Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 1
ir sigruðu í síðari leiknum 26-22 sjá bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 30. desember 1982 297. tölublað - 66. árgangur Síðumúla 15-Pósthólf 370Reykjavík-Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 LÍKUR AÐ FISKVERÐ VERÐIHÆKKAÐ UM14% — frá o£ með áramótum. osr olíuniðurofreifc&lur v#*rfti — f rá og með áramótum, og olíuniðurgreiðslur verði auknar úr % i % ¦ Fjórtán prósent fiskverðshækkun og aukning á niðurgreiðslum á olíu úr 22% í 28% virðist nú vera það sem verður ofan á í fiskverðsákvörðun, ef farið verður að tillögum Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsráð- herra. Túninn hefur aflað sér heimilda fyrir því að sjávarútvegsráðherra muni leggja þetta til, því hann vilji hækka fiskverðið eins mikið og mögulegt er, til þess að halda olíuniðurgreiðslum uiðri, en þær þyrftu að fara eitthvað yfir 30%, ef fiskverðið verður aðeins hækkað um 10%. Auk þessara auknu niðurgreiðslna er stefnt að því að ohugjald, sem er nú 7% verði áfram það sania, þó svo að lögin um olíugjaldið i'jlli úr gildi nú um áramót- in. Verður reynt að halda olíugjaldinu áfram, með samstarfi við fulltrúa stjórnarandstöðunnar, þannig að kom- ist verði hjá setningu bráðabirgðalaga. Samkvæmt heimildum Tímans, er samfara þessu stefnt að ýmiskonar annarri aðstoð við útgerðina, s.s. stimpilgjöld að skuldbreytingunni, auk þess sem rætt er um að taka á vanda einstakra útgerða, svo sem í Hafnar- firði. Þá er Ijóst mál að gengið verður að síga áfram, til þess að skapa fiskvinnsl- unni svigrúm, eða að hún verði rekin sém næst núllinu. Ekki vildi heimildar- maður Tímans tjá sig um það hve mörg prósentustig gengið þyrfti að síga, til þess að slíkt næ'ðist. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, þegar hann var spurður um afstöðu þingflokksins til samstarfs við stjórnarliða varðandi afgreiðslu á olíulögum, sem fyrsta mál á dagskrá Alþingis eftir áramót: „Við getum nú ekki tekið afstöðu til þessara mála, áður en n'kisstjórnin sjálf hefur tekið afstöðu, eftir því sem við best vitum. Okkur sýnist sem þetta sé allt svífandi í lausu lofti ennþá. En enn liggur ekki fyrir ákveðin tillaga um lausn, frá ríkisstjórninni, þannig að við höfum enn ekkert til þess að taka afstöðu til." -AB. I ¦ Það er friðsælt við höfnina, þar sem þessi varðskip liggja við festar, öll landhelgisstríð að baki og vonandi langur friður framundan, þótt fallbyssurnar hafi verið yngdar um nokkra áratugi til öryggis. - Tímamynd: Róbert. Verzlunarráð íslands: SPAlR 59% VERÐBÓLGU — á næsta ári miðað við hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til loka ársins ¦ I nýrri verðbólguspá Verzlunar- ráðs íslands er spáð 59% verðbólgu á næsta ári miðað við hækkun fram- færsluvísitölu frá upphafi til loka ársins 1983. Þá gerir spáin ráð fyrir 57,7% launahækkunum á árinu og að verð bandaríkjadollars hækki úr 16,70 kr. nú fyrsta janúar í 26.50 kr. í desember n.k. eða um 65.3%. Meðal- talshækkun verðbólgunnar milli ára er hins vegar spáð 62% meðaltalshækkun dollars 74,2% og launa 51,0%. Forsendur spárinnar eru m.a. þær, að ekki verði aðrar grunnkaupshækk- anir en þegar hefur verið samið um (2,2% 1. jan. og 0.8% 1. mars), að viðskiptakjör versni um 1-2% frá árinu 1982, fiskverð hækki ekki meira en til að tryggja sjómönnum sömu kjarabætur og á almennum launamark- aði, bandaríkjadalur haldi styrkleika sínum og að samdráttur verði í eftirspurn í kjölfar vaxtahækkunarinn- ar 1. nóv. s.l. og skerðingar kaup- gjaldsvísitölunnar 1. des. s.l. svo og vegna almennra greiðsluerfiðleika. Sé litið á spá um 12 mánaða hækkun framfærsluvísitölu er hún sögð 60% á árinu 1982. Þessi tala mun síðan hækka mánuð frá mánuði allt fram í ágúst 1983, þegar 12 mánaða hækkun er spáð 65%, en fara síðan aftúr lækkandi niður í 60% í lok hins nýja árs. Þriggja mánaða hækkun fram- færsluvísitölu er spáð 10,5% í febrúar- byrjun, 13,5% í maíbyrjun, 12% í ágústbyrjun og 13,5% hinn 1. nóvem- ber 1983. Kauphækkanir yrðu rúmu 1% lægri en hækkanir framfærsluvísi- tölunnar. - HEI. I Andro- pofs — bls. 7 Kona Rod Stewart — bls. 2 Jómfrú Ragn- heiður — bls. 8-9 Dagur ílíffi — bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.