Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 16
Lífshlaupið er verkefni sem höfðar til allra landsmanna. Þar er fólk hvatt til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Lífshlaupið verður formlega ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrú- ar í íþróttahúsinu að Varmá Mos- fellsbæ klukkan 12. Þennan sama dag eru vinnustaðir hvattir til að hefja Lífshlaupið hjá sér með því að vera með skipulagða göngu/hreyf- ingu í hádeginu. Lífshlaupið er hvatningar- og átaksverkefni Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands og var mjög vin- sælt þegar það var haldið í fyrsta sinn í fyrra. Þá voru þátttakendur 7.700. Þrjú mismunandi hlaup eru í boði. Í fyrsta lagi vinnustaðakeppni sem stendur frá 4. til 24. febrúar, fyrir 16 ára og eldri. Í öðru lagi hvatningarleikur fyrir grunnskóla frá 4. til 24. febrúar, fyrir 15 ára og yngri og í þriðja lagi einstakl- ingskeppni þar sem hver og einn getur skráð niður sína hreyfingu allt árið. Hægt er að skrá þátttöku á vef- síðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid. is. Einnig má skrá alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsu- stöðvar um hreyfingu þar sem börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mín- útur á dag. - sg Lífshlaup hefst á ný Fimmti bekkur ÓHG úr Hofsstaðaskóla fékk ávaxtakörfu frá Ávaxtabílnum í verðlaun í hvatningaleik Lífshlaupsins í fyrra. SVEFNHEBERGIÐ ætti að vera kyrrlátur íverustað- ur þar sem aðalmarkmiðið er að sofa og hvílast vel. Sjónvarpið á ekkert erindi í svefnherbergið þar sem það er ekki ávísun á góðan nætursvefn. Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.