Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 30
26 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. hland, 6. líka, 8. farfa, 9. yfir- breiðsla, 11. tónlistarmaður, 12. þjóðsagnaskepna, 14. slór, 16. golf áhald, 17. stúlka, 18. umhyggja, 20. þys, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. líkami, 3. á fæti, 4. eyja í Miðjarðar- hafi, 5. stykki, 7. gluggatjald, 10. ílát, 13. bar að garði, 15. löngun, 16. höld, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. piss, 6. og, 8. lit, 9. lak, 11. kk, 12. dreki, 14. droll, 16. tí, 17. mey, 18. önn, 20. ys, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. hold, 3. il, 4. sikiley, 5. stk, 7. gardína, 10. ker, 13. kom, 15. lyst, 16. tök, 19. nr. Auglýsingasími – Mest lesið „Við fáum alltaf æði fyrir einhverju og núna hlustum við rosalega mikið á Kings of Leon og Motion Boys.“ Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran mat- reiðslumaður. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Taktu upp þráðinn. 2 Ragna Árnadóttir. 3 Hveragerði. „Ég hélt að þetta væri bara eitt- hvert svona innanhússpjall. Bara eitthvað óformlegt. Svo birtist bara ljósmyndari og tók mynd af mér sem Janis Joplin í Íslensku óperunni,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir. Hún fær draum margra leikara og leikkvenna upp- fylltan þegar það kemur mynd af henni í stórblaðinu Vanity Fair og stutt spjall. „Kannski verð ég bara heimsfræg eftir þetta?“ spyr Ilmur og skellihlær, þykir þetta óneitan- lega nokkuð skondið. Stutta viðtalið er enda ekki um ferilinn né leiksýninguna Janis 27 heldur um ástandið á Íslandi sem virðist soga til sín erlenda blaða- menn hvaðanæva að úr heiminum. Ilmur tekur skýrt fram að spjallið við blaðamanninn Michael Lewis sé stutt og að hún sé ekki í neinu aðalhlutverki í greininni. Þetta sé meira aukahlutverk. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá verð- ur nefnilega einnig viðtal við Geir H. Haarde í umræddu tímariti sem og Ingibjörgu Sólrúnu auk annarra áhrifamanna í íslensku þjóðlífi. Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Ísland kemst í Vanity Fair. Þá var það reyndar á ögn jákvæðari nótum, Leonardo Di Caprio sat fyrir hjá ljósmyndar- anum Anne Liebowits fyrir forsíðu blaðsins ásamt ísbjarnarhúninum Knúti á Jökulsárlóni. Tímaritið var þá helgað náttúruvernd og Ísland þótti heppilegur tökustaður fyrir slíkan málstað. Í dag þykir Ísland hins vegar ákjósanlegur áning- arstaður ef menn ætla að skrifa um fjöldagjaldþrot og alþjóðlegu lausafjárkreppuna. Og afleiðing- ar hennar. Ilmur er annars á fullu í guð- fræðinámi sínu við Háskóla Íslands. Og unir hag sínum vel. Ilmur segist hafa orðið fyrir hálf- gerðri uppljómun þegar hún sat fyrirlestur hjá Magnúsi Bernharð Þorkelssyni um íslam. „Mér fannst undarlegt að manneskja með BA- próf úr listaháskóla skuli ekki hafa vitað neitt um íslam, trúarbrögðin sem allar deilur í heiminum virð- ast snúast um,“ segir Ilmur. - fgg ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR: KANN VEL VIÐ SIG Í GUÐFRÆÐI ILMUR Í VANITY FAIR KANNSKI HEIMSFRÆG Ilmur sat fyrir hjá ljósmyndara Vanity Fair en ítarleg umfjöllun um íslenska bankahrunið er væntanleg í marshefti blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR SÍÐAST Á FORSÍÐU Svona var ímynd Íslands í Vanity Fair, Leonardo Di Caprio á Jökulsárlóni með ísbjarnarhúninum Knúti. „Það voru augljóslega gerð mis- tök, sem mér þykir miður og við biðjumst velvirðingar á. Það átti auðvitað ekki að rjúfa miðja ræðu, þótt handboltinn sé góður,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri hjá Ríkissjónvarpinu. Stjórnarskiptin voru sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu á sunnudaginn. Í miðri ræðu hins nýbakaða ráðherra Stein- gríms J. Sig- fússonar var skyndi- lega klippt á útsending- una til að koma úrslitaleik Frakka og Króata á HM í hand- bolta að. Eins og gefur að skilja voru upplýsingaþyrstir Íslending- ar ekki á eitt sáttir við það, enda um