Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 26
22 3. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Ívar Ingimarsson, miðvörðurinn sterki hjá enska 1. deildarliðinu Reading, fór í aðgerð á hné í síðustu viku og verður ekkert meira með á tímabilinu. Í frétt á heimasíðu félagsins í gær þá vonað- ist stjóri Reading, Steve Coppell, til að endurheimta Ívar eftir tvo mánuði, en svo verður ekki. „Ég fór í aðgerðina á fimmtudaginn og hún gekk bara ágætlega. Ég verð á hækjum í sex til átta vikur og byrja síðan í endurhæfingu,“ sagði Ívar sem hefur spilað lengi með verki í hnénu. „Ég var búinn að spila á þessu allt tímabilið en það var ekkert vitað hvað þetta var. Ég fór fyrst til læknis í nóvember og þá var ég búinn að vera með verki meira eða minna allt það ár. Frá nóvembermyndatöku fram í myndatökuna sem ég fór í janúar þá hafði þetta versnað það mikið að það var ekkert annað hægt að gera en að fara í aðgerð,“ segir Ívar. „Þetta voru liðþófameiðsl, það þurfti að gera við þau og það tekur síðan einhvern tíma að jafna sig. Það var gerð speglun á hnénu og þá sást nákvæmlega hvað þetta var. Það þurfti að gera við ákveðna hluti sem þýðir hvíld í nokkra mánuði. Þar sem það er svo lítið eftir af tímabilinu þá þýðir þetta bara að ég spila örugglega ekkert meira á tímabilinu,“ segir Ívar. Ívar hefur spilað 474 deildarleiki á ferlinum og alls 213 leiki á fimm og hálfu tímabili með Reading. Hann er því ekki vanur því að sitja upp í stúku. „Það verður frekar furðulegt að horfa á leiki liðsins en maður verður bara að eiga við það. Það verður samt örugglega frekar spes til að byrja með,“ segir Ívar og bætir við. „Ég hef verið frekar lánsamur á mínum ferli og hef aldrei áður misst úr í svona langan tíma.“ Ívar er bjartsýnn á að spila í ensku úrvalsdeildinni á ný á næsta tímabili. „Þetta lítur vel út með að komast upp aftur. Við erum í 2. sæti eins og er, fjórum stigum á eftir Úlfunum. Svo er þarna Birmingham rétt á eftir okkur. Það eru enn þá 16 eða 17 leikir eftir en það þarf bara að halda vel á spilunum. Við erum með mjög fínan hóp og vonandi gengur þetta upp,“ segir Ívar. ÍVAR INGIMARSSON, MIÐVÖRÐURINN STERKI HJÁ READING: NÝKOMINN ÚR LIÐÞÓFAAÐGERÐ Á HNÉ Ég spila örugglega ekkert meira á tímabilinu > Þorbjörg inn á topp hundrað Þorbjörg Ágústsdóttir stóð sig vel á heims- bikarmóti í skylmingum í London um helg- ina. Þetta var fyrsta heimsbikarmót keppn- istímabilsins og gríðarlega sterkt mót með 93 keppendum frá ellefu löndum. Þorbjörg náði góðum árangri í riðlakeppninni og vann fjórar af sex viðureignum sínum og komst því beint í 64 manna úrslit. Þar mætti hún franskri landsliðskonu Clöru Jaquet, en Þorbjörg beið lægri hlut fyrir Jaquet 15-8 og endaði því í 47. sæti. Fyrir árangurinn fékk Þorbjörg tvö stig á heimslista Alþjóðaskylmingasam- bandsins og hækkaði sig um tíu sæti. Með því komst hún inn á topp hundrað og er í 97. sæti listans. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á La Manga 11. febrúar næstkomandi. Ólafur velur sitt sterkasta lið í þennan leik en íslensku strák- arnir ætla sér örugglega að hefna fyrir 3-0 tap í undankeppni EM fyrir rúmu ári. - óój 18 MANNA HÓPUR: Markverðir: Árni Gautur Arason Odd Grenland Gunnleifur Gunnleifsson HK Varnarmenn: Hermann Hreiðarsson Portsmouth Indriði Sigurðsson Lyn Kristján Örn Sigurðsson Brann Grétar Rafn Steinsson Bolton Ragnar Sigurðsson IFK Gautaborg Bjarni Ólafur Eiríksson Valur Miðjumenn: Brynjar Björn Gunnarsson Reading Emil Hallfreðsson