Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 Aramótabrennur 23 í REYKIAVÍK — tveimur fleiri en f fyrra Hættum að reykja - námskeið ■ Til aðstoöar og hvatningar hinum fjölmörgu, sem ætia að hætta að reykja um áramótin, heldur ísleoska Bindind- isfélagið 5-Daga Áætlun sína með tilstyrk Krabbameinsfélags Reykjavík- ur og Reykingarvarnanefndar. Námskeiðið hefst sunnudagskvöldið 2. janúar 1983 kl. 20.30 og verður til húsa í Lögbergi, Háskóla fslands, stofu 101. Leiðbeinendur verða Jón Hjörleifur Jónsson frá ísienska Bindind- isfél^ginu og læknamir Sigurður Bjömsson, Auðólfur Gunnarsson, Tryggvi Ásmundsson, Sigurgeir Kjart- ansson og Snorri Ingimarsson. Innritun fer fram í síma 13899 fimmtudaginn 30. desember kl.09- 16.00 og í síma 36655 sunnudaginn 2. janúar. Þátttökugjald er 200 krónur. Mikil og góð reynsla cr af 5-Daga Áætluninni bæði hér á landi og erlendis. íslcnska Bindindisfélagið hvetur reykingafólk til að nota þetta kjörna tækifæri og byrja nýtt ár með því að segja skilið við tóbakið. Norrænt vfsinda- rád stofn- að í Kaup- manna- höfn ■ Á fundi Ráðherranefndar Norður- landa í Kaupmannahöfn var nýlega gengið frá skipun fulltrúa í norrænt vísindaráð sem taka á til starfa I. janúar n.k. Tillaga frá ráðherranefndinni um stofnun slíks ráðs var lögð íyrir síðasta þing Norðurlandaráðs og hlaut þar stuðning. Norræna vísindaráðinu er ætlað að stuðla að samstarfi um vísindarannsókn- ir á Norðurlöndum, bæði á'sviði grund- vallarrannsókna og hagnýtra rannsókna, svo og samvinnu um menntun vísinda- manna. Skal ráðið beita sér fyrir samnýtingu fjármuna sem varið er til vísinda- og þróunarstarfsemi og m.a. vera ráðherranefndinni til ráðuneytis um stefnumarkandi málefni á þessu sviði. í Norræna vísindaráðinu eiga sæti fimmtán fulltrúar, þrír frá hverju Norðurlandaríki, skipaðir til þriggja ára. Af íslenskri hálfu hafa verið skipaðir í ráðið eftirtaldir fulltrúar: Dr. Guðmundur Magnússon, háskólarektor, dr. Helga Ögmundsdóttir, læknir, og dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins. Formaður ráðsins er dr. Elisabcth Helander frá Finnlandi en varaformaður Kerstin Niblæus, ráðuneytisstjóri, frá Svíþjóð. ■ Hljómplötuútgáfan Grammið hefur gefið út á hljómplötu þrjú verk eftir Áskel Másson tónskáld. Verkin eru Klarinettukonsert, Bláa ljósið og Sýn. Klarínettukonsertinn var saminn á árinu 1980 og frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í janúar 1981. Áskell samdi verkið fyrir Einar Jóhannesson klarinettuleikara, sem lék hann í frumflutningi og leikur hann einnig á plötunni. Konsertinn hlaut einróma lof gagnrýnenda eftir frumflutn- inginn og sama má segja um leik Einars sem þykir afburða góður í þessu erfiða verki. ■ Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur gefíð leyfi fyrir tuttugu og þremur áramótabrennum annað kvöld. Eru þessi leyfi tveimur fleiri en veitt voru að sama tilefni sl. ár. Stærstu brennumar verða austan við Unufell, við Æsufell og við Safamýri. Af þessum 23 áramóta- brennum eru 15 í Breiðholtshverfum, en hinar átta skiptast nokkum veginn jafnt niður á milli borgarhverfanna. Hér fer á eftir listi yfir brennurnar, og jafnframt hverjir era ábyrgðarmenn þeirra: 1. Sunnan við Langholtsskóla milli Holtavegar og Álfheima. Ábm. Eiríkur Þorsteinsson, Laugarásvegi 47. 