Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 6
6 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Það er sama hvað maður
reynir, bíllinn verður
drulluskítugur eins og skot
í þessari tíð. Tjöruhreinsir-
inn er ekki gefinn, búast
má við að þurfa að borga
yfir þúsundkall fyrir lítr-
ann. Bílaspekingurinn
Leó M. Jónsson (leoemm.
com) segir að heimalagað-
an tjöruhreinsi sé hægt að
búa til með steinolíu bland-
aðri saman við sirka fimm
prósent uppþvottasápu. Á
stærri bensínstöðvum fæst
steinolía af dælu á rúm-
lega hundrað kall lítrinn
svo þetta er umtalsverður
sparnaður.
Annað sem maður eyðir
mikið í núna er rúðu-
piss. Sjálfur hef ég ekki
undan við að láta fylla á
tankinn. Af bensínstöðv-
unum er Egó með ódýr-
asta rúðuvökvann. Maður
dælir honum á í sjálfsala
á 130 krónur lítrann. Hjá
Skeljungi kostar vökvinn
170 krónur lítrinn, en N1
og Olís eru með lítrann á
215 og 216 krónur. Euro-
pris selur hins vegar fjög-
urra lítra brúsa af vökva
sem þolir 12 gráðu frost á
449 krónur og Höfðabílar,
Fosshálsi, eru með þriggja
lítra brúsa af rúðupissi
sem þolir 20 gráðu frost á
450 kr.
Þá þarf rúðuþurrkan
auðvitað að vera hrein í
svona slabbtíð. Best er að
taka skítinn af með ísvara
eða olíuhreinsi. Á flestum
bensínstöðvum er brúsi úti
við fyrir kúnnana og tvist-
ur eða hreinsipappír.
Neytendur: Skítugir bílar í vetrartíð
Ódýrari tjöruhreinsir og rúðupiss
SLABB Eins gott að sjá almenni-
lega út.
flugfelag.is
Burt úr bænum
Hópaferðir fyrir öll tilefni
Upplýsingar:
Sími 570 3075
hopadeild@flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
Komdu
í Fjármálaviðtal
Fáðu yfirsýn yfir fjármálin
www.glitnir.is/markmid
Við veitum þér persónulega þjónustu
með vandaðri heildarráðgjöf um
fjárhagslega stöðu heimilisins.
Fjármálaviðtal er góð leið til að fá
skýra yfirsýn yfir fjármál heimilisins
og ræða leiðir til úrbóta.
Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú líka
nálgast einfaldar og öflugar lausnir til að setja
heimilinu fjárhagsleg markmið.
Í Fjármálaviðtali förum við m.a. yfir:
Eignir á móti skuldum
Gjöld og tekjur
Útgjaldaáætlun og heimilisbókhald
Lánamat og greiðsluáætlun lána
Skilmálabreytingar og sameiningu lána
Í Fjármálaviðtali förum við saman yfir
eignir og skuldir, tekjur og útgjöld og
gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán.
EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherra
gerir ekki ráð fyrir því að koma
á hátekjuskatti á stuttum líftíma
núverandi ríkisstjórnar.
„Við erum komin inn á fjár-
laga- og skattaár og menn verða
að horfa raunsætt á það. Það er
ekki venjan að standa í stórfelld-
um skattalagabreytingum á miðju
skattaári,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra.
„Enda er stóra verkefnið að
leggja drög að því hvernig við
tökumst á við árið 2010. Bæði
samkvæmt áætlun stjórnvalda
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
vegna stöðunnar í þjóðarbúinu er
það gríðarlegt verkefni.“
Spurður hvort hátekjuskattur
verði þá settur á fyrir árið 2010,
minnir Steingrímur á áherslur
Vinstri grænna um að koma á rétt-
látara skattkerfi. Hann vilji hins
vegar engu lofa né boða um það.
Hátekjuskattur sé ekki á verk-
efnaskrá þessarar ríkisstjórnar.
„Þannig að ég held að menn eigi
bara að anda rólega.“
Norskir stjórnmálamenn hafa
síðustu daga orðað hugmyndir
um myntsamstarf við Íslendinga
og Steingrímur hefur lengi viljað
skoða slíka möguleika. Nú kemur
fjármálaráðherra Noregs, Kristin
Halvoren, til landsins um næstu
helgi til að fagna tíu ára afmæli
VG.
Spurður hvort myntsamstarf
verði rætt við Halvorsen, segir
Steingrímur að það sé „líklegt að
það verði á dagskránni, jú“.
Um hvort væntanlegur sé nið-
urskurður í rekstri Varnarmála-
stofnunar, en kostnaður við hana
hefur verið gagnrýndur af VG,
segir Steingrímur: „Jú, ég vona að
nýr og vaskur utanríkisráðherra
finni þar leið til sparnaðar. Fjár-
málaráðherra yrði mjög glaður
yfir því.“ Ráðherrarnir hafi rætt
þetta en það sé á verksviði Össur-
ar Skarphéðinssonar.