Reggina Aron Einar Gunnarsson Coventry Helgi Valur Daníelsson Elfsborg Pálmi Rafn Pálmason Stabæk Theodór Elmar Bjarnason Lyn Birkir Már Sævarsson Brann Sóknarmenn: Eiður Smári Guðjohnsen Barcelona Heiðar Helguson Bolton Arnór Smárason Heerenveen Landsleikur við Liechtenstein: Eiður Smári verður með MEÐ Á LA MANGA Eiður Smári Guðjohn- sen hjá Barcelona. NORDICPHOTOS/GETTY NFL Pittsburgh Steelers varð fyrsta félagið til að vinna sex titla í amer- íska fótboltanum þegar liðið vann 27-23 sigur í frábærum úrslitaleik í Tampa aðfaranótt mánudagsins. Það verður talað um lokakafla leiksins um ókomna tíð, fyrst tókst Arizona Cardinals að vinna upp 13 stiga forskot Steelers á fimm mín- útum og komast í 23-20 en leik- menn Pittsburgh Steelers drifu sig strax í sókn og tryggðu sér sigur- inn 35 sekúndum fyrir leikslok. Pittsburgh-liðið hefur verið rómað fyrir varnarleikinn en það var sóknin og samnvinna leik- stjórnandans Bens Roethlisberger og hlauparans Santonio Holmes sem færði Steelers stórglæsilegt sigursnertimark eftir að hafa farið upp 78 metra á aðeins 2 mínútum og 2 sekúndum. „Menn eiga ekki eftir að gleyma þessari sókn í langan tíma,“ sagði Roethlisberger sem varð um leið aðeins annar leikstjórnandinn á eftir Tom Brady til að vinna tvo titla áður en hann varð 27 ára. Hann er þekktur fyrir að koma krafti í liðið sitt en þetta var í sjötta sinn í 19 leikjum í ár þar sem hann stýrir liði sínu til sigurs á lokamínútunum. Holmes var valinn besti maður leiksins en hann sýndi einstaka fótafimi þegar hann greip úrslita- sendingu leiksins. Holmes greip alls níu sendingar í leiknum og komst með því 131 metra. Þjálfarinn Mike Tomlin á einn- ig mikið hrós skilið fyrir að búa til meistaralið á aðeins tveimur árum í starfi en hann varð um leið yngsti þjálfari sögunnar til að vinna tit- ilinn. Þeir voru ekki margir sem bjuggust við að Arizona Cardin- als næði sér á strik þegar liðið var þrettán mörkum undir, 20-7, en það tók leikstjórnandann Kurt Warn- er og hlauparann frábæra, Larry Fitzgerald, ekki nema tæpar fimm mínútur að búa til tvö snertimörk. Fitzgerald setti þar með met yfir flest skoruðu snertimörk eftir sendingar í úrslitakeppni NFL. Warner gat síðan aðeins horft á draumaendinn sinn breytast í matröð. „Ég tek ofan fyrir Steelers. Við töpuðum ekki þessum leik held- ur voru það þeir sem unnu hann,“ sagði Warner. - óój Dramatískur og spennuþrunginn lokakafli í úrslitaleik ameríska fótboltans: Stórglæsileg sigursókn Steelers MAÐUR LEIKSINS Santonio Holmes var frábær í sigursókninni. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir er þegar farin að skapa sér nafn í bandaríska háskólaboltanum og stefnir á sigur í Mountain West- deildinni ásamt félögum sínum í Texas Christian háskólaliðinu. Helena tók við leikstjórnandahlut- verkinu og fyrirliðastöðunni fyrir tímabilið og hefur hjálpað TCU að vinna 13 af 20 leikjum sínum. „Þetta er búið að vera svolítið upp og niður hjá okkur í ár. Við byrjuðum mjög vel og komum mörgum á óvart,“ segir Helena sem segir að liðið hafi síðan tapað nokkrum leikjum sem það átti ekki að tapa. Langar í hring „Eftir góðan liðssigur á San Diego held ég og vona ég að við séum komnar á réttan stað, og leiðin liggur bara upp á við. Deildin er enn þá galopin, og að vinna úrslita- keppnina er það sem skiptir mestu máli því það er sjálfvirkt boð í NCAA-keppnina. Ef okkur tekst ekki að vinna, fer það eftir hvað nefndinni finnst um okkar fram- lag í ár hvort við komumst inn eða ekki, sem er svona