Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Bók um gagnmerkan þátt í skólasögu landsins HÚSMÆDRASKÓLINN ÁHALLORMSSIAÐ 19301980 eftir Sigrúnu Hrafnsdóttur í þessu afmælisriti er rakin saga skólans - forsaga hans og byggingar- saga - og skólastarfið í hálfa öld. 173 myndir prýða bókina, þar af 35 myndir- skólaspjöld- af nemendum skólans frá upphafi og fjöldi mynda úr daglegu starfi skólans. Þá er skrá yfir alla kennara og nemendur og skólanefndarmenn á tímabilinu. Vilhjálmur Hjálmarsson annaðist útgáfuna. Hþjóðsaga ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510 Jólatilboð Þetta gullfallega finnska leðursófasett, aðeins kr. 25.840.- Litir: Dökkbrúnt (Mocca) og rauöbrúnt. 10% staðgreiðsluafsláttur BK Húsgögn og W innréttingar Suðurlandsbraut 18 Simi 86-900 Gosstríð kaupmanna og Vífilfells heldur áfram: „Líkist mest afturhvarfi til fyrri aldaT’ — segir í yfirlýsingu frá einkaframleiðanda Coca-Cola á íslandi Hringamyndun í Breiðholti útilokar Coca Cola frá neytend- um ■ í Breiðholti hafa nokkrir kaupmenn myndað einokunarsamtök til þess að sniðganga vörur frá Coca Coia verk- smiðjunni í jólamánuðinum. Með þessu ætla þeir að knýja fram sérstakan staðgreiðsluafslátt þeim til handa, sem ekki gengur áfram til neytandans. Þessir skrýtnu verslunarhættir koma fyrst og fremst niður á neytandanum sem ekki nær til vörunnar. Líkist þetta mest afturhvarfi til fyrri alda og eiga þessir kaupmenn erfiðan málstað að verja. Prívat afsláttur til þessara aðila Á fundi með þeim Breiðholtskaup- mönnum, Gunnari Snorrasyni formanni Kaupmannasamtakanna og Jóni í Straumnesi tilkynnti Coca Cola verk- smiðjan að hún mundi ekki ganga að prívatafslætti til þeirra einna og skýrði um leið að ef fært yrði að gefa slíkan afslátt mundi hann ná til allra kaup- manna og enginn skilinn eftir útundan. Þessir tveir kaupmenn vissu ennfrem- ur að þessi mál væru í athugun hjá verksmiðjunni á þessum grundvelli. Staðgreiðsluafslættir - af hverju? Afslættir við staðgreiðslu og lánakjör til kaupmanna cru komin til vegna þess hve lengi kaupmenn þurfa að liggja með vöru áður en hún selst. Gunnar Snorra- son gat þess sjálfur að meðalvelta vöru hjá honuni væri 10 sinnum á ári. Veltuhraði okkar vara er frá 50 sinnum til 150 sinnum á ári, þar sem við keyrum reglulega til kaupmanna, minnst einu sinni í viku, oftast tvisvar sinnum og iðulega þrisvar í viku. Það munu flestir sjá að lítið svigrúm gefst til staðgreiðslu- afsláttar og lán í þessu tilliti verður því að líta á sem sérstök rekstrarlán eða uppbót á álagningu. Neita að selja afsláttarvöruna Kaupmennirnir úppi í Breiðholti höfiu ekki fyrir því að tilkynna okkur um þessar aðgerðir, heldur urðum við fyrst varir við þær er þeir höfnuðu afsláttarvörunum okkar með 15% kynn- ingarafslætti til neytenda. Við höfum alla tíð haft mjög ánægjulcgt' samstarf við kaupmenn og okkar kynni hafa ávallt sýnt að þeir fylgdu hinni gullvægu reglu að mæta fyrst og fremst óskum og þörfum neytenda. Óskir neytenda? Samtök (Kartel) þcssara fáu kaup- manna skáka raunar í því skjólinu hvernig borgarskipulagi Breiðholts er háttað með tilliti til staðsetningu versl- ana. Svona kartel-samtök geta ráðið miklu um neyslu neytenda þar sem unt iangar leiðir er að fara til þess að ná í vöru sem þeir sniðganga. Það verður fróðlegt að sjá hvernig samtöku num tekst að stýra neyslu neytenda i Breiðholti. ■ Fréttir Tímans um gang gossstríðsins frá 8. desember og 18. desember. „Allt þetta veit Pét- ur ad er ekki rétt” — segir í yfirlýsingu frá formanni Félags matvörukaupmanna ■ Vegna greinar í Tímanum 18/12 sl. á bls 5 undir fyrirsögninni, „Verður ekki hægt að fá Coca Cola í Breiðholti", þar sem rætt var við Gunnar Snorrason kaupmann í Hólagarði og Pétur Björns- son forstj. Vífilfells h/f óska ég að eftirfarandi komi fram. Það er ekki rétt