Tíminn - 04.01.1983, Side 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Atgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. lltlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjórnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 11.00, en 126.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 150.00.
Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Ár kosriinga
og erf iðra
ákvarðana
■ Nýtt ár er gengið í garð. Við hver áramót horfir fólk
með nokkurri bjartsýni til nýja ársins í von um, að það
beri hamingju og gæfu í skauti sér. Þetta á í það minnsta
við um þá, sem búa við sæmilega velmegun. Pví miður er
svo aðeins um minnihluta jarðarbúa. Þrátt fyrir gífurlegar
tækniframfarir og meiri framleiðslugetu en nokkru sinni
fyrr í sögu mannkynsins, er gæðunum hrapalega misskipt
í hciminum. Mikill fjöldi fólks býr við ólýsanlega fátækt
og fellur fyrir aldur fram af hungri, vannæringu eða
annarri iliri aðbúð. Jafnvel í hinum ríkari löndum hefur
atvinnuleysið leitt til óbærilegra þjáninga fyrir tugmilljónir
rnanna, scm vilja vinna en fá hvergi atvinnu.
Hér á landi hefur hin alþjóðlega efnahagskreppa nú
kvatt að dyrum auk þess sem verulegur aflabrestur og
sölutregða á erlendum mörkuðum hefur dregið meira úr
þjóðartekjum okkar en dæmi eru til um áratugum saman.
Þrátt fyrir þetta áfall hefur tekist að halda uppi fullri
atvinnu í landinu. Framsóknarflokkurinn hefur lagt á það
megináherslu að svo verði áfram, en jafnframt bent á þá
augljósu staðreynd, að það mun ekki takast nema gripið
verði til samræmdra efnahagsaðgerða sem allra fyrst.
Ljóst er að slíkar aðgerðir hljóta að koma við lífskjör
landsmanna. Tekjur þjóðfélagsins hafa minnkað stórfellt
á liðnu ári, og horfur eru á, að svo verði einnig á nýja
árinu. Það er því minna til skiptana en áður, og
nauðsynlegt að jafna þeim halla réttlátlcga niður á
landsmenn. Verði það ekki gert hlýtur að koma til vaxandi
samdráttar í atvinnulífinu og þar með til atvinnuleysis.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki lengur meirihluta til
að koma slíkum samræmdum efnahagsaðgerðum í
gegnum þingið gegn vilja stjórnarandstæðinga. Feir hafa
neitunarvald í neðri deild þingsins. Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri
skoðun í áramótagrein í Tímanum á gamlársdag, að ef
ekki næðist nauðsynleg samstaða og fylgi á Alþingi við
raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum, þá væri eðlilegast
að rjúfa þing sem allra fyrst og efna til kosninga í
febrúarmánuði, því nýr stjórnarmeirihluti þyrfti að fá sem
mest svigrúm til þess að taka á vandanum.
Steingrímur gerði einnig grein fyrir þeim lágmarksað-
gerðum, sem Framsóknarflokkurinn telur að gera verði:
1. Vísitölukerfinu verði breytt þannig að dragi úr
víxlverkun verðlags og launa.
2. Dregið verði út verðbótum á laun, og tekjur, bæði
launamanna, bænda og sjómanna, hækkanir á vöru og
þjónustu og á lánskjaravísitölu og fjármagnskostnaði
verði takmarkaðar til samræmis við aðrar skerðingar.
3. Dregið verði úr innflutningi eftir öllum þeim leiðum,
sem féerar eru og samræmast þeim viðskiptasamning-
um, sem við höfum gert.
4. Aðgerðirnar í efnahagsmálum verði lögbundnar til
a.m.k. tveggja ára.
5. Leitað verði leiða til að auka að nýju framleiðslu og
hagvöxt, m.a. með endurskoðun á orkunýtingar- og
iðnaðarmöguleikum og aukinni hagkvæmni í sjávarút-
vegi og landbúnaði.
