Fréttablaðið - 03.02.2009, Side 20

Fréttablaðið - 03.02.2009, Side 20
16 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Karatefélag Reykjavíkur var stofn- að árið 1973 og varð því 35 ára á síð- asta ári. Valgerður Shamsudin situr í stjórn félagsins og segir það byggt á fjölskylduvænum gildum. „Þetta er rótgróið félag og mjög heimilislegt andrúmsloft hjá okkur í kjallaranum undir sundlaugunum,“ segir Valgerður en félagið er með æf- ingaaðstöðu undir Laugardalslaug. „Félagsmenn eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá nemum og upp í lækna og sálfræðinga. Við hittumst þrisvar í viku til að æfa saman og hlæja og spjalla saman og eftir æfingarnar er oftast farið í heita pottinn.“ Valgerður segir öflugt barna og ungl- ingastarf fara fram innan félagsins. Hún segir áhugann að aukast á íþrótt- inni hjá unga fólkinu og vill meina að karate sé hentug íþrótt fyrir krakka. Karate er bardagaíþrótt en Valgerð- ur segir af og frá að verið sé að kenna krökkum að slást. „Alls ekki. Þarna er agi og skipu- lag á krökkunum en ekkert ofbeldi eða of erfiðar æfingar. Við förum í góðar styrktaræfingar fyrir krakkana, sem þau þurfa á að halda og góðar teygjur. Þau byrja rólega og æfingarnar enda oft á leikjum. Þegar þau eru orðin eldri er þetta líka svo góður félagsskapur og þau læra mikið af því að taka þátt í mótum og sjá hvað þau geta.“ Félagsstarfið innan Karatefélags Reykjavíkur er líflegt og segir Val- gerður fjölskylduvænt andrúmsloft ríkja. Börnin komi gjarnan með for- eldrum sínum á æfingar og horfa þá á myndbönd frammi meðan foreldrarnir æfa. Reglulega sé farið með börnin og unglingana í keilu eða pantaðar pitsur eftir æfingar. „Þetta er mjög þægilegur félags- skapur. Hér hafa sömu kennararnir kennt við félagið lengi, sumir hátt í tut- tugu og fimm ár. Annað slagið fáum við kennara að utan og kemur okkar sen- sei oftast frá Bretlandi með nokkurra daga æfingabúðir. Það er alltaf gaman og þeir hafa komið í svo mörg ár að þeir þekkja okkur flest í félaginu.“ Valgerður hefur sjálf æft karate í nokkur ár og státar af svarta beltinu. Hún segist velja karate fram yfir aðra leikfimi enda íþróttin krefjandi og holl bæði andlega og líkamlega. „Þetta er góður félagsskapur og þarna öðlast fólk sjálfstraust, aga og ákveðni, ekki síst krakkarnir. Það er alltaf gaman að sjá hvað maður getur því maður getur alltaf meira en maður heldur.“ heida@frettabladid.is KARATEFÉLAG REYKJAVÍKUR: RÓTGRÓIÐ ÍÞRÓTTAFÉLAG Í YFIR ÞRJÁTÍU ÁR Getur meira en maður heldur ÖFLUGT STARF er innan Karatefélags Reykjavíkur og áhuginn að aukast meðal unglinga. MYND/KARATEFÉLAG REYKJAVÍKUR HEIMILISLEGT ANDRÚMSLOFT Valgerður Shamsudin segir Karatefélag Reykjavíkur þægilegt félag sem leggi áherslu á barna- og unglingastarf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MERKISATBURÐIR: 1930 Íslandsbanka lokað. Út- vegsbanki Íslands tekur við. 1944 Hótel Ísland brennur, einn maður ferst. Húsið er stærsta timburhús í Reykjavík. 1975 Gunnar Þórðarson tón- listarmaður hlýtur lista- mannalaun fyrstur popptónlistarmanna. 1981 Bærinn Litla-Brekka við Suðurgötu rifinn. Síðasti torfbærinn í Reykjavík. 1984 Hermann Valsson kemst á tind Aconcagua, hæsta fjalls Ameríku. 