Tíminn - 04.01.1983, Page 3

Tíminn - 04.01.1983, Page 3
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 3 fréttir Oánægja meðal kanadískra verkamanna á Djúpavogi: „VORUM GINNT HINGAÐ A FÖLSKUM FORSENDUM” ■ „Það er allt annað en þægilegt að vinna ólöglega í framandi landi vegna falskra Ioforða,“ segja þær Norma Thomas og Kim Norvis, kanadískar stúlkur, sem verið hafa í vinnu hjá Búlandstindi á Djúpavogi síðan í haust. ■ Mikil óánægja ríkir nú meðal nokkurra kanadískra verkamanna sem unnið hafa í fiskvinnu hjá Búlandstindi á Djúpavogi síðan 12. september í haust. Telja þau að munnlegir samningar, sem gerðir voru áður en þau lögðu upp frá Kanada hafi verið margbrotnir. „Við réðum okkur 17 talsins í vinnu hjá Búlandstindi hjá umboðsmanni fyrir- tækisins í Winnipeg eftir að auglýsing, þar sem boðið var upp á mjög góð kjör, birtist í einu blaðanna í borginni," sögðu þær Kim Orvis og Norma Thomas í samtali við blaðamann Tímans. „Umboðsmaðurinn talaði um að við myndum fá milli fjóra og fimm kanada- dollara á tímann, og á það hefði verðbólgan engin áhrif. Raunin hefur orðið sú, að tímakaupið nær ekki nema rúmlega þremur og hálfum dollar. Okkur var lofað góðu hótelherbergi, tveggja manna með sturtu og eld- húskrók. Þegar komið var til Djúpavogs fengum við hótelherbergi, tveggja manna, án baðs og við urðum að deila eldhúsi með tuttugu manns, sem allir sjá að er ómögulegt," sögðu stúlkurnar ennfremur. „Höfum ekki atvinnuleyfi“ „Það sem sennilega er allra verst," sögðu stúlkurnar, „er að við erum hérna án þess að hafa atvinnuleyfi. Okkur var sagt áður en við fórum frá Kanada, að það tæki kannski tvær vikur að útvega atvinnuleyfi. Nú erum við búin að vera hér í næstum fjóra mánuði og ekkert bólar á leyfinu. Þegar við minntumst á það við förráðamenn Búlandstinds, var okkur sagt að við þyrftum að verða okkur út um lungnamyndir áður en leyfið fengist. Til að fá lungnamyndirnar þurftum við að fara annað hvort til Norðfjarðar eða Eskifjarðar, sem er 5 til 6 tíma ferðalag með bíl, en til þess gátum við ekki fengið frí frá vinnu. Nú vegna þess að við höfðum ekki atvinnuleyfi fengum við mjög takmark- aða gjaldeyrisyfirfærslu. Mörg okkar, sennilega flest, þurftum að senda pen- inga til Kanada, annað hvort til fjöl- skyldna okkar eða þá til að borga lán, til dæmis." „Höfum ekki efni á að kaupa farseðla“ - Af hverju snúið þið ekki aftur til Kanada? „Það er hægara sagt en gert. Það eina sem við höfðum skriflegt áður en við fórum frá Kanada, var að við ættum að borga flugfar til íslands sjálf. Búlands- tindur keypti miðana og við áttum aö borga þá með átta jöfnum greiðslum. hins vegar áttum við að fá frítt t'ar til baka yrðum við 9 mánuði og eina viku á Djúpavogi. Ekkert okkar hefur efni á að kaupa farmiða eins og málin standa nú.“ - Þið voruð 17 sem réðust í vinnu hjá Búlandstindi - hversu margir hafa hætt? „ Við erum að minnsta kosti fjórar sem þegar erum hættar og ég veit um tvo stráka sem búnir eru að segja upp frá og með næstu mánaðamótum.,, - Hvað tekur við? „Við tvær erum að leita að vinnu hér á íslandi og eigum von um að það gangi fljótlega. Ef ekki, er ekki annað fyrir okkur að gera, en að skrifa foreldrum okkar bréf og biðja þau um aðstoð, sem ekki er góður kostur vegna þess að foreldrar mínir eru atvinnulausir og hafa lítil fjárráð", sagði Kim. - Hafið þið leitað til verkalýðsfélags- ins á Djúpavogi vegna þessa máls? „Við höfum auðvitað rætt við verka- lýðsfélagið, en einu afskiptin sem þaö hefur haft af okkur var loforð um að halda fund um öryggismál með enskum túlk, en við það hefur ekki verið staðið enn.