Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég passa alltaf upp á svefninn og mataræðið; gæti þess að borða jafnt yfir daginn til að halda blóðsykrin- um í lagi og neyti aldrei unninnar matvöru og nánast engrar mjólk- urvöru. Svo blanda ég ákveðnum fæðutegundum ekki saman. Borða til dæmis kartöflur með grænmeti en ekki kjöti og öfugt. Ég hef bara smám saman komist að hvað fer vel í mig og hvað ekki,“ segir Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir hómópati, beðin um lýsa hvernig hún hugar að andlegri og líkamlegri heilsu. Jóna Ágústa segist auk þess ekki hafa notað örbylgjuofn síð- astliðin þrettán ár eftir að hafa komist yfir upplýsingar um skað- semi þeirra. „Ekki að ég aðhyll- ist einhverjar öfgar, heldur er ég almennt þeirrar skoðunar að öfl- ugt rafsegulsvið geti smám saman brotið niður ónæmiskerfi líkam- ans,“ útskýrir hún og segist sjálf hafa verið illa haldin af rafsegul- óþoli fyrir nokkrum árum. „Það hófst með flutningi á nýjan vinnu- stað sem reyndist með mjög sterkt rafsegulsvið. Ég steyptist í kjöl- farið út í einhverjum dularfullum blettum og leitaði til læknis. Eina sem hann gerði var að skrifa upp á lyf án þess að grennslast almenni- lega fyrir um orsakirnar, sem varð aftur til þess að ég ákvað að taka málin í mínar hendur. Þá kynntist ég hómópatíu.“ Langalangaafi Jónu Ágústu hafði starfað sem hómópati en sjálf vissi hún lítið sem ekkert um hvað hún snerist. Eftir því sem hún kynnti sér málið betur varð áhuginn meiri og hún skráði sig í nám við The College of Homeopathy í London árið 1997. „Hómópatar gefa sér- stakar remedíur sem eru unnar úr lífríkinu og þær urðu til þess hjá mér að blettirnir hurfu smám saman og ónæmiskerfið styrkt- ist,“ rifjar Jóna Ágústa upp, sem útskrifaðist úr náminu árið 2000 og hefur starfað sem hómópati síðan. Hún átti þátt í að stofna heilsu- miðstöðina Heilsuhvol árið 2001 og Heilsuhöndina 2007 og hefur á þeim tíma aðstoðað fjölda fólks við að leita úrlausna vandamála sinna með viðtalstímum og hnitmiðuð- um meðferðum. Nýjasta útspilið er vefsíðan www.heilsuhondin.is þar sem áhersla er á hómópatíu og önnur heilsutengd málefni. „Ég býð upp á bráðaþjónustu og heildræna meðferð gegnum netið. Bráðaþjónustan gengur fljótar fyrir sig eins og nafnið bendir til. Heildræna meðferðin tekur lengri tíma og verða remedíur ásamt leið- beiningum komnar innan viku. Til- gangurinn með netþjónustunni er að margir eiga þess ekki kost að koma í ítarlegt viðtal, þetta er því ágæt leið til að hefja ferlið og mæta svo síðar í viðtalið,“ segir Jóna Ágústa. roald@frettabladid.is Trúi því að líkt lækni líkt Lélegt ónæmiskerfi var tekið að há Jónu Ágústu Ragnheiðardóttur í daglegu lífi. Heilsuleysið varð loks til þess að hún leitaði í óhefðbundin meðferðarúrræði hómópatíu þar sem hún hlaut lausn vandans. „Hómópatía er meðferð sem byggir á lögmálinu Líkt læknar líkt. Hómópatar taka ítarleg viðtöl við fólk, hlýða á það lýsa einkenn- um sínum og finna svo viðeigandi remedíur, sem geta verið við öllu mögulegu,“ segir Jóna Ágústa Ragnheiðardóttur hómópati. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TANNVERNDARVIKA stendur nú yfir en fyrsta vikan í febrúar er árlega helguð tannvernd. Kjörorð vik- unnar að þessu sinni er Taktu upp þráðinn en sérstök áhersla er lögð á að nota tannþráð á hverjum degi. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hefur flú starfa› í greininni í fimm ár e›a lengur? Vilt flú ljúka námi í matrei›slu? Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur í síma 590-6400, frekari uppl‡singar er jafnframt hægt a› nálgast á www.idan.is. Rafrænar fyrirspurnir er hægt a› senda á radgjof@idan.is Samskonar verkefni er veri› a› vinna í málarai›n, húsasmí›i, vélvirkjun, stálsmí›i og blikksmí›i. Hófst flú nám í matrei›slu en laukst flví ekki? E in n t v e ir o g þ r ír 4 26 .0 11 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun NERVIDIX Segðu BLESS við taugaóróa og stress. Upplifðu innri frið og skýrari fókus – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. Gildir til 15. 2. 09 20% verðlækkun DEPRIDIX Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu. Finndu lífsorkuna á ný – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. 20% verðlækkun ENERGIX Segðu BLESS við orkuleysi. Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna – 100% náttúruleg formúla. 1.867 kr. 1.494 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 48 32 0 1/ 09

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.