Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2009 11 Gott að vita Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgarvorönn 2009 Ná ms kei ð ••• Ljósmyndun – minni og stærri vélar Minni vélar: Þri. 3., 10. og 17. feb. kl. 16:30-19:30.Stærri vélar: Þri. 3., 10. og 17. mars kl. 16.30-19.30.Lengd: 9 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð.Leiðbeinandi: Pálmi Guðmundsson, áhugaljósmyndari. Skapandi skrif – um frásagnarlistina sem tæki til að skapa, skilja og skemmta Skapandi skrif, framhald – um frásagnarlistina sem tæki til að skapa, skilja og skemmta Tími: Þri. 24. feb, 3. og 10. mars kl. 19-22:30. Lengd: 10,5 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur. Fjármál Tími: 17., 18., 24., 25. og 31. mars Kl. 16.30- 19.00 Lengd: 5 skipti, 12,5 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð. Leiðbeinandi: Garðar Björgvinsson fjármálaráðgjafi. Tími: Þri. 24., 31. mars, & 7. apríl kl. 19-22:30. Lengd: 10,5 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur. Skattaframtal Tími: Þri. 18. mars kl. 16.30-19. Lengd: 2,5 klst. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Júlíus Hafsteinsson, deildarstjóri hjá skattstjóranum í Reykjavík. Stafganga Tími: 22., 27., 29. apríl og 4. og 6. maí kl. 18-19 Lengd: 5 klst. Staður: Fyrsti tími er á Grettisgötu 89, 1. hæð og hinir í Laugardalnum. Leiðbeinandi: Halldór Hreinsson, stafgöngukennari og göngufararstjóri m.m. Enska – þátttaka í umræðuhópum Tími: 27. og, 29., april, 4., 6., 11., 13. maí, kl. 16.30 - 18.30 Lengd: 6 skipti, 12 klst Staður: Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Mica Allen. Hagfræði á mannamáli Tími: 25. febrúar kl. 16:30-18:30 Lengd: 2 klst. Staður: Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Þórunn Klemenzdóttir þjóðhagfræðingur. Mínir styrkleikar skapa minn árangur – Dale Carnegie Tími: 12. mars, kl. 19:30 – 21:30 Lengd: 2 klst. Staður: Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Lára Óskarsdóttir Dale Carnegie þjálfari og ráðgjafi. Að takast á við breytingar Tími: 2. apríl, kl. 16:30-19:30 Lengd: 2 klst. Staður: Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Gísli Blöndal. Viðbrögð við reiði og sorg í samfélaginu!! Tími: Fim. 26. feb. kl. 16:30- 20:30 Lengd: 4 klst. Staður: Grettisgata 89, 1. hæð Leiðbeinandi: Eyþór Eðvalds, Þekkingarmiðlun Hádegis- og síðdegisfróðleikur Hláturjóga Tími: Fös. 13. feb. kl. 12:00-12:50. Miðvd. 18. feb kl. 16:30 -17:30 Lengd: 50 mín. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð. Fyrirlesari: Ásta Valdimarsdóttir. Jafnrétti Tími: Fös. 13. mars kl. 12:00-12:50. Lengd: 50 mín. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð. Fyrirlesari: Gyða Margrét Pétursdóttir. Ferðalög innanlands Tími: Fös. 17. apríl kl. 12-12:50 Þri. 21. apríl kl. 16:30-17:20 Lengd: 50 mín. Staður: Grettisgötu 89, 1. hæð. Fyrirlesari: Páll Ásgeir Ásgeirsson. SFR Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar www.sfr.is www.strv.is Sími 525 8340 Sími 525 8330 Nýtt Nýtt Nýtt Nýtt Nýtt Nýtt Nýtt Nýtt Skráning og nánari upplýsingar: St.Rv. og SFR bjóða sameiginlega upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn nú á vorönn. Fræðslunefndir félaganna hafa sett niður dagskrána. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri, á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 12 en hámarksfjöldi mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst. Engin þátttökugjöld eru á námskeið og fyrirlestra. FERÐAÞJÓNUSTA Iceland Express hefur keypt meirihluta í Ferða- skrifstofu Íslands, sem rekur meðal annars Úrval-Útsýn. Kaupverðið er trúnaðar- mál, segir Þorsteinn Guðjóns- son forstjóri ferðaskrifstofunn- ar. Gömlu eigendurnir muni eiga hlut í fyrirtækinu áfram og við- skiptabanki ferðaskrifstofunn- ar, Landsbankinn, hafi samþykkt kaupin fyrir sitt leyti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að samruninn hafi ekki komið til meðferðar hjá stofnun sinni, enda hafi hann ekki verið tilkynntur þangað. - kóþ Samruni á ferðamarkaði: Express keypti Ferðaskrifstofu PAKISTAN, AP