en svo kemur á daginn að loforðið er svikið. Pupkin gefst þó ekki upp og fær vinkonu sína í lið með sér í eina tilraun að komast upp á toppinn og verða kallaður konung- ur grínsins. -FRI Friðrik Indriðason skrífar um kvikmyndir ★★★ Snargeggjað ★★ Eftirförin ★★★★ E.T. ★★ Snákurinn ★★ Heavy Metal ★★ BritanniaHospital ★★★ Dýragarðsbörnin ★★★ BeingThere ★★★ Atlantic City Stjörnugjöf Tímans ★ ★ ★ ★ frábær • ★ ★ ★ mjög góö * * * góö • * sæmlleg • O léleg T

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.