Í verkefnaskrá ríkisstjórnar-
innar er fjallað um greiðsluaðlög-
un og greiðslujöfnun lána. Rætt
hefur verið um að fella jafnvel
niður ákveðnar skuldir. Spurð-
ur um fjármögnun og kostnað af
þessum aðgerðum segir Stein-
grímur að það lendi á Íbúðalána-
sjóði og þeim bönkum sem eiga
lánin. „Það fara ekki peningar
úr ríkissjóði í þetta, ekki sjálf-
krafa,“ segir hann, en vill ekki
ræða útfærsluna nákvæmlega.
klemens@frettabladid.is
Hátekjuskattur ekki
lagður á að sinni
Fjármálaráðherra segir að ekki standi til að koma á hátekjuskatti strax enda sé
fjárlagaárið hafið. Hann hefur rætt við utanríkisráðherra um að skera niður í
Varnarmálastofnun og mun ræða myntsamstarf við fjármálaráðherra Noregs.
ENGAR BREYTINGAR Á SKATTALÖGUM AÐ SINNI Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra yrði hins vegar kátur ef utanríkisráð-
herra myndi skera niður í Varnarmálastofnun og ætlar að ræða myntsamstarf við fjármálaráðherra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Finnst þér réttlætanlegt að
Íslendingar syngi á ensku í
úrslitakeppni Eurovision?
Já 71,6%
Nei 28,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Átt þú séreignarsparnað sem þú
gætir hugsað þér að nota til að
greiða niður lán?
Segðu þína skoðun á visir.is
STÓRIÐJA Arður af íslenskum auðlindum sem
notaðar eru til að knýja áfram stóriðju kemur
aðallega fram í hagnaði verksmiðjanna, og
rennur að mestu ósnertur í vasa erlendra
aðila.
Þetta segir Indriði H. Þorláksson, hagfræð-
ingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, í úttekt
á efnahagslegum áhrifum erlendrar stóriðju á
Íslandi, sem hann birti á vefsíðu sinni í gær.
Indriði segir í samtali við Fréttablaðið vilja
benda á hversu litlu álverin skili í raun inn í
þjóðarbúið. Það sé svo annarra að meta hvort
það sem þau skili sé nægilegt til að réttlæta
þá notkun á auðlindum sem til þurfi.
Efnahagslegur ávinningur hefur raunar
farið minnkandi á undanförnum árum, segir
Indriði. Hvert álver skili varla meira en 0,1 til
0,2 prósentum af þjóðarframleiðslu.
Störf í þeim þremur álverum sem voru
starfandi árið 2007, að viðbættum afleiddum
störfum vegna þeirra, voru um 1,7 prósent af
vinnuafli í landinu, segir Indriði í grein sinni.
Ætla megi að til lengri tíma hafi erlend-
ar fjárfestingar ekki áhrif á atvinnustig og
fjölda starfa í landinu. Laun starfsmanna í
álverum séu með öðrum orðum ekki viðbót
við hagkerfið, heldur komi þau í staðinn fyrir
laun fyrir önnur störf sem hefðu orðið til
hefðu álverin ekki verið reist.
Skattgreiðslur eru helsti efnahagslegi
ávinningurinn af starfsemi stóriðjuvera í eigu
erlendra aðila, segir í grein Indriða.
„Ætla má að skattgreiðslur meðalálvers sé
um 1,2 milljarðar króna á ári,“ skrifar Ind-
riði. Það sé einungis um 0,1 prósent af þjóðar-
framleiðslunni. - bj
Efnahagslegur ávinningur Íslands af stóriðju er lítill og hefur farið minnkandi segir fyrrverandi ríkisskattstjóri:
Arður af auðlindum að mestu úr landi
ÚTTEKT MISVÍSANDI
Ekki verður annað séð en að úttekt Indriða sé
mjög misvísandi, og niðurstaðan því röng, segir
Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþró-
unar og samskipta hjá Norðuráli.
„Í úttektinni gefur hann sér að það megi alltaf
reikna með því að full atvinna sé á Íslandi og að
erlend fjárfesting hafi enga sérstaka þýðingu,“
segir Ágúst. Hann er ósammála því að álverin
hafi ekki áhrif á atvinnustig í landinu. Um það
geti starfsmenn Norðuráls jafnt sem starfsmenn
þeirra á annað hundrað þjónustufyrirtækja
borið. Einnig megi nefna þá miklu sérþekkingu
í orkuiðnaði, sem byggi meðal annars á reynslu
sem skapist hafi í tengslum við stór virkjanaverk-
efni tengd uppbyggingu áliðnaðar.
KJÖRKASSINN