Framsóknarflokkurinn mun leggja áherslu á að sem allra
fyrst verði hægt að grípa til slíkra nauðsynlegra efnahags-
aðgerða til þess að halda verðbólgu í skefjum og reyna
að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Miklu veldur nú sem fyrr
liver á heldur. Kjósendur munu fljótlega velja forystu
þjóðarinnar næsta kjörtímabil. Það mun ráða miklu um
framtíðarþróun íslenska þjóðfélagsins, hvort kjósendur
velja ábyrga og umbótasinnaða menn þá til forystu, eða
hleypa öfgaöflunum óbeisluðum í valdastólana.
ESJ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1983
skrifað og skrafað
■ Margt var spaklega mælt
og skrifað er þjóðin var
ávörpuð um áramót. Þau
ummæli forsætisráðherra, að
íslendingar yrðu að varast að
glata ekki brageyranu eríhug-
unarefni á breytinga- og um-
rótatímum. Útvarpsstjóri
minnti á þrumuraust mcistara
Jóns Vídalín og taldi prédik-
un hans eiga erindi við þjóð í
hörðu lífskapphlaupi, þótt
aldir séu liðnar síðan hann
leiddi hjörð sína á vegi sann-
leikans.
Forseti íslands kom víða
við í sínu ávarpi og tileinkaði
þeim sem landið eiga að erfa
sérstakan kafla og sagði m.a.:
„Á því leikur enginn vafi
að það gæti orðið öllum til
gagns og gleði að staldra við
■ Vigdís
■ Steingrímur. ■ Svavar.
Brageyrad, meistari
Jón og unga fólkið
oftar en gert er og leggja
sérstaka rækt við æskufólk
sem er á erfiðu skeiði lífsins
á mörkum þess að vera börn
og fulltíða menn. Við mættum
koma því betur til skila hve
óendanlega hlýtt okkur er til
unga fólksins og hvernig við
viljum veg þess sem mestan
og bestan án þess að vera
sírcxandi til að lciða því fyrir
sjónir okkar eigin sannleika
oft ærið gamaldags. Við
mættum reyna að skilja betur
unga fólkið, nýstárleg og
skemmtileg uppátæki þess.
Þau eru mörg öðru vísi en við
eigum að venjast sem eldri
erum, sem einu sinni höfum
verið ung. Eitt af einkennum
tímans, sem svo hratt líður
yflr í minningar er að með
honum breytist lífsaðstaðan
frá ári til árs með nýjum
uppflnningum og nýjum lífs-
venjum.“
Raunsæi...
Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokks-
ins vék einnig að unga fólkinu
í sinni áramótagrein og sagði:
„Við eigum tápmikið, víð-
sýnt og heilbrigt æskufólk.
Ég er sannfærður um, að það
þráir fremur gott mannlíf en
streitu lífskjarakapphlaups-
ins. Ég á þá ósk heitasta á
nýju ári að takast megi að
skapa nýjan grundvöll.“
Steingrímur ól ekki á nein-
um gyllivonum í upphafl árs.
„Við skulum vona að nýja
árið verði farsælt. Stundum
virðist mér þó ekki ástæða til
bjartsýni. Það er til dæmis
undarlegt að sjá því haldið
fram að engin kjaraskerðing
þurfí að vera. Slík fullyrðing
er ekki á raunsæi byggð. Á
síðasta ári og á þessu munu
þjóðartekjur dragast saman
um 9-10 af hundraði. I því
felst óhjákvæmileg kjara-
skerðing, ekki síst þegar þess
er gætt, að kaupmætti verður
ekki haldið uppi með erlendri
lántöku. Spumingin veröur
alls ekki hvort kjaraskerðing
verður, heldur hvernig úr
henni verður dregið með
skynsamlegum aðgerðum og
henni dreift þannig, að sem
léttbærast verði fyrir þá sem
minnsta kjaraskerðingu þola.
Ekki get ég heldur sagt að
það beri vott um mikla skyn-
semi, að nú 1. jan. hækka
grunnlaun um 2 af hundraði.
Hvar á að taka það við
minnkandi þjóðartekjur?
