Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 7 ■ Stofnar af tveimur elstu blæöspum í Grundarreitnum. Leó Guðlaugsson, form. Skógræktarfélags Kópavogs, og Björn Ófeigsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur, virða þær fyrir sér. öllu (jafnvel meðal landkrabba) ástæðu- laus. Á fríðum farkosti yfir Akureyrarpoll - Vaðlaskógur Á Torfunesbryggju var margt um manninn og bátar af ýmsum gerðum og stærðum biðu okkar við bryggjuna. Við félagarnir í fjölmiðlanefndinni létum að sjálfsögðu eitt yfir báða ganga og tókum okkur far með hafnsögubátnum, enda var hann stærsti farkosturinn í flotanum sem okkur fundarfólkinu var ætlaður. Sjóferð yfir spegilsléttan Pollinn var skemmtileg tilbreytni frá fundarstörfum, innan fjögurra veggja. Sól skein í heiði og svipmikið útsýni er til allra átta. Vaðlaskógur er vöxtulegur, mjög og beinvaxin tré standa þar traustum rótum og unggróður, sumt sjálfsáið, áréttar þá lífkeðju sem þarna er að gera „garðinn frægan“. Fræðsla þeirra heimamanna um upp- haf og sögu skógarins, að ógleymdum hressilegum söng skóggöngumanna und- ir stjórn Þórarins Þórarinssonar fyrrum skólastjóra, skógarylmur og fuglakliður, - allt þetta gerir líðandi stund eftirminni- lega. Gengið í Grundarkirkju og Grundarskóg Hæsta tréð 12 m. Hópferðabílar biðu okkar við þjóð- veginn skammt ofanvið skógarjaðarinn. Var næst haldið suður sveitina, framhjá snyrtilegum vel hiýstum bændabýlum,, áleiðis að Grund. Þar var fyrst gengið í hina landsþekktu Grundarkirkju, sem er ein stærsta og veglegasta sveitakirkja á landi hér. Frú Aðalsteina Magnúsdóttir sagði okkur sögu kirkjunnar, sem í senn er fróðleg og einstæð. Virðist það furðu gegna hvað fáum mönnum með takmarkaðan tækjakost tókst að ljúka kirkjubyggingunni á skömmum tíma. Áður en gengið var úr kirkju var sunginn sálmur við undirleik Stefáns Haraldssonar, Víðidal í Skagafirði. Annar Skagfirðingur gekk í turn kirkj- unnar og lét hljóm klukknanna berast útí lognvært umhverfið. Frá kirkju hélt hópurinn í Grundar- skóg, sem er 3,3 ha. að flatarmáli, snertispöl norð-vestanvið kirkjuna. Það var aldamótaárið 1900 sem fyrst var plantað í Grundarskóg. Það var E. Flensborg, skógfræðingur sem hafði veg og vanda af gróðursetningunni, en Magnús bóndi á Grund, sá mikli athafna og hugsjónamaður lagði til landið, án endurgjalds og bauð meira land síðar ef vel til tækist með þessa fyrstu gróður- setningu. Það voru samtals rúmlega 16 þúsund plöntur sem þarna voru gróðursettar í upphafi. Mest var plantað af fjallafuru, hvítgreni gráerli, og birki. Einnig nokk- uð af lindifuru, síberísku lerki, þin, reynivið, blæösp, gráösp og fl. Árið 1952 var Grundarskógargirðing stækkuð og er nú, eins og áður segir, 3,3 ha. Fyrir 4-5 árum voru gerðar mælingar á trjám í Grundarskógi og reyndist meðalhæð bergfurunnar þá 8,1 m. lindifuran að meðaltali 8,0 m. og lerkið 10' ,3 m að meðaltali. Þá var hæsta lerkitréð 11,1 m.,hæsta blæaspartréð 12,0 m. og hæsta birkitréð 9,8 metrar. Nokkuð hafa snjóþyngsli sett merki sitt á skóginn sumstaðar, en í heild ber lundur þessi öruggt vitni um að á þessum slóðum á trjágróður athyglisverða fram- tíð fyrir sér. ✓ Kjamaskógur - Akjósanlegt útivistarsvæði Síðasti áfangastaður okkar um skógar- svæði Eyfirðinga þennan lognkyrra ág- ústdag, var Kjarnaskógur. Er þarna þéttvaxinn skógur í fögru umhveríi. - Ákjósanlegt útivistarsvæði bæjarbúa og ber öll umgengni vott um áhugaverða snyrtimennsku, og góða umgengni. Trimmbraut er í skóginum, raflýst og mikið notuð af bæjarbúum, vetur, sumar, vor og haust,. að sögn ráða- manna skógarins. Myndarleg