stærsta mark- miðið, en okkur langar í hring þannig að einmitt núna er öll ein- beitingin á Mountain West-deild- inni,” segir Helena. Góður árangur liðsins hefur kallað á mikla athygli og meðal annars stóra grein á ESPN, lang- vinsælasta iþróttamiðlinum í Bandaríkjunum. „Það hefur líka verið mikil vak- ining hérna í Fort Worth, og fleiri eru að fylgjast með okkur. Við förum varla út í búð lengur, án þess að vera stoppaðar af einhverj- um sem hrósar okkur, eða spyr okkur eitthvað nánar út í okkur eða liðið,” segir Helena. TCU endaði árið 2008 með þrjú töpum en hefur síðan komist á flug á nýjan leik. Eru „upp og niður“ lið „Við erum rosalegt „upp og niður“ lið. Við getum verið alveg rosa- lega góðar, en líka sjálfum okkur verstar og spilað mjög illa,“ segir Hel- ena sem getur orðið fyrsti leikmaður TCU frá upphafi til að vera með yfir 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsend- ingar að meðaltali en hún er efst liðsmanna í öllum þessum lykiltöl- fræðiþáttum. Helena sér ekki eftir því að hafa valið TCU en það voru fjölmargir skól- ar á eftir henni. „Mig langaði að fara í sterkt prógram með mikla sigur- hefð. Ég bjóst kannski ekki við að verða fyrirliði strax á öðru árinu, en eftir að TCU útskrif- aði fimm leik- menn í fyrra, varð stórt skarð eftir þá,“ segir Helena sem var búin að vera fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Hauka tvisvar sinnum áður en hún varð tvítug. „Ég hef oftast verið leiðtogi í mínum liðum. Stelpurnar í lið- inu hérna settu mig meira í þessa stöðu og leituðu til mín sem leið- toga liðsins og ég tók á mig meiri ábyrgð,“ segir Hel- ena sem er líka ánægð með þjálfarann sinn. „Ég gat ekki verið heppnari með þjálfara. Hann er frá- bær kennari og ég læri af honum á hverjum degi,“ segir Helena. Hún hefur leitt liðið til sigurs í mörgum jöfnum leikj- um að undanförnu en það er oft erfitt að stjórna liðinu. „Það eru oft mjög mikil læti á leikjum, og því erfitt að vinna í að halda öllum fimm á sömu blaðsíð- unni. Við spiluðum til dæmis fyrir framan 10.000 manns í New Mex- ico, og hávaðinn þarna inni var rosalegur. Ég reyndi að kalla kerfi upp völlinn, en það var ekki mögu- leiki að liðið myndi heyra í mér,“ segir Helena sem vill ekki taka heiðurinn af sigrunum í þessum spennuleikjum. „Við erum með góðan þjálfara- hóp sem tekur góðar ákvarðan- ir. Við erum líka bara orðnar svo gjörsamlega þreyttar á að tapa að ég held að það gefi okkur aukaorku í restina,“ segir Helena. Hefur hitt úr 23 vítum í röð Helena hefur hitt úr 23 vítum í röð þar af mörgum þeirra á úrslita- stundu. „Ég hef aðeins verið að breyta vítaskotinu mínu undan- farið. Bara taka mér aðeins meiri tíma, og reyna að ná andanum niður þegar ég er að taka víti. Ég ætla nú ekki að setja neina extra pressu á mig og hugsa um að ná eitthvað ákveðið mörgum í einu. Ég tek bara eitt skot í einu,“ segir Helena. Verkefni vikunnar er ekki af minni gerðinni því á mið- vikudagskvöldið heim- sækja þær topplið Utah Utes til Salt Lake City en Utah-liðið er ósigr- að til þessa í Mount- ain West-deildinni. ooj@frettabladid.is Orðin fyrirliði TCU strax á öðru ári Það stefnir í sögulegt tímabil hjá körfuboltakonunni Helenu Sverrisdóttur sem getur orðið fyrsti leikmaður TCU frá upphafi til að vera með yfir 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. SKEMMTILEGUR VETUR Helena Sverrisdóttir hefur haft yfir mörgu að gleðjast í vetur. AP Fjármálaráðgjöf fyrir þig Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.