“ - Hvað höfðuð þið í kaup að meðaltali ntcðan þið voruð á Djúpavogi. „Ætli við höfum ckki fengið milli 16 og 1800 krónur að meðaltali þegar búið var að draga allt frá. En cinn úr okkar hópi fékk útborgaðar 14 krónur einn föstudaginn, en hann hafði að vísu verið fjarverandi í tvo daga, svo vinnuvikan var þriggja daga. Svo það má scgja að við höfum verið ginnt hingað á fölskum forsendum," sögðu stúlkurnar. Þrátt fyrir ítrckaðar tilraunir tókst ekki að ná í framkvæmdastjóra Búlands- tinds í gærkvöldi. Framkvæmdastjóraskipti hjá Framsóknarflokknum: „Lifandi þjónustu- miðstöd” — segir Haukur Ingibergsson, sem tók vid framkvæmda- stjórastarfinu um áramótin ■ Þráinn Valdimarsson afiienti í gær Hauki Ingibergssyni lyklavöldin að skrifstofu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins að viðstöddum Steingrími Hermannssyni, formanni flokksins. Þeir gátu ekki varist brosi er við höfðum orð á að lykillinn yrði í Hauks vörslu til ársins 2018 ef hann ætlaði sér að feta í fótspor Þráins. Gísli Alfreds son skipadur Þjóðleikhús* stjóri: „Áfram unnid ad eflingu innlendrar leikritunar” ■ Gísli Allreðsson leikari var í gær skipaður Þjóðleikhússtjóri og sam- kvænit nýjuin Þjóðleikhúslögum var hann skipaður frá 1. janúar og starfar samhliða fyrirrennara sínum fram til 1. scptember n.k. er liann tckur einn við starfinu. Með þessum hætti er ætlunin að gefa nýjum Þjóðlcikhússtjúra tæki- færi til að móta sjálfur fyrsta starfsár sitt jafnfraint þvi sem fráfarandi Þjóð- lcikhússtjóri fylgir síðasta starfsári sínu eftir til cnda. Kins og kunnugt er gaf Sveinn Einarsson ekki kost á sér til að gegna starfinu áfram, en í það cr ráðið til fjögurra ára í senn. „Það hefur verið stefna Þjóðleik- hússins síðustu ár að styðja við bakið á íslenskri leikritun, sem hefur í örum þroska undanfarið, - Ég held að það hafi verið eining innan leikhússins uni þessa stcfnu og gcri ráö fyrir að henni vcröi fylgt áfrani," sagði Gísli Alfrcðs- son er Tíminn spurði hann í gær hvort hann hcfði haft ákvcðnar hugntyndir um breytta stefnu í verkefnavali er hann ákvaö að sækja um starfið. - Telur þú að hafi ríkt öánægja að cinhverju leyti með listræna stefnu hússins að undanförnu meðal starfsfólks þcss? „Nci, - ég hef ekki oröið var við það. Ég held að það sé eining um þessa grundvallarstcfnu sem ég nelndi áðan. Ég vonast til að mér auðnist að framfylgja henni áfram. Nú hcf ég þennan tíma fram til 1. september til að móta starfiö næsta leikár. Það fer auðvitaö aldrei hjá því að smekkur þcss sem stjórnar nióti vcrkefnavalið að einhverju leyti cn þess ber þó að gcta að Þjóðleikhússjóri einn ræður að sjálfsögðu ckki verkefnavalinu, þar kcmur til verkefnavalsnefnd, sem í eiga sæti starlsmenn hússins, leikarar og leikstjórar og fulltrúi frá Þjóðleik- húsráði." JGK „Er orðinn hæfi- lega langur tími” — segir Sveinn Einarsson, sem brátt lætur af störfum ■ „Flokksskrifstofan er fyrst og fremst lifandi þjónustumiðstöð fyrir framsókn- arnienn og framsóknarfélögin í landinu svo og Framsóknarflokkinn“, svaraði Haukur Ingibergsson, er Tíininn