Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 14
14 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Eftir upphafnar ávirðingaham-farir síðustu vikna, kræklótt- an afleggjara málefnalegra mót- mæla, kemur stundarfriður þegar kona sem nýtur bæði virðingar og traust verður forsætisráðherra landsins, fyrst íslenskra kvenna. Það er eins og landið andi léttar. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki óumdeild – en næstum því. Ekki vegna vinsælda, heldur virðing- ar og trausts. Ekki fyrir lipurð í pólitísku samstarfi, heldur vegna trúnaðar við kjósendur sína og þá sem minna mega sín. Á stjórn- málaferli sínum hefur hún verið sjálfri sér samkvæm og hvorki bendluð við leikaraskap né und- irmál. Samstarfsmönnum hennar í fyrri ríkisstjórnum þykir hún ósveigjanleg og kröfuhörð fyrir sitt ráðuneyti og ekki líkleg til niðurskurðar í fjárveitingum. Hún hefur ekki langan tíma til að afsanna það í þessari lotu, en næstu vikur verða spennandi. Nú er hún oddviti og öll ráðuneytin því hennar ráðuneyti. Handsal úrelt Áður fyrr taldist það til dyggða að ávinna sér traust annarra, bæði í almennum samskiptum og viðskiptum. Það var eftirsótt- ur gæðastimpill að vera treyst, bæði hjá háum og lágum, börn- um og fullorðnum. Við slíkt fólk var nóg að handsala samning eða samkomulag. Það jafngilti undir- skrift. Ekki er víst að allir myndu skilja hvað væri á ferðinni, til dæmis við kaup á húsnæði, ef samið væri um verð og kaupand- inn rétti fram höndina og segði: Við handsölum þetta. Þá er það frágengið! Í dag lætur enginn sér til hugar koma að treysta öðru en margstimpluðum skjölum þegar fjármál eru annars vegar. En traust snýst auðvitað ekki bara um viðskipti, heldur öll sam- skipti. Það þarf að vera hægt að treysta fólki til að skila vandaðri vinnu, skólakrökkum til að læra heima, hjónum til að sýna hvoru öðru trúnað, og vinum til að halda trúnað. Allt eru þetta náttúrulega sjálfsagðir hlutir, en hafa ekki verið mikið uppi á borðinu síðustu árin. Við heyrum til dæmis ítrekað um lélegan frágang á nýju íbúð- arhúsnæði, sem áður var fátítt og hjón virðast ekki telja það trúnað- arbrot að lýsa heimilishögum og sambúð á netinu og senda maka sínum sms-skilaboð um að þeir vilji skilnað. Ekki sérlega þægileg sending fyrir þann sem stendur við kassann í kjörbúðinni þegar hann heyrir píp og les skilaboðin um leið og hann borgar. Framboðslistar í vor Margt bendir til að traust milli manna nái fyrri vigt á næstu misserum. Nýtt gildismat er í fæðingu. Nýtt, en um leið gamalt og kunnuglegt. Væntanlega munu kosningarnar í vor endurspegla þetta. Kostnaðarsöm prófkjör myndu ekki vekja traust á fram- bjóðendum. Einnig má ætla að horft verði til þess að framboðs- listar verði ekki of einsleitir. Ekki hópur af jafnöldrum með svipaða menntun. Á nýliðnum árum hefur yfirleitt ekki þótt taka því að leita til fólks sem komið er yfir miðj- an aldur, ekki einu sinni um mál sem það hefur yfirburðaþekkingu á. Þetta breyttist þegar krepp- an birtist. Allt í einu lögðu menn við eyrun þegar þessir spekingar tóku til máls. Þetta þarf að endurspeglast á framboðslistum í vor. Þar þarf að vera fólk á öllum aldri og úr mörgum starfsstéttum. Gjarnan einstaklingar sem eru í forystu fyrir félagasamtökum eða annars konar hópi. Karlar og konur sem standa undir því trausti sem felst í að vera rödd margra. Ætla má að eftir nýliðna orra- hríð muni ýmsu manndómsfólki ekki þykja eftirsóknarvert að sækjast eftir því að setjast á þing, og taki því ekki þátt í prófkjöri. Þingmennska í nútímasamfé- lagi er á vissan hátt afsal á per- sónulegu frelsi. Ætlast er til að stjórnmálamenn svari hvers kyns fyrirspurnum hvar og hve- nær sem er. Og náist ekki í þá, er þess