1991 Vindhviða í Vestmanna- eyjum mælist 237 km á klukkustund í fárviðri sem gengur yfir land- ið. Tjón af veðrinu varð á annan milljarð króna. ALVAR AALTO FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1898 „Við lifum á svo sérhæfðum tímum að nú veit fólk ann- aðhvort meira og meira eða minna og minna.“ Alvar Aalto var finnskur arkitekt og hönnuður og hannaði meðal annars Norræna húsið í Reykja- vík. Hann var frumkvöðull í formbeygingu viðar í húsgagna- hönnun og þykir formbeygður viður enn þann dag í dag ein- kennandi fyrir finnska hönnun. Gertrude Stein var bandarískur rithöfundur sem safnaði nútíma myndlist og rak virt gallerí í París. Innan hennar vinahóps mátti finna myndlistarmennina Matisse og Picasso og rithöfundinn Ernest Hemingway. Gertrude Stein var yngst fimm systkina og fæddist í Pennsylv- aníuríki í Ameríku. Fjölskyldan fluttist til Vínar og Parísar á æsku- árum hennar en aftur til Ameríku árið 1878. Foreldrar hennar dóu báðir þegar hún var ung að aldri og ólst hún upp hjá móðurfjölskyldu sinni í Balt- imore þar sem hún gekk í skóla. Hún fluttist til Parísar og kom sér upp til- komumiklu safni af nútímamyndlist ásamt bróð- ur sínum, Leo Stein, á árunum 1904 til 1913. Á þeim stutta tíma söfnuðu þau verkum eftir myndlistarmenn eins og Picasso, Paul Cézanne, Pierre-Auguste Renoir, Honoré Daumier, Henri Matisse, og Henri de Toulouse-Lautrec og átti sinn þátt í að myndlist þeirra varð þekkt. Gertrude Stein og listagallerí hennar á Rue de Fleurus mátti kalla miðpunkt listalífs Parísar- borgar á þessum árum en hún stóð fyrir samkomum helstu upp- rennandi myndlistarmanna þess- ara ára á frægum laugardagssamkomum þar sem allir sem eitthvað vildu vera létu sjá sig. Eftir að samstarfi hennar og bróður hennar Leos lauk rak hún gallerí með Alice B. Toklas allt til dauðadags árið 1946. ÞETTA GERÐIST: 3. FEBRÚAR ÁRIÐ 1874 Gertrude Stein kemur í heiminn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir og afi, Baldur Bergsteinsson Beykihlíð 29, Reykjavík, andaðist föstudaginn 30. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Göngum saman til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabba- meini, í síma 540 1990 eða á heimsíðu: www.gongum- saman.is. Guðrún Guðmundsdóttir Sigríður Baldursdóttir Gunnar Hjartarson Kristín Baldursdóttir Kristján Frímann Kristjánsson Margrét Baldursdóttir Þórólfur Árnason Bergþóra Baldursdóttir Hjörleifur Þórarinsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steindóra Sigurðardóttir, Fagrahjalla 4, Vopnafirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 30. janúar, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laug- ardaginn 7. febrúar kl. 14.00. Steinunn Gunnarsdóttir Helgi Jörgensson Guðný Sveinsdóttir Hjálmar Björgólfsson Sigurður Sveinsson Karin Bach Steindór Sveinsson Emma Tryggvadóttir Ingólfur Sveinsson Kristbjörg Hilmarsdóttir Erla Sveinsdóttir Gunnlaugur Einarsson Sveinn Sveinsson Rattana Chinnabut Harpa Sveinsdóttir Sigmundur K. Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi, Óttar Bjarkan Bjarnason bakarameistari, lést laugardaginn 31. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Guðrún Ásgerður Sölvadóttir Róbert Óttarsson Selma Barðdal Reynisdóttir Rebekka Óttarsdóttir Ögmundur Arnarson Þuríður Óttarsdóttir Eygló Þóra Óttarsdóttir Heimir Sverrisson Pálmi Bjarni Óttarsson og afabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.