Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2009 13 Umsjón: nánar á visir.is Starfshlutfall sem lækkað var í 90 prósent um áramót hjá starfsfólki á verkstæðum Toyta í Kópavogi hefur verið fært aftur í 100 prósent. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu Toyota var búist við töluvert minnkandi umsvifum, en vegna aukinnar verkstæðisvinnu hefur starfshlutfall þar verið fært til fyrra horfs. Lækkunin náði hins vegar til fyrirtækisins alls. Aukin aðsókn á verkstæði skýr- ir félagið með því að endurnýjun á bílum sé hægari nú en á undan- förnum misserum og eigendur vilji því fremur koma með bíla í reglu- bundnar skoðanir og gera strax við það sem bilar til þess að tryggja að þeir endist sem lengst. - óká Starfshlutfall aukið aftur Nýi Glitnir hefur birt á vef sínum samræmd- ar viðmiðunarreglur vegna fyrirtækja í rekstrarerfiðleikum. Reglurnar koma í fram- haldi af vinnuramma sem bankinn kynnti um miðjan desember þar sem fjallað var um úrlausnir fyrir fyrirtæki í tímabundn- um greiðsluerfiðleikum. Í viðmiðunarreglunum kemur fram hvern- ig lagt er mat á sjóðsstreymi fyrirtækja og hvaða úrræði standi til boða. Þar sem umbót- um verður komið á er alla jafna lögð til svo- nefnd „Lundúnaleið“, en það eru alþjóð- leg viðmið um úrlausn flókinna lánamála á grundvelli frjálsra samninga kröfuhafa. Þannig geti kröfuhafar sameiginlega unnið að því að aðstoða lífvænleg fyrirtæki í fjár- hagsörðugleikum. Þá getur bankinn sem kröfuhafi gripið til sértækra ráðstafana, breytt skuldum í hluta- fé eða ígildi eiginfjár, en þó ekki nema að fyrir liggi rökstudd tillaga áhættunefndar. Á vef Glitnis kemur fram að vinnuramm- inn sé hluti af því að koma til móts við til- mæli ríkisstjórnarinnar frá í desember- byrjun um aðgerðir til að bregðast við tímabundnum vanda fyrirtækja í kjölfar fjármálakreppunnar. - óká Viðmiðunarverklag vegna fyrirtækja sem standa höllum fæti: Lundúnaleið farin þar sem við á HÖFÐUSTÖÐVAR GLITNIS Nýi Glitnir er með höfuð- stöðvar sínar við Kirkjusand í Reykjavík, rétt eins og sá gamli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 38 Velta: 29 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 313 +0,25% 895 -1,01% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ +1,00% MESTA LÆKKUN STRAUMUR -3,57% BAKKAVÖR -1,08% ÖSSUR -0,63% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,95 +0,00% ... Atlantic Airways 165,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 565,00 +0,00% ... Bakkavör 1,84 -1,08% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,01 +1,00% ... Føroya Banki 116,00 -0,43% ... Icelandair Group 13,41 +0,00% ... Marel Food Systems 64,20 -0,31% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,62 -3,57% ... Össur 94,60 -0,63% „Svo virðist sem verðbólguvænt- ingar hafi breyst verulega á skulda- bréfamarkaði í kjölfar birtingar Seðlabankans á Peningamálum síðastliðinn fimmtudag,“ segir í umfjöllun Greiningar Glitnis. Vísað er til þess að ávöxtunar- krafa á stysta flokki íbúðabréfa hafi hækkað snarpt í lok síðustu viku, en flokkurinn er sagður hvað viðkvæmastur fyrir verðbólgu- væntingum. Þá hafi ávöxtunarkrafa flestra óverðtryggðra ríkisbréfa lækkað talsvert frá vaxtaákvörð- un Seðlabankans. Verðbólguspá Seðlabankans var mun bjartsýnni hvað verðbólgu- horfur varðar en fyrri spá í nóvem- ber. Gert er ráð fyrir að verðbólga sé nú í hámarki og verði komin niður undir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans að ári liðnu. - óká Væntingar sjást í skuldabréfum Einkaneysla dróst saman um eitt prósent í Bandaríkjunum í desem- ber, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, sem birtar voru í gær. Að teknu tilliti til lækkunar vöruverðs nam samdrátturinn hálfu prósenti. Þetta er í takti við væntingar, samkvæmt netmiðilinum Market- Watch. Einkaneysla vestra hefur dregist saman jafnt og þétt síðastliðna sjö mánuði. Nóvember er þar undan- tekning en þá jókst neysla um 0,3 prósent frá október. Niðurstaðan virðist benda til að neytendur hafi hugsað sig vel um áður en þeir tóku upp veskið í jóla- mánuðinum. Þá eru vísbendingar um að sparnaður hafi aukist tals- vert. Það getur svo komið harka- lega niður á hagvísum þar eð hag- vöxtur í Bandaríkjunum er mjög neysluknúinn. - jab Enn dregur úr einkaneyslu Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 45 39 0 1/ 09 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækk- aði um rétt rúm tvö prósent þegar mest var á olíumarkaði vestanhafs í gær og fór það um tíma í 40,79 dali á tunnu. Ástæðan er verkfalls- boðun starfsmanna hjá olíuhreinsi- stöðvum í Bandaríkjunum. Kjarasamningar þeirra runnu út á laugardag og hafði þá enn enginn sest við samningaborðið. Reikn- að er með að verkfall gæti haft áhrif á sextíu olíuhreinsistöðvar í Bandaríkjunum. Verkfall var hins vegar dregið til baka eftir að for- svarsmenn olíufyrirtækja sögðust opnir fyrir samningaumleitunum um helgina. - jab Olíuverð lækkar BEÐIÐ EFTIR VIÐSKIPTAVINUM Einka- neysla hefur dregist saman í sex mánuði af sjö í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.