Auk þess sér vísitölukerfið
um það, að hækkunin verður
mest hjá þeim, sem hæst
launin hafa. Og í siíkt kerfi
virðist haldið dauðahaldi.“
Steingrímur benti á leiðir
til úrlausnar, ekki öllum sárs-
aukalausar en óskaði þess að
á árínu næðist brcið samstaða
um skynsamlegar aðgerðir í
efnahagsmálum, samstaða
um hjöðnun verðbólgu án
atvinnuleysis.
... og
glamuryrdi
Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins segir í
sínu áramótaávarpi að af-
staða síns flokks sé allt önnur
en annarra fiokka og nefnir
Framsóknarflokkinn og segir
hann hafa kauplækkun á
sinni stefnuskrá nú í ársbyrj-
un. „Þessi kauplækkun er
ekki á dagskrá af okkar
hálfu,“ skrifar hinn kok-
hrausti flokksformaður.
Minnkandi sjávarafli,
versnandi viðskiptajöfnuður,
erlend efnahagskreppa og
minnkandi þjóðartekjur
koma hinum síðastnefnda
ekkert við. Hann ætlar að
halda uppi lífskjörunum hvað
sem tautar og raular. En það
eru vondu karlarnir í Fram-
sókn sem ekki vilja ala verð-
bólgupúkann á fjósbitanum
með glamuryrðum sem enga
stoð eiga í raunveruleikanum.
Er ekki kominn tími til að
skilja þá einföldu staðreynd,
að krónutala skiptir ekki
sköpum hvað lífskjör varðar
heldur kaupmátturinn? Þá er
átt við raunverulegan kaup-
mátt en ekki verðbólgukrón-
ur.
OÓ
starkadur skrifarI
Loford á
■ MEÐ nýju ári hefur Starkaður göngu sína á síðum
Tímans. Tilkoma hans á þessum stað er hluti af þeim
nýjungum, sem fitjað er upp á í blaðinu nú í ársbyrjun og
sem hafa að markmiði að gera blaðið enn fjölbreyttara. Hér
verður væntanlega ritað um dægurmál og tíðaranda á
tæpitungulausan hátt.
Kuldaveður og ófærð hefur einkennt nýja árið það sem af
er. Þar hafa veðurguðirnir gefið ótvírætt til kynna hvað
einkenna muni árið einnig á öðrum sviðum. Mánuðir mikilla
átaka í þjóðmálunum eru framundan; alþingiskosningar eru
á næsta leyti, í síðasta lagi í apríl, en jafnvel í febrúar ef
stjórnarandstaðan hyggst koma í veg fyrir það, sem gera þarf
til þess að halda atvinnulífinu gangandi. Ríkisstjórnin er upp
á stjórnarandstöðuna komin í þeim efnum, en getur auðvitað
ekki sætt sig við að horfa aðgerðarlaus á stöðvun atvinnufyr-
irtækja vegna þvergirðingshátar stjórnarandstæðinga. Á þetta
mun reyna á næstu dögum.
UM áramót gera menn gjarnan upp reikning liðinna ára og
gefa jafnvel sjálfum sér og öðrum hátíðleg loforð. Oft vill þó
fara svo, að lítið verði um efndir. Ætla mætti svo dæmi sé
tekið að öll þjóðin væri löngu hætt að reykja, ef allir þeir,
sem ákveðið hafa um áramót að leggja niður þennan ósið,
hefðu staðið við það heit sitt.
í þeim kosningaslag sem framundan er verður vafalaust
mikið um loforð hjá ýmsum þeim, sem reyna að notfæra sér
nauðsynlegar en óvinsælar efnahagsaðgerðir sér og sínum
flokki til framdráttar. Slíkir frambjóðendur munu lofa öllu
fögru, enda sjá þeir hvorki aflabrest né sölutregðu á erlendum
mörkuðum, og rétt er svo að þeir glitti í atvinnuleysi
milljónanna í nágranna löndunum, þar sem skoðanabræður
þeirra ráða ríkjum og framkvæma stefnuna um „hæfilegt
atvinnuleysi“. En þeirra loforð munu reynast innantóm þegar
kjördegi lýkur og alvaran - að stjórna landinu - tekur við.
Það ætti almenningur að hafa í huga í tíma - fyrir kjördag.
- Starkaður.