stórtíðindi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu. Óðinn segist bæði hafa fengið kvartanir frá fólki sem ætlaði að fylgjast með framvindu mála í pólitíkinni sem og óþreyjufull- um handboltaáhugamönnum sem höfðu þegar misst af byrj- un leiksins. Má því segja að Óðinn og starfsfólk hans hafi verið á milli tveggja elda. Hann tekur þó fram að stjórnmála- mennirn- ir hafi verið seinir á vett- vang og fyrir vikið hafi útsendingunni seinkað á kostnað handboltans. Í hálfleik úrslita- leiksins var ræða Stein- gríms síðan endursýnd til að bæta fyrir mistökin. „Það var farin dálítið úr því stemningin,“ viður- kennir Óðinn. - fb Mistök að klippa á Steingrím LUC ABALO Abalo og félagar í franska lands- liðinu voru fyrir mistök teknir fram yfir Steingrím J. Sigfússon. ÓÐINN JÓNSSON Óðinn viðurkennir að mistök hafi verið gerð þegar stjórnarskiptin voru látin víkja fyrir handboltanum og Steingrímur fékk ekki að klára ræðu sína í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Nýju ráðherrarnir eru að koma sér í gírinn. Auðvitað fylgja ýmis fríðindi djobbinu, þar á meðal er drossía og einkabílstjóri. „Þessi mál hafa ekki háan forgang hjá mér, það eru næg önnur mál brýnni,“ segir Gylfi Magnússon, glænýr viðskiptaráðherra, spurður um bílamálin. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að nýta mér sama bíl og forveri minn enda er það ein- faldast. Það er nýlegur Vol- vojeppi með sparneytinni dís- ilvél að því er mér skilst. Ég keyri hann sjálfsagt ýmist sjálfur eða þigg aðstoð bíl- stjóra.“ Þótt hann feginn vildi segir Gylfi vandkvæð- um bundið að nota sína eigin bifreið. „Bíllinn minn er nefnilega búinn að vera bilaður síðan fyrir bankahrun. Það er miðaldra Volvobifreið, árgerð 1994. Kannski fer hann að hressast. Bifvélavirkinn minn er að minnsta kosti vongóður og er búinn að vera það mánuðum saman. Ég hef mikla trú á þeim báðum, bílnum og bifvélavirkj- anum.“ Hinn glænýi ráðherrann er Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra. Líkt og Gylfi á hún gamlan Volvo. „Ég á Volvo 850 árgerð 1995, sem er stab- íl bifreið og glæsileg!“ segir Ragna og bætir við: „Ég nýtti mér ráðherrabíl og bílstjóra í gær og á sunnu- daginn, en hef ekki tekið afstöðu til þess hvort ég geri svo áfram.“ Fleiri ráðherrar eru á Volvo, að minnsta kosti mætti Steingrímur J. á ævagöml- um Volvo á Bessastaði á sunnudaginn. - drg Nýir ráðherrar á gömlum Volvo GYLFI OG RAGNA FREMST Í FLOKKI NÝRRAR RÍKIS- STJÓRNAR Eiga bæði miðaldra Volvoa en hafa notast við einkabílstjóra fyrstu daga ráðherradómsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kolbrún Halldórsdóttir, nýr umhverfisráðherra, segir frá því á vefsíðu sinni á sunnudag að þetta sé dagurinn sem hún hafi beðið eftir. Ekki af því að ráðherradómur biði hennar heldur ættu sonur hennar og tengdadóttir von á barni og hún þá að verða amma. Hefur það ýtt undir þá skoðun hennar að frumábyrgð hverrar manneskju er gagnvart börnunum og vísaði hún í orð Villhjálms Árnasonar, prófess- ors og siðfræðings, þar um. Enn segir af afrekum íslenskra rit- höfunda á erlendum vettvangi. Jón Kalman Stefánsson er nú kominn til Svíþjóðar, að fylgja bók sinni Sumarljós, og svo kemur nóttin, úr hlaði en John Swedenmark þýddi. Jón fær glimrandi dóma hjá Anninu Rabe í SvD; Sveriges kvalitetssajt för nyheter sem á í hinum mestu vandræðum. „Einhverra hluta vegna er næstum því alltaf auðveldara að orða last heldur en lof, ég held að flestir gagnrýnendur taki undir það,“ skrifar Anninu og líklega þykir lista- mönnum sannleikskorn í því. „Hvað á maður þá til bragðs að taka þegar maður hefur lesið bók sem maður er svo innilega hrifinn af, svo hrifinn, að manni finnst maður ekkert geta sagt sem geri henni rétt til?“ spyr sænski gagnrýnand- inn. Það að fara í bíó er ekki bara fyrir ungviðið og var Sigurður A. Magn- ússon, rúmlega áttræður, mættur á Kringlubíó á sunnudagskvöldið og varð myndin Doubt fyrir valinu hjá þess- um mikla menningar- innar manni. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.