plöntu- uppeldisstöð er í Kjarnaskógi, rekin á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga. Þar mun vera vaxtarbroddur hinnar myndar- legu skógræktar sem prýðir eyfirskar byggðir og m.a. „hvatinn" að vaxandi skógræktaráhuga í héraðinu. Vel voru ferðalangar haldnir í mat og drykk þennan dag og gestrisni þeirra Eyfirðinga, fræðsla öll og fyrirgreiðsla, þökkuð með velvöldum orðum og áréttuð með hressilegum söng. Þó fræðsluferð þessi væri vel heppnuð og fróðleg og gæfi tilefni til bjartsýni á framtíð skógræktar á íslandi, var enn margt óskoðað á skógræktarsvæðum Eyfirðinga. Skógrækt í héraðinu stendur vissulega á „gömlum merg“ og minnir á frumherjana sem fyrstir lögðu út í óvissuna, á brattann og létu þeim sem á eftir komu í té lífsreynslu sem er ómetanleg undirstaða í árangursríku starfi. - Vörður við veginn. Vegvísir inní framtíðina. Stjas erlent yfirlit ■ Yuri Andropof. Þjóðernisvandinn er mesti vandi Rússa Afmælisræda Andropofs fjalladi mest um hann ■ UM þessar mundir fara fram mikil hátíðahöld í Sovétríkjunum í tilefni af því, að sextíu ár eru síðan Sovétríkin voru stofnuð formlega, en fimm ár voru þá liðin frá byltingunni. Orsakir þess, að ekki var fyrr gengið formlega frá stofnun Sovétríkjanna voru margar, en sennilega var þó þjóðernis- vandinn stærst þeirra. Innan vébanda Rússlands bjuggu fjölmargar ólíkar þjóðir og þjóðabrot, sem á tímum keisaranna nutu ekki neins konar sjálf- stæðis. Hinir nýju valdhafar óttuðust rétti- lega, að miklir erfiðleikar gætu skapazt við sambúð þeirra, ef henni væri ekki fundið rétt form. Það var síðasta verk Lenins að koma á sambandsríki því, sem hlaut nafnið Sovétríkin, en innan þess skyldu vera allmörg sérstjórnarríki ein- stakra þjóða og mætti fjölga þeim síðar. Öll skyldu þau þó lúta yfirstjórn sam- bandsríkisins í Moskvu. Vafalítið hefur þetta ríkisform Lenins gefizt all vel til þess að tryggja sambúð hinna mörgu þjóða og þjóðflokka. Innan þessa skipulags hefur þeim vaxið fiskur um hrygg og getað varðveitt menningarlega sérstöðu stna. En spurningin á sextíu ára afmælinu er ekki sízt þessi: Leiðir þessi þróun til aukinnar samheldni eða ýtir hún undir þjóðametn- að, sem gæti orðið sambandsríkinu til falls, eins og margir andstæðingar þess spá? ÞEGAR þetta er athugað, er vel skiljanlegt að í ræðunni, sem Yuri Andropof hélt á helztu afmælishátíðinni í síðustu viku, gerði hann þjóðernismál- in að helzta umtalsefni sínu. Þykir því ekki úr vegi að birta nokkra kafla úr henni. Andropof sagði m.a. um þann árangur, sem náðst hefði (þýðing APN): „Hagsmunir lýðveldanna fléttast æ þéttar saman, - hin gagnkvæma aðstoð verður æ árangursríkari og sköpunar- verk þjóða og þjóðarbrota Sovétríkj- anna beinast í einn farveg. Alhliða þróun hverrar hinnar sósíalísku þjóðar í landi voru leiðir eðlilega af sér en meiri samruna þeirra. Hvert og eitt sambandslýðveldanna - Rússneska sambandslýðveldið, Úkra- ína, Hvíta-Rússland, Úzbekistan, Kaz- akhstan, Grúsía, Azerbajdzjan, Lithá- en, Moldavía, Lettland, Kírgízía, Ta- dzjikistan, Armenía, Túrkmenistan og Eistland - ég endurtek - hvert og eitt leggur til sitt framlag, sem ekkert kemur í staðinn fyrir, til að lyfta efnahag og menningu Sovétríkjanna hærra. Þetta er ekki bara samruni, - þetta er margföldun sköpunarafla okkar. í bróðurlegri fjölskyldu Ijúka allar þjóðir og þjóðabrot upp möguleikum sínum, sem búa í 20 sjálfstjómarlýðveld- um og 18 sjálfstjórnarhéruðum og svæðum. Milljónir Þjóðverja, Pólverja, Kóreumanna, Kúrda og fulltrúar ann- arra þjóðerna eru orðnir fullgildir sovézkir borgarar, en Sovétríkin hafa orðið