spurði hann í gær hvernig hann líti á starfssvið flokksskrifstofu og framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. En Haukur tók í gær við því starfi að Þráni Valdimarssyni sem framsóknarmenn munu flestir sam- mála um að hafi verið farsæll fram- kvæmdastjóri í 35 ár. - Og leita þá margir til ykkar þarna á Rauðarárstígnum? „Daglega leggja margir hingað leið sína vegna ýmissa mála og erinda. Ég vil þó nota þetta tækifæri til að hvetja framsóknarmenn til að koma hér enn fleiri og enn oftar - þó ekki sé nema að líta við hjá okkur í smá spjall. Það er mjög mikilvægt að við séum í sem nánustum tengslum við sem flesta til að vita sem best hvaða skoðanir og álit þeir hafa í hinum ýmsu málum. Flokkurinn og skrifstofan cr að sjálfsögðu til fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir flokkinn og skrifstofuna. Því er mikilvægt að heyra sjónarmið sem flestra." - Nú tekur þú við störfum rétt fyrir alþingiskosningar? „Það eru vitanlega miklar annir á flokksskrifstofunni um þessar mundir og verða örugglega næstu mánuði - fram að kosningum. Hér er unnið að megin- skipulagi kosningabaráttu Framsóknar- flokksins. Ég tel m.a. afar mikilvægt að skrifstofan sé sem allra virkust í upplýsingagjöf og upplýsingaöflun fyrir flokksmenn og framsóknarfélögin um allt land." - Hyggur þú kannski á breytta starfsemi á þessum tímamótum? „Það að Þráinn Valdimarsson skuli vera búinn að gegna þessu starfi í 35 ár hlýtur að vera sönnun þess að hann hafi gegnt því mjög vel. Það er því varla ástæða til neinna sérstakra breytinga. Auðvitað hljóta hins vegar breyttir tímar og aðstæður alltaf að kalla á breytta starfshætti í tímans rás.“ ■ Sveinn Einarsson ■ „Mcr flnnsl þessi tími sem ég hcf verið leikhússtjóri vera orðinn hæfílcga langur fyrir mig þella cru oröin 20 ár, fyrsl í Iðnó og síðan i Þjóðleikhúsinu,“ sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjúri, í sumtali við Tímann í gær, en hann lætur senn af slörfum, en hann sólti ekki um stöðuna á ný er hún var auglýst laus til næstu fjögurra ára í fyrra mánuði. „Ég heltl að það sé ágætt bæði fyrir mig og leikhúsið að nú skuli skipt um. Hvað mig snertir þá hef ég átt ágæt ár hjá Þjóðleikhúsinu og saman höfum cg og samstarfsmenn mínir komið ýinsu til leiðar sem gaman er að minnast. En þar kemur á móti að maður hefur kannske haft minni tíma til að sinna ýmsum áhugamátum en maður hefði viljaö. til dæmisuppsctningum og skriftum sem hugur manns kann að hafa staöið til. Þctta er taliö heldur erfítt starf og ég held að þetta sé orðin ágæt útgerö. - Ég finn þaö líka að hefði það komið til að ég hefði orðið 4 ár í viðból, þá hefði það orðiö erfiðara að hætta þá og snúa sér aö öðru. - Nú hljöta stjórnsýslustörf að hafa tekið mikið af tíma þínum, - má búast við að þú snúir í auknum mæli að leiksljórn hjá leikhúsunum cftir að þú ert orðínn laus úr sæti leikhússtjórans? „Já. - það má vel vera segir Sveinn og hlær, - við getum alla vega sagt að ég verði á markaðnum og ef einhver býður í mig þá reyni ég að standa mig. Ég er alls ekki neitt sorgbitinn yfir því að láta nú af störfum," segir Sveinn að lokum, það er heldur létt yfir mér þessa dagana. Það eina er að ég kem til með að skna góðra starfsfélaga, sem ég hef átt gott samstarf við á undanförnum árum. JGK - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.