Vopnaðir menn rændu í gær John Solecki, banda- rískum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna í Pak- istan, og drápu bifreiðarstjóra hans. Solecki er yfirmað- ur skrifstofu flóttamanna- stofnunar Sam- einuðu þjóð- anna í borginni Quetta, sem er skammt frá landamærum Afganistans. Talið er hugsanlegt að Mullah Omar og fleiri leið- togar afganskra talibana séu þar í felum. Utanríkisráðuneyti Pakistans sagði mannránið hryðjuverk, en ekki var ljóst hverjir stóðu að ráninu. - gb Mannrán í Pakistan: Starfsmanni SÞ rænt í Quetta SAMGÖNGUR Ferðum á flestum leið- um strætisvagna Strætós bs. verð- ur fækkað utan háannatíma frá 1. febrúar. Allar helstu leiðir, nema leiðir eitt og sex, munu aka á hálftíma fresti utan annatíma. Nokkrar leið- ir munu aka á klukkutíma fresti utan annatíma. Þá munu langflest- ar leiðir ganga á klukkutímafresti á kvöldin og um helgar. Allar leiðir byrja akstur tveimur tímum seinna á sunnu- og helgidögum. Stjórn Samtaka um bíllausan lífs- stíl gagnrýna breytingarnar harð- lega. Þær séu eins og blaut tuska í andlit þeirra sem höfðu í hyggju að draga verulega úr útgjöldum heimilisins með því að velja sér hagkvæmari ferðamáta. „Á erfið- um tímum hafa frændþjóðir okkar kosið að efla almenningssamgöng- ur með jákvæðum afleiðingum á umhverfi, borgarlíf og efnahag landsmanna. Okkur svíður að sjá íslensk yfirvöld stefna í þveröfuga átt,“ segir í tilkynningu frá sam- tökunum. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., segir að leit- ast hafi verið við að skerða þjón- ustu við farþega sem allra minnst. „Við höfum verið að keyra á mik- illi tíðni, líka á leiðum þar sem far- þegar eru fáir eða jafnvel engir. Við höfum haft dæmi um leiðir þar sem tíu ferðir af hverjum fimmtán á kvöldi eru án farþega. Kostnaður- inn við þessar fimmtán ferðir hefur verið allt að 6.500 krónur á hvern einasta farþega.“ - hhs/ovd Samtök um bíllausan lífsstíl gagnrýna skerta þjónustu Strætós frá 1. febrúar: Strætóferðum fækkar til muna SELTJARNARNES Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, segir að rekstraraðili veitingastaðarins Rauða ljónsins á Eiðistorgi eigi ekki að gjalda fyrir ítrekuð mistök og brot for- veranna. Því eigi að gefa út nýtt rekstrarleyfi fyrir Rauða ljónið en með ströngum skilyrðum þó. Þannig eigi dyraverðir Rauða ljónsins að gæta alls torgsins í verslunarmiðstöðinni eftir að annarri starfsemi er lokað á kvöldin. Engin ummerki um veitinga- reksturinn megi vera á torginu. Þá sé eftirlit með kráargestum þannig að aðrir á torginu verði ekki fyrir ónæði eða óþægindum, segir í tillögu bæjarstjórans að umsögn af hálfu bæjarins. - gar Veitingarekstur á Eiðistorgi: Rauða ljónið fái skilyrt vínleyfi Í STRÆTÓ Frá 1. febrúar mun draga verulega úr ferðum strætisvagna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI EIÐISTORG Bæjarstjórinn vill jákvæða umsögn um rekstrarleyfi fyrir Rauða ljónið. JOHN SOLECKI Gaddafí leiðtogi Afríkuríkja Moamar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur verið kosinn formaður Afríkubanda- lagsins. Leiðtogar aðildarríkja banda- lagsins skipta með sér formennsk- unni, og fer hver þeirra með hana í eitt ár í senn. AFRÍKA Atvinnulausir synda frítt Atvinnulaust fólk í Fjarðabyggð fær eftirleiðis frítt í sundlaugar sveitarfé- lagsins. Hugmyndin mun komin frá aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. FJARÐABYGGÐ DÓMSTÓLAR Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmd- ur í átján mánaða fangelsi fyrir 43 brot sem hann framdi á árinu 2008. Brotin eru margvíslegs eðlis, en meðal þeirra eru fjöldi innbrota og þjófnaða, fjársvika og umferðarlagabrota. Maðurinn á langan afbrotafer- il sem hófst árið 1997. Hann var síðast dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í maí 2007. Auk fangelsisrefsingarinn- ar er maðurinn sviptur ökurétt- indum í þrjú ár og gert að greiða fimm aðilum samtals vel á annað hundrað þúsund krónur í skaða- bætur. - sh Átján mánaða fangelsi: Dæmdur í fang- elsi fyrir 43 brot

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.