Tíminn - 23.01.1983, Síða 23

Tíminn - 23.01.1983, Síða 23
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Vinsælda- kosningar Nútímans ■ Svipað og í fyrra höfum við á Nútímanum ákveðið að halda vinsælda- kosningar, en þessum ágæta sið var komið á að nýju eftir að þessi starfsemi hafði legið niðri hér um árabil. Viö hvetjum að sjálfsögðu alla lesend- ur Nútímans að leggja þær „gráu" í bleyti og rifja upp hvað þeim þóttu bestu hljómsveitir ársins, innlendar og erlend- ar, bestu plötur ársins og bestu lög ársins og vinsamlegast reyna að finna þrjár í hverjum flokki. Við munurn birta þennan atkvæðaseð- il þrjár vikur í röð eða frant að 7. febrúar en vonumst síðan til að geta birt úrslitin þann 14. febrúar. Dregið ntun úr innsendum atkvæða- seðlum og fá fjórir hcppnir þátttakendur senda plötu frá Hljómplötudeild Karna- bæjar. Og þá et ekki annað eftir en dýl'a pennanum í blekbyttuna og senda seðilinn til: Nútíminn/Dagblaðið Tíminn, Síðumúla 15, 105 Reykjavík. Hér gala Gaukar — tónleikar á Borginni með Gaukum, DRON og Centaur ■ Benni pís stakk höfðinu inn á ritstjórnarskiif'stofu Nutímans um dag- inn með „heita“ frétt úr poppinu, nefnilega að Gaukarnir ætluðu að Italda tónleika á Borginni næstkomandi flmmtudag ásamt hljómsveitunum DRON og Centaur. Gaukarnir. eða mussupoppararnir eins og Benni kallar þá, gerðu garðinn frægan hér um árið í Óðali og hefur svitinn og hitinn sjaldan verið í betra lagi en þá er DRON og Centaur koma kraftmiklar út úr Músíktilraunum SATT í Tónabæ. Raunar vann DRON þá keppni en Centaur var að mati ESE fyrrum poppskríbents á þessum síðum ein besta hljómsveitin á þessum „tilraun- um“ enda mun hún nú vera ein af sárafáum þungarokkssveitum sem til eru á landinu. -FRI r -i 1 \lllBfisK L. i 8HB 1 •r m. Æá WkÆmm'íTh. ’ ■ Gaukarnir Punk sic’s var réttnefni ■ Hálftómur salur Félagsstofn- unar stúdenta blasti við er undir- ritaður stakk þar inn toppstykk- inu til að fylgjast með stuðnings- tónleikum fyrir mynd Fjalakatt- arins The great rock’n’roll swindle. Skyndi- eða instant hljómsveitin Punk sic’s sérstak- lega stofnuð í tilefni þessara tónleika hamaðist á sviðinu og maður verður að láta þess getið að þótt hún hafí átt að leika lög í anda Sex Pistols sálugu þá var nú alveg óþarfí að fara allt aftur til „bílskúratímabils“ þeirra mætu sveitar því eins og Luigi fyrrum félagi minn sagði... „þetta er bara hávaði“... Raunar virtust þeir félagar. Pollock- bræður, Gunnþór og Ásgeir hafa mun meira gaman af hávaðanum sem þeir framleiddu en áheyrendur. hættu oft í byrjun, eða miðju lagi, hrákaslummur flugu um loftið og inn á milli var keyrt á gamalkunnum pönk-frösum. Mike Pollock öskraði með og undir lokin í síðasta laginu kom setningin Rescue me eða bjargið mér.en enginn áheyrenda þaut til og kippti kappanum af sviöinu og úr þessum bömmer. Punk sic's var réttnefni því sveitin var í einu orði sagt (sic). Tappi tíkarrass tróð upp næst, traust að vanda. Tóku nokkur lög af plötu sinni Bitið fast í vitið auk nýrra laga sem flest voru í þyngri kanti nýbylgjurokksins. Jakob hreint frábær á bassann að öðrum ólöstuðum og alveg merkilegt hvað þetta litla „kerti" Björk söngkona sveit- arinnar náði út úr raddböndunum. Tónlist Tappans hefur þróast mikið frá því plata þeirra kom út. mun keyrslumeira rokk einkennir prógramm- ið sem hefði mátt vera mun lengra. Sá sem skemmti sér greinilega best var vngsti bróðir Luigi Hrafn og lét hann þess réttilega getið við undirritaðan að hann var eini maður sem „dansaði" í FS þetta kvöld ef hoppið og skoppið hjá honum getur flokkast undir dans. Klæðaverðlaun kvöldsins falla hcil og óskipt í hlut Ellý söngkonu 04U og þurfti bara að líta einu sinni á „gallann" til að sannfærast um að enginn annar í húsinu kæmist mcð tærnar þar sem hún hafði hælana í þessum efnum. Támjóar hvítar diskóbomsur. ullarlegghlífar með hvítu ogsvörtu skákborðsntunstri, svart- ar leðurbuxur og peysa í stíl við legghlífarnar... vopnuð hvítum sólgler- augum þai sein menn geymdu sex- hleypuna í villta vestrinu. Ég og Luigi röltum svo niður á Borg, nittum Benna pís poppskríbent á eftir- launum og söngvara Gaukanna t röðinni. Hann hristi hausinn yfir lýsingum okkar á tónleikunum en sagði að Gaukarnir væru að „pæla" í tónleikum með yfirskriftinni „Rokk gegn glímu". Ég sel það ekki dýrara en ég keypti. - FRI ATKVÆÐA- SEÐILL Þrjár íslenskar hljómsveitir sem að þínu viti sköruðu íram úr á árinu 1982 1. _____________________________________________ 2. ______________________________________________ 3. ______________________________________________ Þrjár erlendar hljómsveitir sem að þínu mati sköruðu fram úr á árínu 1982. 1. _____________________________________________ 2. _____________________________________________ 3. _____________________________________________ Þrjár íslenskar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ___________________________________________ 2. ___________________________________________ 3. ___________________________________________ Þrjár erlendar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1982 1. ______________________________________ 2. ______________________________________ 3. _________________________________________ Þrjú íslensk lög sem að þínu mati sköruðu fram i'ir á árínu 1982 1. _____________________________________ 2. _____________________________________ 3. _____________________________________ Þrjú erlend lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árínu 1982 1.____________________________________ 2. ____________________________________ 3. ____________________________________ Nafn:________ Heimilisfangi Atkvæöaseðillinn sendist merktur: Tíminn Co/Nútíminn, Síðumúla 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.