sérstaklega getið í fjölmiðl- um. Allir telja sig hafa skotleyfi á þingmann ef þeim líkar ekki við framgöngu hans eða skoðan- ir. Alvarleg veikindi eru ekki einu sinni virt, sem er nýnæmi. Hvað sem því líður, er mikil- vægt að gera það eftirsóknarvert fyrir framangreint manndóms- fólk að komast á þing og gera sig gildandi þar. Og í prófkjör- um ætti að kjósa þá sem óhætt er að treysta. Ekki kjósa útlit, ræðumennsku, aldur, eða efna- hag, heldur traustið og virðing- una. Þingmennska er starf þar sem hvorki eru gerðar kröfur um tiltekna menntun, hæfni, eða reynslu. Bara traust. Virðing og traust UMRÆÐAN Árni Finnsson skrifar um hvalveiðar Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjaf- ar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var ein- mitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgj- andi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er að minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strand- ríkja til nýtingar og er sérstaklega kveð- ið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, eink- um hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráð- herra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórn- völd hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMM- CO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasam- félagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjór- inn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegs- ráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reyn- ist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Alþjóðapólitískur rétttrúnaður ÁRNI FINNSSON Samskipti JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Hreinn Loftsson svarar Ólafi F. Magnússyni Fyrrum svili minn, Ólafur F. Magnús- son, læknir og borg- arfulltrúi, vandar mér ekki kveðjurnar í grein í Fréttablað- inu 2. febrúar sl. vegna frétta- skrifa DV um deilur Ólafs við Frjálslynda flokkinn. Rétt er að taka fram að rit- stjórar DV ráða efnistökum blaðsins. Þeim hefur þótt ný deila Ólafs við Frjálslynda flokkinn fréttnæm. Þeir bera alla ábyrgð á frásögninni. Sama gildir um úttekt blaðsins á nýjum borgarstjóra á sínum tíma og einnig opnuviðtal við hann þegar hann lét af störfum. Ég kom þar hvergi nærri. Ríkisfjölmiðillinn hefur verið óvægnari í umfjöllun sinni um Ólaf og veikindi hans. Borgarfulltrú- inn getur þess ekki í grein sinni að lög- mannsstofa mín hefur aðstoðað fyrrverandi eiginkonu hans í erf- iðum skilnaði. Þessi staðreynd skýrir skrif Ólafs og augljóst hatur hans í minn garð. Hann virðist ekki geta tekið á slíkum málum án þess að snúa þeim upp í persónulega óvild eða árásir. Honum virðist ókleift að mæta gagnrýni eða mót- stöðu með öðrum hætti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hatursmanni svarað HREINN LOFTSSON Hugsað í veislum … Sjálfstæðismenn eru einarðir talsmenn þess að ríkið eigi að sýna ráðdeild og takmarka umsvif sín sem mest það getur. Það kemur því óneit- anlega spánskt fyrir sjónir hversu framámönnum í flokknum er tamt að hugsa um rekstur þjóðar- búsins sem veisluhöld. Fræg eru ummælin sem Árni Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra, hafði eftir félaga sínum í umræðum þegar hagsstjórn ríkis- stjórnarinnar bar á góma: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ … og brauðtertum Gísli Marteinn Baldursson, borgarfull- trúi í leyfi, hugsar á svipuðum nótum í bloggfærslu um hina nýju ríkisstjórn þegar hann skrifar: „Veislan sem þessi ríkisstjórn býður til verður því miður dapurleg. Majónesið var þegar orðið gult þegar gestirnir mættu.“ Gísli Marteinn gleymir því að hér á landi dettur engum í hug að það standi einhver veisluhöld fyrir dyrum; það þarf að taka til eftir fyllirí sem fór úr böndun- um. Jóhann? Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er tekin við völdum og eins og iðulega er það vinsæll samkvæmisleikur að velja nýrri ríkis- stjórn gælunafn. Nokkrar ríkisstjórnir hafa verið kenndar við forsætisráð- herra sjálfan; tvær ríkisstjórnir Ólafs Thors voru kallaðar Ólafía; ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar hlaut viðurnefnið Stefanía og ríkisstjórn Emils Jónssonar var kölluð Emilía. Reglan virðist sem sagt vera sú að kyn nafnsins sé öfugt við þann sem leiðir stjórnina. Sam- kvæmt þeirri reglu gæti hin nýja ríkisstjórnin einfaldlega heitið Jóhann. Ísland er jú land fyrir Jóhann. bergsteinn@frettabladid.isL oforð nýs fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússon- ar, um að ekki sé á verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar að leggja á hátekjuskatt er hughreystandi. Öllu síðri er áhugi flokks hans á því sem Steingrímur kallar „réttlát- ara skattkerfi“, og gæti komið til framkvæmda á næsta fjárlagaári, ef hann fær að ráða. Ekki fer á milli mála að hátekjuskattur er hluti af þeim hug- myndum. Erfiðara er hins vegar að sjá hvar réttlæti kemur þar við sögu. Vandamálið er að það sem stjórnmálamennirnir hafa kallað hátekjur hafa risið illa undir þeirri nafngift eins og dæmin sanna. Skattaárið 2004 lagðist til dæmis auka fjögurra prósenta skatt- ur á laun sem fóru yfir 4,2 milljónir á ársgrundvelli. Það þýddi að hver sá sem fór yfir 350 þúsund krónur á mánuði var orðinn hátekjumaður í augum skattsins. Lítið réttlæti í því. Vandamálið við hátekjuskatt er að til þess að hann skili ríkinu tekjum, sem skipta máli, þarf að leggja hann á laun, sem aðrir en stjórnmálamenn myndu kalla meðaltekjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðaði þetta á skorinorðan hátt í viðtali við mbl.is síðastliðinn desember. Hátekjuskattur skilar litlu í ríkissjóð, hann er fyrst og fremst „táknrænn“ sagði hún og bætti við að vel gæti komið til greina að leggja á slíkan skatt. Hnykkti ýmsum við þessi orð formanns Samfylkingarinnar. Þóttu þau ekki við hæfi leiðtoga stærsta jafnaðarmannaflokks landsins. En sannleikurinn getur oft verið óþægilegur. Hátekjuskattur, sem stendur raunverulega undir nafni: skattur á háar tekjur en ekki miðlungs, er eins og Ingibjörg orðaði það, fyrst og fremst táknrænn. Ef þeir stjórnmálamenn, sem ætla að móta nýja Ísland, vilja senda út skilaboð um að munur á lægstu launum og þeim hæstu eigi ekki að vera meiri en til dæmis tífaldur, þá er hægt að nota skattkerfið til þess. Ríkið myndi þá taka hraustlegan skerf af launum sem færu yfir þau mörk. Slík aðgerð væri þó fyrst og fremst tilraun til að móta hvernig samfélag á að vera hér en myndi litlu skipta fyrir tekjur ríkisins. Það er kostur við núverandi tekjuskattskerfi að það er til- tölulega einfalt. Kerfið byggir á samspili persónuafsláttar og tekjuskattshlutfalls en hugmyndin á bak við persónuafsláttinn er tvíþætt. Annars vegar á fólk ekki að borga tekjuskatt af lág- marksframfærslutekjum og hins vegar er hann tæki til tekjujöfn- unar. Þannig borga hinir tekjulægstu engan skatt og tekjulágir hlutfallslega minna en tekjuháir. Þegar bækur skattayfirvalda eru skoðaðar blasir við brýnna viðfangsefni fyrir stjórnmálamenn, sem hafa áhuga á velferð, en að hækka skatta á þá sem hafa hæstar tekjur. Þetta er sú stað- reynd að um þriðjungur atvinnubærra Íslendinga er með laun undir skattleysismörkum og borgar því alls engan tekjuskatt. Það er réttlætismál að bæta hag þeirra. Að auka skattlagningu á hina sem þegar standa undir tekjuskattskerfinu er það ekki. Hugmyndir um hátekjuskatt: Réttlátir skattar eða táknrænir JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.