2. Á móts við Sörlaskjól 44, Ábm. Troels Bendtsen, Sörlaskjóli 52. 3. Við írabakka, Ábm. Jón Kjartans- son, Irabakka 6. 4. Ægissíðu móts við 54-56, Ábm. Bláa ljósið var samið árið 1978 og frumflutt áriú síðar á Ung Nordisk Musikfest í Svíþjóð. Titillinn er fenginn úr samnefndu ævintýri úr safni Grimms bræðra enda er verkið að nokkru leyti innblásið af því. Verkið er flutt af fjölda slagverkshljóðfæra og tveim flautum. Manuela Wiesler; og Jósef Magnússon leika á flautur og Roger Carlsson og Reynir Sigurðsson á slagverk. Sýn, fyrir kvenraddir og slagverk er elsta verkið á plötunni. Höfundurinn lauk við samningu þess árið 1975. Verkið var frumflutt veturinn 1980 af Linda Hilke Jakob, Suðurhlíð v/ Starhaga. 5. Við Skildinganes, Ábm. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Skildinganesi 48. 6. Vesturberg 119-157, Ábm. Jón A. Barðdal, Vesturbergi 133. 7. Austan við Unufell, Ábm. Sæm- undur Gunnarsson, Unufelli 3. 8. Við Stekkjarbakka austan við Al- aska, Ábm. Eggert Óskarsson, Ysta- seli 27. 9. Kötlufell - Möðrufell, Ábm. Guð- jón Ingvarsson, Kötlufelli 1. 10. Niður undan Grænastekk, Ábm. Björn Gunnarsson, Fremristekk 12. 11. Við Hjaltabakka. Ábm. Jón Jónsson, Hjaltabakka 2. 12. Upp af Ferjubakka, Ábm. Jakob Hilmarsson, Ferjubakka ó. 13. Sunnan íþróttavallar Fylkis, Ábm. Jóhann G. Jóhannesson, Klapparás 5. kór Tónlistarskólans í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Reynis Sigurðssonar slagverksleikara, en á plötunni er það Svíinn Roger Carlsson sem leikur á slagverkið. Vel er vandað til þessarar útgáfu og fylgir með plötunni ítarleg kynning á verkunum eftir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, en einnig fjallar Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri um tón- skáldið á bakhlið plötuumslags. Þessi útgáfa sætir allmiklum tíðindum þar eð það er ekki algengur viðburður að verk ungra íslenskra tónskálda séu hljóðrituð og gefin út á hljómplötum. 14. ViðHólmasel,Ábm.GunnarGunn- arsson, Hagaseli 21. 15. Sunnan við Kartöflugeymslur v/ Elliðaár. Ábm. Krístján R. Guðna- son, Árhvammi v/Elliðaár. 16. Upp af Jörfabakka, Ábm. Sigurður Snorrason. Jörfabakka 16. 17. Við Æsufell, Ábm. Sigfús Bjarna- son, Æsufelli 4. 18. Við Safamýri, Ábm. Sölvi Friðríks- son, Safamýri 34. 19. Við Laugarásveg 14, Ábm. Gunnar Már Hauksson, Laugarásvegi 14. 20. Ægissíða og Hofsvallagata, Ábm. Sveinn Jónsson, Ægissíðu 197. 21. Austan við Keilufell, Ábm. Krístján Guðbjartsson, Keilufelli 12. 22. Hólahringur Breiðholti 3. Ábm. Erla Sigurðardóttir, Dúfnahólum 2. 23. Á auðu svæði v/Ölduselsskóla, Ábm. Valdimar Pétursson, Ljár- skógum 7. (Að kvöldi þrcttánda). Halldóra Jónsdóttir einn aðstandenda Grammsins sagði að fyrirtækið hefði einkum staðið að útgáfum á rokkplötum, - en stefna okkar er að gefa út alls konar tónlist, ekki síst þá tónlist sem aðrir fást ekki til að standa að útgáfu að. Við erum nýbúin að gefa út plötu þar sem Sveinbjörn íeinteinsson kveður Eddu- kvæði og nú kemur þessi plata með Áskeli, - við teljum einfaldlega að tónlist hans sé svo góð að hana þurfi