Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 03.02.2009, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2009 21 Íslenskar byssur verða áberandi á hinni árlegu byssu sýningu Veiðisafnsins á Stokkseyri sem fer fram um næstu helgi í sam- vinnu við verslunina Vesturröst. „Þetta eru íslenskar skammbyss- ur sem voru smíðaðar á Íslandi. Ég ætla líka að sýna opinberlega eina af fáum haglabyssum sem Jón Þorsteinsson smíðaði,“ segir Páll Reynisson, sem rekur safn- ið ásamt Fríðu Magnúsdóttur. Yfir þrjú hundruð manns sóttu sýninguna í fyrra og á Páll von á enn meiri aðsókn í ár. „Þetta er alltaf mjög vinsælt og það hefur frekar bæst í,“ segir hann. Á sýningunni verður sýnt fjöl- breytt úrval skotvopna svo sem rifflar, vélbyssur og herrifflar ásamt ýmsu frá seinni heims- tyrjöld í eigu Hinriks safnara. Einnig verða sýndar byssur úr einkasöfnum, m.a. annars frá Sverri Scheving Thorsteins- syni, Sigurði Ásgeirssyni og Einari frá Þverá að ógleymdum Drífu-haglabyssun- um frá Jóni Björns- syni heitnum frá Dal- vík. Páll hefur í gegnum árin verið duglegur við veiðar erlendis og hefur hann meðal annars skotið ljón og sebra- hesta sem hann hefur síðan stoppað upp fyrir safnið. Vegna lágs gengis krónunnar er nú liðið heilt ár síðan hann fór síðast út, en þá flaug hann til Bandaríkj- anna og veiddi tvo buffalóa með félaga sínum. „Þeir eru í upp- stoppun í Ameríku og verða sett- ir upp á vegg í Veiðisafninu lík- lega í apríl,“ segir Páll og nefnir að stærra dýrið hafi vegið 1100 kíló. „Ég er með sauðnaut frá Grænlandi en mér vitandi eru engir uppstoppaðir amerískir buffalóar hér á landi.“ Byssusýningin verður haldin á laugardag og sunnudag frá 11 til 18 og er allt áhugafólk um skot- vopn og veiðar hvatt til að mæta. - fb Íslenskar byssur í sviðsljósinu PÁLL REYNISSON Yfir þrjú hundruð manns sóttu byssusýninguna í fyrra og á Páll von á enn betri aðsókn í ár. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu ferð á www.icelandair.is ÞÆGINDI FYRIR ÞIG Á EINSTÖKU TILBOÐI TIL OG MEÐ 6. FEB. M AD RID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN DÜSSELDORF FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN STAVANGER OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX NE W Y OR K ORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO BO STO N BERGEN REYKJAVÍK * Innifalið: Flug og flugvallarskattar, aðra leið. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags ef keypt er far báðar leiðir. Hámarksdvöl er 1 mánuður ef keypt er far báðar leiðir. Breytingagjald er 10.000 kr., engin endurgreiðsla, enginn barnaafsláttur. – Ath. Það þarf ferðaheimild, ESTA, til Bandaríkjanna. Bandaríkin Verð frá 34.900 kr.* Evrópa Verð frá 29.900 kr.* TIL EVRÓPU OG BANDARÍKJANNA Láttu fara vel um þig á nýja farrýminu, Economy Comfort, þegar þú flýgur til þinnar borgar. Tilboðið gildir til allra áfangastaða Icelandair svo að nú er um margt að velja. Sölutímabil: 31. janúar til og með 6. febrúar 2009. Ferðatímabil: 1. febrúar til 31. maí 2009. Economy Comfort 35–46% AFSLÁTTUR Costa del Sol MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.