hjá Pétri Björnssyni að „þetta sé runnið undan rifjum tveggja kaupmanna í Breiðholti" eins og hann segir. Það eru nær fjögur ár síðan stjórn Félags Matvörukaupmanna kaus nefnd til þess, m.a. að ræða við stjórnendur Vífilfells h/f um staðgreiðsluafslátt og lán á umbúðum o.fl. Þetta mál nær líka útfyrir Breiðholtið, því nokkrir kaup- mcnn í öðrum hverfum eru líka nú þegar, aðilar að þessu. Það er heldur ekki rétt hjá Pétri Björnssyni að hann hafi aldrei heyrt minnst á, að kaupmenn vildu fá lánaðar umbúðir. Nefndarmenn hafa, á öllum fundum með honum talað um það og líka þegar þeir hafa rætt við aðra framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ennfremur ræddi stjórn Fél. Matvöru- kpm. þessi mál við forstj. og sölustjóra Vífilfells á fundi með þeim fyrir fáum árum sem haldinn var að Marargötu 2. Það er því heldur ekki rétt hjá Pétri að „einstakir kaupmenn séu að þrýsta á fríðindi sér til handa á kostnað neyt- enda“. Allt þetta veit Pétur Björnsson að er ekki rétt, því ef svo væri ekki, þá eru einhverjir sambúðarerfiðleikar milli stjórnenda Vífilfells h/f. Pétur segir í ofangreindu viðtali orðrétt, „við höfum sagt að við munum ekki láta undan svona kúgunum og ef við færum að veita einhvern afslátt þá myndum við ekki gera það fyrir einn eða fáa kaupmenn heldur alla kaupmenn og við myndum vilja að viðskiptavinurinn fengi að njóta þess fyrst og síðast." Pétur Björnsson hefur nú síðustu daga, sent menn til einstakra kaup- manna í Breiðholti og hafa þeir boðið, að ef kaupmenn taki allar framleiðslu- vörur þeirra, og svíki þannig félaga sína, þá geti þeir fengið vörur gegn greiðslu- fresti fram í endaðan janúar n.k. Þetta er vægast sagt mjög ógeðfelldur viðskipamáti og minnir mjög á aðferðir ýmissa manna frá því fyrir strícð, þegar verkafólki var lofuð vinna til þess að hafa í sig og á, ef það lofaði aftur á móti að koma hvergi nærri t.d. við stofnun verkalýðsfélaga, eða ef það Iofaði að biðja ekki um neitt sér til handa, tæki bara viðþví sem því væri rétt. Þessir tímar eru liðnir. Við erum eingöngu að fara fram á það sama hjá Vífilfelli og hinar verk- smiðjurnar bjóða, Hjá Sanitas h/f fá verzlanir 3% staðgreiðsluafslátt eða lánsviðskipti. Ölg. E.SK. h/f veitir ekki staðgreiðsluafslátt, en býður í staðinn lánsviðskipti með rýmilegum lánstíma. Það sem farið er fram á hjá Vífilfelli er 3% staðgreiðslu afsláttur, lán á umbúð- um þar til í næstu ferð t.d. Núna framleiðir Vífilfell 11 teg. og stærðir af gosdrykkjum auk þess sem þeir flytja inn coke í dósum og 1 'h ltr. brúsum o.fl. í stað tveggja stærða af Coke fyrir tiltölulega fáum árum. Þetta hefur kallað á mjög mikla vinnu í sambandi við gler, að ég tali nú ekki um pláss í verzlununum. Það er t.d. alveg út í hött að ætlast til þess að kaupmenn skaffi fólk til þess að raða gerjum fyrir ekki neitt. Þetta mál er því bara byrjunin á miklu stærra máli og það sæmir ekki forstjóra stórfyrirtækis á borð við Vífilfell h/f að láta svona lagað frá sér, og að viðskiptavinir fái ekki að njóta þess þegar um staðgreiðsluafsl. er að ræða, er ekki rétt. Það er gert í verzlunum meira og minna. Ég vonast til þess að forráðamenn Vífilfells h/f sjái að sér í þessu máli. Þetta er sanngirniskrafa sem kaupmenn fara fram á. Það vita þeir hjá Vífilfelli h/f. Samvinna milli kaupmanna og þeirra hefur alltaf verið góð hingað til og velgegni sína eiga þeir Vífilfellsmenn kaupmönnum að þakka. Við höfum hingað til tekið á móti þeirra vörum með ánægju og gefið þeim gott pláss í verzlununum, sennilega meira en hinir hafa fengið fyrir sinar vörur. Okkur finnst því rniður að þetta mál hefur tekið þessa stefnu, þvf þarna þarf að vera góð samvinna á milli, hér eftir sem fram að þessu. Virðingarfyllst. Ólafur Björnson. formaður Félags Matvörukaupmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.