að gefa út á plötum og þess vegna drifum við í því að gera það það verður svo bara að ráðast hvernig dæmið kemur út fjárhagslega. JGK. ■ Friðrik Ólafsson. Jólahradskák- möt Útvegs- bankans: Flestir okkar sterkustu skák- menn keppa ■ Jólahraðskákmót Útvegsbanka ís- lands verður haldið sunnudaginn 2. jan. n.k. með þátttöku flestra okkar sterkustu skákmanna þeirra á meðal stórmeistaranna Friðriks Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar en Friðrik vann þetta mót í fyrra. Alls verða 18 keppendur í karla- flokki en nú verður bryddað á þeirri nýjung að keppa einnig í kvennaflokki og verða 10 þátttalíendur í honum. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en áhorfendur voru fjölmennir . í fyrra. Gengið er inní bankann Austurstrætismegin meðan mótið stendur. í mótslok mun Albert Guðmunds- son formaður bankaráðs bankans af- henda verðlaun sem eru rausnarleg að vanda. -FRl Engir búa rýmra en Garð- bæingar og Seltirningar ■ Engir íslendingar búa nú rýmra en Garðbæingar og Seltirningar, þar sem 48 fermetrar af íbúðarhúsnæði koma í hlut hvers íbúa að meðaltali. I þeim tölum og þeim er á eftir koma eru þó sameignir í fjölbýlishúsum ekki meðtaldar í íbúðastærð. Að meðaltali er íbúðarhúsnæði hér á landi nú orðið 38 fermetrar á hvern landsmann, að því er fram kemur í Fréttabréfi Fasteignamatsins. Húsrými á hvern Reykvíking er 0,3 fermetra yfir meðaltalinu, eða 38,3 ferm., í nágranna- sveitarfélögunum 39,7 ferm. og á Reykjanesi utan höfuðborgarsvæðisins 39,1 ferm. Minnst húsrými á mann er á Aust- fjörðum 34,9 ferm. að meðaltali sem er yfir fjórðungi minna en í Garðabænum. Á Vestfjörðum er þessi tala 35,5 ferm. og á Suðurlandi 39,9 ferm. Rýmst húsnæði á landsbyggðinni hafa menn í Norðurlandi eystra 38,2 ferm. Á Seltjarnarnesi og í Garðabæ eru íbúðir einnig stærstar eða 174 fermetrar að meðaltali. Fyrir landið allt er meðalstærðin 110 fermetrar. Minnstar íbúðir eru í Reykjavík, 98 ferm. að meðaltali (sameignir í blokkum ekki meðtaldar) og næst minnstar á Vest- fjörðum 110 fermetrar. í Reykjavík eru nú 26 íbúar um hverjar 10 íbúðir en 32 á hverjar 10 íbúðir á Austurlandi og á Höfuðborgar- svæðinu utan Reykjavíkur. -HEI Aðalfundur Sýslumannafélagsins: Kjörnir þrír heiðursfélagar ■ Aöalfundur Sýslumannafélags Islands var haldinn í Reykjavík 24. nóvember s.i. Fundurinn var afar vel sóttur, sátu hann allir félagsmenn að einum undanskildum, en sá var erlendis er fundurinn var haldinn. Á fundinum voru kjörnir þrír heiðursfélagar og eru þeir jafnframt fyrstu heiðursfélagar Sýslumannafélagsins. Þeir eru Páll Hallgrímsson sýslumaður á Selfossi, Björn Fr. Björnsson sýslumaður á Hvolsvelii og Jóhann Salberg Guðmundsson sýsluinaður á Sauðárkróki. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Friðjón Guðröðarson sýslumaður á Höfn, formaður, Böðvar Bragason, sýslumaður á Hvolsvelli, Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Búðardal, Kristján Torfason bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og Jón Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavik. Hljómplötuútgáfan Grammið: Ný hljómplata með tónlist Áskels Mássonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.