föðurland þeirra. Þjóðir lands okkar fara sérstökum viðurkenningarorðum um rússnesku þjóðina. Án óeigingjarnrar aðstoðar hennar hefðu þeir ávinningar, sem hafa átt sér stað í lýðveldunum ekki verið mögulegir. Rússnesk tunga er einstak- lega mikilvægur þáttur í efnahagslegu, pólitísku og- menningarlegu lífi landsins, í samruna allra þjóða og þjóðarbrota. Hún hefur opnað fyrir þeim auðæfi heimsmenningarinnar og er eðlilegur þáttur í lífi milljóna manna af ýmsum þjóðernum. Hin nýja stjórnarskrá Sovétríkjanna hefur verið ríkur þáttur í eflingu þjóðernislegrar og ríkislegrar undir- stöðu hins sovézka þjóðfélags. í þessu merka skjali eru ekki aðeins taldir fram ávinningar fyrri þróunar, heldur einnig settur fram traustur stjórnmálalegur grundvöllur fyrir frekari blóma og samruna allra þjóða og þjóðarbrota landsins. Raunverulegar breytingar, sem hafa átt sér stað á 60 árum á sviði þjóðernis- legra samskipta, vitna um það, að þjóðernisvandinn hefur verið leystur með góðum árangri, - leystur endanlega og óafturkallanlega.“ SÍÐAR í ræðuhni kom fram, að Andropof teldi engan veginn, að allur vandi væri leystur. Hann sagði: „Félagar! Þegar við teljum upp það, sem áunnizt hefur, beinum við auðvitað athyglinni aðallega að því, sem þarf að gera. Lokatakmark okkar er augljóst. Það er auðvitað eins og V.l. Lenin sagði - ekki aðeins samruni þjóðanna, heldur sameining þeirra. Flokkurinn skilur vel að til þessa takmarks liggur langur vegur. Hér má alls ekki hlaupa á undan, og heldur ekki tefja fyrir þeim fram- gangi, sem orðið hefur. Góður árangur í lausn þjóðernisvand- ans þýðir ekki, að öll vandamál séu úr sögunni, sem fylgja lífi og starfi innan ramma eins ríkis, sem byggt er mörgum þjóðum og þjóðabrotum. Slíkt er varla mögulegt, meðan til eru þjóðir, meðan til er munur á þjóðum. Óg það verður lengi, miklu lengur en stéttamunur. Þess vegna á framkvæmd þróaðs sósíalisma - einmitt þannig getum við skilgreint meginstefnu flokksins og þjóð- arinnar á nútímastigi - að fela í sér þaulhugsaða og vísindalega grundvall- aða þjóðernisstefnu. Mig langar að staðnæmast við nokkur verkefni hennar. Þegar hefur verið sagt frá því, hversu mikinn hagnað og yfirburði sameining þjóða lands okkar í eitt samband hafði í för með sér. En þeir möguleikar, sem þessi sameining lauk upp, hafa hvergi verið fullnýttir." Andropof vék þessu næst að þeim meginverkefnum, sem bíða úrlausnar, og nefndi þó einkum tvö eða aukningu landbúnaðarframleiðslu og bættar sam- göngur. Þessi tvö verkefni yrðu að hafa algeran forgang. En þjóðernismálin héldu áfram að vera honum efst í huga. Hann vék enn að þeim og sagði meðal annars: „Auðvitað þarf að muna í þessu sambandi, að efnahagslegum og menn- ingarlegum framgangi allra þjóða og bjóðarbrota fylgir óhjákvæmilega aukin sjálfsþekking þjóðar. Þetta er lögmætur, raunhæfur framgangur. Það er samt sem áður mikilvægt, að raunverulegt stolt yfir unnum árangri breytist ekki í dramb eða tilhneigingu til að upphefja sjálfan sig og virðingarleysi í garð annarra þjóða og þjóðarbrota. Neikvæð fyrirbæri af þessu tagi finnast enn. Og það væri rangt að skýra það sem leifar hins liðna. Þetta á jafnvel stundum við um villur okkar í starfi. Hér skulum við ekki vera smámuna samir, félagar. Hér er allt mikilvægt - bæði viðhorf til tungu, til minja hins liðna, hvernig við breytum þorpum og borgum, höfum áhrif á starfsaðstæður og lífskjör fólks.“ Af ræðu Andropofs má vel ráða, að þjóðernisvandinn er enn, eins og í tíð Leníns, eitt mesta vandamál Rússa, þótt með öðrum hætti sé. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.